Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 277. tbl. 63. árg. FIMMTUDAGUR 16. DESEMBER 1976 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gary Gilmore Aftöku Gilmore frestað Salt LakeCity, 15. desember. Reuter. GARY Gilmore verður leiddur fyrir aftökusveit 17. janúar samkvæmt úrskurði f dag og hann kallaði dómarann, sem tók ákvörðunina, raggeit fyrir að fresta aftökunni í einn mánuð. Þar með hefur verið ákveðið f annað en ef til vill sfðasta skipti að fresta aftökunni sem Gary Gilmore krefst að fari fram og verður fyrsta aftakan f Bandarfkjunum f 10 ár ef af henni verður. Ákvörðunina í dag tók Robert Bullock sem dæmdi Gilmore til dauða f október fyrir að myrða hótelstarfs- mann. Gilmore hafði farið fram á að hann yrði þegar í stað tekinn af lifi. Bullock ákvað í þess stað að fresta aftökunni f 30 daga svo Framhald á bls. 26 Reynt að smygla 10 kllóum af hero- ini til Finnlands Helsinki 15. des. Ntb. FINNSKIR tollverðir fundu í dag tíu kílð af herðini í farangri tveggja manna frá Singapore, sem komu til Helsinki með flugvél. Söluverð þessa eiturs er um 40 milljónir finnskra marka eða hátt í tvo milljarða ísl. krðna. Eitrið var falið í 28 niðursuðudðsum og fannst við venjulega öryggisleit, sem hefur verið efld mjög I Finnlandi upp á sfðkastið. Finnska tollgæzlan telur ekki, að ætlun Singaporemannanna hafi verið að reyna að selja allt þetta magn í Finnlandi, heldur hafi Helsinki verið einn af fleiri áfangastöðunum, og sennilega hafi hluti herófnsins átt að fara til Danmerkur, Svfþjóðar og Noregs. Tollverðir í Helsinki hafa hvað eftir annað lagt hald á heróín upp a síðkastið og vegna þessa hefur eftirlit verið hert á flugvöllum og á landamærastöðvum. Þetta er þó langmesta magn sem náðst hefur í einu að því er segir í Ntb- fréttum. Minnstu munaði að smyglurun- um tækist að komast út úr flug- stöðinni án þess að grunur vakn- aði i þeirra garð. Af einhverri ótiltekinni ástæðu fengu þó toll- verðir grun á mönnunum tveimur og hófu leit í farangri þeirra. Fréttir Ntb-fréttastofunnar herma að finnska tollgæzlan harmi að fréttirnar hafi spurzt út þar sem auðveldara hefði verið að rannsaka málið áfram ef ekki hefði spurzt út um það strax. Talsmaður finnsku tollgæzlunn- ar sagði, að smyglurum ætti nú senn að fara að skiljast að þar væri eftirlit orðið svo strangt að eiturlyfjasmyglarar myndu hafa vit á að forðast að reyna að kom- ast með eiturlyf inn í landið. Ekkert lát er á óeirðum á vesturbakka Jórdanár. Israelskir hermenn skutu I gær arabfskan ungling þegar þeir bældu niður mótmæla- aðgerðir f úthverfum Jerúsalems og flestar verzlanir voru iokaðar. Myndin sýnir fsraelska hermenn hjálpa félaga sfnum sem særðist f óeirðum f Kalandiya. Bretar lækka útgjöld um 2,5 milljarða punda London, 15. desember. Reuter. BREZKA stjórnin boðaði f dag 2.5 milljarða punda niðurskurð rfkisútgjalda á næstu tveimur ár- um til að tryggja vfðtæka erlenda aðstoð. Rádherra biðst lausnar í Bonn Bonn, 15. desember. AP. Reuter. HELMUT Schmidt var endur- kjörinn kanzlari með naumum meirihluta f neðri deiid vestur- þýzka þingsins f dag og skömmu síðar sagði Walter Arendt, verka- lýðs- og féiagsmálaráðherra sig úr stjórninni. Herbert Ehrenberg var skipað- ur eftirmaður Arendts sem hefur sætt harðri gagnrýni fyrir að fresta 10% hækkun ellilauna sem var eitt heizta baráttumái sósfal- demókrata í kosningunum 3. október. Stjórnin samþykkti þessa ákvörðun en dró hana til baka á föstudaginn þótt óttazt sé að hækkunin, sem á að taka gildi 1. júlí, geti torveldað tilraunir til að grynnka á glfurlegum skuldum sem fyrirsjáanlegt er að eftir- launasjóður rfkisins kemst i og Arendt hefur verið gagnrýndur fyrir. Stjórn Schmidts hefur haldið því ákveðið fram að Arendt yrði áfram í stjórninni svo að það kom á óvart þegar tilkynnt var Framhald á bls. 26 Denis Healey fjármálaráðherra sagði á þingi að aðalforstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, dr. Johannes Witteveen, styddi ráð- stafanirnar, en