Morgunblaðið - 06.11.1976, Síða 15

Morgunblaðið - 06.11.1976, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. NÖVEMBER 1976 15 Tveir erlendir s jómenn ásaka íslenzkan skipstjóra um líkams- meiðingar og brot á samningum Óskar Vigfússon, form. Sjómannasambands fslands, ásamt þeim Ben George og John Ajayi. Skipstjór- inn þver- neitar öllum ásökunum ÓSKAR Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, hélt í dag blaðamannafund ásamt tveimur Nígeríubúum, Ben George og John Ajayi, vegna ráðningar þeirra síðamefndu á Islenzkt skip, MS Sögu, eðli ráðningarinnar og meðferð á þessum tveimur skip- verjum. Saga Nígeríu mannanna í upphafi blaðamannafundarins gerðu Nígerfubúarnir grein fyrir sinni hlið á málinu, en hún er þessi: Þann 9. september s.l. var annar þeirra, Ben George, ráðinn sem smyrjari um borð í MS Sögu, hinn, John Ajayi, var ráðinn sem messa- gutti þ. 14. september. Ráðningin fór fram í Port Harcourt i Nigeriu. Skipstjóri Sögu og jafnframt út- gerðarmaður er Sigurður Markús- son. Skipstjórinn tók vegabréf beggja mannanna í sína vörzlu, svo og 3 annarra Nígeríubúa sem einnig voru ráðnir. Sérstakan stimpil þarf að sögn Nigeríumannanna fyrir þá sem vilja fara úr landinu, en þar eð þeir George og Ajayi hafa ekki enn fengið vegabréfin í sinar hendur, er þeim ekki kunnugt um hvort þessi stimpill hafi fengizt. Samningar voru gerðir um að Nígeriumennirnir fimm fengju 200 dollara i laun við komu til Rotterdam. en þangað var ferð- inni heitið fyrst, en siðan yrði kaup i samræmi við islenzka sjómanna- samninga Einnig var samið um að þeir fengju greitt farið aftur til Nigeriu við komu til endalegs áfangastaðar, Reykjavikur. Nigeriu- mennirnir skrifuðu undir þessa samninga að því þeir halda, en þeir virðast ekki hafa lesið eða skilið skriflega samninginn. í Rotterdam hurfu þrír Nigeriu- mannanna frá borði á þann hátt að er þeim hafði verið skipað að hreinsa til í lestinni en neitað, þar eð þeir töldu það ekki i sinum verka- hring og ekki var boðin aukagreiðsla fyrir, skipaði skipstjórinn þeim að fara frá borði, ella myndi hann skjóta þá með byssu, sem hann miðaði. Tveir héldu áfram ferðinni, þ e George og Ajayi. Við komu til Gufuness lét skipstjóri þá fá sinar 5000 kr. hvorn og fóru þeir til Reykjavikur með það. Síðan er vika liðin og hefur þeim ekki verið greitt annað kaup né afhentir peningar sér til viðurværis siðan. Þeir hafa búið um borð i MS Sögu, sem er i Slipp, og hefur ekkert rennandi vatn verið i skipinu. Hafa Nigeriubúarnir orðið að láta sér nægja fyrr nefndar kr. 5000 til matarkaupa og annarra nauðsynja. Þeir höfðu samband við Sjómannafélag Reykjavikur á fimmtudagsmorgun. Brot á sjómanna- samningum Óskar Vigfússon kvað Sjómanna- sambandið hafa tekið málið upp af hálfu Sjómannafélags Reykjavíkur. Skipstjóri Sögu, Sigurður Markús- son, hefði verið kvaddur til fundar við Sjómannasambandið þegar á fimmtudeginum. Sigurður hefði í fyrstu þráazt við að koma á fundinn, sagðist ekkert eiga vantalað við skip- verjana tvo eða Sjómannasamband- ið Á fundinum var honum gerð grein fyrir samningum Sjómanna- félags Reykjavíkur og þeim skyld- um, sem hann hefði gagnvart Nígeríubúunum tveimur. Ógreitt kaup samkvæmt samningum sagði Óskar Vigfússon, að sér reiknaðist til að næmi kr. 139.203.00 til smyrjarans og rúmar 40.000.00 til hins. Þá bæri Sigurði Markússyni ennfremur skylda til að sjá þeim fyrir fari heim til Nígeríu. Eins og nú stæði f