Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Ofurlítið meira um gull og gullpeninga Örvarnar sýna bletti I fölsuSu peningunum — þessir blettir eru ekki f peningunum í upphaflegu útgáfunni. Ég hef áður rakið það í þessum þáttum mínum, að gull og elektrum voru fyrstu málmarnir sem notaðir voru í peninga Enn þann dag í dag eru allir hinir vönduðustu og beztu peningar búnir til úr gulli Gullið hefir þann ágæta eiginleika að það hvorki ryðgar né tærist né heldur fellur á það Það er mjúkur málmur, harkan er aðeins 2,6 stáls 4,5 Þess vegna gátu myntmeistarar forn- Hellena gert stórkostleg listaverk á gullpeninga með hinum frumstæðu verkfærum, sem þeir höfðu yfir að ráða Gull er einnig afar teygjanlegt Það er svo teygjanlegt, að hægt myndi að búa til 80 kílómetra lang- an þráð úr gullpeningi, sem vegur eina Tróju únsu en hún er 31,1 033 grömm Gull getur haft mismunandi líti — gulan, grænan, rauðan og hvítan Fer það eftir því hvaða málmum er blandað við það Þeir málmar sem helzt eru notaðir með golli eru silfur, kopar, zínk og nikkel Silfur og zínk gefa gullinu grænleit- an blæ, kopar rauðan og nikkel er notað í hvítagull Óvissan í efnahagsmálum heims- ins, verðbólga og ótti við frekari verðbólgu hefir orðið til þess, að fólk víða um heim hefir fest peninga í gullpeningum Algengast er þetta í Vestur Þýzkalandi og Sviss og Frakklandi. Einnig er þetta algengt á Ítalíu og nú undanfarið er það að aukast mjög i Bandaríkjunum Og hvernig peninga kaupa menn nú í þessum löndum? Frá Suður Afríku kemur einn þekktasti gullpeningur seinustu ára Krugerrand Mynteiningin heitir Rand og er peningurinn kenndur við Paul Kruger. Hann var eins og margir muna úr bók sir Winstons Churchill þar sem segir frá þátttöku Churchills í Búastríðinu í Suður Afríku um aldamótin siðustu, helzti leiðtogi Búa i uppreisninni gegn Bretum. í einum Krugerrandpeningi er nákvæmlega ein Tróju únsa af hreinu gulli Peningurinn sjálfur er aðeins þyngri, eða 33,956 grömm. Stjórn Suður Afriku seldi á síðast- liðnu ári 4,8 milljón svona peninga og var það 21 prósent af gullfram- leiðslunni þar i landi á því ári Verð á þessum peningi er skráð frá degi til dags. Þegar gullúnsan var í $ 1 30 20 á gullmakaðnum i London nýlega var svona peningur seldur fyrir $ 1 44 í Chicago ef keypt var eitt stykki, en fyrir .$139 ef keypt voru 10 stykki Verðmismunurinn milli skráðs gullverðs og verðsins á pen- ingnum er þóknun o.fl. Gullpeningar eru víða í Evrópu seldir í bönkum, og minnist ég þess hve gaman það er að koma í sviss- neskan banka og sjá þar uppstilltri röð af gullpeningum, og geta fengið nýjasta verð og myndalistann yfir helztu peninga, sem bankinn er með hverju sinni Viðskiptavinir bankans geta því valið um, hvort þeir vilja leggja peninga sína inn á banka- reikning, eða festa þá í gullpening- um eða verðbréfum. Gullpeningana, ef menn kaupa þá, geta menn feng- ið geymda í bankahólfi Þeir eru margir, sem keypt hafa gullpeninga undanfarið vegna þess, að verð á gulli hefir farið hækkandi, Á sein- ustu 3 mánuðum hefir það hækkað um $ 30 únsan. Er nú gullverð skráð í London þannig, að gullúnsan var $134.00 seinast þegar ég vissi Þrátt fyrir mikla sölu á gulli hjá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum ársfjórð- ungslega undanfarið, en hann mun