Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 23 Laing er svartsýnn á samninga við ísland London, 15. desember. AP. Reuter. AUSTEN Laing, forstjóri sam- bands brezka sjávarútvegsins, sagði I dag að Islendingar kynnu að banna allar veiðar fiskiskipa frá löndum Efnahagsbandalags- ins innan 200 miina lögsögunnar við Island. Hann sagði að andrúmsioftið á tslandi sýndi að tslendingar hefðu ekki raunverulegan áhuga á samningi til langs tfma við Japanir færa út í 200 mílur Tokyo, 15. desember. NTB. JAPANIR munu færa fisk- veiðilögsögu sfna út f 200 mfiur um miðjan janúar að sögn blaðsins Keizai Shimbun f Tokyo f dag. Hingað til hefur japanska stjórnin sagt að hún muni bfða eftir niðurstöðum haf- réttarráðstefnu sameinuðu þjóðanna áður en hún tæki ákvörðun um útfærslu en hún hefur breytt um skoðun þar sem 200 mflna fiskvefði- lögsaga nýtur nú almennrar viðurkenningar, segir bfaðið. Verið getur að stjórnin muni ekki aðeins lýsa yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu heldur jafn- framt auðlindalögsögu til að tryggja sér yfirráð yfir málm- auðlindum á hafsbotni að sögn blaðsins. bandalagið þannig að skipum frá bandalagslöndunum yrði leyft að halda áfram veiðum á tslands- miðum. Laing sagði, að íslenzk blöð virt- ust vilja gera sem minnst úr þeim sérstöku kjörum sem tslendingar nytu í viðskiptum. við bandalagið og héldu þvf fram, að hagsmunum landsins væri betur borgið ef þjóðin afsalaði sér þessum kjör- um og bægði öllum útlendingum frá fiskimiðum sfnum. Hann sagði að Bretar ættu að taka sér 50 milna einkalögsögu og ef samkomulag tækist ekki innan EBE um bráðabirgðaáætlun um verndum fiskstofna á næsta ári ættu Bretar sjálfir að setja reglur um verndun fiskstofna sinna. Laing bætti því við að framtfð- arhorfur brezks sjávarútvegs væru ágætar og möguleikar væru á því að Bretar tvöfölduðu afla sinn þannig að EBE fengi mestall- an fisk sinn frá Bretlandi. -O Frá fréttaritaða Mbl. f Hull: Samkvæmt brezkum heimildum I Brússel er dregið f efa að rangt sé eftir Gundelach haft að hann telji að Islendingar séu fáanlegir að leyfa helmingi brezku togaranna að hefja aftur veiðar f janúar. Brezka nefndin sem fer til Brtiss- el er sæmilega ánægð með ferð sfna þangað en gerir sér grein fyrir að hendur Breta eru bundn- ar. Fátt er vitað um afstöðu EBE í viðræðunum við Islendinga þótt fast hafi verið lagt að stjórnar- nefndinni að tryggja nokkrum brezkum togurum áframhaldandi veiðar. Brezki sjávarútvegurinn vill að togararnir fái að fara aftur á Islandsmiö meðan viðræður standa yfir um nýjan samning um gagnkvæm fiskveiðiréttindi. — 0 — Fréttaritari NTB f Briissel seg- ir, að viðræður EBE-landanna um útfærslu fiskveiðilögsögu banda- lagslandanna f 200 mílur séu komnar i algerar ógöngur. Stjórn- arnefndin hefur lagt fram nýja endurskoðaða tillögu en þar er ekki komið til móts við kröfur Breta og Ira um einkalögsögu. Gert er ráð fyrir auknum kvóta Breta og Ira þar sem ákveðið hef- ur verið að skera niður afla aust- ur-evrópskra togara um þriðjung. Austen Laing. Tillagan verður rædd á fimmtu- dag og á fundi utanrikisráðherra EBE í byrjun næstu viku. Lfkur eru á að Bretar ákveði eigin lög- sögu ef samkomulag tekst ekki. Norðmenn leituðu að óþekktum kafbáti Bodö, Noregi 15. des. Ntb. SKIP og flugvélar frá norska hernum héldu uppi mikilli leit f nótt og I morgun að óþekktum kafbáti I Tysfjord suður af Ofot. Varnarmáladeild hersins fékk um miðjan dag I gær, þriðjudag, fregnir af þvf frá skipstjóra sem bjó við fjörðinn að hann hefði séð kafbát á leið inn fjörðinn. Leit hófst fljótlega og leitað var klukkustundum saman, án þess að leitin bæri nokkurn árangur og var henni sfðan hætt f morgun, að þvf er Ntb hefur fengið upp- lýst. Mjög öflug sprenging í flugstöðinni í Bagdad Nokkrir látnir - tugir slasaðir Bagdad, París, London 1 5. des. Reuter. NTB ÓSTAÐFESTAR fregnir hermdu f kvöld, að sjö manns hefðu látið lífið og allt að hundrað manns særzt, þegar gífurlega öflug sprengja sprakk í flugstöðinni i Bagdad