Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976
Þjjóóhagsstofnun — Horfur 1977:
Hóflegar kjarabætur og aðhald
í útgj öldum og lánveitingum
— eru forsenda þess að úr verðbólgu dragi
á næsta ári og staðan út á við batni enn
ItJT er komið 6. hefti rits Þjóðhagsstofnunar tJr þjóðar-
búskapnum og hefur að geyma yfirlit um horfur f
efnahagsmálum á árinu 1977 og framvindu þeirra á
árinu 1976. Hér fer á eftir fyrri hluti þessarar skýrslu og
fjallar hann um horfur á árinu 1977:
Inngangur
Þegar þetta er ritað, er sýnt, að
á árinu 1976 verða veruleg um-
skipti til hins betra i íslenzkum
efnahagsmálum. Þjóðarfram-
leiðslan er að vísu talin verða
svipuð að vöxtum og 1975 en
vegna batnandi viðskiptakjara
eru þjóðartekjur hins vegar tald-
ar aukast um 3%. Atvinnuástand
hefur verið gott þótt dregið hafi
úr útgjöldum þjóðarinnar um 4%
frá fyrra ári. Innflutningur
dregst sennilega saman um 1 %,
og ásamt hækkun útflutnings-
verðs umfram innflutningsverð
og aukningu útflutnings veldur
þetta því, að viðskiptahallinn sem
hlutfall af þjóðarframleiðslu
lækkar úr 11.5% í fyrra í 3.6% á
þessu ári. Nokkuð hefur hægt á
verðbólgu, en þó verður hún enn
25—30% á árinu 1976, samanbor-
ið við 35—37% árið áður, eftir þvl
á hvaða kvarða hún er mæld. Ár-
inu 1976 hefur því miðað ótvírætt
I jafnvægisátt I þjóðarbúskapnum
þegar á heildina er litið. Enn er
þó við alvarlegan verðbólguvanda
og viðskiptahalla að etja.
Þegar litið er til næsta árs virð-
ast horfur á, að sá endurbati, sem
hófst á árinu 1976, geti haldið
áfram á næsta ári, þótt ástand
fiskstofna setji vexti útflutnings
og þar með þjóðartekjum þröngar
skorður. Viðskiptakjör urðu hag-
stæðari á árinu 1976 en við var
búizt í upphafi ársins, og olli því
einkum mikil og óvænt verð-
hækkun matvælahráefna I heim-
inum á fyrra helmingi ársins. Or-
sakir þessarar hækkunar voru þó
án efa tlmabundnar, enda hefur
mjög dregið úr henni á slðari
hluta ársins. A næsta ári er I
bezta falli þess að vænta, að halda
þeim viðskiptakjarabata, sem
fram er kominn.
Helztu niðurstöður þjóðhags-
spárinnar fyrir 1977 eru þær, að
þjóðarframleiðslan aukist um
1—2% frá fyrra ári, en þjóðar-
tekjur um 2—3%. Reiknað er
með, að þjóðarútgjöldin aukist
um 1%, þóþannag, að einkaneyzla
vaxi um 3%, samneyzla um 2%,
en fjárfesting dragist saman um
5—6%. Þennan samdrátt fjárfest-
ingar má allan rekja til þess, að á
árinu 1976 er lokið stórum áföng-
um I virkjunarframkvæmdum
bæði við Sigöldu og Kröflu. Fari
vöxtur þjóðarútgjalda I heild ekki
fram úr þessu marki gæti við-
skiptahallinn á næsta ári minnk-
að um helming, eða úr tæplega
4% I 2% sem hlutfall af þjóðar-
framleiðslunni. Helztu horfur I
verðlagsmálum eru þær, að I árs-
lok 1976 verði almennt verðlag
10—12% hærra en meðaltal árs-
ins. Þá eru þegar fyrirsjáanlegar
verulegar verðhækkanir fyrstu
sex mánuði næsta árs, eða
8—10%. Ef von á að vera til þess
að draga úr hraða verðbólgunnar
á næsta ári og koma jafnframt
stöðunni út á við I viðunandi horf,
þurfa að fara saman hóflegar
tekjuákvarðanir um mitt næsta ár
og aðhald I útgjöldum hins opin-
bera og lánveitingum.
