Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ;TIMMTUDAG(íK~16. DESEMBER 1976
velli og íþróttasal og eftirlit með
gerðum þeirra er i lágmarki.
Fangarnir vinna flestir i hanzka-
verksmiðju innan búðanna og svo
við ýmis þjónustustörf. Þeir eru
alls 360 og búa i hermannabrögg-
um, sem innréttaðir eru sem
svefnskálar.
John Hadden yfirfangavörður
sagði nýlega við fréttamenn að
Ehrlichmann væri fremur þögull
Maðurínn í mið-
stöðvarklefanum
Ehrlichmann byrjaður að afplána refsingu sína
FYRIR tveimur árum var John
Ehrlichmann einn valdamesti
maður Bandarfkjanna sem
nánasti samstarfsmaður Nixons
forseta, í dag afplánar hann 30
mánaða fangelsisvist 1 Swift
Trail-fangelsinu f Safford f Ari-
zona með þvf að annast 6 mið-
stöðvarkatla, sem halda hita f
fangelsinu, auk þess sem hann
hefur eftirlit með skólpkerfinu.
Ehrlichmann byrjaði að afplána
refsingu sfna i lok október sl. og
mætti 4 dögum fyrr en dómarinn
hafði fyrirskipað til að losna við
fréttamenn. Swift Trail-fangelsið
líkist fremur hermannabúðum en
fangelsi, engir veggir umlykja
það, enginn gaddavír og engir
varðturnar. Þær 30 ekrur, sem
búðirnar standa á, eru aðeins
merktar með skiltum: „Stanz,
landamerki". Fangarnir, sem
flestir eru Mexíkanar, sem dæmd-
ir hafa verið fyrir að koma inn í
Bandarikin á ólöglegan hátt, hafa
afnot af tennisvelli, baseballvelli,
handboltavelli, 18 holu smágolf-
Ehrfichmann og Swift Trail-fangelsið.
og niðurdreginn og héldi sig mest
út af fyrir sig, en léki þó öðru
hverju tennis og gripi í spil með
samföngunum. Hadden sagði að
menn virtu löngun Ehrlichmanns
til að fá að vera í friði, hann væri
kurteis við þá en héldi þeim í
hæfilegri fjarlægð. Hann hefur
unnið um helgar ög boðizt til að
taka vaktir í veikindaforföllum
annarra fanga og farið fram á það
að verða fastur á næturvaktinni f
miðstöðvarklefanum.
Gott mataræði er í fangelsinu
og Ehrlichmann að sögn jafn-
þybbinn og hann var þótt þarna
séu ekki Sans Souci-matseðlar í
boði eins og i Washington.
Ehrlichmann kom með sfna eigin
biblíu í fangelsið og er að sögn
eins meðfangans mjög trúrækinn.
Hann klæðist kakhibuxum og
skyrtu eins og aðrir fangar og
varð að raka af sér skeggið, sem
hann safnaði eftir Watergateupp-
ljóstrunina. Hadden fangavörður
segir, að það kæmi sér ekki á
óvart þótt Ehrlichmann hefði í
huga að skrifa bók um dvöl sfna í
fangelsi, hann yrði væntanlega
búinn að afplána refsingu sína
um páska 1977.
Leitinni að
Nessie lokið í ár
Byrjað á ný strax eftir áramót
LEITINNI að Nessie, Loch Ness-
skrfmslinu svokallaða, er lokið f
ár og birtu leiðangursmenn New
York Times og Bandarásku vís-
indaakademfunnar niðurstöður
athugana þessa umfangsmikla
vfsindaleiðangurs f tímaritinu
TECHNOLOG Y Rewiev um síð-
ustu mánaðamót. Þar segir að þótt
árangurinn hafi óneitanlega
valdið vonbrigðum hafi hann ekki
orðið til þess að draga kjarkinn úr
mönnum. Leiðangur þessi, sem
var fullkomnasta vísindatilraun
til þessa til að ráða Loch Ness-
gátuna, var að störfum við Loch
Ness í allt sumar og fram á haust
án þess að tækist að finna nýjar
sannanir til að skýra þetta dular-
fulla og þjóðsagnakennda fyrir-
bæri.
Leiðangursmenn notuðu við
rannsóknir sfnar fullkomnustu
bergmálstæki, sem völ var á, og
fullkomnasta ljósmynda- og kvik-
myndabúnað til töku neðan-
sjávar. Alls voru teknar 108000
myndir, en aðeins 33 þeirra sýndu
eitthvert lff, fiska eða ála.
