Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 25 Flntningsmenn lillöoiiiinar: Stnddn veiði- heimildir Breta 1973 - Tregir við 200 mílna útfærslnna Þýðingarmesta ákvörðunin Herra forseti, góðir íslendingar Þýðingarmesta ákvörðun sem islensk stjórnvöld hafa tekið nú um margra ára skeið, er vafalaust útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 200 mílur, Þessi stefnumörkun íslendinga vakti mikla athygli viða um heim og þó sérstaklega meðal fjölmargra þjóða á Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna og stóðu strandríki heims með okkur í þessu máli. Þessi ákvörð- un íslendinga var ekki tekin til þess að storka öðrum þjóðum, heldur af brýnni nauðsyn vegna þess hversu nærri var gengið helstu fiskstofnum okkar á íslandsmiðum Hún var gerð í því augnarmiði að tryggja framtíð þjóðar- innar, tryggja yfirráð islensku þjóðar- innar yfir fiskveiðilandheígi sinni. Hún er gerð í þvi augnarmiði að nýta auð- lindir hafsins fyrir íslensku þjóðina eina Hitt var okkur öllum Ijóst, að það voru miklir erfiðleikar framundan. Ákveðnar þjóðir risu öndverðar gegn þessum áformum okkar Þjóðir sem ekki hafa viljað viðurkenna rétt strand- ríkja til einhliða útfærslu. Þar voru bretar og vestur-þjóðverjar fremstir í flokki sem kærðu okkur fyrir alþjóða dómstól þegar við færðum út i 50 milur. Nú er svo komið að þessar þjóðir og önnur riki Efnahagsbandalagsins eru búnar að lýsa yfir útfærslu fisk- veiðilögsögu sinnar frá 1 . janúar n.k. i 200 mílur. Engin alþjóðasamþykkt liggur nú sem fyrr að baki slíkum ákvörðunum. Nú eru þær ekki lög- leysa. Þannig hafa þessar þjóðir og fleiri fetað í fótspor okkar íslendinga og fært út fiskveiðilögsögu sína eins og við höfum verið að gera. Við höfum verið í fararbroddi meðal þjóða heims. Við höfum verið með þeim fyrstu að skilja nauðsyn þess að vernda fiskimið- in í kring um okkur og nú sjáum við að aðrar þjóðir eru farnar að skilja þá baráttu. sem við hófum frá því að landgrunnslögin voru sett á árinu 1 948 en allar okkar aðgerðir í land- helgismálinu hafa verið byggðar á þeim lögum. „Einhvern tima í framtíðinni. . ." Sjálfstæðisflokkurinn markaði þá ákveðnu stefnu á miðju ári 1973, að berjast fyrir því að fiskveiðilögsagan verði færð út í 200 mílur. Það má segja að flestir íslendingar hafi tekið þessari ákvörðun flokksins vel, en þó voru til einstaka menn sem litu á hana öðrum augum. Einn af þeim mönnum sem var ekki allskostar ánægður með þessa stefnumörkun var þingmaðurinn sem talaði hér fyrstu • kvöld, annar þingmaður austfirðinga, Lúðvík Jósepsson. Hann sagði í samtali við blað sitt, Þjóðviljann, 1. september 1973, orðrétt „Hitt er allt annað mál hvort við íslendingar tökum okkur 200 mílna landhelgi einhvern tíma í fram- tíðinni þegar slíkt er heimilt samkvæmt breyttum alþjóða lögum eða að aflok- inni Hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna" Haldið þið að það hafi verið skynsamlegt að bíða eftir að Hafréttar- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna lyki störfum og taka þá ákvörðun um út- færslu í 200 milur eins og Lúðvík Jósepsson vildi Hafréttarráðstefna Sameinuðu þjóðanna hefur ekki lokið störfum sinum ennþá. Eftir hans kokkabókum frá 1973, þá átti ekki að færa út í 200 mílur. Við værum ennþá með 50 milur ef hann hefði fengið að ráða. Var annar flutningsmaður þessar- ar tillögu sem nú er hér til umræðu eitthvað jákvæðari í afstöðu sinni. Þegar núverandi ríkisstjórn tók ákvörðun um úrfærsluna i 200 mílur, þá sagði hann, að nú ætti að færa landhelgina upp á miðjan Grænlands- jökul, Hann tók ekki ákvörðun um 200 milna fiskveiðilögsögu alvarlegar en svo, að hann hafði hana í flimtingum. Þetta var Benedikt Gröndal, hinn skeleggi leiðtogi Alþýðuflokksins. Hann tók nú svona á málunum. Skýrslan frá 1 972 og samningarnir frá 1973 Þessi tillaga til þingsályktunar sem flutt