Horfur 1977 —
Efnahagshorfur
í umheiminum
Dregið hefur úr hagvexti I
helztu iðnrikjum slðari hluta
þessa árs. Þannig er talið, að hag-
vöxtur I OECD-ríkjunum á fyrri
helmingi 1976 hafi verið ígildi
614% á ári, en á síðari hluta ársins
er hagvöxtur þar talinn verða
4—4V4% á ári. Þessi breyting
veldur þvl, að fyrri spár OECD og
fleiri alþjóðastofnana um aukn-
ingu framleiðslu og utanrlkis-
verzlunar á komandi ári hafa nú
verið lækkaðar. Er þvl spáð
3'A—4% vexti þjóðarframleiðslu
OECD ríkja I heild á næsta ári
borið saman við 5% I fyrri spám,
og er þessi spá á því reist, að ekki
verði breyting á stefnu helztu iðn-
rlkja I efnahagsmálum. Þetta fel-
ur I sér, að lítið sem ekkert dragi
úr atvinnuleysi I iðnríkjum, en
þar er það nú vlða útbreytt. Hvort
úr rætist fer einkum eftir því,
hvort þau ríki, sem standa bezt að
vígi hvað varðar greiðslujöfnuð
og verðlagsþróun — fyrst og
fremst Bandaríkin, Vestur-
Þýzkaland og Japan — fást til
þess að örva þjóðarútgjöld sín og
innflutning og ganga þar með á
gjaldeyriseignir slnar. Án sllkra
aðgerða af hálfu þessara vel fjáðu
rlkja er hætt við, að þau ríki, sem
búa við greiðsluhalla og verð-
bólgu samtímis atvinnuleysi —
fyrst og fremst Bretland og Italla.
en reyndar fleiri — verði knúin
til aðhaldsaðgerða, sem enn gætu
tafið afturbatann, sem svo miklar
vonir eru bundnar við.
Þessi breyttu viðhorf I efna-
hagsmálum i heiminum valda þvi,
að ekki er spáð sömu aukningu I
utanríkisverzlun á næsta ári og
áður, og er nú búizt við 5—6%
aukningu I stað 9% á slðastliðnu
sumri. Einnig er gert ráð fyrir
minni verðhækkun I utanrlkisvið-
skaptum I heild eða um 6% að
meðaltali milli áranna 1976 og
1977 I stað 8% i fyrri spám. Spár
þessar eru meðal annars á þvi
reistar, að verðlag á hráefnum —
öðrum en oliu — hækki fremur
litið á næstunni eða aðeins um
3% á næsta ári. Þetta er talið eiga
við um matvælaverð, sem I heild
er talið stöðugt um þessar mundir
eða jafnvel lækkandi, þó ekki
verð á sjávarafurðum, sem búizt
er við að hækki nokkuð á næst-
unni. Þessar horfur efu vitaskuld
óvissar, og getur þar brugðið til
beggja vona, því verðlag á fiskaf-
urðum er nú fremur hagstætt. Þó
styrkir það markaðshorfur fyrir
fiskmjöl, að framboð á sojabaun-
um er nú frekar lltið og verðlag
þeirra hátt, og hvað freðfiskverð-
lag áhrærir eru efnahagshorfur á
Bandarikjunum af flestum taldar
fremur góðar næstu misserin.
Að þessu athuguðu og með sér-
stakri könnun á einstökum þátt-
um Islenzks útflutnings- og inn-
flutningsverðs verður niðurstað-
an sú, að á árinu 1977 sé ekki að
vænta frekari viðskiptakjarabata
en fram er kominn i árslok 1976.
Viðskiptakjörin eru um þessar
mundir talin 4% hagstæðari en
þau verða að meðaltali 1976 og er
þvl spáð, að frá upphafi til loka
næsta árs hækki útflutningsverð
og innflutningsverð I sama mæli,
eða um 6%.
r
Utflutningur
Heildarafli þorsks á Islendsmið-
um er talinn verða 335—340 þús-
und tonn á árinu 1976, afli Islend-
inga um 270—275 þúsund tonn en
afli annarra þjóða um 65 þúsund
tonn. Þorskaflinn hefur þá farið
nokkuð fram úr því marki, sem
fiskifræðingar töldu ráðlegt.
Ástandi þorskstofnsins er nú talið
þannig háttað, að verulega þurfi
að draga úr heildaraflanum á
allra næstu árum til þess að end-
urnýjunargetu stofnsins sé ekki
teflt I tvlsýnu. Þannig yrði lagður
grunnur að hagkvæmri nýtingu
þorskstofnsins I framtlðinni. Haf-
rannsóknastofnunin hefur nýlega
lagt til, að heildarafli þorsks á
Islandsmiðum verði takmarkaður
við 275 þúsund tonn næstu tvö
árin. Tillaga þessi er reist á slð-
ustu athugunum Hafrannsókna-
stofnunarinnar á stærð einstakra
árganga þorskstofnsins og er því
að nokkru gerð á öðrum forsend-
um en fyrri tillögur stofnunarinn-
ar I þessu efni. Einkum virðist
þorskárgangsins frá árinu 1972
gæta I ríkara mæli I aflanum en
ætla mátti á grundvelli seiðataln-
ingar. Hins vegar er nú talið, að
árgangurinn frá 1973 sé ekki jafn-
sterkur og áður var ætlað.
