Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 22 Fólk vill kaupa grafík, segir umsjónarmaöur Loftsins A LOFTINU, Skólavörðusllg, var opnuð I gær sýning á graflk og teikningum sjö þekktra lista- manna. Umsjónarmaður Loftsins, Björg Sverrisdóttir, sagði að um jólin I fyrra, hefði verið sýning á ollumyndum og málverkum — og hefði hún þá orðið vör við að fólk spurði mikið um graflk og teikn- ingar. Þvl hefði hún farið þess á leit við Félag Islenzkra graflk- listamanna að þeir sýndu á Loft- inu. Er hér um sölusýningu að ræða, sem stendur fram tal ára- móta. Þau sem verk eiga á sýning- unni eru: Björg Þorsteinsdóttir, Ingunn Eydal, Llsa Guðjónsdótt- ir, Ólafur H. Gunnarsson, Ragn- heiður Jónsdóttir, Richard Valtingojer og Þórður Hall sem sjást hér á meðfylgjandi mynd, öll nema Lfsa Guðjónsdóttir. Námskeid í tónlist og sjálfsþekkingu MORGUNBLAÐINU hefur borist fréttatilkynning frá Rannsókna- stofnun vitundarinnar, Berg- staðastræti 13, þess efnis að námskeið verði haldið á vegum stofnunarinnar með tónlist og sjálfsþekkingu að viðfangsefni. Leiðbeinandi á námskeiðinu er Geir V. Vilhjálmsson sál- fræðangur. Gildir þetta námskeið sem fyrsta af þremur í níutfu tíma þjálfun i tónlistar- lækningum á vegum stofnunar- innar. Námskeiðið stendur yfir föstu- dagskvöldið 17. desember frá kl. 20, laugardaginn 18. desember og sunnudaginn 19. desember milli kl. 13 og 18.30. öllum, sem pantað hafa pláss og áhuga hafa á þátt- töku er bent á að staðfesta þátt- töku sína hið allra fyrsta í sfma 25995 eða 36942. Mikið annríki á milli- landaleiðum Flugleiða FLUGLEIÐIR munu fara mörg aukaflug fyrir jólin, enda er nú mikið annrfki áöllum millilanda- leiðum félagsins. Fyrstu auka- flugin voru I gær og verða auka- flug á hverjum degi fram að jólum. Síðustu ferðir til Islands fyrir jól frá viðkomustöðum islenzku flugfélaganna erlendis eru sem hér segir: Frá London 21. desember, frá Glasgow 22. desember, frá Kaupmannahöfn, Ósló og Luxemborg 23. desember og frá New York og Chicago að morgni 24. desember A jóladag verður ekkert millilandaflug Milli jóla og nýárs verður flogið samkvæmt áætlun. Á gamlársdag koma tvær Loftleiðaþotur vestan um haf til Keflavíkur og halda áfram til Luxemborgar. Þær koma aftur til Keflavíkur siðdegis á nýarsdag og fljúga þaðan til New York. A gamlársdag og nýársdag verður hins vegar ekkert flogið til Bretlands og Norðurlanda en flug þangað hefst samkvæmt áætlun 2. janúar. Athugasemd frá Vængjum hf. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi athugasemd frá flug- félaginu Vængjum hf. vegna fréttar i Morgunblaðinu f gær: Flugmaður sá er Morgunblaðið hafði viðtal við, Viðar Hjálmtýs- son, mun hafa reynt að fá sig útnefndan sem trúnaðarmann á vinnustað til þess að siður væri hægt að segja honum upp starfi, en samstarfsfólkið mun ekki hafa fallist á hann. Engin tilkynning hefur borist félaginu um að Viðar sé trúnaðarmaður á vinnustað. Hefur honum verið sagt upp á fullkomlega löglegan hátt og i samræmi við samninga. Geta má þess að flugmaður þessi er undir grun um að hafa komizt yfir skjöl og misnotað þau til rangs og vill- andi fréttaflutnings