Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 16: DESEMBER 1976
Afmæliskveðja:
Eyþór Tómasson
forstjóri Akureyri
„Glatt hjarta veitir góða heilsu-
bót, en dapurt geð skrælir bein-
in“. Hver láir mér að leita til
Salomons þegar þessi fursti á af-
mæli. Glatt hjarta og dapurt geð,
það er eins og að nálgast gulltæra
lind, þar sem botn er engan að
finna. Slíkt er heldýpi spekinnar,
kærleikans og sannleikans.
Eyþór er þekktur fyrir sína
glaðværð og léttu lund. Daglegar
áhyggjur og kvíða lætur hann
lönd og leið, en klæðist brynju
friðar og húmors I stað upp-
gerðaralvöru og þunglyndi, sem
mara alla í kaf. Ekki svo að skilja
að Eyþór endurspegli léttúð og
ábyrgðarleysi. Þvert á móti, undir
humor felur sig oft hinn mesti
áreiðanleiki mannlegs lífs, og það
þarf vissulega mikinn kjark til
þess að vera húmoristi 1 dag.
Alvörugefna uppgerðarmenn er
alls staðar hægt að finna, þar gef-
ur að llta alls konar fólk, vont fólk
og ótraust, skottur og skrælingja.
Ég er enginn dómari og dæmi
því ekki einn eða neinn, né skap-
gerð eða verk Eyþórs, þvi ennþá
er aðeins á drottins valdi að fella
dóm um feril hvers manns og
ferillinn er hér 70 ár. Langur á
mannlegan kvarða, stuttur á tíma
eilífðar.
Líf Eyþórs hefst I Guð-dölunum
(Landnáma), en hann situr nú
við Eyjafjarðarála og brallar
margt. Það eru mörg skeið I lffi
hans, en dundið í dag virðist ætla
að nægja honum til aldurtila.
Hann fer frá æsku gegnum land-
búnað, lækningar, likkistusmíði
og verslun til sælgætis og þar er
hann nú.
Vinirnir vona allir að þú lifir
áfram lengi, án þess þó að þú lifir
sjálfan þig.
Kaldbakur, Tindastóll og Súlur,
já, fjöllin öll brosa til þín á þess-
um degi, en,
Nú hef ég Iftid minnst á manninn
þann sem til umræðu er
það munu fylgj 'onum kærar kveðjur
hvort sem hann upp eða niður fer.
Svo kasta ég á þig kveðju minn
kæri vin.
Frosti Sigurjónsson.
Bókauppboð Klausturhóla:
Elzta fornrit
prentað á íslenzku
KLAUSTURHOLAR, Listmuna-
uppboð Guðmundar Axelssonar,
efna til bðkauppboðs næstk.
laugardag 18. desember i
Tjarnarbúð og hefst uppboðfð kl.
14.00.
Þar verða boðin upp ýmis rit en
samkv. uppboðsskrá skiptist efni
uppboðsins f þessa flokka: Vmis
rit, Ijóð, leikrit, æviminningar.
tfmarit, saga lands og lýðs, ferða-
bækur og landfræðirit, þjððsögur,
sagnaþættir og þjððleg fræði,]|
fornritaútgáfur og fræðirit. Allsjf
verða seld 142 númer.
Af einstökum bókum má nefna:
Fágæta bók eftir Jón í Hlíðar-
endakoti um fiskigöngur i Faxa-
flóa, prentað 1902. Bók Jóns
forseta Sigurðssonar Om Islands
statsretlige forhold. Kh. 1855.
Magnus Konongs Laga-Bæters
Gula-things-laug. Kh. 1817.
Engilbörnin eftir Sigurbjörn
Sveinsson með myndum Jóh.
Kjarvals. Leikrit Sigurðar
Eggerz. Nýjársnóttina eftir Ind-
riða Einarsson. Bakkynjurnar
eftir Evripides f þýðingu Sigfúsar
Blöndals, eitt fágætasta leikrit
sem prentað hefur verið á
islenzku, gefið út I Kh. tölusett
1923. Minningabók Þorvalds
Thoroddsen I—II, Bútar, eftir
Stein Dofra, Minning sira Gunn-
laugs Oddssonar, Kh. 1838.
Biskupasögur Jóns Halldórssonar
I—II. Ættarskrá Bjarna Þor-
steinssonar, Hver er maðurinn
I—II eftir Brynleif Tobiasson,
tímaritið Höldur, útb. á Akureyri
1861. Tímaritið Lögfræðingur
I—V árg. Akureyri 1897—1901,
Tímaritið Norðurfari I—II árg.
