Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESÉMBER 1976 49 atal skil sérstaklega í Alfræði sinni. Ég nefni sem dæmi að jafn kunn- ir barnabókahöfundar og Jenna Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson eru ekka með í Skáldatali. Aftur á móti þykir mér ekki sanngjarnt Bðkmenntlr eftir JÓHANN HJÁLMARSSON að finna að þvi „að of mörg forn- skáld, sem mjög lftið hefði varð- Framhald á bls. 50 Leitað eftir gulli Elmer Horn: Gullið I Púmudalnum. Jónína Steinþórsdóttir þýddi. Teikningar eftir Gunnar Brattlie. Barnablaðið Æskan. Reykjavfk 1976. ÞESSI bók er síðasta i átta bóka flokki, sem sagðar eru byggjast á raunverulegum atbúrðum. Þetta er ævintýri norskra drengja sem bæði eru hraustir og hugrakkir. Þeir eru á Indíána- slóðum. Og það eru jól. Um vorið ætla þeir vestur í dalinn við landamærin. Við landamærafljót- ið hafði Knútur tekið upp kvoðu- mola í moldarbakka. Hent nokkr- um þeirra í fljótið — en þessir molar reyndust vera gullmolar. Og allir biða vorsins með eftir- væntingu. Meðan við og við er numið staðar hjá hillunni og horft á öskjuna sem geymir þá gullmola er Knútur hafði ekki hent. Það er ekki beðið eftir vorinu. Og hersingin leggur af stað. Þá byrja svaðilfarir og ævintýri. Hættur steðja alls staðar að. Silfurljónið, hið ægilega dýr — kallað Púma, úlfar og slöngur gera átökin f sögunni rismeiri. Sagan er lang- dregin og heldur þung aflestrar. Þótt inn í frásögnina komi Bókmenntir eftir JENNU JENSDÓTTUR ræningjar og villidýr, sem eiga að láta blóðið frjósa i æðum lesandans vegna æðisgenginna árása og bardaga upp á lif og dauða, finnst mér það alls ekki verka tilfinningalega á lesanda. Ýmsar málalengingar á slikum stundum fletja spenninginn út þótt reynt sé að halda honum í hámarki. Mér er ekki kunnugt um hve frægar þessar bækur hafa orðið í heimalandi höfundar. Enda þessi sú eina sem ég hefi lesið. En einhvern veginn finnst mér að helmingi styttri bók en þessi hefði betur komið efninu til skila og haldið athygli lesandans óskiptri. Þýðingu á bókinni annaðist Jónfna Steinþórsdóttir. Myndirnar og textinn undir þeim eiga sýnilega að auka á spennu bókarinnar. Frágangur er ágætur eins og á öðrum bókum frá Æskunni. emmtunar ðleiks ans. Sá æðsti er að segja af sér — fyrirvaralaust. Það er bæði gömul og ný aðferð skáldsagnahöfunda að hefja sögu þannig, hreinsa burt gamla tímann, láta frásögn- ina byrja á nýjum kapítula, leiða fram persónur sem eru nýjar í hlutverkum sfnum um leið og þær eru nýjar í sögunni (ánægju les- enda vil ég ekki spilla með þvf að fara lengra út f efni sögunnar). Eitt er það sem enn eykur spennuna í sögum Arthurs Haileys — hér eins og í fyrri sögum hans — en það er hversu hann lætur starf sögupersóna sinna fléttast saman við einkalíf þeirra, hversu það beinlfnis flæk- ist saman, hversu torskilið getur orðið athæfi sögupersónu á vinnu- stað þar til upplýsist hvernig einkalifi hennar er háttað heima fyrir. Þarna uppfyllir höfundur- inn að minni hyggju skýlausar raunsæiskröfur eins og best verð- ur á kosið. Því það er einmitt eitt af einkennum, að ekki sé sagt ein af meinsemdum nútímalífs, hversu langt gerist á milli vinnu- staðar og heimilis, ekki