Morgunblaðið - 06.11.1976, Page 12

Morgunblaðið - 06.11.1976, Page 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NOVEMBER 1976 12 Sveinn Benediktsson: Markaðs- fréttir Sveiflukenndur markaður á mjöli og lýsi hefur þokast hægt upp á við Sveinn Benediktsson Uppskera á kornræktarsvæðun- um I Bandarikjunum og Kanada varð að loknum september og októbermánuði meiri en horfur voru á um tíma. Miklar verðsveiflur urðu á Vörumarkaðnum í Chicago. Leiddi það til þess, að fóðurblönd- unarstöðvar og þeir, sem keyptu fóður handa búpeningi sínum fóru gætilega í innkaupum á fóð- urvörum, en „dealers" (spekúlantar) létu mikið til sfn taka. Eins og skýrslur viðskiptaráðu- neytisins um veitt útflutnings- leyfi sýna, þá þokaðist verðlag bæði á loðnumjöli og öðru fisk- mjöli hægt upp á við. Sama þróun varð á lýsisverði. Frá Noregi berast þær fréttir, að 22. okt. hafi aflinn á sumar- veiddri loðnu verið góður og sé kominn upp í um 5,87 milljónir hektólítra á móti 3,87 milljónum hl. í fýrra um sama leyti. Aflinn er fenginn aðallega í Hvitahafinu. Ur aflanum hafa fengizt um 105.600 tonn af mjöli og 60 þús- und tonn af lýsi. Viðræður hafa farið fram í Moskvu milli sjávarútvegsráð- herra Noregs, Evind Bolle’s og A. Iskovs, sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna, um veiði í Hvfta- hafinu og við Svalbarða. Bráða- birgðasamkomulag mun hafa náðst. Engin makrilveiði hefur verið að undanförnu. Or þeim makrfl, sem veiðst hefur í ár, hafa fengist um 35.000 af lýsi á móti um 47.000 tonnum á sama tíma í fyrra. 0 0 0 Á grundvelli þess samkomu- lags, sem Gerald Ford, forseti og Leonid Brezhnev gerðu s.l. vor um viðskipti Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um kaup á mat- og fóðurvörum f Bandaríkjunum, sem nema 6 milljónum tonna ár- lega í næstu 5 ár, samdi innkaupa- stofnun Rússa v/o Prodintorg í Moskvu um kaupin og hefur af- hending upp í þennan samning þegar hafist. Talið er að ennþá sé óafhent upp í samninginn talsvert magn af hveiti og mafs á þessu ári. Hinn 25. okt. s.l. hélt Leonid Brezhnev ræðu á fundi í mið- stjórn kommúnistaflokksins. Lét hann vel yfir uppskeruhorfum í Sovétríkjunum og taldi að upp- skera á hverskonar korni myndi verða nálægt þeirri met- uppskeru, sem fékkst árið 1973/1974 eða allt að 223 milljón- ir tonna á móti þeim 140—160 milljónum tonna, sem uppskeran nam 1972/73, þegar hún brást hraparlega. Þrátt fyrir hinar góðu upp- skeruhorfur í ár, hefur uppskeru á sólblómakjörnum og korni seinkað, vegna óhagstæðrar veðr- áttu í ýmsum héruðum, fyrst vegna mikils úrhellis og síðar vegna frosta, sem gengu snemma í garð og töfðu fyrir þroska korns- ins og ollu skemmdum, svo að orðið hafa tafir á að koma því á markað og fresta hefur orðið af- hendingu á hluta þess a.m.k. f mánuð. Talið er að kaup til Járntjalds- landa á sojabaunamjöli, soja- baunafeiti, hveiti, mafs og öðrum mat- og fóðurvörum hafi verið aukin af þessum sökum i Suður- Ameríku og víðar. STOPULAR ANSJÓVETU- VEIÐAR VIÐ PERtJ Aratuginn 1960/70 urðu Perú- menn mesta fiskveiðiþjóð heims- ins. Ansjóvetuveiðar þeirra og framboð á fiskmjöli á mörkuðum vfðsvegar um heim réðu verðlagi á fiskmjölsframleiðslu annarra þjóða að mestu leyti. Perúmenn settu á stofn haf- rannsóknastofnun, Impare (Institute del Mar del Peru) árið 1960 og höfðu náið samband við FAO, þ.e. Matvæla- og landbúnað- arstofnun Sameinuðu þjóðanna í Róm. Réði FAO til Impare reynda fiskifræðinga vfðsvegar að til leið- beininga innlendum mönnum. Einn þeirra var dr. Hermann heit- inn Einarsson, sem vann þar að leiðbeiningarstörfum f nokkur ár með ágætum árangri og varaði við ofveiói. Mikil bjartsýni var ríkjandi um veiðarnar. Náðu þær hámarki 1970. Þá veiddust um 12,3 milljón- ir tonna af ansjóvetu. Árið 1971 veiddust rúmlega 10 milljónir tonna, en 1972 féll afiinn niður í um 4,5 milljónir tonna. Allt frá þvf að þetta mikla hrun varð f aflabrögðum við Perú hef- ur aflinn þar reynst mjög stopull. Herforingjastjórn er i landinu og hefur hún leitast við að tak- marka veiðarnar til þess að efla fiskstofninn að nýju, en þar hefur verið við ramman reip að draga, þvi að sótt hefur verið mjög fast eftir að veiða sem mest, þótt um smáfisk, kræðu, væri að ræða. Hinn 4. október s.l. bárust frétt- ir frá Perú um að Impare, þ.e. hafrannsóknastofnunin þar, myndi þennan dag hefja