Samningar eru I gildi um veiðar
innan 200-mílna lögsögunnar,
annars vegar við Færeyinga,
Norðmenn og Belga, sem eru upp-
segjanlegir með sex mánaða fyrir-
vara, en hins vegar við Vestur-
Þjóðverja, til nóvemberloka 1977.
Samningarnir gætu falið I sér
veiðirétt á allt að 60—70 þús.
tonnum af botnfiski þessum þjóð-
um til handa á næsta ári, þar af
9—10 þús. tonn af þorski. Ekki
hefur verið samið við aðrar þjóðir
um þorskveiðar á Islandsmiðum á
næsta ári, en eins og kunnugt er
hafa farið fram könnunarviðræð-
ur milli fulltrúa Efnahagsbanda-
lags Evrópu og Islands um fisk-
verndaraðgerðir og gagnkvæm
veiöiréttindi. Á þessu stigi verður
engu spáð um niðurstöður I þess-
um viðræðum eða öðrum um
þetta efni.
Áð öllu þessu athuguðu, og með
venjulegri óvissu um gæftir og
aflabrögð, verður að telja óráð-
legt að miða útflutningsfram-
leiðsluspá næsta árs við meiri
þorskafla Islendinga em 240 til
260 þúsund tonn. Hins vegar virð-
ast líkur benda til, að annar afli
aukist nokkuð. Loðnustofninn er
einkum talinn sterkur um þessar
mundir. Vegna verkfalla og
gæftaleysis var loðnuafli á vetrar-
vertíð 1976 aðeins um 340 þúsund
tonn, en á næstu vertíð virðist
mega reikna með 440—480 þús-
und tonna afla. Loðnuveiðar á
liðnu sumri og fram eftir hausti
hafa gefið allgóða raun og með
tilliti til fenginnar reynslu má
ætla, að loðnuafli sumar og haust
1977 verði meiri en á þessu ári,
t.d. 120—130 þúsund tonn, borið
saman við um 100 þúsund tonn I
ár. Spærlingsveiðar hafa einnig
gefizt allvel á þessu ári og er
ástæða til að vænta, að þeim megi
halda áfram með árangri á næsta
ári. Ennfremur er búizt við þvl,
að aflakvótar við humarveiðar og
slldveiðar við Suðurland verði
rýmkaðir nokkuð á næsta ári.
Horfur um rækjuveiði eru einnig
taldar góðar. Hins vegar er óvlst,
hvort framhald verður á síldveið-
um íslenzkra skipa I Norðursjó,
en falli þær niður eða minnki að
mun má ætla, að aukin veiði
bræðzlufisks á heimamiðum fylli
að verulegu leyti upp I skarðið.
Hér á eftir eru raktar aflafor-
sendur þeirrar spár um útflutn-
ingsframleiðslu sjávarafurða,
sem þjóðhagsspá 1977 er á reist,
og til samanburðar eru sýndar
áætlaðar aflatölur 1976 auk afla-
talna 1975.
Þetta dæmi um afla á næsta ári
er á miðju því bili, fyrir hvorn
meginstofn, sem nefnt var hér að
framan. Felur það I sér sem næst
sama heildaraflaverðmæti reikn-
að á gildandi verði og búizt er við
I ár. Reyndar er með þvl reiknað,
að okkur takist með virkri stefnu
I fiskveiðimálum að nýta stofna
annarra nytjafiska en þorsks til
þess að bæta upp 25 púsund tonn-
um minni þorskafla en við er bú-
izt á þessu ári. Vitaskuld getur
tegundaskipting aflans gengið á
ýmsa vegu og öðru vlsi en hér er
sýnt, en þegar á heildina er litið,
virðist ekki óvarlegt að reikna
með sem næst sama heildarfram-
leiðslumagni sjávarafurða á árinu
1977 og 1976.
