Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 VIÐSKIPTI Umsjón: Pétur J. Eiríksson Innkaupaferdir til Bretlands: Undir smásjá toll- yfirvalda í Noregi Stjórnunar- félagid: Fjárfesting til góðs eða ills FTARFEST/N & OG NEYSLA SEM HLUTFALL ÞJÓÐARP/?/ MLE.iÖSLU /9VS-/976 II0- 100- <10, toA 70 60. 50- HO 30■ 10■ /o■ fTARFESTlNG- 5AMNEYSLA ElMKANE V3LA ru ■s 4J | Af>uR NORSKIR tollverðir hafa að undanförnu gert atlögur gegn þeim vaxandi fjölda Norð- manna, sem farið hefur í verzlunarferðir til Bretlands, og hafa af þeim sökum mynd- azt miklar biðraðir og örtröð á flugvöllum og höfnum, sem ferðir til Bretlands eru um. Tekið var til við strangari toll- Brezki ullar- iðnaðurinn f ær 1580 milljónir til að bæta samkeppnis- aðstöðuna BREZKA stjórnin hefur nýlega skýrt frá því. að hún aetli að verja 5 milljónum punda eða 1580 milljón- um króna til ullariðnaðarins til að ýta undir endurskipulagningu og hagræðingu meðal framleiðslufyrir- tækja. Er tilgangurinn meðal annars að bæta samkeppnisaðstöðu brezkra ullariðnfyrirtækja á evrópskum markaði. en þau eru meðal helztu keppinauta islenzka ullariðnaðarins í Evrópu. Þetta er önnur aðstoðaráætlun brezku stjómarinnar vegna ullar- iðnaðarins siðan 1973. Þá voru veittar 18 milljónir punda eða 5688 milljónir króna sem leiddu af sér 75 milljóna punda eða 23700 milljóna króna fjárfestingar, aðallega i nýjum verksmiðjum, vélum og byggingum. Nýja áætlunin miðar fyrst og fremst Hér birtist I fyrsta sinn upplýs- ingatafla um spariskirteini ríkis- sjóðs, en hún mun verða birt reglulega framvegis. Verðbréfa- markaður Fjárfestingafélags Is- lands hefur gert töfluna fýrir Morgunblaðið, og sýnir hún meðal annars útreiknað verð skoSun á varningi fólks, sem kemur frá Bretlandi, eftir að norskir fataframleiðendur og smásölukaupmenn kvörtuðu yfir því að verzlunarferðir til Bretlands kæmu niður á starfsemi þeirra. Fystu átta mánuði þessa árs fóru um 135.000 Norðmenn til Bretlands og höfðu með sér um 350 milljónir norskra króna eða um 1272 milijónir islenzkra króna i reiðufé eða ferða tékkum. Vitað er að miklum hluta þessa fjár var varið til fatakaupa. en fatnaður er að meðaltali helmingi ódýrari i Bretlandi en i Noregi. Sam- tök fataframleiðenda i Noregi hald þvi fram að tíundi hluti þess fatn- aðar, sem Norðmenn kaupa árlega, sé keyptur á ferðalögum i Bretlandi. Hin stranga tollskoðun hefur kom- ið norskum almenningi mjög á óvart. Um árabil hefur tollskoðun verið handahófskennd og hefur hún aðal- lega miðað að þvi að framfylgja regl- um um tollfrjálsan innflutning á tóbaki og áfengi. Nú er, i samræmi við lög og reglur, krafizt 20% virðis- aukaskatts á öllum vörum. sem eru framyfir það magn. sem ferðamenn mega hafa með sér inn í landið án opinberra gjalda Má það ekki vera meira virði en sem samsvarar 12.600 isl. kr. Þá má leggja 25% toll á innflutn- ing, sem er fram yfir það eða allt að 40.000 