málinu, virtust þessar greiðslur ekki vera á leiðinni og myndi ríkisstjórnin taka að sér að flytja mennina aftur til síns heima en síðan yrði höfðað mál fyrir hönd Nígeríubúanna til að innheimta féð Finnur Torfi Stefánsson, lögfræðing- ur Sjómannasambandsins, myndi hafa það mál í sínum höndum. Óskar Vigfússon sagðist enga ástæðu hafa til að efa orð Nígeríu- búanna tveggja, en auk þess sem kom fram hér að ofan, hafa þeir brigzlað skipverjum um líkamsmeið- ingar, einkum þó fyrsta stýrimanni, og kvartað yfir löngum vinnutíma. Georg, sá, sem ráðinn var sem messagutti, mun einnig hafa gegnt starfi aðstoðarmatsveins og unnið frá kl. 7 á morgnana til kl. 8 á kvöldin og ennfremur bæði laugar- daga og sunnudaga án yfirvinnu- kaups. Varðandi loforð um 200 dollara greiðslu við komu til Rotter- dam, sagði Óskar, að þetta bryti algjörlega i bága við samninga, þvi maður sem ráðinn er um borð i skip, sem siglir undir islenzkum fána, ætti að fá greitt samkvæmt islenzkum sjómannasamningum hvar sem skipið væri statt í heiminum. Þá ræddi Óskar einnig um vegabréf Nígeriubúanna, en eins og áður kom fram, þurfa þeir sérstakan stimpil til að mega ferðast út úr landi sínu. Ekki er Ijóst hvort um- ræddur stimpill fékkst, þar eð vega- bréfin eru enn í höndum Sigurðar Markússonar skipstjóra En ef svo væri ekki, og allar líkur bentu til þess — væri Ijóst, að mönnunum hefði beinlims verið smyglað út úr Nígeriu og þvi ekki víst að þeim yrði heimilað að koma þangað aftur. „Enginn verið vondur vi8 þetta fólk" Að blaðamannafundinum loknum hafði blm. Morgunblaðsins sam- band við Sigurð Markússon skip- stjóra ms. Sögu og innti hann eftir hans hlið á málinu. Sigurður Markússon þverneitaði öllum ásökunum á hendur sér og Islenzku áhafnarinnar. Sigurður kvað enga byssu vera til I ms. Sögu og að það væri ekki rétt að um líkamsmeiðing- ar hefði verið að ræða. Þá sagðist Sigurður hafa greitt þeim réttmætt kaup og að eftirstöðvar þess væru til reiðu hvenær sem er. Ekki sam- þykkti Sigurður þær tölur, sem form. Sjómannasambandsins nefndi um kaupið, kvað þær of háar. Sig- urður sagðist hafa ráðið mennina i Djakar, þar hefðu þeir verið atvinnu- lausir og ráðning þeirra hefði eigin- lega stafað Sf góðmennsku við þá í Rotterdam hefðu þrír verið teknir af lögreglunni, hinir tveir hefðu fengið leyfi til að halda áfram með ms Sögu. Ennfremur sagði Sigurður, að það . væri ekki rétt að sérstakan stimpil þyrfti til utanferða fyrir Nígeriubúa og að vegabréfin væru til reiðu fyrir þá. ,,Ég hef verið í skipinu niðri í Slipp bæði í dag og í gær, en þeir hafa ekki haft rænu á að hafa samband við mig þar,' sagði Sigurður. Óskar Vigfússon, form. Sjómannasambandsins. kveðst hins vegar hafa reynt að ná sambandi við Sigurð fyrir hönd Nrgeriubúanna báða dagana, en án árangurs. Að sögn Sigurðar Markús- sonar munu báðir mennirnir fara utan i dag, laugardag. á kostnað útgerðarinnar. Óskar Vigfússon tjáði Mbl hms vegar, að þeir fáeru ekki utan að svo stöddu máli Þá sagði Sigurður Markússon, að Nígeríu- búarnir hefðu að vísu dvalizt í skip- inu á meðan það var i slipp, skipið væri upphitað og þar væri vatn, en í Vi sólarhring hefði að visu verið vatnslaust vegna hreingerninga „Það hefur engin verið vondur við þetta fólk. Hitt er svo aftur annað mál, að ég hefði aldrei átt að ráða þá Þetta á ekki heima hérna, það hefur annan hugsunarhátt og þvi er bezt að senda það heim til sin aftur,' sagði Sigurður að lokum Nigeriubúai nir dvelja i nótt á gistiheimili Hjálpræðishersins í Reykjavik Ms Saga er 2000 tonn að stærð og hefur verið i vöru- flutningum erlendis. Sjómannasamband íslands tekur málið í sínar hendur Ólympíuskákmótið 1 ísrael: Hollendingar eru sigurstranglegastir Guðmundur með 75% vinningshlutfall eftir 10 umferðir Japan I6V2. 