er af þessum tveimur áðurnefndu þingmönnum ásamt þriðja þing- manninum er um að Alþingi lýsi þvi yfir að nýir samningar um veiði- heimildir útlendinga i fiskveiðiland- helgi íslands komi ekki til greina Og tillagan er flutt vegna þeirrar vitneskju sem fyrir liggur um veika stöðu helstu fískistofna við landið Eru þessir flutningsmenn tillögunnar núna fyrst að vita um veika stöðu helstu fiski- stofna við landið? Á árinu 1972 lágu þessar upplýsingar fyrir um þessa veiku stöðu fiskistofna við landið. Hvað gerðist þá? Það gerðist að haldið var áfram að bæta við fiskiskipastól islendinga af fullum krafti. Það voru flutt inn skip viðstöðulaust eins og hver vildi. Hvað gerðist frekar eftir að þessi skýrsla lá fyrir 1972? Lúðvik Jósepsson. þáverandi sjávarútvegsráð- herra. sagði þá að ekki kæmi til greina neinir samningar við erlend riki. Hvað gerðist rúmum tveimur mánuðum eftir þessa yfirlýsingu hans? Þá var gerður samningur við breta um að leyfa þeim að veiða 260 þúsund smálestir af fiski á tveimur árum, eða næstum því eins mikið og nú er lagt til að ársaflinn af þorski verði á næsta ári Allir flutnings- menn þessarar tillögu, allir þrír með tölu, greiddu atkvæði með þvi að veita bretum þessar veiðiheimildir. Hvaða skýringu geta þessir menn gefið á sinu framferði og frammistöðu? Hvaða af- sakanir hafa þeir fram að færa? Vilja þeir ekki skýra frá þvi? Hvað réði gerðum þeirra þá? IVIeð þeim samning- um var aðeins verið að ná vopnahléi við breta sem beittu þá herskipaíhlutun á fiskimiðunum við ísland. sem þá eins og siðar var alvarlegur hlutur og nauð- synlegt að fórna einhverju fyrir friðinn En bretar viðurkenndu engin réttindi íslendingum til handa með þessum samningi. Sigursamning- arnir i Ósló. Hvað gerist svo á siðastliðnu vori, þegar samningarnir eru gerðir i Osló. Þá viðurkenna bretar 200 milna fisk- veiðilögsögu islendinga og það er samið um stórfellda skerðingu á veiðum breskra togara til 6 mánaða miðað við sömu mánuði árið á undan sem nemur um 30 þúsund tonnum minni afla. Hvað gerðu þessir menn þá? Þeir mótmæltu þessum samning- um Og þegar þeir voru hér til umræðu og afgreiðslu á Alþingi fyrir nokkru siðan, þá greiddu þeir allir þrír atkvæði á móti samningi þar sem breska ríkis- stjórnin viðurkennir einhliða rétt islendinga til stjórnunar á fiskveiði- landhelgi islands. Um samninga til 6 mánaða sem höfðu i för með sér 30 þúsund tonna minni afla en þeir hefðu náð í óleyfi Það er eitthvað sem þessir menn hafa af að státa Hefði kannske verið skynsamlegra af Alþingi. að lýsa yfir áður, að samningar kæmu ekki til greina og bretar haldið áfram veiðum togara sinna undir herskipavernd og tekið 30 þúsund tonnum meira af fullnýttum eða ofnýttum fiskimiðum umhverfis landið Það hefði nú verið stefna I lagi. Það er sannanlegt mál. að framferði þessara þingmanna er fyrir neðan allar hellur Og nú flytja þeir tillögu um það, að ísland tali ekki við fulltrúa Efnahagsbandalagsins sem er bandalag níu þjóða með um 220 milljónir ibúa Mikið verður staða íslands sterk á sviði alþjóðamála, ef þannig væri á málum haldið Þvilík hræsni og derringur er i þessum mönnum Rikisstjórn (slands hefur haldið af festu á landhelgismálinu frá þvi að reglugerðin var gefin út um útfærsl- una. Hún hefur ekkí látið tilfinninga- hita hlaupa með sig i gönur Hún hefur ekki látið óhappamenn segja sér fyrir verkum Hún hefur ekki legið hundflöt fyrir erlendu valdi Hún hefur neitað ósanngjörnum kröfum um veiðar innan fiskveiðilandhelgi Hún mun enn fara að á likan hátt. Hún mun ræða við allar þjóðir, sem þess óska Hún mun ekki láta segja við sig. að hún neiti viðræð- um við þjóðir um vandamál, sem við er að glima hverju sinni. Það var haldið áfram viðræðum við breta lengst af eða þangað til þeir sendu herskip inn I islenska fiskveiðilandhelgi. og það var ekki fyrr en herskipin fóru út. að