Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 22. des „ÞAÐ virðist fáránlegt að ræða um hann í þátíð. Þvert á móti ættum við að tala í framtíð. Og núna fyrst mun heimurinn byrja að halda afmælisdag- inn hans hátíðlegan." Þannig hljóða lokaorð einnar minningargreinanna um enska tónskáldið Benjamin Britten, sem birzt hafa hver á fætur annarri í brezkum dagblöðum síðustu viku, eða frá því að tónskáldið lézt þ. 4. desem- ber s.l. Greinarhöfundum öllum kemur saman um mikilhæfni hans og stóran þátt í þróun enskrar tónlistar á þessari öld. „Benjamin Britten gerði heiminum Ijóst, að til er nokkuð sem hægt er að kalla enskt tónskáld. Hann var fyrsta enska tónskáldið eftir Purcell (17. öld) sem tekizt hefur að ná alþjóðlegrí viðurkenningu." Edward Benjamin Britten var 63 ára að aldri þegar hann lézt. Hann fæddist f East Anglia árið 1913, ólst upp á heimili tónlistarunn- enda og hóf ungur að læra og semja músik. Tólf ára gamall hóf hann nám hjá Frank Bridge, sem þá var óvenjulega framúrstefnusinnaður af ensku tónskáldi að vera. Britten hélt áfram í einkatímum hjá Bridge eftir að hann fór i tónlistar- skóla og hjá honum „lærði Britten að meta hinn hreina, tæra tón“. Fyrsta tónverk Britt- ens sem varð til að vekja á honum alþjóðlega athygli var „Tilbrigði við stef eftir Frank Bridge" á tónlistarhátfðinni í Salzburg árið 1936. 16 ára gam- all fór Britten í Royal College of Music, en að loknu námi þar tók hann að starfa fyrir Póst og sfma í Englandi og samdi þar tónlist fyrir fræðslukvikmyndir og auglýsingar. Það var þá sem Britten kynntist skáldinu Auden, sem átti eftir að verða góður vinur hans og hafa áhrif á stjórnmálaleg og heimspeki- leg viðhorf tónskáldsins. En á þessum fyrstu árum samdi Britten m.a. tónlistina vað kvæði Audens, Night Mail, sem segir frá póstlestinni á ferð frá London til Grasgow og lýsir bréfunum og bréfriturum og móttakendum. Tónlistin er mjög f samræmi við innihald kvæðisins og byggir á hljóm- takti lestarinnar í rfkum mæli. Þessa tónlist þekkja allir Eng- lendingar. Það var einnig Auden, sem skrifaði textann fyrir „Our Hunting Fathers", sem með skarpskyggnu háði hneykslaði hástéttaráheyrend- ur árið 1938. Og það var Auden sem hvatti Britten til að flytjast til Bandaríkjanna árið 1939. Britten fór til Bandarfkjanna ekki sfzt til að vfkka sjóndeild- stjórnandi Sinfóníuhljómsveit- arinnar f Boston, fól Britten að skrifa óperuna Peter Grimes, um sjómenn og fjölskyldur þeirra f Suffolk. Britten sneri aftur til Eng- lands árið • 1942. Skömmu seinna samdi hann ’Serenade* fyrir tenor, horn og strengi, fyr- ir Pears og Dennis Brain. Sere- nade tryggði Britten frægð í heimalandinu en óperan Peter Grimes sern nefnd var hér að ofan, affaði honum virðingar og frægðar um gervallan heim. Óperan var frumflutt f Sadlers Wells leikhúsinu í London árið 1945. Leikhúsið hafði þá verið lokað um langt skeið vegna heimsstyrjaldarinnar og gleði fyrstu frumsýningargestanna var blönduð fögnuði yfir þvf að stríðinu skyldi nú loksins vera lokið. Nýtt tímabil virtist vera að hefjast f tónlistarsögu Eng- lands um leið og friður rfkti á ný í