i blöðum, aðallega Dagblaðinu, til skaða fyrir félagið. Mál það er nú i rannsókn hjá Sakadómi Reykjavíkur. Auk þeirra 2ja starfsmanna er sagt hefur verið upp vegna reksturssamdráttar yfir vetrar- mánuðina, hefur starfað hjá félaginu flugmaður síðan i sumar, sem er yngri starfsmaður, en litið hefur verið á hann sem fhlaupa- mann, enda er hann við nám í Háskólanum. Slys um borð í Rauðanúp MAÐUR slasaðist þegar þrýstikútur sprakk í vélar- rúmi togarans Rauðanúps frá Raufarhöfn i fyrradag. Brenndist maðurinn nokk- uð, svo að togarinn kom með hann inn til hafnar á ísafirði í fyrrinótt, þar sem maðurinn var fluttur í sjúkrahúsið Von var á rannsóknarnefnd til Isafjarðar til að rannsaka með hvað hætti slysið varð. Þjóðarbókhlaða: Spurzt fyrir um ráðstöfun 300 m.kr. Sigurlaug Bjarnadóttir (S) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár á Alþingi í fyrra- dag, og spurðist fyrir um, hvern veg yrði ráðstafað sérstökum sjóði, að fjár- hæð 337 m.kr., sem til varð vegna sölu þjóðhátíðar- myntar og verið hefði í vörzlu Seðlabanka íslands. Óeðlilegt væri að þessum sjóði væri ráðstafað án ákvörðunar Alþingis þar um. Hún sagðist áður hafa spurzt fyrir um ráðstöfun þessa fjármagns og þá fengið þau svör hjá við- skiptaráðherra, að Alþingi yrði þar haft með í ráðum. Hins vegar mætti draga þær ályktanir af fréttum nú, að Seðlabankinn hygð- ist ráðstafa sjóði þessum á eigin spýtur. Þar væri að vísu um þarft verkefni að ræða, en rangt væri að staðið, ef málið yrði af- greitt fram hjá Alþingi. Sigurlaug vék og að samþykkt Alþingis um Þjóðarbókhlöðu, sem enn væri aðeins i orði en á skorti að standa við á borði. Hún taldi að vel kæmi til mála að verja þessu fjármagni í það þarfa verkefni, sem Alþingi hefði sjálft gert sam- þykkt um. Spurðist hún fyrir um, hvort Alþingi yrði haft með f ráðum um ráðstöfun umrædds fjármagns. Ólafur Jóhannesson, banka- málaráðherra, sagði Seðlabank- ann hafa gert tillögu um ráðstöf- un þessa fjármagns. Sú tillaga væri nú í athugun hjá ríkisstjórn- inni. Ríkisstjórnin myndi síðan leggja málið fyrir Alþingi, sem tæki lokaákvörðun í því: Það stæði því enn, sem hann hefði áður til svarað fyrirspurn frá þingmanninum, að málið fengi eðlilega og þinglega meðferð. I>ingfréttir í stuttu máli Þl'NGUR skriður er nú á þing- málum. Þingfundir hófust í gær með fundi í sameinuðu þingi um fjárlagafrumvarpið (framhald 2. umræðu, atkr æðagreiðsla), þar sem fjöldi breytingartillagna kom til atkvæðagreiðslu. Breyt- ingartillögur st jórnarandstöðu voru felldar, en hins vegar sam- þykktar tillögur, er samkomulag hafði náðst um milli þingflokka í fjárveitinganefnd (og grein vcrð- ur gerð fyrir í síðari hluta fram- sögu formanns fjárveitinganefnd- ar, Jóns Árnasonar, er hirtist í Morgunhlaðinu á morgun). Efri deild. 