Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM ÉG hef lesið, að þriðja hvert hjónaband f landi okkar endi með skilnaði. Þér eruð andlegur leiðtogi. Kunnið þér nokkurt ráð til þess að breyta þessari alvarlegu þróun? Gamalt orð segir, að hjónabönd fæðist á himn- um. Nú kemur vart fyrir, að hjónaskilnaður eigi sér stað í fjölskyldum, þar sem Biblían er lesin og fjölskyldan biður saman. Þess vegna vil ég benda hjónum á, að styrk trú stuðlar öðru fremur að farsælu hjónabandi. Veitið Kristni viðtöku sem frels- ara yðar og Drottni — og gerið kenningar hans aó veruleika á heimilinu, og ég veit ekkert, sem kemur frekar í veg fyrir hjónaskilnað. Aðrar ráðleggingar: Það er nauðsynlegt að hjón beri gagnkvæmt traust hvort til annars. Hjón ættu að koma fram hvort við annað af jafnmikilli kurteisi og þegar þau voru í tilhugalífinu. Hvorugt ætti að líta á hitt rétt eins og hlut, sem veiti því ánægju. Hjón ættu að læra að láta af rétti sínum. Þau mega ekki vera gallhörð á skoðunum sínum. Eiginmaður og eiginkona ættu að vera samhuga um trú, afþreyingu og samband við aðra í sam- félaginu. Konur þurfa að læra að nota ekki meira fé en menn þeirra vinna sér inn. Margir hjónaskilnaðir eiga rætur að rekja til þess, að illa var farið með tekjur heimilisins. Þegar fólk giftist, á það ekki að láta aðra í fjöl- skyldum sínum ráða yfir sér. Þau eiga, eins og Biblían segur að yfirgefa föður og móður og verða eitt hold. Að lokum ættu hjón að læra að sjá gamansömu hliðar lífsins og hljæja mikið og þrasa lítið. Þau ættu ekki að taka vandmál of hátíðlega. — Minnt á „Sögu.. Framhald af bls. 4J. gætir þar þó miklu meira ætt- fræði. Mundi sá fróðleikur allur snubbóttur, ef ekki fylgdi með mjög skilmerkur og ítarlegar skýringar Kristmundar Bjarna- sonar á Sjávarborg. Öll er bókin 178 bls., og af þeim eru 53 bls'. athugasemdir og skýringar. Al- kunna er, að Kristmundur er margfróður og traustur fræði- maður, sem ekki mun hafa látið sér sjást yfir nauðsynlegar skýringar, sem á má byggja. Kristmundur er frumkvöðull að útgáfu þessa rits, en honum til aðstoðar hafa verið Hannes Pétursson og ögmundur Helga- son. Frágangur ritsins ber með sér þann gæðastimpil, sem Iðnunnarútgáfan er þekkt að, svo ekki þarf þar undan að kvarta. Ef aðrar sýslur ættu jafn áhuga- sama og ötula starfsmenn á akri sinna heimafræða og Skag- firðingar, væri vel. Lúðvfk Kristjánsson. r — A ýmsu gengur Framhald af bls. 43 Moskvu og var vel fagnað þar Telja erlendir sérfræðingar, að Rússar hafi heitið samtökum hans og öðr- um skæruliðasamtökum í sunnan- verðri Afriku auknum vopnasend- ingum. í sömu andrá nota Rússar tæki- færið til að koma óorði á Bandarikja- menn i suðurhluta Afriku með þvi að gera sem mest úr samskiptum þeirra við minnihlutastjórnir hvitra manna i Suður-Afriku og Ródesiu Þegar Henry Kissinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, sat nýlega fund með John Vorster, forsætisráðherra Suð- ur-Afriku, lögðu sovézkir fjölmiðlar áherzlu á, að þar hefðu miklir bandamenn hitzt Utanrikisstefna Kúbumanna og Rússa virðist i meginatriðum fara saman Rússar virðast vart enn hafa náð sér eftir það