Morgunblaðið - 23.09.1976, Qupperneq 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 23. SEPTEMBER 1976
Aðalskipulag ísafjarðar:
Verndun
gamalla
húsa og
landnám
ÍSAFJARÐARBÆR hefur
gefid út kynningarblad þar
sem skýrt er frá hugmynd-
um að aðalskipulagi kaup-
staðarins og er kynningar-
blaðinu ætlað að upplýsa
bæjarbúa og aðra um
skipulagið áður en það
verður lagt fram til stað-
festingar. Þeir sem unnið
hafa að skipulaginu eru
Ingimundur Sveinsson
arkitekt, Ólafur Erlings-
son verkfræðingur, dr. Öl-
afur Ragnar Grímsson
prðfessor og Garðar Hall-
dórsson arkitekt.
Á Isafirði býr
þriðjungur allra
Vestfirðinga
I Kynningarblaðinu er sérstak-
lega fjallað um íbúaþróun á ísa-
firði og á Vestfjörðum. Kemur
fram að Vestfirðingar eru nú að-
eins 1/20 hluti landsmanna, en
um siðustu aldamót var ísafjörð-
ur næstur Reykjavik og Akureyri
að ibúatölu. Voru þá Vestfirðir
eitt helzta vaxtarsvæði landsins
og fyrir fjórum áratugum bjó
1/10 hluti landsmanna vestra. En
á sama tíma og landsmönnum
fjölgaði um 50% frá 1950—1974
fækkaði íbúum ísafjarðar um 5%.
Þótt hlutur bæjarins hafi þannig
skerzt til muna, hefur hin mikla
fækkun í öðrum byggðum Vest-
fjarða gert Isafjörð hlutfallslega
sterkan innan landshlutans og
eru ísfirðingar nú um þriðjungur
allra Vestfirðinga en voru fyrir
f jórum áratugum tæpur f jórðung-
ur.
1 skipulaginu er gengið út frá
þeirri forsendu, að skortur á
íbúða- og athafnasvæðum megi
ekki standa vexti Isafjarðarkaup-
staðar fyrir þrifum, en sú hefur
lengi verið raunin. Tanginn má
heita fullbyggður og lítið er eftir
af byggilegum svæðum i hlíðun-
um fyrir ofan bæinn, en í tillög-
unum er gert ráð fyrir allt að 6000
manna byggð eða tvöföldun nú-
verandi íbúafjölda. Þessi íbúaspá
er byggð á hæfilegri bjartsýni,
segir í tillögunum, þ.e. að brott-
flutningar og aðflutningar vegi
jafnt á fyrri hluta tímabilsins,
sem nær til 1994 — en aðflutning-
ar hafi heldur vinninginn á síðari
hlutanum og er þá gert ráð fyrir
4000—5000 íbúum í lok skipulags-
tímabilsins. Landþrengsli eru
leyst með dreifingu íbúðasvæða
frá núverandi byggðarkjarna og
uppfyllingum undir þjónustu- og
atvinnustarfsemi.
fbúðasvæði
Byggðinni sjálfri má skipta í 3
svæði, þ.e. eyrina og hlíðina þar
fyrir ofan, Hnífsdal og fjarðar-
svæði. Segir i skipulagstillögunni,
að vart megi reikna með verulegri
fjölgun íbúa á eyrinni og í hlíðun-
um. Að vísu er sá möguleiki fyrir
hendi að byggð rfsi á fyllingum
austan Suðurtanga.
I Hnffsdal eru möguleikarnir
takmarkaðir vegna skriðuhættu,
en ef megináherzla er lögð á ein-
býli, getur þar með góðu móti
risið 800—1000 manna byggð.
Fjarðarsvæðið í botni Skutuls-
fjarðar er talið geta rúmað
2300—2800 manna byggð og er
þar einkum gert ráð fyrir íbúða-
hverfum og þjónustu.
