Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 63 Meistari Bergmann við hroll- vekjugerð INGMAR Bergman, sá frægi, landflótta svíi, hóf fyrir skömmu gerð nýjustu myndar sinnar, The Serpent's Egg, í Bavaria kvikmyndaverinu i Munchen i Þýskalandi Kvikmyndin, sem áætlað er að muni kosta eitthvað á fjórðu milljón bandaríkjadala, og er gerð af þýskum og bandarískum aðilum, (Dino De Laurentiis Corp , 45%, Horst Wendtlandts Rialto Film, Berlin, 55%), er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Utan þess að The Serpents Egg er i rauninni fyrsta kvikmyndin i háum gæðaflokki sem er ávöxtur af samstarfi þessara, tveggja þjóða (kaldhæðnis- lega þó að tilstuðlan tveggja útlendinga), þá er þetta fyrsta kvikmyndin sem Berg- man leikstýrir utan sins heimalands og fyrsta verk hans þar sem hann fjallar beinlinis og af raunsæi um stjórnmál og söguna. Til þessa hefur Bergman gjarnan fjallað um stjórnmál nánast óbeint (reyndar er það Hitler i dulagervi sem birtist í myndinni Torment (1944)), en Bergman ein- ungis skrifaði handrit þeirrar myndar sem Alf Sjöberg leik- stýrði. Dreifing myndarinnar i Bandaríkjunum og Kanada, verður i höndum United Art- ists, De Laurentiis selur hæst- bjóðendum sýningaréttinn í öðrum löndum. The Serpent's Egg, er byggt á 111 blaðsíðna, frumsömdu handriti eftir Bergman sem gerist í verð- bólguhrjáðri Berlin ársins 1923, þegar sigarettupakk- inn kostaði fjórar milljarða DM, (sem þá voru að verð- gildi eins bandarikjadals). Berlín er þá eitt allsherjar sóða- og fátækrabæli; í Múnchen skarar Hitelr eldi að glóðunum, mörgum er ekki svefnsamt sökum ótta við hið ókomna. Tilvitnun úr handritinu felur í sér inntak nafngiftar myndarinnar: ,,Það (ástandið) er líkast höggormseggi. I gegnum þunnan skurninn geturðu nákvæmlega greint þegar fullskapaða ókindina". í skugga þessara umbrota- tíma Þýskalands eftirstríðsár- anna fyrri er sögð saga af tveimur gyðingum, Abel (David Carradine) og ástkonu hans, Manuelu, (Liv UII- mann) Rosenberg, sem er fæddur i Bandarikjunum, vjnnur fyrir sér sem loftfim- leikamaður í fjöllistahúsi, en Manuela er skemmtikraftur í afdönkuðum næturklúbbi. Þeim er boðið frítt húsnæði í St. Anna sjúkrahúsinu sem rekið er af dr. Hans Vergerus og Abel fær tækifæri til þess að sjá þá undarlegu starfsemi sem þar fer fram. Sjúkrahúsið er ekki allt þar sem það sýnist. Þau Abel og Manuela kynnast þar áður óþekktum óhugnaði sem snýr hamingjusömu lífi þeirra í harmleik og gefur sögunni hræðilegan endi. Bergman hefur látið svo ummælt að þetta sé hryllingsmyndin sín. Einkunnarorðin á annarri síðu handritsins eru eftir þýska leikritaskáldið Georg Buchner, (1813 — 1837, Danton's Death, Woyzeck): „Maðurinn er botnlaust hyl- dýpi og mig sundlar er ég lít niður í það " Þetta er og í fyrsta skipti sem Bergman hefur banda- riskan blaðafulltrúa á sinum snærum, en það gerir það að verkum að í fyrst sinn er efni Bergmanmyndar, eða að m.k. inntak hennar gert opin- bert við upphaf kvikmynda- gerðar. Leikstjórinn, sem talar bæði þýsku og ensku sem innfæddur, fylgir að öðru leyti sinni velþekktu sér- visku. Vinnusvæðið er bann- svæði öllum óviðkomandi, (þ.á m. blaðamönnum), til síðasta dags. Framkvæmda- stjóri kvikmyndagerðarinnar, Harold Nebenzal, segist aldrei áður hafa orðið vitni að jafn mikilli leynd yfir því sem gerist innan kvikmyndavers. Leikmyndasmiðurinn, Rolf Zehetbauer (Oscarsverðlaun- in fyrir Cabaret) fyllti fimm stór svið í Bavariastúdíóinu með stórkostlegum munum sínum, en öllum óviðkom- andi er forboðið svo mikið sem að gægjast innfyrir. Ein- ungis þrjátíu og átta útvaldir fá að fylgjast með því sem Bergman festir daglega á filmu. Liv Ullmann er hin eina af leikurunum sem hefur unnið áður með Bergman, en þetta er áttunda verk þeirra saman, er allir hinir leikararn- ir 30, hvort sem er um þekkt nöfn að ræða eins og Carradine og Gert Frobe (sem fer með hlutverk lög- reglustjóra) eða einhvern hinna misjafnlega þekktu þýsku leikara, voru valdir af leikstjóranum eftir getu þeirra á hvíta tjaldinu. Hinn kunni meistari fór yfir einar tuttugu sjóvarps- og kvik- myndir auk hinnar nýju myndar