Kh. 1848—1849. Turistrute pá
Island I—V eftir Daniel Bruun,
Letters on Iceland, London 1780,
eftir Uno von Troil, Islands
kortlægning, KH. 1944.
Sérstaka athygli vekja tvö
númer á uppboðinu. Annað er
bók Magnúsar Grímssonar og
Jóns Árnasonar: Islenzk ævintýri,
Reykjavík 1852, en bók þessi er
geypifágæt og Gothrici & Rollfi
Westrogothiæ regum Historia,
Upsaliæ 1664, ásamt Herrauds
och Bosa saga, Uppsaliæ 1666, en
verk þessi voru fyrstu islenzk
fornrit, sem prentuð voru á
islenzku, skv. hinni miklu bóka-
skrá Willards Fiske. Bækurnar
verða til sýnis i verzlun
Klausturhóla, Lækjargötu 2, n.k.
föstudag kl. 9—22 þann dag.
ÓLAFUR
NOTAR ENGA
TÆPITUNGU
OG DREGUR
EKKERT
UNDAN,
HVORKI SÍN
ÆVINTÝRI NÉ
ANNARRA.
BÓK ÓLAFS
FRÁ ODDHÓLI
MUN LENGI
í MINNUM
HÖFÐ FYRIR
BERSÖGLI OG
BRAGÐMIKIÐ
GRÍN
ég vil nú hafa mínarkonur
sjálfur'segir
ogjyrrumí
ðlafur w|lr húpur,l«u«c írd marplun|nu HfabWupl
nlnu U| drugur rkkcri undan. Hunn «r Mliur I lund u|
|amun«emin vríur i aú«um. |«rir jrln ad ijdlfum «ir
»m nðrum. «vo ,«m fram kemur I lcaflanum
f Dagur'
ÞoHeifsson
\skmdiJ
'aldrei hlegió
o% þc»Mrar bókar varður létt
um hlátur, ívo þ«if muna vart anrtað «in*.
Góð bók er gulli betri
ÖRN OG ÖRLYGUR
Vesturgötu 42, Sími: 25722
Stðr hluti spilara I „karlafélögunum" eru konur. Þessi mynd er
tekin hjá Bridgefélagi Köpavogs i vetur. 1 kvöld lýkur hinum árlega
jðlatvimenningi félagsins.
Bridge
umsjón ARNÓR
RAGNARSSON
Jólatvímenningi
Bridgefélags Kópa-
vogs lýkur í kvöld
Eftir eitt kvöld i tveggja-
manna jóla tvimenningi
Bridgefélags Kópavogs er staða
efstu para þessi:
Vilhjálmur Sigurðsson
— Sigurður Sigurjónsson 137
Bjarni Pétursson
— Sævin Bjarnason Einar Halldórsson 128
— Páll Dungal Ragnar Björnsson 122
— Haukur Hannesson Sverrir Ármannsson 122
— Ármann J. Lárusson Óli M. Andrésson — 120
Guðmundur Gurinlaugsson 116
Jón Pálsson
— Guðmundur
Kristjánsson 116
Valgerður Bára Guðmundsd.
— Guðmundur Jakobsson 114
Meðalskor 108.
Seinni umferðin, sem jafn-
framt er síðasta spilakvöld
fyrir áramót, verður í kvöld 16.
des. kl. 20.00 stundvislega.
Farið að síga á
seinni hluta aðal-
sveitakeppni Bridge-
deildar Breiðfirðinga
Atta umferðum af ellefu er
nú lokið I aðalsveitakeppni
Bridgedeildar Breiðfirðinga-
félagsins. Það gerðist mark-
verðast I siðustu umferð að
sveit Jóns Stefánssonar tapaði
sínum fyrsta léik, en naumlega
þó, eða með 9 stigum gegn 11.
Sveitin hefur þó örugga forystu
og hefir hlotið 140 stig. Sigur-
sveitin frá i fyrra, sveit Ingi-
bjargar Halldórsdóttur, er í
öðru sæti með 123 stig. Sigur-
vegurunum frá árinu 1974,
sveit Hans Nielssens, hefir
gengið illa í vetur og er í fjórða
sæti með 90 stig. 1 þriðja sæti er
riú sveit Sigriðar Pálsdóttur
með 93 stig. I fimmta sæti er
sveit Gísla Guðmundssonar
með 89 stig og I sjötta sæti sveit
Elisar R. Helgasonar með 87
stig.
