Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 Ár í Höfn Halidór Laxness Halldór Laxness: UNGUR EG VAR. 243 bls. Helgafell 1976. ÞESSI bók getur skoðast sem framhald endurminninganna t túninu heima sem komu út í fyrra. Að vísu hleypur Laxness yfir fáein ár, skólaár sín í Reykja- vík. Og er leitt til að vita því gaman hefði verið að fá lýsing hans á bæjarbragnum hér eins og hann kom honum fyrir sjónir þá. „Lýsing" — eftir á að hyggja, kannski er sú ósk ekki hyggilega fram borin. Laxness er ekki þess konar sjálfsævisöguritari að hann tíundi á raunsæjan hátt það sem fyrir augu og eyru ber og „lýsi“ því á þann hátt að lesandinn sjái síðan hvaðeina fyrir sér, líkt eins og mynd á þili. Hann er höfundur sem lifað hefur og starfað í hugs- un sinni; bókum. Skáldskapur hans hefur verið huglægs eðlis, byggður upp á heimspeki, trú og pólitík í ríkara mæli en á hráefni veruleikans. Þegar hann kemur ungur til útlanda er hann því síst af öllu að slægjast eftir þessa heims lystisemdum eins og ungra manna er alla jafna háttur né yfirhöfuð neinu sem gert er af föstu efni heldur að viðra sig í því menningarlega andrúmslofti þar sem stórar hugsanir hafa verið hugsaðar og fjölbreytilegra líf gefur skáldlegri ímyndun byr undir vængi. Þessi bók sýnir því tæpast hann sjálfan eins og hann leit út sautján ára — hið ytra — ekki heldur hvernig aðrir, sem hann sá og heyrði litu út, ekki hvernig Kaupmannahöfn, þar sem hann dvaldist sumarlangt, kom dæmigerðum ungum manni fyrir sjónir, heldur hvað og hvernig hann, sem ungur rithöf- undur, hugsaði þetta umrædda sumar 1919 og veturinn þar á eftir; hvaða bylgjum i ljósvaka andans hann var helst móttæki- legur fyrir þetta fyrsta ár sitt í útlöndum, fyrsta af mörgum. Þetta er ekki „lýsing" heldur end- urminning, stílfærð. Ungan mann, sem rennir hýru auga til skemmtistaða, hittum við ekki fyrir þarna. Danska matnum, sem er heimsfrægur fyrir gæði, rennir hann niður með klígju, danski bjórinn, sem íslendingar telja til meiri háttar kosta þvísa iands, vekur hjá honum dræman unað, og snafsinn verður að erfiðari og leiðinlegri skyldukvöð þar sem hann er á borð borinn. Hins vegar er hinn ungi og upprennandi rit- höfundur kominn landfræðilega nær Hamsun og Strindberg og fleiri góðum andans mönnum í Skandinavíu, lífs og liðnum, og áhrif þau, sem verk þessara manna höfðu á hann ungan, má glöggt greina milli línanna í þess- ari bók. Þarna er á ferð leitandi maður sem hyggst höndla þá visku sem af bókum verður num- in. Búksorgir eru hins vegar víðs fjarri skáldinu. Síðasta eyri ver hann til að sækja tónleika, en góðhjörtuð kona, sem sér hann aldrei ganga út til máltíða á mat- málstímum laumar inn til hans mat. En hann hefur þá varla mat- arlyst. Skáldskapur og fagrar list- ir sitja í fyrirrúmi, skáldið horfir á lífið með gleraugum listarinnar. Halldór Laxness BðKmennllr eftir ERLEND JÓNSSON Ekki svo að skilja að þarna sé ekki minnst á lifandi menn, öðru nær, samneyti við annað fólk var sá skóli lífsins sem skáldið taldi sér skylt að rækja. Kaupmanna- höfn var enn hálfgerð höfuðborg íslendinga, þar var jafnan margt um landann, einkum unga menn sem voru að nema einhver fræði, eða að sýna sig og sjá aðra. Jón Helgason verður þarna fyrst á vegi Laxness. Sá fundur varð upp- haf að langvarandi og árangurs- ríkum kynnum. Þórbergur var ekki þarna en Laxness kippir hon- um inn í myndina — í huganum. Þeir, Laxness, Jón Pálsson