Morgunblaðið - 16.12.1976, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 16.12.1976, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 ERLENDUR JÓNSSON, JÓHANN HJÁLMARSSON og GUÐMUNDUR HAGALÍN skrifa um bækur Undir sól að siá Guðmundur Danlelsson: SKRAFAÐ VIÐ SKEMMTI- LEGT FÖLK. 224 bls. Setberg. 1976. ÞEGAR komið er austur yfir Fjall — þá er í raun og veru komið i suðurstofuna á lands- heimilinu. Stássstofuna! Þar er allt sólar megin. Og kóróna sköpunarverksins þar um slóðir er Rangárþing. Þar eru sögu- staðir Njálu, Hekla, Þórsmörk og Veiðivötn svo nokkuð sé nefnt, sitt úr hverri áttinni. Og Vestmannaeyjar fjarlægðarblá- ar fyrir landi. Þegar Jónas orti Gunnarshólma hreif landslagið hann svo að hann var nærri búinn að gleyma söguefninu. Guðmundur Daníelsson er fæddur og uppalinn rangæing- ur. Og Suðurland býr f öllum bestu verkum hans. Hann er á islenskan mælikvarða suðrænn höfundur. Best eru þau verk hans þar sem ósvikinn frum- kraftur fær notið sín. Þar af leiðir að frumlegustu verk hans eiga sterkar rætur í átthögun- um. Og skemmtilegastar eru þær bækurnar sem hann hefur unnið upp úr samtíðarefni. Á ég þá ekki við samtfð I strang- asta skilningi — sem liðandi stund — heidur þann tíma sem æviskeið höfundarins spannar. Ég nefni skáldsögurnar Bræð- urnir í Grashaga og Bróðir minn Húni, ferðabókina Lands- hornamenn og suma þættina i þessari síðustu bók hans, Skraf- að við skemmtilegt fólk. Þættirnir eru mismunandi, enda skráðir á löngum tíma, hygg ég, og viðmælendur höf- undar af ýmsum manngerðum. Þátturinn af Tómasi í ölgerð- inni má t.d' teljast til þeirrar bókmenntategundar sem þjóð- legur fróðleikur kallast, þar getur að lita margt forvitnilegt um hversdagslíf og lífsbaráttu um og upp úr aldamótum. Þrjár blessunarrikar byltingar er af svipuðu tagi, þó fastari í snið- um, eða vfsindalegri ef svo má að orði kveða. Þessar blessunar- ríku byltingar voru: „þegar þeir fóru að flytja inn gúmmi- skó. . . þegar útvarpið kom og þegar farið var að selja mjólk í Mjólkurbúi Flóamanna." Við- mælandi er móðir höfundar. Hugsanlega rennur ekki strax upp fyrir öllum lesendum hversu þetta voru I raun stór- kostlegar byltingar í lffi sunn- lensks bændafólks. Þá er holt að spyrja t.d.: hvað var fyrir daga gúmmiskónna? Við lestur þáttarins skýrist það svo ekki verður um villst. Vopn mfn og veiðilönd er við- tal sem Guðmundur átti við tengdaföður sinn, húnvetning. Þar er ekki aðeins svarað, held- ur líka spurt af þekkingu og Bðkmennllr eftir ERLEND JÖNSSO N reynslu því Guðmundur er i hópi fremstu veiðimanna og höfunda um veiðibókmenntir. Ég nefni lfka þáttinn Bjarni læknir. Bjarni var eitt sinn læknir á Brekku í Fljótsdal austur. Vera hans þar hafði í reyndinni heimsbókmenntaleg áhrif því Halldór Laxness dvaldist þar hjá honum um tíma f austurreisu sinni hinni frægu þegar kveikjan að Sjálf- stæðu fólki varð til. Um þetta segir Bjarni í viðtalinu: “Sko, týpurnar eru að austan, en náttúrlega aðeins sem hlið- sjón. Kveikjan í þær er fengin þarna. Bjartur er að minni hyggju samsetning úr tveimur mönnum. Sum atvik, sem sagt er frá í bókinni eru raunveru- leg, til dæmis sundreiðin á hreindýrsbolanum yfir Jökulsá. Það var þarna til ansi mikið af sérkennilegu fólki.“ (Ég get ekki stillt mig um að skjóta þvi r „Eg velti þvi samt ennþáfyrirmér,, Guðmundur Danfelsson. hér inn í að, þegar Sjálfstætt fólk kom út, þótti mörgum nefnd sundreið lygilegust alls i sögunni). Þá langar mig að nefna þátt- inn Vorþytur kringum Guðna á Skarði en sá þykir mér þáttur- inn skemmtilegast skrifaður i þessari bók. Þegar komið er að Skarði stendur maður and- spænis Heklu. Þar ligur eitt- hvað stórbrotið i loftinu. Það er líka eins og eldurinn i iðrum jarðar brjótist þarna fram í andriki og orðheppni höfundar. Og hreppstjórinn á Skarði, sem tók við embætti tuttugu og