Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976
27
^Horfur 1977
Framhald af bls. 31
°8 nokkurri athugun á fjárhag
st®rstu sveitarfélaga er reiknað
að samneyzla aukist um 2%
a næsta ári, en hér á eftir verður
nanar fjallað um samneyzlu og
nskap hins opinbera.
Hóðarútgjöld
°g innflutningur
Séu spárnar hér að framan um
e*nstaka þætti innlendrar eftir-
sPurnar, neyzlu og fjármuna-
myndun, dregnar saman verður
niðurstaðan sú, að þjóðarútgjöld
aukist um 1 % að magni á næsta
af* samanborið við nær 4% sam-
?rátt árið 1976 og 8% samdrátt
anð 1975 An birgðabreytinga,
ramkvæmda við stórvirkjanir og
Jarnblendiverksmiðju og inn-
utnings skipa og flugvéla aukast
PJóðarútgjöld um rúmlega 2'Á%,
°6 er aukningin svipuð bæði í
neyzlu og fjármunamyndun.
Af reynslu síðuastu ára og ára-
uga og að teknu tilliti til mismun-
andi breytinga innflutningsverð-
ags og innlends verðlags, má bú-
ast við, að slíkri breytingu eftir-
sPurnar fylgj rúmlega 4H% aukn-
ln8 almenns vöruinnflutnings.
ar sem oliuinnflutningur verður
eldur minni á næsta ári en í ár,
er hér reiknað með 4% aukningu
ajmenns vöruinnflutnings i heild.
‘ðað við það, sem áður var sagt
'P innflutningsverð á næsta ári,
py.st innflutningur um 23% að
r°nutölu. Skipainnflutningur
71Un enn dragast saman á næsta
ri °g ekki er búizt við neinum
?eiriháttarflugvélakaupum. Inn-
utningur vegna framkvæmda
*ð stórvirkjanir verður einnig
. Un minni en í ár, en innflutn-
,.gUr vegna byggingar járn-
endiverksmiðju kemur að
°kkru leyti í staðinn. I heild er
®ert ráð fyrir, að innflutningur
rs'akrar fjárfestingarvöru
j erði um 45% minni að magni en
ár 0g um þriðjungi minni að
ronutölu. Innflutningur rekstr-
rvöru til álverksmiðjunnar verð-
r meiri á næsta ári en I ár vegna
ukinnar framleiðslu. 1 heild
Un vöruinnflutningur dragast
l^aman um nær 2 % að magni sam-
v*mt spánni, en á móti vegur
okkur aukning þjónustuinn-
otnings, einkum vegna mikilla
^tagreiðslna. Innflutningur
ru °g þjónustu mun því aðeins
dragast saman um nálægt 14% á
föstu verðlagi, en aukast um rúm-
lega 17% í krónutölu samanborið
við 19% aukningu árið 1976.
Viðskiptajöfnuð-
ur — greiðslu-
jöfnuður
Niðurstaða áætlana um utanrík-
isviðskipti á næsta ári er sú, að
vöruútflutningur gæti orðið 88.2
milljarðar króna og vöruinnflutn-
ingur 92.2 milljarðar króna. Vöru-
skiptahallinn yrði þá 4 milljarðar
króna eða 1.3% af vergri þjóðar-
framleiðslu, samanborið við 7.3
milljarða króna, sem spáð er í ár,
eða 3% af vergri þjóðarfram-
leiðslu. Hins vegar má búast við,
að halli á þjónustúviðskiptum
verði nokkru meiri á næsta ári
eða um 2 milljarðar króna saman-
borið við 1.5 milljarða í ár. Sam-
kvæmt þessu verður viðskipta-
hallinn við útlönd 6 milljarðar
króna á næsta ári eða tæplega 2 %
af þjóðarframleiðslu samanborið
við spá um 8.8 milljarða króna
halla í ár, eða sem nemur 3.6% af
þjóðarframleiðslu. Staða þjóðar-
búsins gagnvart útlöndum gæti
þannig batnað enn á næsta ári, en
það er þó undir því komið, að
aukning þjóðarútgjalda fari ekki
fram úr því, sem hér er gert ráð
fyrir.
Samkvæmt spá Seðlabanka Is-
lands um greiðslujöfnuðinn á
næsta ári, sem grein mun gerð
fyrir í lánsfjáráætlun fyrir árið
1977, er reiknað með, að inn-
streymi erlends fjármagns verði
um 10.5 milljarðar króna á næsta
ári. Gjaldeyrisstaðan gæti þannig
batnað um 4.5 milljarða króna, ef
þessi spá rætist, en hún er sam-
ræmd þeirri þjóðhagsspá, sem
lýst er í þessari skýrslu.
Þrátt fyrir samdrátt innlendrar
eftirspurnar og framleiðslu á
undanförnum tveamur árum hef-
ur atvinnuástand verið gott og
ekki borið á atvinnuleysi. Fram-
leiðsluaukningin á næsta ári er
svipuð eða ívið meiri en nemur
náttúrlegri fjölgun fólks á vinnu-
markaði, en minni en nemur með-
alframleiðniaukningu. Þessi
framleiðsluaukning ætti því ekki
að valda aukinni eftirspurn eftir
vinnuafli umfram framboð, frem-
[yfírlit Þjóðhagsspá^977|
9 * tðflunni hér á e ftir er yfirlit yfir helztu þætti þjóöhags-H
■ 8Par 1977:
%. Þj ófiarframleiösla , þjóftartekjur og
I þjóöarútgjöld 1976- 1977 .