frá Hlíð og Ásgeir Bjarnþórsson, áttu margt saman að sælda, bæði súrt og sætt; og Jón Pálsson fylgir lesandanum bókina á enda ( og endar þar með dramatískt líf sitt). Maður að nafni ísleifur Sig- urjónsson kemur talsvert við sögu, og fleiri og fleiri. En þessu samfélagi er brugðið fyrir sjónir í hillingum. Laxness er ekki tamt að ræða um hversdagslega hluti af einlægni. Þegar nær dregur persónu hans sjálfs og vina hans bregður hann gjarnan fyrir sig ýmiss konar stílhverfingum, sér- stæðu rósamáli svo lesandinn verður að fara ofan í textann eins og verið sé að ráða gátu; renna grun i hvernig hlutunum hafi í raun verið varið. Til dæmis er engin tárapressa að lesa um písl- argöngu þeirra Jóns Pálssonar eftir götum Kaupmannahafnar i leit að vistarveru. Því er öllu sleg- ið upp í hálfkæring. Sama máli gegnir um frásagnir hans af bar- dúsi félaga hans á Hafnarslóð eft- ir að hann var sjálfur horfinn á braut og fylgdist með þeim úr fjarlægð: Sumir urðu þar inn- lyksa. Einn lærði á styrkjakerfið og fleytti sér í því sem eftir var ævinnar. Annar, sem gat ekki lært á kerfið, varð að grípa til þess ráðs að tæma sykurkör á kaffihúsum og hafa með sér smá- ílát undir sósur og annað því um líkt sem af gekk á matsölustöðum. Einhvern veginn lítur út, þegar lesin er frásögn af lífi þessara ungu manna þetta sumar, sem þeir hafi allir borist — ekki vilj- andi heldur ósjálfrátt til þessarar margfrægu borgar, örlögin hafi bara skákað þeim óviljandi yfir á þennan reit á taflborði lífsins og síðan ráðið ferð þeirra — eða dvöl á staðnum þaðan í frá. Eitt má þó greina sameiginlegt í fari þessara ungu manna þrátt fyrir stefnu- leysi þeirra á veraldarvísu: þeir voru á höttunum eftir einhvers konar menningu — áhugamenn um skáldskap og listir, þar með taldar lífslistir, sumir hverjir hafa kannski iðkað mest hið síð- ast talda. Meira að segja sá, sem komst á styrkjakerfið, var hugs- uður á sinn hátt og heimspekilega þenkjandi. Og minnisstæður Nó- belsskáldi! Þegar þrengjast tók fjárhagur Laxness benti maður einn honum á að skrifa í blöðin og afla sér þannig tekna. Hann lét ekki segja sér það tvisvar heldur setti saman smásögu og póstlagði til Berlingske Tidende. Sagan birtist skömmu siðar i blaðinu, vel myndskreytt. Menn undr- uðust hvaða sambönd ungskáld- ið kynni að hafa — að kom- ast svona inn á Berling. En þarna þá hann sem sagt fyrstu ritlaun sín — fyrir ritstörf á dönsku! Siðan átti hann eftir að skrifa fleira á dönsku og kveður það mál síðan hafa loðað vel í minni sér. Vafalaust hefði hann getað orðið rithöfundur á danska tungu. En það var meira hreyfiafl í þessum unga manni en svo að hann staðnæmdist í Kaupmanna- höfn. Hann var kominn af stað en ekki stansaður. Fram að þessu hafði Kaupmannahöfn verið endastöð ungra íslendinga sem fóru út í heim. Hér með var hún orðin upphafið. Að mínum dómi er bók þessi markverðust fyrir þá sök að hún leiðir í ljós merkilegan þátt í þró- unarferli Laxness sem rithöfund- ar. Laxness er ekki opinskár um einkamál, og hefur aldrei verið, þvert á móti dulur rithöfundur; og þar sem hann gengur lengst í að segja af sjálfum sér felur hann hlutina gjarnan bak við kostuleg- ar stílkúnstir. Sem skáldsagna- höfundur hefur hann þó tamið sér að verra afdráttarlaus. Mála- miðlun, varnagla og tæpitungu ber ekki fyrir augu í þessari bók fremur en öðrum hans ritum. Hann er ekki heldur að leggja algildan dóm á menn og málefni heldur