níu ára, lítur jafnbjörtum augum á starf bóndans sem horfi hann suður yfir sveit sina til Atlants- hafsins silfurmerlaðs undir sól að sjá á heiðum sumardegi eins og þeir geta fegurstir orðið i uppsveitum Rangárþings. Gleymum þá ekki samtali Guðmundar og Ragnars i Smára, þar hittast tveir góðir. Ragnar segist alltaf hugsa „skýrast í jeppanum — og I vinnugallanum." Þeir tala um allla heima og geyma, en fyrst og fremst er það þó Eyrbekk- ingurinn Ragnar sem þarna er leiddur fram í sviðsljósið. Fleiri þætti mætti nefna þótt eigi verði gert að sinni. En í fáum orðum sagt: yfir þessari bók er sunnlensk birta, heiðrík hugsun og ósvikinn manndóm- ur. Karlar þeir og konur, sem Guðmundur hefur að þessu sinni valið sér að viðmælend- um, eru ekki þekkt fyrir að trana sér fram né láta til sin taka með háreysti. En þetta er Framhald á bls. 26 Sveinbjörn Baldvinsson: t skugga mannsins. Almenna bókafélagið, Reykja- vfk 1976. I ritdómi um hina nýju merkisbók Hannesar skálds Péturssonar vitnar Erlendur bókmenntafræðingur Jónsson til þessara orða skáldsins: „Orðlistarverk án merkingar geta í bráðabili haft heppileg áhrif á skáldskapargildi með því að róta til í því, ef og þegar það er komið niður í skúffur i dauða röð og reglu.“ Svo heldur Erlendur áfram: „Þessi orð er dagsönn. Um- rædd skáldskaparstefna var skemmtileg tilbreyting i bók- menntunum og nauðsynleg, hygg ég, til að róta til í þvi sem Sveinbjörn Baldvinsson. staðnað var orðið og merkingar- snautt, ekki vegna skorts á rök- legu samhengi heldur vegna þess að aðferðirnar voru orðnar sjálfvirkar. Nú er tími hins óræða og myrka ljóðs að renna skeið sitt á enda. Komnar eru til sögunnar nýjar stefnur, óræði skáldskaparins verður brátt að baki og bíður síns dóms, en skáldin eru aftur tek- in að opna hugskot sín og bjóða lesendum þar inn á innsta gafl. . Skyldi maður ekki frekar fagna því en hitt, að svona virð- ist nú vera komið, því að ung- skáld, sem vildu láta á sér bera létu sér engan veginn lengur nægja „tungutalið", heldur voru tekin að grfpa til þess ráðs að káma Ijóðnefnur sinar á ýmsan hátt, jafnvel með kríka- sleikjum kynjanna. En hið unga ljóðskáld Svein- björn Baldvinsson, sem sent hefur frá sér ljóðakverið f skugga mannsins, tjáir sig raunar táknrænt en að sama skapi látlaust, og hverjum skynbærum manni skiljanlega. Hann er alvarlega hugsandi, og ástandið í heiminum myrkvar honum sýn um nútið og fram- tíð. Atómsprengjan er honum yfirþyrmandi ógnun, og honum ofbýður hve jafnt ungir sem Bðkmenntir eftir GUÐMUND G. HAGALÍN aldnir taka sér létt slikan vá- boða. Um það fjallar eitt bezt gerða ljóð bókarinnar. Það heit- ir: ... Og leika sér“. Tvö af erindum þess hljóða þannig: „Menn með hamra I eyrunum og sigðir f augunum þeysa um I skugga sprengjunnar og leika sér. Menn með heilann í munninum fara í opinberar heimsóknir hver til annars kælasig f forsælu sprengjunnar og leika sér.“ Hvar er svo fró að finna, hvar ljós, sem lýsi fram á veginn? Ekki í skólanum, þar sem dag- lega bíður hans „sex tima and- legur dragsúgur." Ekki í trú á hann, sem svo er látinn segja í smáljóðinu „Fimmta guðspjall- ið“: „Það var myrkur ég kom og kveikti ljósið ég kvaddi mér hljóðs og ég opnaði augu ykkar svo slökkti einhver Ijósið á ný og það varð myrkur.