Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 16.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIf>,iFIMMTUDA;GTJ*lfi. DESEMBER 1976 17 Úr fórum Stefáns Vagnssonar BÓKACTGÁFAN Iðunn hefur sent frá sér bðkina „(Jr fórum Stefáns Vagnssonar frá Hjalta- stöðum". t fréttatilkynningu frá útgef- anda segir m.a. Stefán Vagnsson (1889—1963), sem kenndi sig við Hjaltastaði I Blönduhlíð, er mörgum kunnur fyrir visnagerð sfna og þjóðlegar frásögur, þótt hann sendi ekki frá sér bók i lifanda lífi. Sumar stök- ur hans urðu landfleygar, og sýnishorn af sögum, sem hann skrásetti, birtust m.a. I Grá- skinnu, safni þeirra Sigurðar Nor- dals og Þórbergs Þórðarsonar. Ur fórum Stefáns Vagnssonar er stórt safn af lausu máli og bundnu, og hefur drýgstur hluti þess hvergi verið prentaður áður. Bókin flytur fjölbreyttar frásagn- ir af mönnum, sem höfundurinn kynntist, ýmsar endurminningar hans sjálfs, þjóðlífslýsingar og þætti, m.a. mjög sjálfstæða könn- un á samskiptum Bólu-Hjálmars og Blöndhlíðinga, syrpu af þjóð- sögum og að síðustu kveðskap Stefáns af ýmsum toga. I inngangi eru birtar greinar um Stefán eftir Jón Sigurðsson á Reynistað og Sigurð Nordal, en Hannes Pétursson valdi bókarefn- ið og bjó til prentunar. FFSI vill að keypt verði bræðsluskip Á Formannaráðstefnu Farmanna- og fiskimannasambands tslands, sem haldinn var I Reykjavfk fyrir skömmu, var samþykkt að leggja til við rlkisstjórnina, að hún beiti sér fyrir því, að keypt verði til landsins skip með fullkominni fiskmjölsverksmiðju, með gufu- þurrkara og öðrum þeim tækjum, sem stuðla að góðri framleiðslu. t fréttatilkynningu, sem Mbl. hefur boriít frá F.F.S.I., segir að ennfremur hafi verið samþykkt, að kanna verði hvort hagkvæmt sé að reyna fiskimjölsverk- smiðju, sem knúin er jarðvarma. Aukið fé til Félagsstofn- unar stúdenta vegna viðhalds- kosnaðar í breytingartillögum til fjár- laga, sem lögð voru fram á Alþingi I gær, er reiknað með að fjárveiting til Félagsstofn- unar stúdenta hækki úr 7,6 milljónum króna, eins og upp- haflega var gert ráð fyrir, I 11 milljónir. Jón Árnason, for- maður fjárveitinganefndar alþingis, sagði I viðtali við Morgunblaðið I gær að þessi aukning væri aðallega hugsuð til viðhalds á stúdenta- görðunum. Óli Björn Kærnested I hinni nýju verzlun sinni, Búsport. — Ljósm.: RAX. Ný verzlun í Breið- holti — Búsport NVLEGA opnaði Óli Björn Kærnested verzlun i Breiðholti, nánar tiltekið f Arnarbakka 2, sem hlotið hefur nafnið Bú- sport. Verzlar hann þar með aliar algengustu gjafavörur, búsáhöld og sportvörur. Verzl- unin er f verzlanamiðstöðinni við Breiðholtsskóla. ÓIi Björn Kærnested sagði f viðtali við Morgunblaðið, að hann myndi kappkosta að þjóna Breiðholtsbúum hvað varðar búsáhöld, gjafavörur og sportvörur. í verzlanakjarnan- um f Arnarbakka hefði til þessa ekki verið unnt að fá þessar vörur og kvaðst hann vonast til þess að fólk tæki þessari þjónustu vel. „Med hörkunni hafa þeir þad” — ný bók eftir Ragnar Þorsteinsson KOMIN er út ný bók eftir Ragnar Þorsteinsson, „Með hörkunni hafa þeir það“. Hefur hún að geyma nfu æviþætti og sex smá- sögur. Guðmundur G. Hagalfn skrifar formála og segir þar m.a.: Æviþættirnir lýsa allt að því átakanlega þeim lífskjörum og úr- ræðum til lifsbjargar, sem fjöldi manna vlðs vegar um land átti við að búa á fyrstu þremur áratugum þessarar aldar, þrátt fyrir bætta þjóðarhagi frá þvi sem þeir voru lakastir. Um smásögnurnar er svo það að segja, að þar gætir mjög þess, sem ríkast er I fari höfundarins, ein- lægrar samúðar I garð litilmagn- ans og glöggs skilnings á aðstæð- um hans; ennfremur aðdáunar á þreki og sönnum manndómi, hvar og hvernig sem þessir eiginleikar koma fram. Þá er þar að finna kimni og glettni, og siðast en ekki sizt ber þess að geta, að eins og i ævaþáttunum bera þær frásagnir af, þar sem höfundur lýsir fanga- brögðum slyngra sjómanna við Ægi I æstu skapi. Þær eiga sér sárafáar hliðstæður í Islenskum bókmenntum, enda má þar með sanni segja, að ,,sá kló, sem kunni“. Bókin er 190 bls. að stærð. Ut- gefandi er Vikurútgáfan. leikið vió É '1 ' James Diáey LEIKIÐ VIÐ DAUÐANN eftir James Dickey. Æsispennandi bók, seiðmögnuð og raunsæ. Hefst eins og skátaleiðangur, endar eftir magnaða baráttu um líf og dauða bæði við menn og máttarvöld. eftir Jöhann Hafstein. Mikilsverð heimild um megin- þætti íslenzkrar þjóðmálasögu siðustu 35 ára — mesta umbrotaskeiðs i atvinnu- og efnahagsmálum sem yfir landið hefur gengið. Inga Borg PLÚPP • fer til Islands PLÚPP FER TIL ÍSLANDS eftir sænska barnabókahöfundinn Ingu Borg. Bráð- skemmtilegt ævintýri í máli og myndum um sænska huldusveininn Plúpp og það sem hann kynnist á Islandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.