Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 39 Er draumurinn um ylrækt- arver orðinn raunhæfur? — Athugasemd frá starfshóp um auðhringa Þann 12 nóv. s.l. birtist I Mbl. ítarleg greinargerð, samin á veg- um starfshópsins, um áætlanir varðandi byggingu og rekstur yl- ræktarvers í samvinnu við hollensk fyrirtæki. I greinargerðinni var sýnt fram á, að þessar áætlanir væru óraun- hæfar og auk þess bent á, að fram- tíðarhorfur umrædds ylræktar- vers væru hæpnar. Vinnubrögð þeirra, sem að þessum málum unnu, voru lítillega gagnrýnd og Islenzk iðnkynning þess getið að ylræktarverið myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á atvinnuuppbyggingu í landinu, þar sem það hefði aðeins í för með sér takmörkuð margföldunar- áhrif i efnahagslifi landsmanna. Loks var bent á, að rekstraraf- koma versins yrði alltaf undir ytri aðstæðum komin, sem islendingar réðu ekki yfir. Það vakti athygli okkar, að for- ráðamenn þessara áætlana töldu óþarft að svara rökstuddum stjónarmiðum hópsins en skruppu þess í stað til Hollands I leit að betri röksemdafærslu fyrir málstaðinn. Þann 9. des. s.l. birtist i Mbl. stutt viðtal við Þórð Þorbjarnar- son, borgarverkfræðing, nýkom- inn úr fyrrnefndri ferð til Hol- lands. 1 þessu blaðaviðtali er að finna nokkra fróðleiksmola, sem skýra nokkuð afstöðu þeirra, sem að þessum málum hafa staðið hér á landi: 1. I viðtalinu er sagt frá samskipt- um íslensku nefndarinnar við söluaðila í Hollandi. Þar kemur ekkert fram um að hinir hol- lensku söluaðilar muni tryggja sölu á öllum afurðum ylræktar- versins á umsömdu verði. Eins og starfshópurinn hefur þegar bent á, verður afkoma fyrirhugaðs yl- ræktarvers háð ytri markaðsað- stæðum og einnig samningsað- stöðu hinna erlendu samstarfsað- ila gagnvart eigendum versins hér á landi. 2. I viðtaiinu kemur einnig fram sú uppgötvun, að ylræktarverið muni aðeins sjá um hluta af fram- leiðsluferlinum. Haft er eftir borgarverkfræðingi að „komið hefði fram, sem athyglisvert mætti teljast, að meirihlutinn af græðlingunum yrði sendur héðan til Hollands órættur en þeir færu síðan í rætingu hjá sölufyrirtæk- inu, sem síðan seldi þá rætta, þannig að ylræktarverið hér yrði þannig hlekkur í þvf að skila full- unninni vöru á markað. Yrði þessi hlið að teljast jákvæð.“ 3. I lok viðtalsins kemur fram sú ályktun, að „Holiandsförin hefði þannig orðið til að styrkja fremur hinn fjárhagslega grundvöll fyrirtækisinsf...)“. Ur þeim upp- lýsingum, sem borgarverkfræð- ingur lét í té við blaðamenn Mbl., verður ekki séð annað, en að að- staða fyrirhugaðs ylræktarvers sé hin sama og fyrr, a.m.k. hvað varðar tekjuöflun fyrirtækisins. Hollandsför borgarverkfræð- ings og annarra ótilgreindra manna og yfirlýsingar hans um „endurskoðun áætlana um rekstrarlegan grundvöll" er í raun viðurkenning á réttmæti þeirrar gagnrýni, sem starfshóp- ur okkar hefur sett fram. Við viljum taka fram, að engar upp- lýsingar hafi komið í ljós, a.m.k. ekki opinberlega, sem hrekja þá gagnrýni er starfshópurinn lét frá sér fara f greinargerð sinni. Sú gagnrýni stendur þvf enn óhögg- uð. Með þökk fyrir birtinguna. 10.12.76. v. Braun veikur Washington, 14. desember. Reuter. DR. Wernher von Braun, „faðir“ geimvfsindaáætlunar Bandarfkja- manna, er þungt haldinn af krabbameini að sögn samstarfs- manna hans. Hann er 64 ára gamall. r Islenzk iðnfyrirtæki greiða hærra verð fyrir raforku en erlend samkeppnisfyrirtæki 1 ÞEIM umræðum sem átt hafa sér stað að undanförnu um stöðu fslenzks iðnaðar hefur verið bent á að fslenzk iðnfyrirtæki greiði hærra verð fyrir rafmagn en erlend samkeppnisfyrirtæki. I frétt frá íslenzkri iðn- kynningu er gefið upp verð á raforku til nokkurra iðnfyrir- tækja, og það borið saman við raforkuverð sem samsvarandi fyrirtæki í Noregi, Svfþjóð og Danmörku greiða. Hér er um að ræða meðaltölur á allri þeirri raforku sem viðkomandi fyrir- tæki nota til reksturs. Listinn hljóðar svo: 1. Dósagerðin h.f. greiddi á tímabilinu 27. 11. 74 — 29. 12. 75 meðalverð á kwst. 8.78 krónur. 2. Stálumbúðir greiddu árið 1975 meðalverð á kwst. 12.72 krónur. 3. Sápugerðin Frigg greiddi árið 1975 meðalverð (marz-nóv.) 12.89 kr. per kwst. og í jan.—marz 1976 14.32 kr. per kwst. 4. Plastprent hf. greiddi fyrir tfmabilið 24.08. 76 — 19.10 76 meðalverð 6.20 kr. per kwst., en samkvæmt reikningum frá sænsku plastfyrirtæki greiðir það 4.62 íslenzkar kr. fyrir kwst. 5. Við könnun rafmagns- kostnaðar f 8 trésmiðafyrirtækj- um kom í ljós, að rafmagns- kostnaður á starfsmann væri um 70 þúsund krónur á ári miðað við verðið vorið 1976. Það fyrirtækja var Trésmiðjan Vfðir og greiddi fyrirtækið kr. 9.70 kr. kwst. Samkvæmt upplýsingum um rafmagnsverð sem Islenzk iðn- kynning hefur fengið frá Möbelprodusenternes Lands- forening í Noregi er rafmagns- verð hjá fyrirtækjum í þessari grein, er hafa 15—20 starfsmenn að meðaltali, 4.19 fsl. kr. per kwst. Samkvæmt upplýsingum frá Dan- mörku er rafmagnsverð fyrir smáiðnað 4.48—6.16 fsl. kr. per kwst., en í Danmörku er rafmagn einkum framleitt með dieselvél- um. I frétt íslenzkrar iðnkynningar segir að framangreindar tölur um rafmagnsverð til islenzkra fyrir- tækja eigi enn eftir að hækka þar sem boðuð hefur verið talsverð hækkun á rafmagnsverði, og sé þvf sýnt að islenzk iðnfyrirtæki greiði mun hærra verð fyrir rafmagn en erlend samkeppnis- fyrirtæki þeirra gera. heimilistæki sf Sœtúni 8 -15655 Hafnarstræti 3 - 20455 PHILIPS PHI Ll PS kann tökin á tækninni

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.