i.kr. virði, það sem hafa má með sér tollfjálsan inn í landið. Samtök ferðaskrifstofa hafa kvart- að við tollyfirvöld yfir þvi að þessi atlaga gegn ferðafólki til Bretlands hafi neikvæð áhrif á ferðamanna- straum, þar sem hún veldur löngum biðröðum og óþægindum fyrir fólk. Tollyfirvöld íhuga nú hvort auka beri 12.600 kr. innflutningskvóta ferða- manna en hann hefur verið óbreyttur imeir en 200 ár. spariskírteínanna eftir siðasta út- reikning byggingavisitölu, en hann fer fram á þriggja mánaða fresti. Lesendur geta svo borið verð spariskírteinanna miðað við vexti og visitölu, saman við markaðsverð eins og það er hjá verðbréfaseljendum. NÝLEGA efndi Stjórnunarfélag íslands til ráðstefnu á Hótel Loftleiðum um fjárfest- ingarmál og var spurn- ingin, sem lá fyrir ráð- stefnunni: „Fjárfesting íslendinga, uppbygging eða sóun? Það þarf ef til vill ekki að taka það fram að þeirri spurningu var aldrei svarað til hlýtar, en engu að síður komu fram fróðlegar upplýsingar sem kannski gefa einhverjar vísbendingar. Það kom strax fram í upp- hafi I erindi Ólafs Daviðssonar, hagfræðings hjá Þjóðhagsstofnun, að íslend- ingar fjárfesta mikið og tiltölu- lega miklu meira en flestar aðildarþjóðir 0ECD eða að meðaltali 29,1% af vergri þjóðarframleiðslu 1970—74 (sjá töflu 1). Aðeins Noregur fjárfestir meira en ísland af þeim löndum, sem í töflunni eru, en þróaðri ríki virðast fjár- festa minnst að undanskildum Portúgölum, sem eru I þríðja sæti. Ólafur taldi upp nokkrar hugsanlegar ástæður fyrir þessu. Hann benti á að oft væri litið, réttilega eða ranglega, á fjárfestingu sem forsendu hag- vaxtar og því væri það löndum, sem skemmra væru á veg kom- in í efnahagsþróun, kappsmál að leggja sem mest til upp- byggingar í því skyni að geta aukið neyzlu siðar. ísland og Noregur fjárfestu mikið vegna þess að bæði löndin væru strjálbýl og aðrar aðstæður þannig að uppbygging væri dýrari í þessum löndum. Þá hafa Norðmenn fjárfest mikið vegna olíuleitar og vinnslu á undanförnum árum. Ef litið er á skiptingu fjárfest- inga á árabilinu 1970—74 kemur í Ijós að íslendingar fjár- festu mun meira en saman- burðarþjóðirnar í íbúðabygg- ingum, öðrum byggingum og öðrum mannvirkjum (opinberar framkvæmdir eins og virkjanir o.fl.) ef þessir liðir eru teknir saman. (sjá töflu 2). Eru íslend- ingar rúmlega fimm hundraðs- hlutar á undan Svíum, sem næstir koma, og meir en tíu hundraðshlutum á undan felst- um hinna þjóðanna. Taldi Ólaf- ur að þetta stafaði meðal ann- ars af stjálbýli og veðurfari, sem yllu því að meiri kröfur eru gerðar til mannvirkjagerðar. Samsetning atvinnuvega gæti ráðið einhverju, en það sem líklega mestu munaði væri stærð opinberrar mannvirkja- gerðar á undanförnum árum, meðal annars vegna virkjunar- framkvæmda. Það er hins veg- ar umhugsunarvert hvers vegna íslendingar fjárfesta næst minnst bæði í flutninga- tækjum og ýmsum vélum og tækjum. Ef