hafa gulluppboð mánaðarlega á eftir RAGNAR BORG næsta ári, fer gullverð hækkandi Versnandi staða sterlingspundsins hefir orðið til þess að olíufurstarnir hafa fest peninga í gulli, í stað þess að leggja þá inn á reikning í London, eins og þeir hafa lengi gert. Ég hefi nú skrifað töluvert umKrúgerrand peninginn, en það eru sannarlega fleiri gullpeningar, sem til sölu eru. Frakkar kaupa til dæmis Napóleon gullpeninga og selja þá reyndar líka. Austurrískir gullpeningar eru margir til, en þess ber að geta, að mikið af þeim er endurslátta á gömlum peningum og hafa því minna safnaragildi Banda- rískir gullpeningar eru margir til, sumir fágætir, aðrir algengir í stað peninga kaupa menn líka gullsteng- ur, og eru þær til af ýmsum stærð- um. Hálf og heil únsa eru algeng- asta stærðin. Um leið og gullverðið hækkar og eftirspurnin eftir gullpeningum eykst, er hætt við að falsaðir pening- ar komi fram í dagsljósið Það er hægt að svindla á margan hátt. Ef Krugerrand peningurinn er sjaldgæfur og hefir mikið söfnunargildi getur verið afar ábatasamt að koma fram með nokk- ureintök. Gull innihald nýju pening- anna, stærð þeirra og einkenni geta verið svo lík hinum upprunalegu peningum, að það er ekki nema á færi sérfræðinga að dæma Sem dæmi um þetta má nefna Jóns Sig- urðssonar peninginn, en 4 falsaðir peningar voru rannsakaðir I London í fyrra Athugun þeirra leiddi í Ijós: Gull innihald nýju peninganna var hið sama og í upprunalegu slátt- unni 900, en blandan var önnur í upprunalega peningnum var bland- að saman gulli og kopar, en í fölsku peningunum var blandað saman gulli, kopar og silfri. Þetta kom í Ijós við skoðun með röntgengeislum og spektromæli. Fjöldi raufanna í rönd peninganna var einnig mismunandi. Þær eru 176 á upprunalega pen- ingnum og 1 64 á þeim falska. Einn- ig komu i Ijós blettir á fölsku pening- unum, sem ekki voru á þeim ekta. Ekki veit ég hvort þetta hefir orðið til þess, að Jón Sigurðssonar pening- urinn, sem í fyrra var skráður á $400 í ameriskum verðlistum í fyrra, er nú skráður á aðeins $275 Hér heima hefir verðið haldist nokk- urn veginn óbreytt, eða um 40—50 000 krónur, þrátt fyrir hina miklu verðbólgu. Þó ber þess að geta að á uppboði, sem haldið var 13. nóv. s.l. seldist þessi pen- ingur fyrir 40 800 krónur með sölu- skatti og milli vina hefir hann farið á þetta 35—40.000 krónur. Eins og að ofan greinir er oft getið um karöt og fínleika gulls í gullpen- ingum. Eftirfarandi tafla gæti orðið einhverjum að haldi, er þeir kaupa gullpeninga í framtíðinni. Hreint gull er 24 karöt. Fínleiki gulls í sambandi við aðra málma er skráður í þúsundustu hlutum. Hreint gull er því auðvitað þúsund/1000 hlutar. Rétt hlutfall er milli karata og þús- undustu hluta. Þannig eru 18 karöt 750/1000 Af þessari töflu má til dæmis sjá, að Jóns Sigurðssonar 500 krónu peningurinn er 21,6 karöt og í hon- um eru gull að 900/1000 hluta Þegar maður kaupir gullpening, þarf maður að vita um gullinnihaldið, ef festa á fé í gulli, og er þá peningur- inn veginn og seldur eftir skráðu gullverði. En sá er líka gallinn á, að ýmsir falsarar hafa sett á markaðinn peninga, sem eru eins og uppruna- legu peningarnir, en gullinnihaldið minna Geta þessir peningar verið haganlega gerðir, svo ekki sést mis- smíð á, en ýmis ráð eru þó til að