Evrópu. Benjamin Britten var þá aðeins 32 ára gamall. Þáttur Brittens i tónlistarsögu þessarar aldar er e.t.v. stærstur hvað snertir óperu og sönglist. Peter Grimes varð hans meist- arastykki, en fyrir Britten var þessi ópera á margan hátt enda- stöð, sem gaf fá tækifæri til frekari þróunar þessarar teg- undar tónlistar. En slfk tæki- færi voru þó fyrir hendi annars staðar. Haustið 1945 voru haldnir tvennir tónleikar í til- efni 200 ára árstfðar Purcells. Þar voru leikin tvö ný verk eftir Britten, ’Holy Sonnets of John Donne’, sem var samið fyrir Pears, og Strengjakvartett no. 2, sem er skrifaður mjög í anda Purcefls og 17. aldar tón- listar. Britten lagði þarna út af stefnum Purcells á mjög óvenjulegan hátt og það kom illa við tónfræðinga en vakti athygli hins almenna áheyr- kirkjur og ljtlir salir nægðu, en eftir þvf sem meira orð fór af gæðum tónlistarinnar þar, efld- ist hagur hátfðarinnar, sem nú er árlegur stórviðburður í ensku tónlistarlifi. The English Opera Group, Aldeburgh, tónleikaferðir, sam- vinnan við Peter Pears... — Benjamin Britten hélt óþreyt- andi áfram að lyfta merki enskrar tónlistar hærra og hærra. Þrátt fyrir miklar annir við óperuhald og hátíðar o.fl., fann hann jafnan tíma til að semja tónverk. Eitt mesta verk hans hin síðari ár, var War Requiem, sem hann samdi þeg- ar ný dómkirkja var vfgð f Coventry, en hún var reist á rústum gamallar kirkju, sem var eyðilögð í stríðinu. 1 War Requiem syngur sópranrödd latneska söngva á móti tenór og baritón sem syngja kvæði eftir enska skáldið Wilfred Owen. Þetta voru nýstárlegar and- stæður, sem samstundis vekja upp hugmyndir um kirkju og ríki, guð og mann, karl og konu og þessar mótstæðu hugmyndir er frekar ýtt undir með tónlist- inni sjálfri auk raddanna og ólíkra texta. Það yrði of langt mál að rekja hér öll þau verk, sem Britten samdi á æviferli sínum. Þau skipta hundruðum. En það vek- ur athygli manns, hversu mörg þeirra eru samin fyrir sérstök tækifæri, staði eða tónlistar- menn. Og einnig, að tónskáldið hefur aldrei gert upp á milli mikilsháttar tækifæra og fá- brotinna. Hann var enda maður lfxillátur og ekki gefinn fyrir yfirborðsmennsku eða stæri- læti. Það var honum jafn mikils virði að spila á píanóið fyrir skólabörn og að semja stórar óperur fyrir rfkisleikhúsið. Virðingin fyrir hinu smáa í til- Beniamin Britten arhring sinn, en ein megin- ástæðan var þó stjórnmálalegs eðlis og tengd stríðinu. Friðar- stefna Brittens átti eftir að afla honum óvinsælda í heimaland- inu. Lengi eftir að strfðinu lauk var Britten þyrnir f augum margra Breta vegna hennar og illa séður meðal „fína“ fólksins. Annar maður, sem fór með Britten til Bandarfkjanna var ævilangur vinur hans tenór- söngvarinn Peter Pears. Mörg sönglaga Brittens eru skrifuð handa Pears, hið fyrsta fyrir vestan haf, Michelangelo Sonnets. Þar vestra samdi Britten einnig Sinfonia da Requiem, eina stóra tónverkið, sem hann samdi fyrir sinfóníu- hljómsveit eingöngu, og Les Illuminations. Þessi verk öll gefa tal kynna þau áhrif, sem Britten varð fyrir í Bandaríkj- unum og gagnrýnendum kemur saman um að með dvölinni þar hafi