Verðlag sjávarafurða miðað við
dagverð var I nóvemberlok talið
nær 8% hærra I erlendri mynt en
ársmeðaltalið 1976. 1 ljósi þessa
verðlags, sem enn er ekki komið
fram að fullu I viðskiptum, og
með hliðsjón af mati alþjóðastofn-
ana á verðlagshorfum er reiknað
með þvl, að útflutningsverðlag
sjávarafurða verði að meðaltali
II % hærra 1977 en 1976.
Gert er ráð fyrir, að álfram-
leiðslan 1977 verði 10—11%
meiri en 1976, og er þá reiknað
með, að álverið starfi með fullum
afköstum allt árið. Heimsmark-
aðsverð á áli er talið verða 12%
hærra að meðaltali 1977 en verð á
þessu ári. Mikil gróska er I út-
flutningi annarrar iðnaðarvöru
og þótt Ifkur bendi til heldur
minni útflutnings landbúnaðaraf-
urða 1977 en 1976, má telja lík-
legt, að útflutningsframleiðslan I
heild aukist um 2% á árinu 1977.
Utflutningsverðlag er talið munu
hækka um 11% og þar með gjald-
eyrisverðmæti útflutningsfram-
leiðslunnar um 13% Ekki er búizt
við neinum umtalsverðum breyt-
ingum á birgðum útflutningsvöru
á árinu 1977.
Fjármunamynduit
Spá sú um fjármunamyndun á
árinu 1977, sem hér er sett fram,
er m.a. reist á tillögum fjárlaga-
frumvarps um rlkisframkvæmdir
og hugmyndum um framkvæmda-
áform stærstu sveitarfélaganna
auk þeirra forsendna um afkomu
þjóðarbúsins, bæði einstakra at-
vinnuvega og einstaklinga, sem
eru undirstaða þjóðhagsspárinn-
ar. Lánsfjáráætlun 1977 er einnig
I aðalatriðum reist á fjármuna-
myndunarspánni, eins og hún er
hér sett fram. Þessi fyrsta spá um
árið 1977 bendir til nokkurs sam-
dráttar I fjármunamyndun I
heild, eða sem nemur 5—6%.
Meginástæða samdráttarins 1977
er sú, að raforkuframkvæmdir á
árinu verða sennilega u.þ.b. helm-
ingi ninni, en 1976. Auk þessa er
búizt við, að kaup skipa og flug-
véla verði innan við helmingur
þess, sem þau verða 1976, og er þá
tekið mið af gerðum samningum
og veittum lántökuheimildum. Á
móti vegur hins vegar, að á döf-
inni eru miklar framkvæmdir við
járnblendiverksmiðjuna að
Grundartanga.
Fjármunamyndun atvinnuveg-
anna 1977 er I heild talin verða
e.t.v. um 5% meiri en I ár, og
stafar aukningin nær einvörð-
ungu af framkvæmdum á Grund-
artanga. Að þeim frátöldum er
því búizt við, að fjármunamyndun
atvinnuvega 1977 verði um 12%
minni en á þessu ári. íbúðabygg-
ingar á árinu 1977 eru taldar
verða svipaðar að vöxtum og á
þessu ári, en þær hafa farið
minnkandi sl. þrjú ár.
Eins og áður sagði, verða raf-
orkuframkvæmdir að lfkindum
um helmingi minni 1977 en I ár,
þar sem framkvæmdum við Sig-
ölduvirkjun er þegar lokið að
mestu og Kröfluvirkjun langt
komin, án þess að hið opinbera
hyggi á aðrar stórframkvæmdir i
orkumálum á næsta ári. Hita-
veituframkvæmdir verða hins
vegar til muna meiri, og I heild er
reiknað með, að umsvif við hita-
og vatnsveitur á árinu 1977 verði
um fjórðungi meiri en I ár. Þá er
Helztu aflaforsendur.
Áaítlun Spá
1975 1976 1977
Tonn T onn Tonn
Þorskur 266.400 275.0001) 250.000
Afirir botnfiskar 173.950 185.0002) 190.000
Lofina á vetrarvertífi 460.800 338.000 460.000
Humar 2.350 2.800 3.000
Ræk ja 4.950 5.800 6.000
Hörpudiskur 2 . 800 3.700 3.700
Bræöslufiskur, sumar og haust 44.600 125.0003) 150.0001*)
Síld landaö innanlands 13.200 15.000), nnn
Síld landaö erlendis 20.250 12.500) 25’000
Samtals: 989.300 962.900 1.087.700
1) Þar af um 3 bús.tonn við Grænland. 3) Þar af loðna 100 þús.tonn.
2) Þar af um 8 þús.tonn við Grænland. . 4) Þar af loöna 120 þús.tonn.