Carradines, BOUND FOR GLORY (þar sem hann fer með hlutverk Woody Guthrie sr. og fer á kostum. Talinn sigurstranglegur við næstu afhendingu Oscars- verðlaunanna. Áð líkindum hefur Bergman ekki talið neinn akk i því að berja Deathrace 2000 augum!) Það varð til þess að Carradine fékk hlutverkið, eftir að Richard Harris varð frá að hverfa sökum alvar- legra veikinda. Samvinna þeirra Berg- mans og De Laurentiis á rætur sínar að rekja til fundar sem þeir áttu fyrir einum tíu árum í Rómu. Þeir ræddu þá ýmis verkefni, en ekkert varð úr framkvæmdum. Fyrir þrem árum áttu þeir siðan annan fund í Stokkhólmi og eftir að báðir fluttust til Bandaríkjanna, þá kom Paul Kohner, vinur og ráðgjafi þeirra beggja, fundum á að nýju. Fyrir atbeina þessa vel þekkta og dugandi umboðs- manrís, keypti De Laurentiis sýningarréttinn á ANSIKT MOT ANSIKTE (sýnd hér í sjónvarpinu fyrir skömmu og við landshylli) þar vestra. Siðan er ætlunin að þeir hleypi að stað hinu margum- talaða „næsta verkefni" Bergmans, kvikmyndagerð KÁTU EKKJUNNAR. Til að sjá Bergman fyrir hinu hlýja og afslappaða andrúmslofti á vinnustað, sem hann er vanur og telur nauðsynlegt, þá varð að byggja upp nýja „fjölskyldu ", einsog leikstjórinn kallar gjarnan samstarfsmenn sina Þar skiptir ekki máli hvort það eru leikarar, tæknimenn eða skrifstofufólk. Nebebzal hjálpaði persónulega við að velja úrvalsmannskap fyrir hina sænsku föðurímynd, og jafnvel tókst að finnu Múnchen-útgáfu af hinni vel- þekktu „kaffimömmu" Berg- mans frá Svíþjóðarárunum. Silfurhærða, góðlega eldri konu, sem hefur ekkert ann- að fyrir stafni en að gera vinnustaðinn hlýlegan og heimilislegan með hjarta- hlýju sinni, kaffí og góðu meðlæti. Bugsy Malone HÁSKÓLABfÓ: BUGSY MALONE * * * Það er að bera í bakkafullan lækinn að hlaða meira lofi á þessa mynd hér á sfðunni, og hef ég þar því litlu við að bæta. En þar sem að desember er enginn metað- sóknarmánuður í kvikmyndahús- unum, og gestir reikna með hinu versta, þá vil ég nota tækifærið og ítreka það að BUGSY MALONE er ein af betri myndum þessa árs; tvfmælalaust sú frumlegasta, ein af þeim skemmtilegri; einstak- lega vel leikin af hinum ungu leikurum, (sérstaklega feiti Sam), og tónlist Pauls Williams (PHANTOM OF THE PARA- DISE), er sannkallað eyrnayndi. LÁTIÐ EKKI BUGSY MALONE FRAM HJA YKKUR FARA. Hortittur NÝJA BIO: SLAGSMÁL í ISTANBUL 0 Gjörsamlega útþynnt af- brigði af „vinarþemanu", sem tröllriðið hefur hvita tjaldinu einkanlega eftir myndina BUTCH CASSIDY AND THE SUNDANCE KID, sem tvimæla- laust var hin albesta þeirra. En þeir jólasveinar sem standa að þessari hörmung eru víðs fjarri góðu gamni. Helst er það tón- listin sem er þokkalega gerð. Aðalleikararnir virðast aldrei hafa staðið fyrir framan kvik- myndavél áður, (annar þeirra reynir á brjóstumkennanlegan hátt að vera eins konar eftir- öpun á Hoffman/Pacino, og er það framtak hans til dramatískra tilþrifa best gleymt og grafið Handritið er i ætt við skýrirjgartexta þá sem varpað var upp á milli atriða i þöglu myndunum. Og allt annað eftir þvi Samband Véladeild ÁRMÚLA 3 - SÍMI 38900 Seljum í dag: 19 76 Volvo 244 de luxe 19 74 Volvo 144 de luxe 19 74 Chevrolet Nova sjálfskiptur vökvastýn 1 9 74 Scout II 6 cyl bemskiptur með vökvastýri 1 9 74 Scout II V8 sjálfskiptur vökvastýri. 19 74 Chevrolet Blazer V8 sjálfskiptur vökvastýn. 1 9 74 Chevrolet Nova bemskiptur vökvastýn 1 9 74 Vauxhall viva de luxe. 19 74 Datsun Cerry 100 A 19 74 Saab 99 L 4ra dyra. 1 9 73 Volvo 1 44 de luxe sjálfskiptur 1 9 73 Chevrolet Nova beinskipt vökvastýri. 19 73 Chevrolet Suburban V8 sjálfkiptur vökvastýri 1 9 73 Peugeot 404 1 9 73 Scout II 6 cyl. beinskiptur vökvastýn. 19 73 Chevrolet Blazer 6 cyl. beinskiptur, vökvastýn (með stálhúsi). 1 9 73 Buich Century (skipti á nýlegum jeppa) 19 73 Volkswagen 1 300 1 972 Vauxhall viva de luxe -» 1 9 7 2 Volvo 1 64 Tiger sjálfskiptur með vokvastýri 19 72 Peugeot 504 diesel 19 72 Vauxhall Victor sjálfskiptur. 1972 Opel Rekord 4ra dyra. 19 72 Chevrolet Suburban V8 sjálfskiptur 19 71 Opel Rekord 4ra dyra. 1 970 Vauxhall viva de luxe

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.