Flug- stöðin er meira og minna I rústum. Hafa írakar borið Sýrlendinga þeim sökum, að þeir beri ábyrgð á þessari sprengingu og gæti það leitt til þess, að samskipti ríkjanna tveggja kóln- uðu verulega. írakska fréttastofan sagði hins vegar að þrir hefðu látið lífið og nokkrir slasazt. Fréttastofa íraks hafði eftir opinber- um heimildum I frásögn sinni, að sprengjunni hefði verið komið fyrir í tösku og sett um borð í flugvél á flugvellinum f Damaskus og síðan hafi hún sprungið í forsal flugstöðvarinnar í Bagdad. en það var sfðasti viðkomu- staður egypzkar flugvélar, sem sprengjan er talin hafa verið i sem var á leið frá Kairó með millilendingu í Damaskus írakska fréttastofan sagði, að „þessi glæpur sýndi hina siðferðilegu úrkynjun sýrlenzku stjórnarinnar, sem léti saklausa farþega gjalda grimmdar sinnar og þessi glæpur væri sá síðasti á löngum slfkum lista sem Sýr- lendingar hefðu á samvizkunni." Fréttastofan sagði að þrettán hinna slösuðu, þar á meðal voru Arabar. Japanir, Vestur-Þjóðverjar og Grikkir, væru alvarlega slasaðir, en margir, þar á meðal ferðamenn, sem staddir voru í flugstöðinni og starfsfólk þar, hefðu orðið fyrir minniháttar meiðslum Sagði einnig að rannsókn hefði leitt f Ijós að taskan sem sprengjan var í hefði ekki verið í eigu neinna far- þeganna í vélinni og væri því augljóst að Sýrlendingar hefðu komið henni fyrir af ásettu ráði þegar vélin millilenti í Damaskus. Sprengjan vó 1 8 kíló. Stjórnmálasérfræðingar telja að þetta kunni að hafa ýmsar afleiðingar og í Amman og viðar i Arabalöndum séu menn nokkurn veginn sannfærðir um að þetta geti orðið til að sambúð landanna kólni mjög og einnig geti þetta komið egypzku stjórninni óbeint i vanda, þar sem sprengjan hafi verið um borð i egypzkri vél, enda þótt írakar staðhæfi að allt bendi til- að Sýrlendingar hafi verið þarna einir að verki. JÓN AUOUNS UF og ufsviðhorf Séra Jón Auðuns, frjálshyggju- maður í trúmálum, orðsnjall í ræðu sem riti, rekur hér æviþráð sinn.Hann segir frá uppvaxtar- og námsárum, afstöðu til guðfræði- kenninga, kynnum af skáldum og menntamönnum og öðru stór- brotnu fólki og hversdagsmann- eskjum, sem mótuðu lífsviðhorf hans og skoðanir. l-ÓKODIHIt GW)*HJNIISSON HÚSFRIYJAN A 8ANDI Fagur óður um móðurást og makalausa umhyggju, gagnmerk saga stórbrotinnar og andlega sterkrar og mikilhæfrar alþýðu- konu, saga mikilla andstæðna og harðrar en heillandi lífsbaráttu, þar sem togaðist á skáldskapur og veruleiki, því Guðrún Oddsdóttir var eiginkona skáldbóndans Guð- mundar á Sandi. E4ÐIR/MINN SKIPSTJÖRINN Fjórtán þættir um fiskimenn og farmenn, skráðir af börnum þeirra. Þeir voru kjarnakarlar, þessir skipstjórar, allir þjóðkunnir menn, virtir og dáðir fyrir kraft og dugnað, farsælir í störfum og urðu flestir þjóðsagnapersónur þegar í lifanda lífi. - Ósvikin og saltmenguð sjómannabók. KOIOI.Vki lt » Sllil IIIISSON I IVIOL.DINNI GLITRAR GUL.LIÐ KwmvOKi*. c« opunktA* at USf un> »9 Htftitii 1 «t» l.mioto tim«iMM» ** N. «f MttM etutf,. Opinskáar og tæpitungulausar sögur úrfórumævintýramannsins og frásagnarsnillingsins Sigurðar Haralz, mannsins sem skrifaði Emigranta og Lassaróna. Fjöldi landskunnra manna kemur við sögu, m.a. Brandur í Ríkinu, Sigurður i Tóbakinu, Þorgrímur í Laugarnesi og þúsundþjalasmið- urinn Ingvar ísdal. HQÍI FARMAÐUR I FRIOI OO STRÍOI Jóhannes fer hér höndum um sjóferðaminningar Ólafs Tómas- sonar stýrimanns frá þeirri kvöld- stund að hann fer bam að aldri í sína fyrstu sjóferð á Mótor Hans og til þeirrar morgunstundar að þýzkur kafbátur sökkti Dettifossi undir honum í lok síðari heims- styrjaldar. - Hér er listileg frásögn og skráð af snilld. Einn allra mesti fjallagarpur og ævintýramaður heims segir frá mannraunum og hættum. Bók hans er skrifuð af geislandi fjöri og leiftrandi lífsgleði og um alla frásögnina leikur hugljúfur og heillandi ævintýrablær, tær og ferskur eins og fjallaloftið. - Þetta er kjörbók allra, sern unna fjall- göngum og ferðalögum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.