tilrauna- veiðar með um 80 skipum, sem stunda skyldu veiðarnar um tveggja vikna skeið. Að þeim tfma liðnum skyldi ákveða hvort fjölga skyldi þátt- tökuskipunum eða fresta enn um sinn að hefja veiðar af fullum krafti. Um sama leyti lét sjávarútvegs- ráðherra Perú til sín heyra og kvaðst mundu verða mjög ánægð- ur, ef takast mætti að afla 1,5 milljón tonna af ansjóvetu, það sem eftir væri þessa árs. Hinn 8. okt. var skýrt frá þvf að fiskur sá, sem aflast hefði, væri mjög magur, úr honum hefði að- eins fengist um 0,5% lýsi. Epchap (mjöl- og lýsiseinkasal- an í Perú) tilkynnti hinn 14. október, að fyrstu mánuði ársins 1977 yrði veiðibann og ekkert fiskmjöl framleitt. Nokkru sfðar tilkynnti Epchap, að frá morgni 18. okt. 1976 væru leyfðar veiðar af fullum krafti upp að 1,5 milljón tonna. í síðasta Dreifibréfi FlF, útg. 1. okt. s.l. var það haft eftir tfmarit- inu Oil World, að rfkisútgerðin Pesca-Peru myndi um -miðjan októbermánuð hafa selt 150 fiski- skip af 200 til einkafyrirtækja. Ansjóvetan er veiddist eftir að almenn veiði var leyfð frá morgni dags 18. okt. var mjög mögur, eins og að framan segir. Lýsisprósentan, sem fékkst úr fiskinum næstu daga, var aðeins um 1%. Bendir þessi lága lýsis- prósenta til þess, að um lítt þrosk- aðan smáfisk sé að ræða, og til þess, að s.l. vor hafi verið gengið of nærri ansjóvetustofninum, eins og gerst hafði fyrra hluta ársins 1975. Vegna mikilla ansjóvetuveiði fyrri hluta þessa árs 1976, er mun hafa numið að meðtöldum öðrum bræðslufiski, um 2.894.000 tonn- um og vegna þess að ráðgert var að veiða 1,5 milljónir tonna frá 18. október til áramóta, urðu von- brigðin mikil, þegar aflinn varð miklu minni en vænst háfði verið, eftir að rýmkað hafði verið um veiðiheimildir. Upp úr sauð, þegar jafnhliða spurðist, að herforingjastjórnin, sem fer með völdin í landinu hafði ákveðið að selja mikinn hluta veiðiskipanna og verksmiðj- anna til einkafyrirtækja. Þegar svo var komið kröfðust leiðtogar sjómanna að ríkisrekstri sjávarútvegsins yrði haldið áfram og hann á engan hátt skertur. Var þessi krafa studd af meirihluta sjómanna. Þegar þessari kröfu var ekki sinnt af stjórnvöldum, brutust út óeirðir I hinni norð- lægu höfn Chimbote og víðar. Var þá sett útgöngubann að nætur- lagi. Þegar meginhluti fkiskiskipa- flotans hafði legið aðgerðalaus í höfn á aðra viku, tilkynnti hers- höfðingjastjórnin, að hún byggist við því að skipin myndu flestöll fara aftur á veiðar fimmtudaginn 28. október. Tilkynnt var þá, að 4000 fiskimenn hefðu aflýst verk- fallinu og talsmaður ríkisstjórn- arinnar tilkynnti, að 530 fiskiskip myndu taka þátt í veiðunum inn- an fárra daga og hinu áætlaða aflamagni, 1,5 milljónum tonna, myndi verða náð. Fréttir frá Perú eru mjög á reiki og rekast hver á aðra, því að aðrar fregnir herma, að ekki sé lfklegt að aflast muni nema 600 þúsund tonn fram til áramóta og óvíst sé, að svo mikið aflist. Virð- ist sú skoðun vera almennari. Eins og sakir standa, er ekkert unnt að fullyrða um veiðar Perú- manna fram til næstu áramóta. Bandaríkjamenn höfðu á þessu ári fest kaup á miklu magni af fiskmjöli frá Perú, en afhending þaðan brást vegna aflabrestsins. Skortur á fiskmjöli til íblöndunar í fóðurblöndu er aðalástæðan fyr- ir þeirri hækkun, sem orðið hefur á fiskmjöli f haust. 3. nóv. 1976. Sv. Ben. Dómkirkjan í Reykjavík 180 ára í DAG eru liðin 180 ár frá þvi að Dómkirkjan í Reykjavik var vigð i sinni upprunalegu mynd. Árið 1 785 var skipað með konungsbréfi að flytja skyldi biskupsstólinn i Skálholti til Reykjavíkur. Litil timburkirkja, sem stóð í garð- inum við Aðalstræti, gat ekki gegnt hlutverki dómkirkju, og var þvi farið að hugsa fyrir nýrri kirkju. Var hún byggð úr höggnum steini og vígð sem dómkirkja og sóknarkirkja Reykvík- inga 6. nóvember 1976. Rúmlega hálfri öld síðar var kirkjan síðan stækk- uð og gerðar á henni gagngerðar breytingar. Hæð var bætt ofan á hana, forkirkjan byggð við vestur- gafl og kórstúka við austurgafl. Auk þess var skrúðshús við suðurhlið stækkað og kirkjan fékk nýjan turn eða klukknaport. Þann svip ber Dóm- kirkjan að mestu leyti enn í dag. Afmælis kirkjunnar verður minnzt í hátíðar- messu sunnudaginn 14. nóv. n.k. kl 1 1 f.h. Gamla dómkirkjan í upphaflegri mynd. Dómkirkjan eftir breytinguna 1848.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.