A Isafirði er óvenju mikið um
gamlar byggingar. Stafar þetta
bæði af því, að þéttbýli myndaðist
snemma á eyrínni og að vöxtur
bæjarins hefur verið hægur sið-
ustu áratugina. Mestur hluti
gamla bæjarins eru frá árunum
1860—1920 og eru húsin flest
áþekk að stærð, yfirleitt báru-
ísafj örður 1973...
járnsklædd timburhús, einnar
eða tveggja hæða. Byggingar-
fræðileg, fagurfræðileg og sögu-
leg könnun leiðir í ljós, segir í
skipulagstillögunni, að ekki er
raunhæft að þessi gömlu hús
standi til frambúðar nema að litlu
leyti, þar eð mörg þeirra eru afar
illa farin. En til að varðveita svip-
mót gömlu hverfanna er lagt til
að heillegar götumyndir fái að
halda sér, t.d. Smiðjugata og
Tangagata. Þá er lagt til að niður-
rif húsa og nýbyggingar verði
ekki leyfðar nema að fenginni
umsögn nefndar, sem væri skipuð
t.d. þjóðminjaverði eða fulltrúa
hans, sögufróðum heimamanni
sem fulltrúa bæjarins og bygg-
ingarmenntuðum manni með
þekkingu á gömlum húsum. Þeg-
ar hefur verið tekin ákvörðun um
friðlýsingu nokkurra gamalla
húsa, t.d. í Neðstakaupstað.
- ^ • '>_
Atvinnulíf
I kafla um atvinnulíf segir m.a.:
Fámenn fyrirtæki eru í yfirgnæf-
andi meirihluta á Isafirði, en þar
eru nú um 200 aðilar, sem fást við
einhvers konar rekstur. Tæplega
helmingur þeirra hefur aðeins
einn eða tvo starfsmenn, en 30
þeirra hafa fleiri en fimm. Smáu
fyrirtækin hafa hvorki fjármagn
né starfskrafta til að hagnýta sér
að verulegu marki þá vaxtar-
möguleika, sem kunna að vera
fyrir hendi og er þvf vaxtarstyrk
atvinnulífs á Isafirði að sækja til
stærri fyrirtækjanna, hraðfrysti-
húsanna, rækjuvinnslustöðvanna,
skipasmíðastöðvarinnar, ýmissa
verkstæða og byggingafyrirtækja,
vefstofunnar og fáeinna skrif-
stofa og verzlana. Könnun á at-
vinnulífi staðarins beindist að
þörf fyrirtækja í framtíðinni á
húsnæði og athafnasvæði. Gengið
var úr skugga um, hvort eða á
hvern hátt fyrirtækið hygðist
auka húsakost sinn og hvaða
svæði i bænum væru heppilegust
með tilliti til framtíðaraðseturs.
Spurt var >um hugsanlega stærð
nýbyggingar og fleiri atriði, sem
snerta skipulag atvinnusvæða.
Þessi könnun var lögð til grund-
vallar tillögugerð skipulagsins.
MIÐBÆRINN
Um miðbæinn segir í tillögunni
að þar sé nú veruleg þörf fyrir
aukið verzlunar- og skrifstofuhús-
næði, sem ekki rúmist á núver-
andi miðbæjarsvæði ísafjarðar.
Enn er lögð áherzla á verndun
gamalla húsa og fremur mælt á
móti niðurrifi þeirra til að skapa
nýja byggingarmöguleika. Þess í
stað er bent á aðra lausn lóða-
vandans, þ.e. að vinna land með
uppfyllingum sunnan Hafnar-
strætis. Þá segir: „Ýmsir kynnu
að ætla, að kostnaðarsamt væri að
fá svæði undir miðbæjarstarfsemi
á þennan hátt. Sá kostnaður er þó
í mörgum tilvikum minni en út-
gjöld vegna kaupa á lóðum og
vegna niðurrifs mannvirkja á öðr-
um ámóta hentugum stöðum.
Einnig verður að telja eðlilegt að
þeir, sem fengju byggingarleyfi á
svo eftirsóknarverðum stað, sem
1 nýi miðbærinn yrði, tækju þátt 1
þeim kostnaði, sem fylgir að gera
svæðið byggingarhæft." Kannan-
ir hafa leitt í Ijós, að skynsamlegt
er að hefja uppbyggingu mið-
bæjarins sunnan bæjarbryggj-
unnar.
Nú þegar hefur verið gert
nokkuð að því að vinna land með
uppfyllingum. Þar sem víða er
mjög aðgrunnt, einkum austur af
Suðurtanga, eru landvinningar
auðveldir i framkvæmd, segir í
tillögunni. Eins og meðfylgjandi
myndir bera með sér er gert ráð
Hugsanleg lögun eyrinnar að loknum uppfvllingum. Isafjörður 1973.