við- ræður voru teknar upp að nýju. Þeim viðræðum lauk með fullum sigri islendinga, óvéfengjanlegum sigri íslendinga, viðurkenningu breta á 200 milna yfirráðarétti islendinga sjálfra yfir sinni fiskveiðilögsögu. Það hefur nú verið staðfest með því að breskir togarar hafa yfirgefið islandsmið frá 1. þessa mánaðar að telja í fyrsta skipti i næstum sex aldir eru nú engin bresk fiskiskip i islenskri fiskveiðilögsögu. Einhvern tima hefðu íslenskir stúdnetar fagnað slikum málalokum en 1. desember var ekki á þau minnst i útvarpsdagskrá hátiðahalda þeirra en i þess stað var hellt úr skálum reiðinnar yfir landslýð og allt tætt niður sem gert hefur verið i þjóðfélaginu. Það eru róttæku öflin sem þarna ráða ferðinni Þetta lið sem Benedikt Gröndal og Lúðvík Jósepsson óska að fái yfirtökin i þjóðfélaginu Það hefur einnig verið staðfest að tollasamningurinn við Efna- hagsbandalagið hefur komið til fram- kvæmda. Hvert atriði sem við sögðum eftir að Óslóar-samningurinn var gerður hefur verið staðfest. Könnunarviðræð- ur og fiskvernd- araðgerðir '^mmmmm^mmlm^m^mmmmm^m^^ma^^^mmmmmmmm—^ Nú hefur Efnahagsbandalagið óskað viðræðna við íslendinga um fisk- verndarmál og hugsanlega um gagn- kvæmar fiskveiðiheimildir í þessum könnunarviðræðum. höfum við látið í Ijós áhyggjur út af þvi á hvern hátt á að nýta fiskveiðilandhelgina við Grænland þegar útfærsla þar hefur átt sér stað Við höfum fyrst og fremst áhuga fyrir því, að þar verði ekki um ofveiði að ræða eins og verið hefur á undanförn- um árum. Ég tel rétt að leita samninga um fiskvernd hafandi i huga að jafnvel sumar tegundir fiska eru alþjóðlegir, flökkufiskar sem þarf að vernda. í þessu sambandi vil ég sérstaklega nefna Austur Grænland en nú er nokkurn vegin Ijóst að Efnahagsbanda- lagið verður samningsaðili um fisk- veiðilögsögu Grænlands. Ég fagna því ef þar verður beitt hörðum friðunar- aðgerðum og að Grænlendingar verði þar látnir njóta forgangs um allar veiðar, eins og þeir óvéfengjanlega eiga allan rétt á. Við höfum verulegra hagsmuna að gæta á þessum slóðum, einkum við Austur Grænland vegna samgangs fiskstofna milli fiskveiði- lögsögu landanna og hugsanlegrar stóraukinnar sóknar á miðum og að miðlinu. Það er því hagsmunamál okkar íslendinga að þeir aðalfiskstofnar sem veiddir eru við Grænland séu ekki ofveiddir og á ég þá fyrst ogfremst við þorskveiðar, karfaveiðar, rækjuveiðar og grálúðuveiðar. Við megum ekki gleyma þeirri gegndarlausu rányrkju sem þarna hefur átt sér stað á undan- förnum árum, einkum á smákarfa og nú á s.l. sumri var honum mokað upp í stærri stíl en áður og fljótandi verk- smiðjur unnu þessa veiði i gúanó. Við leggjum því ríka áherslu á, að Efnahagsbandalagið geti fallist á svip- aðar aðgerðir og við erum að gera innan okkar eigin fiskveiðilögsögu Þá á ég fyrst og fremst við stærð möskva, lágmarsstærðir fisks, friðunarsvæði til verndar ungfiski og siðast en ekki sist aflakvóta á einstakar fisktegundir Þetta er okkar sameiginlega áhugamál, friðunaraðgerðir til fiskverndar á þessu hafsvæði öllu. Gagnkvæm fisk- veiðiréttindi. Þá kem ég að því sem lítur að hugsanlegum gagnkvæmum fiskveiði- réttindum. Þar liggur ekkert fyrir, bók- staflega ekki neitt. Svo það er engin ástæða til þess að vera með nokkra hræðslu eða getgátur um hvað muni gerast. Efnahagsbandalagið hefur ekki mótað til fulls, sinar eigin fiskveiði-. stefnu. Þar hefur hver höndin verið upp á móti annarri. Fyrst og fremst verða þessar þjóðir að ná samningum sin á milli um samræmda stefnu innan væntanlegrar fiskveiðilögsögu Efna- hagsbandalagsríkjanna. í öðru lagi verða þeir að ná samningum við nágranna sína Þá á ég vitaskuld fyrst og fremst við norðmenn, sem jafnhliða færa nú út i 200 milur, sem við islendingar fögnum Við þurfum einnig að fá að vita hver verður stefna Efna- hagsbandalagsins gagnvart austur- Evrópuþjóðunum. Þegar