Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ. MIÐVIKL'DAC.UR 22. DESEMBER 1976 41 Henwoocf ufug»eyp*r Sérstaklega auðveldir ' Tvær gerou uppsetningu 21240 Laugavegi jólamarkaðnum ^AIIt til jólannaj Jólakúlur | Jólaskreyt- ingar allskonar Jólatré o.fl. Næg 1 m + bílastæði ’ 1 ♦ ■ Opið kl. • 10—22 i daglega A r 0 |blómouol Gróöurhúsiö v/Sigtun sirni 36770 Minnt á „Sögu frá Skagfirðingum” UM og eftir síðustu heimsstyrjöld voru stofnuð I Reykjavík allmörg héraðafélög. Markmið þeirra var einkum fólgið í því, að menn úr sama héraði gætu komið saman og haldið við gömlum kynnum. Slðan byrjuðu sum þessara félaga að gefa út rit og hafa nokkur þeirra orðið langllf. Alls munu nú árlega koma út 11 sllk rit, sem efnislega tengjast ákveðnum landshlutum. Að mörgum þeirra standa heima- menn ýmist i félagi eða sem einstaklingar. — Þá hafa verið stofnuð sögufélög einstakra sýslna og landshluta. Eins og sum héraðafélögin gefa þau út ársrit, en önnur hafa látið meira að sér kveða með útgáfu á ritum um sögu slns héraðs. Af þeim sögu- félögum, sem orðið hafa til I ein- stöku landshlutum, hefur lang- samlega mest kveðið að Sögu- félagi Skagfirðinga. Það hefur gefið út 10 bindi eða hefti, sem kallast „skagfirsk fræði“, Jarða- og ábúendatal I Skagafjarðar- sýslu 1781—1958, Skagfirskar æviskrár 1890—1910 og ennfrem- ur Skagfirðingabók, en af henni eru þegar komnir 6 árgangar. Auk þess hafa birst önnur rit varðandi sftgu Skagfirðinga. og má þar t.d. minna á bækur Hannesar Péturssonar og Stefáns Vagnssonar. Fyrirferðamest er þó saga Sauðárkróks eftir Krist- mund Bjarnason, sem Sauðár- krókskaupstaður lét semja og gefa út. En að ritstörfum og útgáfu Skagfirðinga er hér vikið sökum þess, að nýlega er út komið 1. bindi af Sögu frá Skagfirðingum, þeirri, sem Jón Espólin og Einar Bjarnason á Mælifelli sömdu og nær yfir timabilið 1685—1847. Sögufélag Skagfirðinga stendur reyndar ekki að þvl riti, heldur Bókaútgáfan Iðunn. — Hér verð- ur ekki birtur ritdómur um þessa bók, er lýkur með árinu 1786, og er hún því öll verk Jóns Espólíns auk nokkurra innskota Einars. Sumarið 1937 fékk ég ásamt Pétri Zóphaníassyni og Jóni á Reynistað leyfi þáverandi þjóð- skjalavarðar til að starfa I safninu á kvöldin. Pétur var þá, að ég ætla, að draga að föng I Vikingslækjarætt, en Jón I búendatal og æviskrár Skag- firðinga. Ég var hins vegar eink- um að huga að efni um Asgrlm Hellnaprest og Jakob, afa Jóns Espólíns. Þessir heimildar- aðdrættir minir hafa allir lent i moðhrúgu minni og verða þar sennilega úr þessu. Margt bar á góma milli þeirra Skagfirðinganna, og þá einkum um skagfirska atburði og ætt- fræði. M.a. sem þeir spjölluðu um var Saga frá Skagfirðingum, sem nú er byrjuð að koma út. Minnir mig fastlega, að þeir væru báðir á þeirri skoðun, að fleira benti til þess, að Einar á Mælifelli hefði samið lokaþátt hennar, en ekki Gísli Konráðsson, sem ætlað hafði verið og beinlínis sagt I tveim handritum hennar. Ekki fór á milli mála, að báðir voru þeir samdóma um, að fengur va»ri að þessu riti fyrar skagfirzka sögu. ekki slzt vegna mannfra'ði hennar, og þörf væri á að gefa það út. Saga frá Skagfirðingum er mjög áþekk Arbókum Espólíns, enda rituð sem árbók. En Espólín var sú list lagin að koma fyrir í knöppu máli langri sögu. og mannlýsingar hans. hvort heldur eru til lofs eða lasts, eru oft hnit- miðaðar og hitta I mark. Annað mál er, hvort þær eru allar al- mennt trúverðugar. Þær geyma þó að minnsta kosti persónulega skoðun hans á þeim mönnuni, sem hann fjallar um hverju sinni. — Þótt greint sé frá mörgunt atburð- um I Sögu frá Skagfirðingunt, Framhald á bls.62. Höfum fengið nýjar gerðir af Kodak Instamatíc vasa myndavélum Þar á meðal er svokölluð Tele-lnstamatic sem hefir 2 linsur, normal og aödráttarlinsu og er samt mjög ódýr. Lítið inn og skoðið þessar skemmtilegu og ódýru myndavélar HANS PETERSEN HF Kodak — Mamiya — Yashica — Braun BANKASTRÆTI S 20313 GLÆSIBÆ S 82590

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.