tónlist Brittens orðið full- veðja. Fyrsta óperan, Peter Bunyan, var einnig samin f Bandaríkjunum. Hætt var við að setja hana upp á síðustu stundu og Britten kvaðst hafa týnt nótunum öllum. Vinir hans segjast þó hafa heyrt hann syngja og leika lög óperunnar i samkvæmum síðla nætur, en enginn fékk þó að heyra meir en það fyrr en 35 árum síðar. En það mikilvægasta, sem henti Britten i Bandaríkjunum og það sem átti eftir að afla honum hvað mestrar frægðar, var þegar Rússinn Sergei Koussevitsky, sem þá var anda á mörgum óþekktum verk- um Pufcells fyrir söngraddir. Þrátt fyrir misjafna dóma um tilraunir sem þessar, fikraði Britten sig ótrauður áfram til fullkomnunar. Fullur óþreyju eftir stofnun ríkisóperu f Eng- landi, sem enn virtist langt undan, stofnaði Britten sina eigin — The English Opera Group, sem var skipulögð til ferðalaga og kynningar á óperutónlist. Vegna þessa þurfti hljömsveitin að vera litil og Britten sneri sér til kammer- sveitarinnar. Hann samdi tvær óperur fyrir slfka hljómsveit — The Rape of Lucretia (1946) og Albert Herring (1947). Nú hafði Britten uppgötvað hvern- ig hann gat bezt nýtt hógværð sína við notkun hljóðfæra — með samleikjum fárra einleik- ara og samblöndun þeirra við raddir söngvaranna. Þessi reynsla setti mark sitt sfðar á allar meiri háttar óperur Britt- ens. Það voru félagarnir í Óperu- hópnum, sem ýttu undir hug- .myndina að stofnun Alde- burgh-hátfðarinnar 1948. Óper- an var þá á ferðalagi erlendis og hugmyndin var að koma á fót bækistöðvum fyrir óperuna og hafa þar vinnuaðstöðu og sýningaraðstöðu. Britten hafði þá nýlega flutzt til Aldeburgh og varð sá staður fyrir valinu af þeirri einföldu ástæðu að Britt- en var upphafsmaður hug- myndarinnar og forystumaður hópsins. I fyrstu voru tónleik- arnir í Aldeburgh fámennir og verunni og fyrir lítilmagnan- um', sem kemur fram f ferli hans sem listamanns, er í sam- ræmi við trúarbrögð hans og stjórnmálaskoðanir. Brittenvar sósialisti, en hann hélt skoðun- um sfnum fyrir sig og lagði meiri áherzlu á siðfræði stefn- unnar en þjóðskipulegt eðli hennar. Tónlistin var honum allt og hann helgaði henni alla krafta sfna. Annað hefði verið honum óhugsandi. Hvað það sem gat orðið tónlistinni að liði, var honum hugleikið. Þetta kom e.t.v. einna bezt fram f starfi hans i Aldeburgh, þar sem hann ekki aðeins var fram- kvæmdastjóri, heldur einnig sá sem lagði drög að efnisskrám, fletti nótum fyrir pianista, færði húsgögn milli herbergja, eða hljóp í skarð með blokk- flautu. Hann lagði ekki aðeins sitt af mörkum með þvi að skapa ný tónverk, heldur var hann einnig afburða túlkandi á verkum annarra tónskálda. Sem undirleikari ljóðasöngvara átti hann fáa jafnoka og sem hljómsveitarstjórnandi,-*' eink- um á verkum Mozarts, Mahlers og Bachs, einstakur. Britten var að mörgu leyti tónskáld af sömu hefð og meg- inlandsskáld og varð fyrir einna mestum áhrifum af þeim, sérstaklega Verdi, Mahler, Berg og Schoenberg. Þó átti hann rætur sinar fyrst og fremst i Englandi og „enskan” i verkum hans var nauðsynlegur Framhald á bls. 34 1913-1976

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.