Það sem vakti hvað mesta
athygli leiðangursmanna var hve
litið var af fiski á grunnslóðum í
vatninu og telja þeir hugsanlega
skýringu á því að hinir miklu
þurrkar sumarsins hafi lækkað
vatnsyfirborðið svo mikið, að lax-
inn hafi ekki lagt úr djúpinu f
hefðbundna hrygningarleiðangra.
Nær enginn lax hafi verið á
Heimsmeist-
arakeppnin í
skák 1978
Næsta einvígi um heims-
meistaratitilinn í skák fer fram
árið 1 978, en margir eru þegar
farnir að velta fyrir sér hver
muni verða áskorandi núver-
andi heimsmeistara, Karpovs
frá Sovétríkjunum
Snemma á næsta ári hefst
keppni 8 manna um það hver
eigí að tefla við Karpov um
titilinn. Þessir 8 menn heyja
fyrst 4 einvigi og tefla 1 2 skák-
ir. Sigurvegararnir halda áfram
keppni, en hinir 4 falla úr.
Fjórmenningarnir, sem halda
Tafllok
Hvítur leikur og vinnur.
eftir GUNNAR
GUNNARSSON
áfram, tefla síðan í tveimur
einvígjum 1 6 skákir. Þeir tveir,
sem eftir standa þá, tefla síðan
til úrslita um áskorendaréttinn
20 skákir. Ef keppendur verða
jafnir í einhverju þessara ein-
víga, tefla þeir áfram þar til
annar hvor vinnur skák.
í sumar s.l. voru haldin tvö
millisvæðamót til keppni um 6
sæti af þessum 8 í áskorenda-
flokki. Tveir skákmenn þurftu
ekki að tefla um þannan rétt,
vegna þess þeir höfðu hann
fyrir, en það voru þeir Fishcer,
fyrrverandi heimsmeistari, og
Kortsnoj, frá Sovétrikjunum,
en hann varð nr. 2 í síðustu
áskorendakeppni eftir mikla
keppni víð Karpov. Sú keppni
reyndist vera óbein keppni um
heimsmeistaratitilinn, þar sem
Fischer mætti ekki til leiks,
sællar minningar. Þeir sex
skákmenn, sem komust áfram
úr millisvæðamótunum, voru
Mecking frá Brazilíu, sem sigr-
aði í Filippseyjum, Hort frá
Tékkóslóvakíu og Polugaj
evsky frá Sovét Sigurvegari í
hinu mótinu, sem haldið var í
Sviss var Larsen frá Dan-
mörku, Petrosjan frá Sovét og
Portisch frá Ungverjalandi.
Þessir 8 skákmenn eru
númeraðir eftir vissri reglu,
þannig, að nr. 1 verður fyrrver-
andi heimsmeistari, nr. 2 verð-
ur sá sem varð nr. 2 í áskor-
endakeppninni síðustu og nr. 3
til 8 verða keppendur eftir röð
þeirra á millisvæðamótinu.
Þannig verður nr. 3 sá sem
varð nr. 1 í Filippseyjum, nr. 4
sem varð nr. 1 í Sviss og svo
framvegis.
Síðan er dregið um það
hverjir fyrstu 4 í röðinni lepda á
móti skákmönnum nr. 5 til 8.
Og nú er búið að draga og
útkoman var þessi: Fischer —
Hort, Larsen — Portisch,
Petrosjan — Kortsnoj, Meck-
ing — Polugajevsky. Þessir
keppendur eiga að tilkynna
þátttöku fyrir 1. jan. 1 977.
Þá er bara biða og sjá hvort
Fischer mætir í þessa keppni
og byrjar sömu hringrásina aft-
ur, en sjaldan hefur einn skák-
maður gjörsigrað svo andstæð-
inga sína eins og Fischer gerði
þá, þegar hann tefldi við Lar-
sen og vann 6 — 0 og
Taimanov sömuleiðis og siðan
Petrosjan og endaði hér í
Reykjavík með þvi að sigra
Spassky.
Mæti Fischer ekki til leiks á
Spassky næsta rétt til keppni.
Þeir Larsen og Portisch hafa«
áður teflt saman í áskorenda-
flokki og þá sigraði Larsen
naumlega 5,5 á móti 4,5. Áður
en Fischer veitti Larsen þessa
ráðningu árið 1971, voru
margir þeirrar skoðunar að Lar-
sen ætti góða möguleika á
heirrsmeistaratitlinum, en það
tók Larsen talsverðan tíma að
ná sér eftir það áfall, en hann
virðist vera á uppleið aftur.
Kortsnoj er nú landflótta i Hol-
landi og teflir varla við Petrosj-
an i Sovétríkjunum af ótta við
að verða kyrrsettur þar.
Polugajevsky teflir við Meck-
ing, sem orðinn er nánast þjóð-
hetja í sinu heimalandi, Brazi-