44. Færeyjar 15V2, 45. Papua Nýja Guinea 13V2, 46. Bandarlsku Virgineyjar 13. 47. Brezku Virgineyjar 10 og 48. Hol- lenzku Antilleyjar 6,5 vinningar. Árangur Islenzku sveitarinnar hefur orðið þessi I fyrstu 10 um- ferðunum: vinn. skákir % Guðmundur Sigurjóns- son 6.0 8 75.0 Helgi Ólafsson 4.5 8 56.2 Björn Þorsteinsson 3.5 7 50.0 Magnús Sólmundar- son 4.0 7 57.1 Margeir Pétursson 2.5 5 50.0 Björgvin Viglunds- son 1.5 5 30.O Samtals 22.0 40 55.0 Vinningshlutfall GuSmundar á 1. borði er mjög athyglisvert. Hef- ur hann staðiS sig bezt 1. borSs- manna I mótinu ásamt Hollend- ingnum Timman. VIÐUREIGNINNI vi8 Norðmenn lauk þannig, að jafntefli varð. 2:2, þvi Björn Þorsteinsson varð að gefa biðskák sina gegn Helmers. Framhald á bls. 15 Hafia, 5. nóvember, einkaskeyti til Mbl. frá Einari S. Einarssyni og Braga Halldórssyni. FARIÐ er að slga á seinni hluta Ólympiuskákmótsins hér I Haifa, en mótið-hófst 25. fyrra mánaðar og lýkur hinn 11. nóvember. Tefldar verða 13 umferðir eftir Monradkerfi og er 10 umferðum lokið. í gær var hvlldardagur en þrjár slðustu umferðirnar verða tefldar á laugardag, sunnudag og þriðjudag. Keppni hefur verið mjög tvisýn og spennandi og á ýmsu hefur gengið. Linur hafa nú heldur skýrzt. þvi hollenzka sveitin hefur tekið örugga forystu og ætti að sigra nema eitthvað óvænt kæmi uppá. í hollenzku sveitinni eru þeir Timman Sosonko, Donner og Ree fremstir i flokki en bandariska sveitin með þá Byrne, Kavalek. Evans. Tajan, Lobardi og Commons og enska sveitin með þá Miles, Keene, Hartston, Mastel, Stean og Nunn gætu sett strik I rcikninginn. Flestar sterkustu sveitirnar hafa teflt innbyrðis, svo að þær mæta I siðustu umferðunum sveitum sem eru neðar á töflunni, og má búast við þvi að islenzka sveitin fái að kljást við nokkrar þær sterkustu I siðustu umferðunum. jslenzka sveitin mun selja sig dýrt og forðast stóra skelli. Staðan eftir 10 umferðir er þessi: 1. Holland 29 vinninga, 2. Bandarikin 26V2, 3. England 26’/2, 4. Argentina 25’/2, 5. Vestur- Þýzkaland 25. 6. Sviss 23, 7. ísrael 22'/2 8. Sviþjóð 22’A, 9. Chile 22'/2, 10. ísland 22. 11. Ástralia 22. 12. Kanada 22. 13. Noregur 21%, 14. Wales 21. 15. Filipseyjar 21. 16. Austurriki 21, 17. Spánn 21, 18. Kolombia 21. 1 9. íran 2OV2 20. Danmörk 20’/2. 21. Skotland 2OV2, 22. Nýja- Sjáland 20'/2. 23. Thailand 20’/2. 24. Costa Rica 2OV2, 25. Paraguay 2OV2. 26. Belgia 20. 27. Finnland 20, 28. Frakkland 20, 29. Luxemborg 20. 30. ítalia 19'/2, 31. Uruguay 19Vz, 32. ir- land 19'/2, 33. Bolivia 19’A, 34. Honduras 19, 35. Guatemala 19, 36. Monaco I8V2, 37. Bermuda I8V2, 38. Venesuela 18. 39. Guemsey 18, 40. Andorra 18. 41. Hong Kong 42. Dóminikanska lýðveldið 1 7'/2. 43. Hér sést hollenzka skáksveitin kljást við þá argentinsku i Ólymplumótinu Timman (t.v.) er á 1 borði. slðan kemur Donner, svo Ree og loks Ligtering Gamla kempan Najdorf er á 1. borði hjá Argentinu en einnig má þarna s|á Quinteros á 3 borði Þeir Timman og Najdorf voru sem kunnugt er báðir þátttakendur I Reykjavikurskákmótinu á dögunum. Ljósm Einar Einarsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.