Milljónir króna á
verölagi hvors árs Breytingar fra fyrra ári, % I|
Spá Spá «52E Verö 1
1976 1977 1976 1977 1976 1977 1
1 Einkaneyzla 156.700 199.100 0,0 3,0 29,0 23 s
| Samneyzla 24.300 31.300 0,0 2,0 26,0 26 ■
1 ártnun amy ndun 75.300 85.600 -4,9 -5,7 24,5 20,5 1
1 *tvinnuvegir 29.070 36.600 -9,5 5,0 24,5 20 I
1 ^þinberar fram-
I kvæmdir 30.750 30.270 1.7 -18,5 24,5 21 1
I íbúöarhús 15.480 18.730 -8,0 0,0 25,0 21 1
I ®^rgöabreytingar -1.500 -
1 ^ófiarútgjöld samtals 254.800 316.000 -3,8 1,0 27,3 22,8 1
■ lutningur vöru
a °K þjónustu 102.500 124.700 10,0 0,8 29,0 20,8 i
§ ^nnriutningur vöru
| °& Þjónustu 111.300 130.700 ‘-0,7 -0,4 19,8 17,9 1
f ^ióskiptajöfnuöur -8.800 -6.000
I ^er8 þjóöarframleiösl .246.000 310.000 0,0 1,5 31,8 24,2 1
. Vi68kiptakiaraáhrifl) 3,3 1,0
? ^ergar þjóöartekjur 3,.3 2,5
1 Hlutfall af þjóöarframleiöslu fyrra árs.
1 Niöurstaöan viröist sú, aö þjóöarframleiösla muni aukast
1 Un> 1 1/2% á næsta ári og þjóöartekjur um 2 1/2% vegna áhrifa ]
1 *^tra viöskiptakjara. Þjóöarframleiösla á mann mun á nssta ]
1 vaxa í fyrsta skipti síöan áriö 1974 en þjóöartekjur á mann ]
I auk«st á ný rár : í fyrsta skipti síöan 1973 . Samkvamt spánni |
h erÖur þjóöarframleiösla og þjóöartekjur á mann á næsta ári |
9 meiri en á árinu 1972.
ur hið gagnstæða. Atvinnuástand
á næsta ári gæti í heild orðið likt
því, sem ríkt hefur á þessu ári, en
vegna þess, hve stórum áföngum
er að ljúka I orkuframkvæmdum
um þessar mundir, má þó búast
við að eitthvað slakni eftirspurn á
vinnumarkaði á stöku stað, eink-
um framan af ári. Hins vegar má
ætla, að þegar fram I sækir gæti
náðst gott jafnvægi á vinnumark-
aði, ef tekst að glæða hóflegan
hagvöxt á næstu misserum.
I þjóðhagsspánni er gert ráð
fyrir, að aukning peningamagns
og útlána í heild verði innan þess
ramma, sem aukning þjóðarfram-
leiðslu og þjóðarútgjalda setur,
en nánar verður gerð grein fyrir
þessu I lánsfjáráætlun fyrir árið
1977. Þetta felur m.a. í sér, að
nokkur greiðsluafgangur verði
hjá ríkissjóði 1977 eins og að er
stefnt i fjárlagafrumvarpi, en þar
er greiðsluafgangur um 2.4
milljarðar króna að meðtöldum
afborgunum af lánum Seðla-
banka.
Rikisfjármálaáætlanir taka nú
meira mið af verðlags- og launa-
þróun á næsta ári en verið hefur
við fjárlagagerð undanfarinna
ára. Þetta auðveldar bæði mat á
áhrifum verðlags- og launabreyt-
inga á rikisfjármálin og á áhrifum
ríkisfjármálanna á verðlagsþró-
un, og ætti að gera fjárlagastjórn
raunhæfari en ella.
HORNSTRENDINGABÓK
ER EITT AF
MERKILEGUSTU
ÁTTHAGARITUM^
Á ÍSLENSKRI
TUNGU OG
FRÁBÆRT RIT
VEGNA FRÓÐLEIKS
OG RITSNILLI
ÞÓRLEIFS
BJARNASONAR.
HANN BREGÐUR
STERKU LJÓSI
Á LIÐNAR ALDIR.
BÓKIN ER
PRÝDD 80
HEILSÍÐUMYNDUM,
SUMUM MJÖG
FÁGÆTUM.
Góð bók er gulli betri
ÖRN OG ÖRLYGUR
Vesturgötu 42, Sími: 25722
AUSTURVERI
’flSTUnD
kynn HUMMEL
sportvörurnar
í fyrsta sinn
í Reykjavík
Buxur
Bolir
Töskur
Skór
Sundtöfflur
Æfingagallar
Anorakkar
Hummel í ’flSTUflD
flSTUHD AUSTURVERI
Bóka- og sportvörubúð. Sími 84240. Póstsendum