aðeins hvað mælanlegar vegalengdir snertir heldur — og ekki síður — í óeiginlegum skilningi; fjöl- skylda mannsins veit ekkert um hann f vinnunni, og vinnufélag- arnir vita enn síður hvað á daga hans drffur utan vinnustaðarins. Dæmi úr Bankahneykslinu: Mað- ur, sem allir hafa litið á sem heið- arleikann upp málaðan, stelur úr kassa. Hvað er á seyði? Það kem- ur í ljós um leið og upplýsist hvað hann er að bauka utan vinnutfma síns. I þessari bók er skyggnst um á margs konar vettvangi: A stórum vinnustöðum, á einkaheimilum rfkra og snauðra, á klíkufundum, í svallveislum (sem gegna all- flóknum tilgangi í fjármálalff- inu). Þarna eru raktir þræðir við- skiptasambanda, ástarsambanda, sýnt hvað kaupa má fyrir peninga og hvað ekki verður falt fyrir fé, alls konar tilbrigðum mannlífsins bregður þarna fyrir augu. Að ^issu leyti er Arthur Hailey óhlíf- inn höfundur. Hreinsunareldur sá, sem logað hefur í bandarfsku þjóðlífi undanfarin ár, kveiktur af fjölmiðlum, einkum blöðum, leikur glatt um siður þessarar bókar. Og vissulega eru þarna innan um allhrottalegar lýsingar. Sagt er að Scotland Yard hafi mikið lært af Sherlock Holmes. Með sama rétti mætti þá ætla að sögur Arthurs Hailey geti verið lærdómsríkar, það er að segja ef einhver kærir sig um að draga lærdóm af bókum nú á dögum. Þetta eru lítið eitt ýktar spegil- myndir af daglega lffinu, yfir- borði þess, undirheimum þess, nokkurs konar „útfærsla“ á því sem daglega má lesa um í heims- blöðunum; hliðstæður atburða sem gerast meira að segja hérna norður frá — í smærri stfl að vísu; minnkaður svo sem hundr- aðfalt skulum við segja. Hersteinn Pálsson hefur þýtt þessa bók eins og fyrri bækur Arthurs Haileys. Bókmenntlp eftir ERLEND JÓNSSON Arthur Hailey Sálin og jötunninn Steingerður Guðmundsdóttir: Kvika, ljóð. Bókaútgáfan Þjóðsaga, Reykjavfk 1976 Utlitsuppdrættir: Hafsteinn Guðmundsson. ÉG læt þess hér að ofan getið, hvar þessi bók er prentuð, hvar hún er bundin og hver hefur ráð- ið útliti hennar, og geri ég þetta af þeim sökum, að f öllu sfnu látleysi er hún yzt sem innst beinlínis augnayndi hverjum þeim, sem kann fagra bók að meta. Eitt kvæðið f bókinni heitir Sálin og Jötunninn. Það hljóðar þannig: „Gr&r fyrir j&rnum fer jötunn s& um jörðu — sem vélæði stjómar. En s&lin — hið nötrandi naktastr& í nepjunni Iffinu fóraar." Sá, sem les þau fimmtfu ljóð, er þessi fallega bók hefur að geyma, kemst vissulega að þeirri niður- stöðu, að ekkert geti ólfkara en sál skáldkonunnar og vélæði þess- arar veraldar, en hins vegar er það og auðsýnt af ytri búnaði bókarinnar, að vélar og tækni undir stjórn siðvæddrar kunnáttu geti sniðið sæmandi búning tjáningu sálna, sem þrá og unna allri sannri fegurð, hvort sem hana er að finna f svip göfugs manns, úti í stjörnudýrð himin- geimsins, i grænni gróðrarnál eða í sandkorni á sjávarströnd. Þannig hefur hún vissulega ávallt verið sú sál, sem hefur birzt okkur í ljóðum og lausu máli Steingerðar Guðmundsdóttur, og aldrei hefur aðdáun hennar — eða kannski ég eigi heldur að segja tilbeiðsla — á fegurð verið jafn tær og í þessara bók hennar, enda hefur nú skáldkonan aldrei náð eins óhvikulum tökum á rök- vísri