finna hið rétta út ef vandlega er skoðað Hefi ég séð í Kaupmanna- höfn afar haganlegt og vel smíðað tæki til að ganga fyllilega úr skugga um það hvort danskir gullpeningar eru ekta eða ekki. Var það hinn þekkti danski myntfræðingur Johan Chr Holm, sem sýndi mér þetta tæki, sem mun vera um 100 ára gamalt Fyrir utan þá gullpeninga, sem nefndir eru hér að ofan, og menn festa fé í, er ekki úr vegi að minnast á ensku sovereign peningana Það voru einmitt þessir peningar sem enskir kaupmenn notuðu, er þeir greiddu íslenzkum bændum fyrir sauðina er þeir keyptu. Eru til hér á landi allnokkrir slíkir peningar með myndum af Viktoríu drottningu og Játvarði 7. konungi Á síðastliðnu ári kom svo á markaðinn 10 rúblu peningur frá Rússlandi, kallaður chevronetz. Munu rússar hugsa sér að slá þessa peninga árlega Er peningurinn 21,6 karöt og vegur 8,605 grömm. Ekki er peningur þessi þó ætlaður sovéskum mynt- söfnurum, því þeir eru engir til. Það er bannað þar fyrir austan að safna mynt. Þar má enginn eiga neitt, nema ríkið. Peningur þessi er samt hinn eigulegasti gripur. fyrir hvaða safnara sem er, og hann fæst í Bandaríkjunum veit ég og víða í Evrópu, þótt ekki sé hans getið í nýjasta myntlista frá Spink í Lond- on. Og svo að lokum þetta um allt heimsins gull. Það er álit sérfræð- inga, að ekki hafi verið grafið úr jörðu meira gull, allt frá þvi er fyrst var farið að grafa það, en kæmist fyrir í sæmilega stórum flutninga- dalli, eða 94 þúsund tonn! Eftir munu vera í jörðu um 47 þúsund tonn í Suður Afríku og um 155 þúsund tonn í Sovétríkjunum; já og hvernig var það? Var ekki einhver að segja frá því einhverntíma að það væri gull í Esjunni? 24 karöt 1000 20 karöt 833,3 23 958,3 18 750 22 916,6 16 666,7 21,6 900,0 14 583,3 21 875 1 041,7 Kátlegum kvon- bænum vel tekið Hveragerði 15. des. SÍÐASTLIÐINN föstudag sýndi Leikfélag Hvera- gerðis Kátlegar kvonbænir í Hótel Hveragerði. Leik- stjóri var Benedikt Árna- son, en leikmynd gerði Jill Brooke. Leikritið þýddi Bjarni Guðmundsson. Formaður leikfélags Hvera- gerðis, Sigurgeir Hilmar Frið- þjófsson, skrifar eftirfarandi m.a. í leikskrá: Sérstaklega þökkum við Benedikt Árnasyni og Jill Brooke, sem gerði leikmyndina, natni þeirra, þolinmæði, hlýtt við- mót og vináttu, en þau munu áreiðanlega skipa veglegan sess í hjarta okkar, sem með þeim unnu.“ Þetta hlýtur að vera rétt því sýningin ber þes merki að leik- stjóranum hefur tekizt að laða fram það bezta hjá leikurunum. Mörg hlutverk voru mjög vel leik- in og má þar nefna Aðalbjörgu M. Jóhannsdóttur sem leikur frú Hardcastle. Ferð Aðalbjörg á kostum í þessu hlutverki. Jómfrú Hardcastle er leikin af Svövu Hauksdóttur. Leikur Svava af næmleika og glettni. Jómfrú Neville leikur Inga Wiium af miklu sviðsöryggi. Marlow yngri er leikinn af Sigurgeir H. Frið- þjófssyni, en það er mikið hlut- verk sem gefur mörg tilbrigði og ræður Sigurgeir vel við þau. Hast- ings er leikinn af Níels Kristjáns- syni. Er hann mjög góður og hefur greifalega framkomu. Guðjón H. Bjarnason er skemmti- legur sem Hardcastle. Tobba Trunt leikur Steinþór Gestsson. Gerir Steinþór Tobba frábær skil, er léttur og gamansamur og vakti mikla kátinu. Leikhúsgestir kunnu vel að meta þessa kvöld- stund. Hafið þökk. — Georg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.