Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 37 YOFFLUJARN UMBOÐIÐ Rowenta Rúm, rúm, rúm Peningar og pólitfk og pukur. Þetta er tslands saga. Nú er reimt í Reykjavík af rúmaskaki flesta daga. Ég fagna því innilega aö málefnum geðsjúkra sé nú loks gefinn verðugur gaumur í íslenzk- um fjölmiðlum. Jafnvel þingfrétt ir og Iþróttafréttir falla í skugg- ann í bili. Það mátti ekki miklu seinna vera. Opinber umræða, feimnislaus, umbúðalaus og um- fram allt mótuð af hreinskilni og bjartsýni, er að sjálfsögðu það sem koma skal. Grein Sigurðar Grindverk við Strákagöng Traust og myndarlegt grindverk hefur verið sett upp á austurbrún Siglufjarðarvegar, sunnan Strákaganga, en þarna getur vegurinn orðið hættulegur I hálku. Upphaflega var gerð samþykkt um þetta efni í Slysa- varnafélaginu Vörn í Siglufirði og þess farið á leit við vegamála- stjóra að slíku grindverki yrði komið upp. Hefur þetta nú verið gert og í tilkynningu sem Morgun- blaðinu barst í vikunni, eru vega- málastjóra færðar þakkir fyrir hve vel þessari málaleitan var tekið. HEIMSINS fyrsta tölva med B r o t a reikningi casio AL-8 AFGANGUR VIÐ rv tr 11 i u r i i Guðjónssonar las ég með athygli og ánægju. Þar held ég að kjarni málsins komi einna bezt fram. Geðlækningum þarf að lyfta á jafnháan sess og öðrum lækning- um hérlendis. Því marki verður aldrei náð nema með útrýmingu allra fordóma gegn geðsjúkdóm- um og geðsjúkum. Sú fordóma- lækning þarf að fara fram á breið- um grundvelli í þjóðfélaginu I heild. Það er ekki um fáeina, hleypidómafulla ráðamenn að ræða. Ekki heldur um smávægi- legar eftirstöðvar steinaldar- hugarfars. Nei. Það er um að ræða ískyggilega almenna hræðslu við allt það er að geð- heilbrigðisþjónustu lýtur. Þessi hræðsla byggist eins og öll hræðsla yfirleitt á þekkingar- leysi, skilningsskorti, órökstudd- um ályktunum. Þess vegna var það brýnt þjóðhagsmunamál að efla og byggja upp þjónustuna við geðsjúka, gera stórátak til að hefja markvissar rannsóknir á eðli vandamála þeirra. En mér þykir umræðan þessa daga snúast of mikið og of lengi um aðeins eitt litið aukaatriði bor- ið saman við öll stórmálin, sem S.G. drap á í grein sinni. Rúma- fjöldi og legupláss á Geðdeild Landspítalans má ekki verða það eilífðarumræðuefni að almennir blaðalesendur hætti að fylgjast með. Það gæti leitt til þess að þeir herði I sér fordómana. Ég skora á alla hlutaðeigandi aðila að reyna að flýta þessum leiðindakafla. Tökum svo til við aðalatriðin, þegar rúmamoldviðrinu lýkur. Brynjólfur Ingvarsson, geðlæknir, Akureyri. 4000 tonn af loðnu í þróm í Siglufirði Siglufirdi 20. desember ENN er ekki komin olía hingað til Siglufjarðar og hefur því ekkert verið brætt af loðnu hér síðan á föstudaginn. Súlan, Ársæll Sigurðsson og Sæbjörg komu hingað í dag með 2000 tonn af loðnu og eru þvi 4000 tonn af loðnu í þróm hér og tekur um 7—8 sólarhringa að bræða það magn. Þess má geta að Súlan er búin að koma hingað með 1100 tonn á 5 dögum. Hérna vantar nú mannskap til vinnu og hefur t.d. gengið illa að fá fóik i fiskverkun. Dagný, Stálvík og Sigluvík eru allar að koma inn þessa dagana og auk þess er allgóður afli hjá línubát- unum. Siðasta sunnudag var flutt inn i 133 fermetra hús hér í bæ. Væri það í sjálfu sér ekki í frösögur færandi ef ekki hefði verið byrjað á þessu húsi fyrir aðeins 6 mánuð- um. Er húsið svokallað ..húseiningahús". mj TOTAL OG GRAND TOTAL MEOALFRAviK L------------------_J ------------_J Staltæki aSIrrekka »9 símar Glæsilegt úrvalbarnafatnadar Hvítar og köflóttar skyrtur, samfestingar, mittisjakkar, náttkjólar, skíðagallar, bamasloppar, denimbuxur og vesti jugavegi 66, sími 12815.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.