1 efri deild voru eftirtalin mái tekin fyrir: — Tekjustofnar sveitarfélaga (að fasteignaskattar hækki ekki á næsta ári umfram það sem leyfi- legt hefði verið samkvæmt aðal- mati fasteigna cr gildir til 31. desember 1976). Framsögu hafði félagsmálaráðherra. Málinu var vísað til félagsmálanefndar og 2. uraræðu. — Frumvarp um rfkisborgara- rétt. Framsaga dómsmálaráð- herra. Vísað til nefndar og 2. um- ræðu. — Aukatekjur ríkissjóðs. Framsaga fjármálaráðherra. vís- að til nefndar og 2. umræðu. — Verðjöfnunargjald á raforku (framlenging). l’ramsaga iðnað- arráðherra. Visað til nefndar og 2. umræðu. — Rannsóknarlögregla ríkis- ins, 2. umræða. Ingi Tryggvason kunngjörði að þíngnefnd, sem um málið hefði fjallað, mælti með samþykkt þess. Vísað til 3 um- ræðu. — Meðferð opinberra mála og skipan dómsvalds í héraði. Þing- nefnd mælir með samþykki frum- varpanna. Vísað til 3. umræðu. Neðri deild — Vegalög. Framsaga sam- gönguráðherra. Vísað til nefndar og 2. umræðu. — Bjargráðasjóður. Framsaga félagsmálaráðherra. Vísað til nefndar og 2. umræðu. — Almenn hegningarlög. Ellert B. Schram mælti fyrir munn þing- nefndar, er leggur til að frum- varpið verði samþykkt. — Innflutningur á olfuprömm- um. Olafur G. Einarsson mælti fyrir munn þingnefndar, er legg- ur tii að frumvarpið verði sam- þykkt. — Dagvistunarheimili fyrir börn. Miklar umræður urðu um málið og skoðanir skiptar. Elkem-Spigerverket: Járnblendið utan dagskrár STJÓRNARFRUMVARP TIL STAÐ- FESTINGAR Á SAMKOMULAGI FRAM var lagt á Alþingi f gær fumvarp til laga um járnblendi- verksmiðju I Hvalfirði, þess efn- is, að rfkisstjórnin beiti sér fyrir stofnun hlutafélags, er reisi og reki verksmiðju að Grundartanga f Hvalfirði til framleiðslu á kfsil- járni og hafi með höndum þá framleiðslu og tengdan at- vinnurekstur. Frumvarp þetta er sama eðlis og efnis og frumvarp fyrri rfkis- AIÞMGI Landhelgismál Kvöldfundur var siðan í sam- einuðu þingi þar sem fóru fram útvarpsumræður um tillögu til þingsályktunar þess efnis, að Al- þingi lýsi því yfir að nýir samn- ingar um veiðiheimildir útlend- inga í fiskveiðilandhelgi tslands komi ekki til greina. Flutnings- menn Lúðvík Jósepsson, Benedikt Gröndal og Karvel Pálmason. stjórnar, nema hvað nú er gert ráð fyrir samstarfi við norskt fyrirtæki, Elkem-Spigerverket a/s, í stað bandarfska fyrir- tækisins Union Carbide, sem helzt hefur úr lestinni. Frumvarp þetta er að öðru leyti með minni- háttar breytingum frá þvi fyrra, sem lögfest var, og gerði raunar ráð fyrir að semja mætti við annan aðila en Union Carbide, ef henta þætti. Frumvarpið er byggt á samkomulagi við Elkem- Spigerverket, sem gert hefur verið með fyrirvara um samþykki islenzku ríkisstjórnarinnar og Alþingis. Tveir þingmenn Alþýðubanda- lagsins, Skúli Alexandersson og Stefán Jónsson, tóku til máls utan dagskrár á Alþingi í gær, og mót- mæltu þvf, hver meðferð væri á höfð þetta mál varðandi, að „lagður væri fyrir Alþingi fullgerður samningur'*. Alþingi stæði nú frammi fyrir gjörðum hlut og fyrir stjórnarþingmenn væri naumast annað að gera en samþykkja frumvarpið óbreytt. Gunnar Thoroddsen, iðnaðar- ráðherra, svaraði þvi til, að við- ræður við Elkem-Spigerverket hefðu ekki verið neitt leyndar- mál, enda tftt ræddar í fjölmiðl- um. Samkomulag það, sem nú hefði verið gert, með fyrirvara um samþykki Alþingis, fengi þar eðlilega meðferð, umræðu og umfjöllun. Vitnaði hann f þvi efni til 23. greinar samkomulagsins, Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.