þetta liggur fyrir og ef Efnahaqsbandalagið gerir tilboð til okkar íslendinga um fiskveiði- réttindi innan fiskveiðilögsögu sinnar. þá verðum við að skoða það boð og vega og meta hvað þjónar best íslensk- um þjóðarhagsmunum í nútið og framtíð Við höfum einir réttinn til þess að stjórna fiskveiðum innan 200 milna fiskveiðilögsögu okkar. Þann rétt munum við ekki afsala okkur, hvorki til Efnahagsbandalagsins né annarra ríkja Þannig munum við standa að málum. Við látum ekki úrtölumenn eins og þá sem flytja þessa þingsálykt- unartillögu marka stefnu fyrir okkur. Þeir eru búnir að fara svo margar veltur á undanförnum mánuðum og hafa farið villur vegar í því hvað mál- efnum íslands er fyrir bestu, að við getum ekki tekið tillit fil þeirra í þess- um efnum. Ef þeir ætlast til þess, sð tillit verði tekið til þeirra, þá verða þeir að breyta til og taka upp ábyrga stefnu í stað hentistefnu Það er ekki stór- mannlegt að leika á tilfinningastrengi almennings í vandasamasta stórmáli þjóðarinnar í því augnamiði að spilla fyrir sambúð við önnur riki Við verðum að gera okkar besta að halda friðsamlegu og eðlilegu samstarfi við önnur ríki. Óþarfur til- löguflutningur. Núverandi ríkisstjórn er ákveðin í að eiga viðræður á þessum grundvelli við Efnahagsbandalagið en hún hefur ekki tekið ákvörðun um, að það verði samið við Efnahagsbandalagið hvorki um eitt eða annað Það verður ekki gert nema að leggja málið fyrirfram fyrir Alþingi og þessvegna er þessi þingsályktunar- tillaga með öllu óþörf og virðist aðeins flutt í þeim eina tilgangi að kynda elda að glóðum sundrungar i þjóðfélaginu. Ég skal lofa þvi að erlendum verksmiðjutogurum verði aldrei leyft að hafa hér áhafnaskipti. eins og gert var í tíð fyrrverandi sjávarútvegsráð herra til þess trufla þá sem minnst við eyðileggingu fiskimiðanna umhverfis landið Jafnaðarmanna stjórnir í Bretlandi og V-Þýzkalandi Það væri fróðlegt að fá skýrinqu á þvi frá fulltrúum Alþýðuflokksins hvað valdi þeirri kúvendingu þess flokks i samskiptum við erlendar þjóðir að flytja sérstaka þingsályktunartillögu með kommúnistum um að Alþingi lýsi yfir að ekki verði talað við aðrar þjóðir Það er sérstök ástæða að get^ þess að þær þjóðir sem leita hvað ákafast eftir veiðiheimildum hér eru undir stjórn krata eins og Bretar og V-Þjóðverjar Vill Alþýðuflokkurinn að samskipti rikisstjórnar íslands við ríkisstjórnir þessara landa verði að engu. Það er eftirtektarvert að forystumenn Alþýðu- flokksins sleppa engu tækifæri að hitta þessa flokksbræður sína og sitja með þeim ráðstefnur og þing Hafa þeir á þessum ráðstefum talað máli íslands og hvaða áhrif hefur sá málflutningur haft á menn eins Callaghan og Helmut Schmidt eða hefur hann enginn áhrif haft og ætla islensku krataforingjarnir að halda samt áfram samskiptum við þá i nafni bræðralags lýðræðis jafnaðarmanna Haldið á málum af festu og skynsemi Að lokum þetta. Frumskilyrði þess að geta haft fulla stjórnun á fiskveiðum við ísland var áð fá viðurkenningu annara þjóða á 200 milna fiskveiðilög- sögunni Það hefur nú tekist og hefur hlutdeild íslendinga sjálfra i öllum botnfiskafla á Islandsmiðum aukist verulega. Fram til ársins 1969 tóku útlendingar um og yfir 50% af öllum botnfiskafla á íslandsmiðum Á árinu 1972 nam hlutdeild okkar aðeins 55% en á s I ári náði hún 68,7% Á þessu ári hefur orðið ennþá betri árangur því nú er nokkurnveginn séð að hlutdeild okkar i heildarbotnfiskafl- anum mun verða um 74% og i þorskveiðunum einum mun hlutdeild okkar nema 80.2%. Á næsta ári mun verða veruleg þróun i þessa sömu átt Þannig hefur verið haldið á landhelgis- málinu af festu og skynsemi Ég þakka áheyrnina og óska öllum landsmönnum gleðilegra jólahátíðar Ræða Matthías- ar Bjarnasonar sjávarútvegs- ráðherra, í út- varpsumræðun- um 1 gærkvöldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.