tveggja centa lækkun pundsins á gjaldeyris- mörkuðum þykir sýna að þær séu ekki taldar nógu róttækar. Niðurskurðurinn nær til land- varna. aðstoðar við erlend rfki, skóla, húsnæðismála og mennta- mála. Tollar verða hækkaðir á tóbaki og áfengi. Þegar Healey hafði lokið ræðu sinni voru gerð hróp að honum frá bekkjum stjórnarandstæðinga og vinstri- sinna úr flokki hans sem kröfðust þess að hann segði af sér. Healey sagði að dr. Witteveen væri reiðubúinn að mæla með að IMF samþykkti beiðni Breta um 3.9 milljarða dollara lán. Hann sagði að Bretar gætu fengið fyrsta milljarðinn fyrst í janúar og ann- an milljarðinn í árslok 1977. Jafn- framt mundu Bretar taka boði Bandaríkjanna um 500 milljón dollara til að treysta varagjald- eyrissjóðinn og vestur-þýzku boði um 350 milljón dollara. Auk þess kvaðst Healey eiga von á alþjóðlegu samkomulagi fljótlega til" að treysta innstæður útlendinga i London I pundum, alls að upphæð sex milljarðar punda. Varagjaldeyrir Breta nemur nú 3.6 milljörðum dollara og hefur ekki verið minni í fimm ár. Lánin munu auðvelda Englandsbanka að verja pundið ef það kemst í hættu. Seinna sagði Healey á blaða- mannafundi að IMF hefði kynnt sér efnahagshorfur Breta eins rækilega og hægt væri og lánveit- ingin sýndi að Bretar nytu trausts erlendra ríkisstjórna og stofnana. Framhald á bls. 26 Samningar Bandaríkjanna og EBE hafa siglt 1 strand Briissel, 15. desember. AP VIÐRÆÐUR Bandarfkjanna og Efnahagsbandalagsins um 200 mflna fiskveiðilögsögu hafa siglt f strand vegna þess að Banda- rákjamenn vilja ekki útiloka þann möguleika að fangelsa land- helgisbrjóta. og fremst áhugamál Evrópu- manna þar sem þeir veiða meira á bandarískum miðum en Banda- Framhald á bls. 26 10% hækkunar á olíuverdinu Minnst krafizt Doha, Qatar, 15. desember. Reuter. Olfuráðherrar Lfbýu, Venczúela og Iraks sögðu eftir fyrsta fundinn á ráðstefnu Sam- taka olfuframleiðslulanda (OPEC) f Qatar f dag að þeir væru þess fullvissir að samkomu- lag tækist um nýja olfuhækkun á næsta ári þrátt fyrir þá yfirlýs- ingu Ahemd Zaki Yamani, olfu- ráðherra Saudi-Arabfu, að hann muni beita sér fyrir óbreyttu olfuverði f sex mánuði. A fundinum í dag hvöttu íran, írak, Libýa og Alsir til meira en 10% hækkunar, Iran stakk upp á 25% hækkun en Saudi-Arabía lagði til að frysting verðsins frá þvi I október 1975 yrði framlengd i sex mánuði i viðbót. Fulltrúi íraks sagði blaðamönnum að af- staða Saudi-Arabíu væri aðeins „byrjunarleikur." Oliuráðherra traks, Tayeh Abdel-Karim, sem vill 25% hækkun, sagði I dag að meirihluti OPEC-ríkjanna vildi olíuhækkun sem mundi að minnsta kosti halda í við verðbólguna. Þar með er talið að hann hafi átt við skýrslu sem OPEC hefur sent frá sér og segir að kaupmáttur OPEC- landanna hafi minnkað um 26.9% síðan oliuverðið var hækkað um 10% I október 1975. Um yfirlýsingu Yamanis sagði Abdel-Karim að það væri meiri- hlutans að ákveða hvort hækka Framhald á bls. 26 Talsmaður EBE kvað slfkt vera f andstöðu við evrópska hefð og venjan væri sú að sekta land- helgisbrjóta og gera afla þeirra og veiðarfæri upptæk. Bandarisku samninga- mennirnir sögðu að samkvæmt lögunum um 200 milna fiskveiði- lögsögu Bandaríkjanna væri gert ráð fyrir þvi að hægt væri að handtaka og stundum fangelsa landhelgisbrjóta og það væri i samræmi við bandariskar venjur. Bandarikin og EBE eru einnig ósammála um hvort leysa beri ágreining með gerðardómi. Bandarikjamenn telja slíkt brjóta gegn lögunum um 200 mílna land- helgi þeirra. Samningurinn sem viðræðurnar standa um er fyrst Rólegar kosningar á Spáni Madrid, 15. desember. Reuler. —AP. STJORN Adolfo Suarez forsætis- ráðherra á Spáni var spáð yfir- burðasigri f þjóðaratkvæðinu sem fór fram f dag um áætlanir henn- ar um afnám einræðis Francos. Þjóðaratkvæðagreiðslan ferfram í skugga ránsins á Antonio de Oriol y Urquijo, forseta ráðgjafanefnd- ar rikisstjórnarinnar, sem skæru- liðar maoista vilja aðeins sleppa f Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.