Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 Nýr bátur til Þingeyrar Þingeyri —15. desember NÝSTOFNAÐ hlutafélag Sæhrímnir hefur fest kaup á bát úr Grindavfk — Sigurberg GK 85, sem gerdur verður út frá Þingeyri undir nafninu Sæhrfmnir IS 100. Báturinn er eikarbátur, smfðaður 1 Danmörku 1955 og er 51 tonn. Hluthafar að Sæhrímni eru fimm, þeir Páll Björnsson, skip- stjóri og stjórnarformaður, Haf- steinn Aðalsteinsson, stýrimaður, Njáll Torfason, vélstjóri, Sigurður Þ. Gunnarsson, landfor- maður og Páll Pálsson, sem mun annast bókhald útgerðarinnar. Áformað er að báturinn leggi upp afla sinn í hraðfrystihúsi Kaup- félags Dýrfirðinga. Báturinn hreppti hið versta veður á leiðinni hingar en hinir nýju eigendur létu mjög vel af sjóhæfni skipsins. — Hulda. Sambandsleysi eftir að sjálf- virkni síminn var tekinn í notkun Björk, Mývatnssveit, 14. desember. FYRIR sfðustu helgi voru 10 hús f Vogahverfi tengd við sjálfvirku sfmstöðina f Reykjahffð. Ekki tókst nú þessi endurbót hjá okkur í sfmamálum betur en svo f byrj- un að í gær voru fimm húsanna orðin sambandslaus vegna bilun- ar og er svo enn. En vonandi kemst sfminn fljótlega f lag aftur. Fyrr á þessu ári var Reykja- hlfðarhverfið, Kfsiliðjan og Krafla tengd við sjálfvirku sfm- stöðina f Reykjahlfð. Stöð þessi er gerð fyrir 100 númer og er nú þegar búið að ráðstafa þeim öll- um. Þannig að nýir notendur geta ekki vænst þess að fá sjálfvirkan sfma, nema stöðin verði stækkuð fyrst. — Kristján. INNLENT Ljósm. Þórir Guðmundsson. Tíu ára dreng- ur lær- brotnar UM kvöldmatarleytið f gærkvöldi höfðu orðið 17 umferðaróhöpp f Reykjavfk frá þvf f gærmorgun Þrír slösuðust f þessum óhöppum. Langalvarlegasta slysið varð klukkan 12,25 f gærdag, þegar 10 ára drengur varð fyrir bíl á Hofs- vallagötu. Lærbrotnaði drengur- inn. Myndin sýnir þegar drengur- inn er fluttur af slysstað. að bæjarstjórnin detti á undan mér” 99 Húsavfk, 15. des. FYRSTU verulegu snjóa þessa vetrar gerði í byrjun desember- mánaðar, en síðan um helgi hefur verið hér þíðviðri og hálka mikil á gangbrautum. í morgun, þegar hagyrðingurinn landskunni, Egill Jónasson, var á leiðinni út á bæjarskrifstofu kom I huga hans þessi visa. Nú er hfilka hvar um fold ég fer, á fjörunni þó nógur sandur er. 1 einlægni þvf bænir fram ég ber, að bæjarst jórnin detti & undan mér. Vísuna skildi Egill eftir í bæjar- skrifstofunni. _ FrétUr„„,. íbúðarskúrar fuku á 2 bíla og eyðilögðu þá Kiðafelli 15. desember I nótt var hér ofsarok, það mesta sem komið hefur á þessum vetri, svo mikið að íbúðarskúrar, sem vegagerðarmenn hafa búið í í sumar, fuku um og lentu á tveim bílum, sem stóðu í námunda við þá. Annar bíllinn gjöreyðilagðist, en hinn er mjög illa farinn. Til þess að forðast meira tjón var Einn af mjölgeymunum 6 I örfirisey er þegar kominn f fulla hæð, og byrjað er á hinum fimm. Þegar farið verð- ur að geyma mjölið I þeim verður mjög auðvelt að skipa þvf út, en þá verður þvf dælt um borð f flutningaskipin. Ljósm. Mbl.RAX stórum malarbílum ekið að skúr- unum, sem uppi stóðu og voru þeir bundnir við bflana. Einn skúranna gjöreyðilagðist er hann fauk. Skúrarnir voru tjóðraðir niður með tunnum, fylltum af möl.'Þó var það ekki nóg. Nú er lokið við að bera slitlag á nýja kaflann, svo að umferð um hann mun hefjast á næstunni. Hjaiti. Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan h.t reisir 6 geyma undir fiskimjöl Síldar- og fiskimjölsverksmiðjan h.f. er um þessar mundir að reisa sex 200 tonna mjölgeyma við síldar- og loðnuverksmiðju fyrirtækisins f Örfirisey og er þetta í fyrsta sinn á íslandi sem fiskimjöl verður geymt laust í tönkum, en hingað til hefur það ávallt verið sekkjað í 50 kílóa poka. Að sögn Jónasar Jónssonar, for- stjóra Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunnar, þá verður hægt að geyma 1000 tonn af mjöli í geym- unum, en einn geymirinn þarf alltaf að vera tómur, ef ofhitun í mjöli verður í einhverjum þeirra. Ef það kemur 'fyrir, er mjölinu dælt á milli og við það kólnar það á ný, en sjálfvirkur útbúnaður mun fylgjast með hitastigi í mjöl- inu. — Mér hefur veríð það ljóst í mörg ár, að laust mjöl er það sem koma skal og sjálfur hefði ég vilj- að byrja á þessu fyrir löngu, en af ýmsum ástæðum, aðallega fjár- hagsástæðum höfum við ekki treyst okkur til þessa fyrr en nú. Enn vitum við ekki hvenær tekst að ljúka verkinu, en það verður ekki á loðnuvertíðinni. Þá sagði Jónas, að þegar fram í sækti hefði það sparnað í för með sér að geyma mjölið laust. T.d. spöruð- ust umbúðirnar, en 50 kg. mjöl- poki úr pappír kostar nú hátt í 100 krónur. — Ennfremur hafa margir stór- ir mjölkaupendur hætt að kaupa annað en ósekkjað mjöl og er það alltaf að aukast að menn kaupi eingöngu ósekkjað mjöl. Með þessu má segja, að við séum að færa út markaðinn. Hins vegar höfum við ekki hugsað okkur að hætta alveg að selja sekkjað mjöl. Ymsir smærri kaupendur vilja fá það þannig. Þá getum við ekki framleitt eingöngu ósekkjað mjöl, til þess eru geymarnir ekki nógu margir. Á hinn bóginn höfum við áætlað að selja það örar til að nýta geymanna sem bezt, en það fer eðlilega eftir markaðsástandi á hverjum tíma, hve ört við getum selt það, sagði Jónas að lokum. Lyflæknis- deildin í nýja álmu Akranesi 15. des. 1976 HINN 10. des. s.l. var ný lyf- læknisdeild tekin í notkun i Sjúkrahúsi Akraness. Þetta er 6. áfangi nýbyggingar sjúkra- hússins, sem er afhentur. Lyf- læknisdeildin er með rými fyrir 30 sjúkrarúm, ásamt setustofu og nauðsynlegum þjónustuher- bergjum. Einnig eru þarna bóka- söfn lækna og sjúklinga. Heilsu- gæslustöð var tekin til starfa í Framhald á bls. 26 SKÍRNIR — elzti núlif andi fjölmiðill íslendinga 150 ára Sigurður Lfndal, forsetl Hins fslenzka bókmenntafélags, Þorsteinn Gylfason, Úlafur Pálmason og Úlafur Jónsson, rftstjóri Skfrnis, á fundi með fréttamönnum I gær. (ljósm. Mbl. Úl. K. Mag.) á þessu ári og f gær boðuðu forystumenn þess fréttamenn á sfnn fund. Var þar greint frá þáttum f sögu Skfrnis, nýút- komnum Skfrni og fleiri atr- iðum f starfi félagsins. Skfrnir kom fyrst út árið 1827 og hefur komið út allar götu sfðan, að einu ári undanskildu. Sigurður Lfndal, forseti Hins fslenzka bókmenntafélags, rakti sögu Skfrnis, en Ólafur Jónsson, ritstjóri Skfrnis, greindi frá nýútkomnu hefti Skfrnis. Flytur Skfrnir 1976 meðal annars grein eftir Ólaf. sem nefnist „150 ár“, en ritið er að þessu sinni 285 blaðsáður og rita auk Ólafs þau Ragnheiður Heiðreksdóttir, Vésteinn Ólafs- son, Kristjan Albertsson, Þórir Ólafsson, Þór Whitehead, Helga Kress, Sveinbjörn Rafns- Framhald & bls. 26 ELZTI núlifandi fjölmiðill hér á landi er 150 ára um þessar mundir, er það SKlRNIR, tlma- rit Hins fslenzka bókmennta- félags. Félagið sjálft er 160 ára Rasmus Kristján Rask — helzti hvatamaðurinn að stofnun Hins fslenzka bókmenntafélags fyrlr 160 árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.