hugsun í ljóði — og sama er að segja um formið, sem fellur hvarvetna samfellt að efninu, en er þó oftast orðið til jöfnum hönd- um úr fornri og nýrri ljóðhefð, sem henni tekst að sameina til hnökralausrar einingar. En er svo ekki bæði form og efni ljóðanna nokkuð einhæft og viðhorfin um of svipuð? Það munu ýmsir segja, en sé vandlega að ljóðunum hugað, sem flest eru táknræn og myndræn, án þess að vera torræð, þá verður það ljóst, þrátt fyrir það, að skáldkonan kýs að láta hið fagra og góða njóta sfn öðru fremur f tjáningu sinni, þá lokar hún sfður en svo augunum Steingerður Guðmundsdóttir. Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALEN fyrir vandamálum tilverunnar, sem eiga sér fleiri rætur en þá, hve jötunn vélæðisins, grár fyrir járnum, er þar valdamikill. I þess- um ljóðum er það einmitt áberandi, hve oft gætir þar efa og spurnar, þó að skáldkonan verði aldrei að öskrandi og froðu- fellandi hamhleypu og gerist þar með ekki brúður, þá mengaður áhangandi hins válega jötuns. Og hvað sem öðru líður er og verður skáldkonan Steingerður Guðmundsdóttir sérstæður per- sónuleiki í hópi fslenzkra ljóð- skálda, hvergi gróm eða kám á tjáningu viðhorfa hennar gagn- vart lífi eða dauða. Fjórtán menn úr forystuliði Faðir minn skipst jórinn. Ingólfur Árnason bjó til prent- unar. Skuggsjá, Hafnarfirði 1976. ALLMARGAR bækur, sem greina frá ævi og afrekum íslenzkra skipstjóra, hafa komið út á síð- ustu áratugum. Það er sem sé af sú tíð, þegar þeir voru ekki hærra metnir en svo, að ég fékk með naumindum gefna út Virka daga sakir þess, að ekki þótti ná nokkurri átt að rita bók — hvað þá tvö bindi um ævi hákarla- og síldveiðiskipstjóra; þar mundi ekki frá ýkjamörgu sögulegu og merku að segja. Mönnum hefur nú sem betur fer orðið það ljóst, að „margt skeður á sæ,“ en það er gamalt máltæki, sem ég heyrði f bernsku. Alþjóð gerir sér nú grein fyrir þvf, að þar gerast hetjusögur, þar eru snillingar á stjórnpalli og í stýrishúsi og þar eru að verki þeir menn, sem eru framvarðasveit í sókn þjóðarinn- ar til mannsæmandi lffs og raun- verulegs sjálfstæðis. Og svo vil ég bæta þvf við, sem ég hef sjálfur reynt, að þar gefst ungum mönn- um færi á þjálfun f manndómi, skyldurækni og ábyrgðar- tilfinningu. Það eru tfu synir og fjórar dæt- ur, sem skrifa í þessa bók um feður sina, frækna sjómenn og aflasæla. Allir eru þeir nú látnir og allir á þurru landi utan einn, Pétur Pétursson Maack. Tveir þeirra voru fæddir Reykvíkingar, Ellert K. Schram og Guðmundur Jónsson, sem löngum var kennd- ur við togarann Skallagrfm, enda varð hann sem skipstjóri á honum kunnur sem aflakóngur ekki aðeins hér á landi, heldur og viða erlendis. Einn, Sigurjón Einars- son, var Hafnfirðingur, og sá fimmti, Guðmundur Guðnason, Árnesingur að ætt og uppruna. Þá eru í hinum frækna hópi þrír Suðurnesjamenn, GIsli Þorsteins- son, Jóhannes Jónsson og Gisli Arni Eggertsson. Svo koma og við sögu fjórir vestlendingar, Mýra- maðurinn Halldór Kr. Þorsteins- son, Breiðfirðingurinn Gfsli J. Ey- lands og Vestfirðingarnir Árni Gislason, Páll Pálsson og Pétur Maack. Loks eru þarna tveir Norðlendingar, Jakob Jakobsson úr Húnavatnssýslu og Eyfirðingurinn