Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 53 Jakob Jónsson lög- regluvarðstjóri og yfir- þingvörður sjötugur - Síðbúin afmæliskveðja - Jakob fæddist I Reykjavík árið 1906, sonur hjónanna, Jóns Guðmundssonar, trésmiðs, siðar bónda og hreppstjóra á Narfeyri á Skógarströnd og konu hans Guðrúnar Jakobsdóttur. Er Jakob kominn af merkum ættum úr Rangárþingi í báðar ættir. T.d. var Jón Þórðarson, alþm. á Eyvindarmúla i Fljótshlið, langafi Jakobs í föðurætt. Ungur að árum fluttist Jakob með foreldrum sinum að Narfeyri, hinu forna höfuðbóli, og dvaldist þar til ársins 1930, er hann flyzt til Reykjavikur. I föðurgarði kynntist Jakob hugsjónum ung- mennafélagshreyfingarinnar, sem hann hefur verið trúr æ sið- an. Hann varð snemma þéttur á velli og þróttmikill I lund, stundaði Iþróttir af kappi, gllmu og hiaup og vann mörg verðlaun á því sviði. Arið 1934 verða þátta- Enda þótt nokkuð sé liðið frá afmælisdegi Jakobs Jónssonar, en hann varð sjötugur 29. nóv. s.l., langar mig til að minnast hans nokkrum orðum I tilefni tlmamót- anna, þar sem saga hans er sér- stök, merk og góð. skil i lífi Jakobs er hann gerðist þingvörður og þrem árum siðar lögreglumaður I Reykjavik, en að eindreginni ósk Jóns heit. Sigurðssonar, skrifstofustjóra Alþingis, hélt Jakob áfram störf- um sínum sem þingvörður, eftir að hann gekk i lögregluna. Þess- um störfum hefur Jakob gegnt fram á þennan dag með þeirri prýði, sem öllum er kunn er til þekkja. Þegar Island varð lýðveldi og forsetaembættið var stofnað, var Jakob valinn til þess af fyrsta forseta lýðveldisins að vera lif- vörður hans, er forsetinn fór I sína fyrstu og einu opinberu heimsókn til Bandarlkjanna árið 1944 og einnig síðar, er Sveinn heit. Björnsson fór til Kaup- mannahafnar til þess að vera við útför Kristjáns konungs tiunda. Sýnir þetta vel hið mikla traust, sem hinn látni forseti bar til Jakobs. Þá hefur Jakob séð um öryggisgæzlu allra þeirra þjóð- höfðingja og fyrirmanna, sem heimsótt hafa ísland til þessa. Mörgum fleiri trúnaðarstörfum hefur Jakob gegnt á slnu sviði og hefur hann oft verið tilkvaddur, þegar mikils þurfti við, jafnvel þótt hann væri í sumarleyfi. Ég hygg, að það hafi verið mikill atburður I llfi Jakobs, þegar handritin komu heim og honum var falið að veita þeim viðtöku úr hendi hins danska sjóliðsforingja á hafnarbakkanum og skila þeim i Arnasafn. Svo sannur Islendingur er Jakob og næmur fyrir öllu þvl, sem Islenzkt er og horfir til heilla. Kynni okkar Jakobs urðu á þeim árum, er ég starfaði sem ritari fjárveitinganefndar Alþingis. Mér duldist ekki, að þar sem Jakob var, þar fór sannur og heilsteyptur drengskaparmaður. sem gott var að kynnast og eiga að vini. Arin, sem slðan hafa liðið. hafa sannfært mig um, að ég hafði rétt fyrir mér, enda taka allir undir þann vitnisburð. sem með einhverjum hætti hafa haft samstarf eða samskipti við hann. Jakob Jónsson hefur verið ein- stakur gæfumaður I einkalifi. Hann er kvæntur Aðalheiði Gísla- dóttur, sem einnig er ættuð úr Rangárþingi. Eru hjónin mjög samhent um alla hluti og eiga sameiginleg áhugamál. Hefur garðrækt verið yndi þeirra beggja og borið þann árangur að árið 1954 var skrúðgarður þeirra val- inn fegursti garðurinn I Reykja- vlk. Þá er heimili þeirra hjóna ekki siðra. Þau eru höfðingjar heim að sækja og ber heimilið vott um þokkafuilan og listraman smekk þeirra beggja. Heill og blessun heimili þeirra og ástvinum. Gleðileg jól, ga'furikt ár, — ár- in öll ólifuð. Hannes Guðmundsson. Fellsmúla. jfíJI® MUSK OIL MADAME JÓVAN JOVAN ny lífsnautn i hr* JÖVAN gefur þér nýtt aödráttarafl, sem vekur og töfrar. Tælandi JÖVAN ilmvötn - - átta ólíkar tegundir - fyrir hvern staö og hverja stund dags og nætur. BIDJID UM AÐ FÁ AÐ PRÓFA JÖVAN ILMVÖTN. JÖVAN fæst í snyrtivöruverslunum. UMBOÐSMENN: JOPCO, LAUGAVEGI 22, RVÍK., SlMI 1 91 30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.