horfið er frá alþjóðlegum samanburði og litið á hvernig þjóðarframleiðslunni hefur ver- ið ráðstafað til innlendra þátta, einkaneyzlu, samneyzlu og fjármunamyndunar siðustu 25 árin kemur í Ijós að einkaneyzla hefur verið mjög stöðug síðan 1955 (sjá töflu 3). Eftir 1955 verður einkaneyzla mest 1956, 68,9%, en lægst 1965, 62,2%. Hlutur samneyslunnar er enn stöðugri. Mestar sveiflur 'é?u í fjár- munamyndunum, sem ef til vill er ekki óeðlilegt þar sem þessi hluti þjóðarútgjaldanna er háð- ari efnahagsástandi en aðrir þættir, eins og Ólafur benti á. Sé litið á meðaltöl fimm ára, -þá hefur hlutur fjárfestingar í VERÐTBYGGÐ SPARISKÍRTEINI RfKISSJ(S)S Flokkur Hámarks- lánstimi til* Innleysanl. f Seðlabanka frá og með. Raun- vextir fyrstu 4—5 árin %** Meðaltals- raunvextir % Vfsitala 1.10.76 1.1.77: 119 (2359) stig. Hækkun f % Verð pr. kr. 100 miðað við vexti og vfsitölu 1.10.1976.*** Meðaltals , vextir f. tsk. frá útgáfudegi.**** i 1965 10.09.77 10.09.68 5 6 895.36 1872.27 30.3% 1965-2 20.01.78 20.01.69 5 6 783.52 1621.97 29.8% 1966-1 20.09.78 20.09.69 5 6 739.50 1471.20 30.8% 1966-2 15.01.79 15.01.70 5 6 705. 12 1381.59 31.1% 1967-1 15.09.79 15.09.70 5 6 691.61 1298.80 32.8% 1967-2 20.10.79 20.10.70 5 6 691.61 1290.63 33.1% 1968-1 25.01.81 25.01.72 5 6 651.27 1131.12 37.1% 1968-2 25.02.81 25.o2.72 5 6 610.54 1064.35 38.0% 1969-1 20.02.82 20.02'. 73 5 6 464.35 795.92 36.9% 1970-1 15.09.82 15.09.73 5 6 437.36 732.15 39.0% 1970-2 05.02.84 05.02.76 3 5.5 350.19 540.58 34.8% 15.09.85 15.09.76 3 5 340.93 512.54 1972-1 25.01.86 25.01.77 3 5 291.21 449.49 37.8% 1972-2 15.09.66 15.09.77 3 5 245.39 389.24 40.0% 1973-1.A 15.09.87 15.09.78 3 5 176.55 302.57 43.9% 1973-2 25.01.88 25.01.79 3 5 158.38 279.71 * 46.8% 1974-1 15.09.88 15.09.79 3 5 82.87 194.25 38.4% 1975-1 10.01.93 10.01.80 3 4 50.93 158.83 30.8% 1975-2 25.01.94 25.01.81 3 4 18.78 121.21 32.7% 1976-1 10.03.94 10.03.81 3 4 13.33 115.22 29.0% * Eftir hámarkslánstfma njóta spariskfrteinin ekki lengur vaxta né verðtryggingar. ** Raunvextir tákna vexti umfram verðhækkanir eins og þær eru mældar samkvæmt byggingarvfsitölunni. *** Verð spariskfrteina miðað við vexti og vfsitölu 1.10. 1976 reiknast þannig: Spariskfrteini flokkur 1972-2 að nafnverði kr. 50.000 hefur verð pr. kr. 100 ss kr. 389.24. Heildarverð spariskfrteinisins er þvf 50.000 x 389.24/100 = 194.620.- miðað við vexti og vfsitölu 1.10. 1976. **** Meðaltals vextir fyrir tekjuskatt frá útgáfudegi, sýna upphæð þeirra brúttð vaxta sem Rfkissjóður hefur skuldbundið sig að greiða fram að þessu. Meðaltals vextir segja hins vegar ekkert um vexti þá, sem bréfin koma til með að bera frá 1.10. 1976. Þeir segja heldur ekkert um ágæti einstakra flokka, þannig að flokkur 1965 er t.d. alls ekki lakari en flokkur 1973-2. Framhald á bls.62 U pplýsingatafla um spariskírteini

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.