Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 15
MORGÚNÖLAöJÐ, FIMMTUDA<JUIU6. DESEMBER 1976 15 „Við vorum undir sama þaki svo til allan tímann” Mary Hemingway gefur út bók um ár sín með nóbelsskáldinu grunnslóðum til þess að draga Nessie úr djúpinu f fæðuleit. Hinn heimsfrægi neðansjávar- ljósmyndari Charles Wyckoff seg- ir að þrátt fyrir vonbrigði sfn sé hann sannfærður um að eatthvað leynist f djúpi Loch Ness og f sama streng tekur leiðangurs- stjórinn, dr. Robert H. Rines. Báð- ir segja þeir að ýmislegt, sem gerzt hafi í sumar, réttlæti enn meiri umsvif og útgjöld á næsta ári og þeir segjast munu halda ótrauðir áfram, þar til þeir finni eitthvað. Það sem mesta athygli þeirra vakti voru atvik 30. júnf og 1. júlf. Þá daga varð stjórnandi berg- málstækjanna, dr. Harold E. Edgerton, var við merki um ferðir einhvers stórvaxins fyrirbæris. Hann lýsir þvf á eftirfarandi hátt: „Eftir að þetta hafði hreyfzt f átt til lands í u.þ.b. eina mfnútu frá þvf að merkin fyrst komu fram á mælunum stöðvaðist fyrirbærið um 75 m frá tækjunum, hélt þar kyrru fyrir i um eina mínútu en byrjaði sfðan að fjarlægjast með sama hraða og það hafði nálgazt. Á mælapappírunum sjást einnig tvö merki, sem gætu verið endur- kast frá fiskum, sem hefðu orðið fyrir styggð. Fyrirbæri þetta kom því miður ekki nógu nálægt neðansjávarvélunum til að það festist á filmu. Sama sagan endur- tók sig daginn eftir, en þá heyrð- ist einnig í neðansjávarhátölurum einhvers konar skrölthljóð." Sem fyrr segir eru leiðangurs- menn staðráðnir í að halda áfram og verður byrjað í febrúar með ljósmynda- og bergmálsbúnað- inum, en er vorar á að senda kafara niður með sjónvarpsöku- vélar til þess að rannsaka ýmis atriði á botninum, sem leiðangursmönnum finnast for- vitnileg og gætu hugsanlega gefið einhverja skýringu eða leiðbein- ingar. Er i athugun hvort hægt sé að fá lftinn kafbát til aðstoðar. Verður þvf enn bið á því að leyndardómnum um Nessie verði ljóstrað upp. MARY Hemingway, ekkja nóbelsskáldsins, Ernest Hemingways, sem nú er 68 ára að aldri, gaf fyrir skömmu út bók um þau 17 ár, sem hún átti með manni sínum. Bókin „How it was“ hefur hlotið misjafna dóma, en Mary lætur það sér, að sögn, í léttu rúmi Ernest og Mary Hemingway skömmu fyrir lát hans. liggja, þrátt fyrir að 8 ára vinna liggi að baki. Frá því að Mary kom að manni sínum fyrir 15 árum, þar sem hann lá í blóði sínu eftir að hafa framið sjálfs- morð með haglabyssu hefur lif hennar verið ein sjálfsblekking að því er hún sjálf segir, hún hafi aldrei getað viðurkennt andlát hans, því að hennar líf hafi verið svo stór hluti af honum. Mary segir um bók sfna, að auð- vitað sé hún mjög persónuleg lýs- ing á Hemingway en fullyrðir að hún sé jafnframt raunsæ lýsing á nóbelsskáldinu, þar á meðal sfð- ustu erfiðleikaárum hans. „Það hafa verið skrifaðar aðrar ævisög- ur, en margar þeirra hafa verið ónákvæmar. Ég var með mannin- um dag og nótt, hann hafði ekki skrifstofu, sem hann gat flúið í eins og flestir menn, við vorum undir sama þaki svo til allan tím- ann.“ Fundum þeirra Mary og Ernest Hemingways bar saman 1944, en þá hafði hún verið stríðsfréttarit- ari um nokkurt skeið fyrir Daily Express og sfðar Time-Life. Hemingway bað hennar f 2. skipti sem þau hittust, en bæði þurftu að ganga í gegnum skilnað áður en þau giftust á Kúbu 1946, það var 4. hjónaband hans og 3. hennar. „Ég hætti að vinna, því að ég taldi að það yrði miklu athyglis- verðara að búa með Ernest en nokkurt annað starf, sem f boði var og ég sé ekki eftir því.