“ Jafnvel þegar bjarmar af brosi hennar, er valt að treysta þvf, að þar sé nú eitthvað, sem vermi og lýsi til frambúðar. Þannig hljóðar ljóðið Vorrós: Svo eraldraður maður KVER MEÐ (JTLENDUM KVÆÐUM. Jón Helgason fslenzkaði. Helgafell 1976. Fyrirsagnir nokkurra kvæða I Kveri Jóns Helgasonar gefa hugmynd um efni þess: Upptök tilverunnar, Utfararsálmur, Ellikvæði, Leiður á heimi, lyst- ur til himins. Kvæðin eru reyndar ekki nema sjö. Frá Jóni Helgasyni hefur áð- ur komið þýðingasafnið Tutt- ugu erlend kvæði og einu betur (1962). Það var bók fjölbreyti- legri að efni en Kver með út- lendum kvæðum. Mér eru minnisstæðar þýðingar á Villon sem Jón kynnti með glæsibrag litt fróðum íslenskum lesend- um. I bókinni voru fleiri ágæt- ar þýðingar. Nú þýðir Jón m.a. sálmaskáldið Kingo, Goethe og Bellman. Þetta eru þýðingar gamals menntamanns sem enn á til gáska stúdentsins saman- ber Glunta Wennerbergs, en einn þeirra flýtur með. Inn- gangur fylgir hverju kvæði og er til marks um þankagang þýð- andans, háðstónninn kemst til að mynda vel til skila. Eins og lesendum Jóns Helgasonar er kunnugt er ljóðstíll hans oft ísmeygilegur og sama er að segja um óbundið mál hans. Maður hefur á tilfinningunni Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON að hann sé ekki aðeins að skop- ast að þvi sem hann yrkir eða skrifar um heldur njóti hann þess að benda veslings lesand- anum á hvað hann sé nú heimskur i samanburði við skáldið og fræðimanninn. Vegna nokkurra kvæða sinna er Jón Helgason á meðal helstu skálda samtimans. Nægir að nefna á Rauðsgili, I vorþeynum og I Árnasafni. Kvæðasafn hans, Ur landsuðri (1939), önn- ur útgáfa (1948), er í rauninni úrval. Kröfuharka Jóns hefur forðað honum frá þvf að birta allt sem hann hefur ort. I Kveri með útlendum kvæð- um er margt orðað snilldarlega, annað virðist sérviskulegt á okkar tímum. Ellikvæðið sænska eftir ókunnan höfund þykir mér best. Það er þýtt af sömu íþrótt og bestu frumsam- in kvæði Jóns vitna um. Þetta kvæði „um vesöld og hrörnun gamalla rnanna" verður að birta I heild svo að þýðandinn Jón Helgason sé látinn njóta sannmælis, lofið um hann hér að framan fái rétt- lætingu. Ég tel að þessi þýðing Jóns Helgasonar eigi heima með bestu þýðingum hans og þess vegna sé það nokkur við- burður á bókavetri: Svo er aldraður maður sem eikitré rotið, losnaður er börkur, limið brotið, fúi kominn í rætur, fallið til jarðar hvert blað, aldraðs manns bfður eyðing en ungur vex í hans stað. Fátækt og Öhreysti fóru tvær yfir völl, siðan kom Sorg i hópinn og systranna þrenning var öll, þær komu saman að kveldi við kofadyr aldraðs manns, guð sé þeim næstur með náð og líkn sem nú er í sporum hans. Oft verður ellibjúgum úrræðafátt, höndum strýkur hann einatt um hár sitt grátt; vfða á hann sér frændur, en vinirnir tínast frá, guð sé þeim næstur með náð og styrk sem neyðist að biðja þá. Helzt mætti likja heimi við hálan is, hann virðist þá vænn og traust- ur er vatnið frýs, en brakar siðan og brestur og brotnar til grunna; eins fer öldruðum manni við ævi runna. Dauðinn er veiðimaður sem drepur í þrá, fer hann með sina hunda, fellir hann eina rá, fellir hann síðan aðra, fellir hann sfðan tvær, fellir hann allt fyrir ofan mold sem andar og lifir og grær. „Það var sóiskin þú brostir og mér fannst þú segja: sjáðu, vorið er að koma og ( brosandi augum þfnum speglaðist himinninn og vorið en kannski sagðirðu bara: geturðu lánað mér strætómiða...?“ Eitt lengsta ljóðið í bókinni heitir „Króktún" og hefst á ósköp nöturlegri mynd, en I lokaljóðlínunum segir skáldið á táknrænan, en ekki torræðan hátt, hvers honum er varnað. Ég birti hér síðari hluta þessa lífvænlega ljóðs: „burstirnar brosa feimnislega framan (sólina og hrista fagurgrænt hárið. Með svalri golunni berst búsældarlegt mal dráttarvélanna á næstu bæjum Halti andarsteggurinn situr úti á bæjarlæknum Það er langt sfðan en ég velti því samt ennþá fyrir mér hvort hann hefði getað gengið á vatninu hefði hann ekki verið haltur.“ Svona yrkir enginn, sem ekki er skáld, og ég er að vona, að hellin bagi ekki ávallt andar- stegginn svo, að honum takist ekki fyrr en síðar að ganga á vatninu. Ég mætti vissulega skilja hann, þvi að eftir fyrri heims- styrjöldina var ég eitt af hinum ungu „grátskáldum". Þá orti ég: ,3rosi ég og brosi, bleik er mfn kinn, en nóttin — hún grætur við gluggann minn.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.