að lýsa áhrifum sem hann varð fyrir sjálfur. Þannig verður til að mynda að skilja það sem hann segir um skáldskap Einars Benediktssonar, Og skyldugt er að geta þess að Laxness fer ekki í manngreinarálit og hleypur hvorki eftir annarra manna skoð- unum né almenningsáliti. Til dæmis tekur hann fornkunningja sinn Ásgeir Bjarnþórsson, sem hefur víst ekki hingað til átt upp á pallborðið hjá öllum sem um myndlist hafa talað, síður en svo, og setur hann upp á talsvert hátt sæti. Slík hafa áhrif Laxness ver- ið til þessa dags að fár hefur hratað niður aftur sem hann hef- ur þannig lyft upp. í siðasta kafla bókarinnar ber Laxness saman líf annars vegar og skáldskap hins vegar: „í skáld- sögu,“ segir hann, „teingjast hlut- ir eftir gildum rökum, jafnvel lög- málum; annars verður eingin skáldsaga. 1 lifinu ríkir lögmál sem heitir stráið í vindinum. Fjar- stæða er eingin til í lífinu nema sönn saga.“ Svona slær Laxness um sig með þversögnum, það er hans háttur. Það er eitt kryddið í skáldverkum hans. Þessi bók telst ekki undan- tekning í þeim efnum þó varla teljist til skáldsagna. En meðal annars með sínum seiðmagnaða stíl heldur hann áfram að töfra lesandann, hér sem áður. Ungur eg var er skemmtileg bók. Sér- hver maður i þessu landi, sem fylgjast vill með, lifa í og með öl"1 sinni, lítur á hverja nýja bók Lax- ness sem skyldulesning. Með þessa bók í höndum er óhætt að kalla það Ijúfa skyldu. Tónlist eftir EGIL FRIÐLEIFSSON af léttleika og lipurð, vildi allt renna saman, sem er slæmt, þegar um kontrapunktisk verk er að ræða, þar sem hver lína verður að skila sér. Raunar er út í hött að fjalla um flutning, þegar hljómburður ruglar svo heyrn. Betur gekk að greina verk þeirra J.S. Bachs og A. Corellis í meðferð strengja- sveitarinnar og Helgu Ingólfs- dóttur við sembalinn. í konserti Bachs lék Helga af öryggi og smekkvísi, og þó e.t.v. mætti greina ónákvæmni í tóntaki og innkomum hjá strengjum á stöku stað, hvíldi yfir flutn- ingnum blær ferskleika og leik- gleði, og á það raunar einnig viff um jólakonsert A. Corellis, sem var hápunktur tónleik- anna. njóti sín, einkum málmblást- urshljóðfæri, og setti það sinn svip á annars ánægjulega tón- leika. Blásarakvintettinn flutti verk eftir nokkur lítt þekkt tón- skáld, en þau voru A. Holborne, J. Pezel, S. Scheidt og auk þess fallega svítu eftir H. Purcell, og þrátt fyrir að hljóðfæraleikar- arnir legðu sig fram um að spila Kammertónleikar KAMMERSVEIT Reykjavíkur efndi til tónleika f Kristskirkju sl. sunnudag. Kammersveitin, sem nú hefur starfað á þriðja ár, hefur unnið sér fastan sess f tónlistarlffi borgarinnar, og jafnan vakið athygli fyrir vand- aðan og menningarlegan tón- listarflutning. Eftirtektarvert er hversu starf kammersveitar- innar hefur verið þróttmikið, einkum þegar haft er í huga, að um sjálfhoðavinnu er að ræða, en flestir hljóðfæraleikaranna eru f fullu starfi á öðrum vett- vangi. 1 sveitinni eru margir þekktir hljóðfæraleikarar, og mættu ýmsir taka sér þá til fyrirmyndar hvað viðkemur áhuga og ósérhlffni. Að þessu sinni flutti kammer- sveitin eingöngu verk frá Bar- okk-tímanum og komu fram tveir hópar hljóðfæraleikara — annarsvegar málmblásara- kvintett en hinsvegar strengja- sveit og sembal. Kristskirkja er falleg bygging og gott sönghús, en hins vegar er hljómburður henhar of mikill til að hljóðfæri Kammersveit Reykjavfkur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.