“ Mary minnist með mestri ánægju samverustunda þeirra á safariferðum um Afrfku þrátt fyrir að þau hafi þá lent í tveimur flugslysum, sem nærri kostuðu þau lifið. Þau hjón eignaðust engin börn saman, Mary missti fóstur skömmu eftir giftinguna og gat ekki átt börn eftir það, en Hemingway átti 3 börn með fyrri konum sfnum. Mary las bækur manns síns, meðan hann var að skrifa þær. en segist aldrei hafa látið álit satt f ljós, nema hann hafi spurt hana og viðurkennir þó, að hún hafi beðið hann um að láta ekki gamla kúbanska fiski- manninn deyja f bókinni „Gamli maðurinn og hafið" og Heming- way þyrmdi lífahans. Úm lff sitt með skáldinu segir Mary, að Hemingway hafi aðeins tvisvar á 17 hjónabandsárum þeirra hagað sér verulega illa svo að hún hafi hugsað um skilnað, en viðurkennir að sfðustu árin hafi hún stundum óttazt að hann myndi ráða henni bana. Mary Hemingway hefur á undanförnum árum haft nóg að gera við umsjón dánarbúsins. Hún hefur séð um útgáfu 4 bóka eftir lát skáldsins og gefið öll skjöl hans til Kennedybókasafns- ins. Hún skrifast á við bók- menntafræðinga, sem hafa sér- hæft sig f Hemingway, og hefur strengt þess heit að koma f veg fyrir að nokkuð það verði gefið út á prenti, sem varpað geti skugga á minningu hans. Mary fyrir framan húsið f Ketchu, Idaho, þar sem skáldið lézt. líu, og er ört vaxandi skákmað- ur. Með þessari keppni verður fylgst af áhuga um allan heim, þvl þarna verður örugglega um harða og tvísýna keppni að ræða í öllum einvígjunum. Keppnisreglur um heimsmeistaratitilinn. Frá aldaöðli hefur það verið mikið þrætuepli hversu margar skákir eigi að tefla I siðasta loka einvíginu um heimsmeistara- titilinn. Hér I Reykjavík átti að tefla 24 skákir, en Fischer var búinn að tryggja sér sigur eftir 21 skák, en einvígið endaði 12,5—8,5. Alþjóðaskáksambandið, FIDE stendur alltaf frammi fyrir miklum vanda þegar taka á ákvörðun um þetta atriði. Fischer kom með þá tillögu fljótlega eftir að hann varð heimsmeistari að einvígis- skákirnir skyldu vera ótiltekinn fjöldi, en einungis reiknað með vinningsskákum, jafntefli ekki tekin með og sá yrði sigur- vegari, sem hlyti 9 vinninga. En ef þeir yrðu jafnir; 9—9 átti heimsmeistarinn að halda titlin- um samkvæmt tillögu Fischers. Þessari tillögu hans var hafnað, en hins vegar samþykkt að sá yrði sigurvegari sem fyrstur fengi 10 vinninga og jafntefli ekki talin með og skákafjöldi yrði ótiltekinn. Vegna óánægju með þessa tilhögun, sem ekki virðist ýkja frábrugðin tillögu Fischers, neitaði hann að tefla eins og kunnugt er. Nú hefur komið fram tillaga um að reglunum verði breytt enn einu sinni, þannig: sá sem sigrar I sex (6) skákum hlýtur titilinn, en jafntefli eru ekki talin með og skákafjöldi er ótil- tekinn. Verði jafntefli, 5—5 úrskurðast keppnin jafntefli, en heimsmeistarinn heldur titlin- um, en áskorandinn hlýtur rétt á að skora á heimsmeistarann aftur eigi seinna en innan eins árs, en ekki fyrr en eftir 9 mánuði. Verði þá aftur jafntefli, 5—5, heldur heimsmeistarinn titlinum næstu 4 ár. Fulltrúi Sovétríkjanna og heimsmeistarinn Karpov eru algjörlega á móti þessari tillögu og vilja takmarka fjölda einvigisskáka við töluna 30, 6 vinningsskákir og engin jafn- tefli tekin með Ákvörðun um þetta verður ekki tekin fyrr en I april á næsta ári. Sama sagan ætlar því að endurtaka sig, þvi þegar „Karpov var inntur eftir áliti hans á þessum reglum (um ótiltekinn fjölda skáka) svaraði hann: ,,Ég hef ekki i hyggju að verja titil minn, verði þessar reglur viðhafðar.” Og forseti FIDE, dr. Max Euve svaraði þessari athuga- semd Karpovs: „Karpov gæti orðið fyrsti heimsmeistarinn, sem bæði vinnur og tapar titlin- um án þess að tefla eina ein- ustu skák ” Lausn: 1. Hf2 — Hxf2, 2. a7 — He2, 3. Kxf3 — He8, 4. Bc7 — Kh.3, 5. Bb8 — Hxb8, 6. axb8H og hvftur mðtar með hróknum. Ekki 6. axb8D, þvf þá er svartur patt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.