Þorsteinn Stefánsson. En þó að þessir merku sæfarar væru bornir og barnfæddir við misjafnar aðstæður og að nokkru lífshætti, höfðu þeir allir hafið sjómennsku á árabátum og langflestir einnig verið sem unglingat á seglskip- um. Þeir höfðu því ungir að aldri notið ógleymanlegrar þjálfunar og ómetanlegrar þekkingar á hinni sfvökulu ábyrgð og aðgæzlu yfirmanna á slikum farkostum, þar sem svo til ekkert annað var á að treysta en nákvæma og helzt óyggjandi athyglisgáfu og stjórn- hæfni. Ég minnist þess enn í dag, að í hvert skipti, sem ég sá hið virðulega prúðmenni Ellert Schr'am á götu hér í Reykjavík, kom mér i hug, að hann væri sönn imynd alls þess, sem prýða mætti langreyndan og farsælan skip- stjóra frá seglskipaöldinni. Svip- að hvarflaði og oft og tíðum að mér, þegar ég sá eða hitti á Isa- firði hinn sannprúða öðling og áhugamann Árna Gislason, sem hafði gerzt brautryðjandi um út- gerð opinnna vélbáta og varð öðr- um fyrirmynd um það hóf, sem þar hentaði. Allir þeir, jafnt konur sem karlar, sem skrifa þarna um feður sína, hafa margs að minnast, en gera sér fulla grein fyrir þvi, að verðleikar föðurins eru slíkir, að frekar varpaði það skugga á minningu hans en hitt, ef á hann væri hlaðið oflofi. I bókinni er svo margt og mikið forvitnilegt, að vonlaust er að rekja hér þó ekki Bókmenntlr eftir GUÐMUND G. HAGALÍN væri nema sumt það merki- legasta. En ég ætla að gerast svo djarfur að gera tvær undantekningar og skirskota lítil- lega til einmitt þáttanna um þá tvo menn, sem minnst munu hafa verið kunnir nema í sínu nágrenni. Annar þeirra var sæhetjan og aflamaðurinn Páll Pálsson i Hnífsdal. Hann stýrði aldrei stór- um skipum og sigldi ekki landa á milli, en hann kom með mikinn auð að landi og háði eindæma harðar sennur við Ægi konung. Sonur hans birtir skyndipáraða dagbókarfrásögn hans af sjóferð, sem hann fór á 1—114 tonna vélbát á góunni 1919 i 10—12 stiga frosti — tuttugu mílur undan landi. Eins og hendi væri veifað hvessti svo, að komið var fjárviðri og stórsjór. Enginn fær í rauninni skilið, hvernig það mátti verða, að Páll fékk borgið bát og áhöfn — meira að segja með bilaða vél úr þessum hrikaleik við Ægi og komizt inn til Suðureyrar í Súgandafirði! En oftar lék hann slfkan leik, öllum lítt eða ekki skiljanlegan. ... Ég man Pál Páls- son. Hins mannsins, sem ég leyfi mér að minnast á, hafði ég ekki heyrt getið, þegar ég fékk f hendur þessa bók. Þar á ég við Jakob Jakobsson, föður Jakobs Jakobssonar fiskifræðings, sem frá honum segir. Hugvit þess manns tel ég verið hafa með fágætum, og þótt hann skilaði merkilegu lífsstarfi, hefur þjóðin áreiðanlega mikils í misst við það, að hann naut ekki háskólanáms. -Ég nefni aðeins eitt; dæmi um rannsóknareðli hans og hugvit. Hann lagði ekki lóð í sjó án þess að mæla vandlega aftur og aftur sjávarhita i för sinni til fiskjar, og á þennan hátt fann hann mið, sem urðu mjög fengsæl öðrum. Mér verður frásögn sonarins, sem góðu heilli „tók arf“ eftir hann, áreiðanlega minnisstæð. Ég las þessar bækur með ánægju f einni lotu, og vissulega þakka ég safnanda efnisins, höfundunum og útgefanda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.