Næsta umferð verður ekki
spiluð fyrr en 6. janúar 1977.
»
16 þátttakendur í
einmenningi í
Hrunamannahreppi
Nýlega er lokið einmennings-
k%ppni í Hrunamannahreppi.
Þátttakendur voru 16 og urðu'
úrslit þessi:
Sigurður Sigmundsson 213
Karl Gunnlaugsson 201
HelgiJónsson 197
Magnús Gunnlaugsson 196
Jóhannes Sigmundsson 193
Fyrir nokkru kom Krumma-
klúbburinn i Reykjavik í heim-
sókn yfir eina helgi. Báru þeir
sigur af hólmi bæði í tvímenn-
ings- og sveitakeppni. —
Eftir áramótin verður spiluð
tvímennings- og sveitakeppni
og bætast þá væntanlega fleiri
spilamenn i hópinn, m.a. úr
Gnúpverjahreppi, eins og venja
hefir verið undanfarin ár.
Spilavertiðinni lýkur svo með
keppni við starfsmenn MBF I
aprilmánuði ef að vanda lætur.
Mikil gróska í
starfi Bridge-
félags Hornafjarðar
Starfsár Bridgefélags Horna-
fjarðar hófst í byrjun október-
mánaðar á hraðsveitakeppni
með þátttöku 9 sveita. Sigur-
vegari varð sveit Jóns G.
Gunnarssonar sem hlaut 175
stig. I öðru sæti varð sveit Jóns
J. Sigurðssonar með 171 stig og
I þriðja sæti sveit Arna Stefáns-
sonar með 161 stig. Að hrað-
sveitakeppninni lokinni var
tekið til við aðaltvímennings-
keppni vetrarins, en þar tóku
þátt 20 pör. Hornafjarðar-
meistarar í tvímenningi að
þessu sinni urðu þeir Jón G.
Gunnarsson og Gunnar Karls-
son sem hlutu 388 stig. Röð
efstu para að öðru leyti var
þessi:
2. Guðmundur Finnbogason
— Kristján Ragnarsson 386
3. Kolbeinn Þorgeirsson
— Jóhann Magnússon 355
4. Jón J. Sigurðsson
— Ólafia Þórðardóttir 353
5. Skeggi Ragnarsson
— Ingvar Þórðarson 348
Þegar þetta er ritað stendur
yfir sveitakeppni sem ráðgert
er að ljúki fyrir jól. 10 sveitir
taka þátt i keppninni og eru
spiluð 20 spil í leik. Staðan að
loknum 6 umferðum er sem hér
segir.
Sveit
Jóns G. Gunnarssonar 102
Arna Stefanssonar 96
Jóns J. Sigurðssonar 72
Magnúsar Arnasonar 71
Kolbeins Þorgeirssonar 69
Geirs Björnssonar 69
Strax eftir ára ót er ráðgerL
að halda firmakeppni í bridge,
og verður þar um að ræða
einmenningskeppni. Því næst
verður tekið til við aðalsveita-
keppni vetrarins.
6 félagar í Bridgefélagi
Hornafjarðar hafa unnið rétt til
Laufnálar, þ.e. hafa hlotið yfir
200 bronsstig. Þeir eru: Jón G.
Gunnarsson 237 stig, Gunnar
Karlsson 213 stig, Jón J. Sig-
urðsson 213 stig, Ólafia Þórðar-
dóttir 213 stig, Guðmundur
Finnbogason 208 stig og Jón
Sveinsson 207 stig.
Gróska er mikil i starfsemi
félagsins eins og sjá má af ofan-
rituðu, og er hinn almenni
áhugi og mikla þáttaka þeim
mun aðdáunarverðari þar sem
hér I plássi starfar mearihluti
íbúanna að sjávarútvegi, en
slikt gefur að vanda litið tóm til
tómstunda- og félagsstarfsemi.
Sá háttur var tekinn upp á
siðasta aðalfundi félagsins að
láta eina sveit skipa stjórn.
Þetta árið heldur sveit Kol-
beins Þorgeirssonar um stjórn-
völinn, og er Kolbeinn jafn-
framt foraður félagsins. Spilað
er einu sinni í viku, á þriðjuags-
kvöldum i mötuneyti kaup-
félags Austur-Skaftfellinga á
Höfn, í hinu vistlegasta hús-
næði.
Með bridgekveðju
-Bridgefélag Hornafjarðar.