áfall, sem þeir urðu fyrir, er herinn i Chile steypti af stóli rikisstjórn Salvadors Allendes. Ef til vil I varð valdarán herforingjanna þeim enn meira áfall en ella, þar sem það fór gersamlega í berhögg við þær hugmyndir stjórnvalda i Kreml og „þíðan” i samskiptum stór- veldanna væri hagstæð fyrir bylting- aröflin i heiminum. Bandariskur sendifulltrúi lét ný- lega þau orð falla um Rússa, að „þeirn hefði gengið hálferfiðlega að tjónka við Rómönsku Ameriku að undanförnu, enda þótt þeir gætu lagt til vopn/ Nýlega var frá því skýrt, að Rússar hefðu samþykkt að selja Perúmönnum herflugvélar ASÍA Rússar eiga viða erfitt uppdráttar i Asíu. Þeir troða ennþá illsakir við Kínverja, og engar horfur eru á þvi, að landamæradeilur ríkjanna séu að leysast Samkvæmt upplýsingum vestræns sendiráðsstarfsmanns i Moskvu hefur sovézkum herdeildum i landamærahéruðunum verið fjölg- að úr 15 i 43 frá árinu 1968 Eigi að siður eru Rússar nú greinilega að þreifa fyrir sér um leiðir til bættra samskipta þegar Mao Tse-tung er allur Rússar hafa reynt að koma sér i mjúkinn hjá Japönum og hafa farið þess á leit við þá, að þeir veiti tæknilega aðstoð til uppbyggingar i Siberiu Hins vegar er ekki við þvi að búast að náið samstarf verði með þessum tveim þjóðum, fyrr en þær hafa komizt að samkomulagi um syðsta hluta Kúrieyjaklasans, sem J panir fullyrða að Rússar hafi her- setið með ólögmætum hætti frá þvi i lok síðari heimsstyrjaldar. Byrlega blæs fyrir Rússum i Suð- Austur-Asiu. Eftir að Bandarikja- menn hurfu á brott með heri sina frá Indókina, hafa Rússar komið á stjórnmálasamskiptum við riki á borð við Filipseyjar Þeir láta nú og að sér kveða i Laos, en hagsmunir þeirra virðast einkum beinast að Vietnam, þar sem mætast áhrifa- svæði þeirra og Kinverja Litlar horfur eru á því, að miklar sveiflur verði i utanrikisstefnu Rússa um þessar mundir, en nú búa þeir sig undir hma hefðbundnu haustver- tið á sviði alþjóðamála, þar á meðal gerð friðartillagna á þingi Samein- uðu þjóðanna. Og enda þótt þeim hafi ekki gengið allt i haginn að undanförnu. hafa þeir ekki horfið frá skuldbindingum sinum um að draga úr viðsjám við Vesturveldin Ég held, að Brésnéf vilji umfram allt, að ..þiðunni" verði haldið áfram, — sagði sendifulltrúi frá Austur- Evrópuriki Skýrði hann jafnframt frá þvi, að á ráðstefnu kommúnista- flokka Evrópu sl sumar, hefði hinn sovézki þjóðarleiðtogi fordæmt harðlega allar hugmyndir, sem hnigu að þvi að söðla um gagnvart Vesturveldunum. — Breskir . . . VFramhald af bls. 38 að því að auka hagræðingu, meðal annars með innri endurskipulagn ingu eða sameiningu fyrirtækja. Aðstoðinni verður þannig háttað að fyrirtækin fá lán á hagstæðustu vöxtum eða styrk til greiðslu vaxta, sem þekja allt að 50% af viður- kenndum hagræðingarkostnaði. Þá fá þau styrk til greiðslu á 20% kostnaðar vegna nýrra véla, ef fjár- festingin er meiri en 25 þúsund pund eða 7,9 milljónir króna og styrk, sem þekur 30% kostnaðar vegna nýrra hygginga eða viðbygginga ef fjár- festingin er meiri en 50 þúsund pund eða 15,8 milljónir króna. Þá geta fyrirtæki sótt um styrk til greiðslu á 50% af kostnaði vegna utanaðkom- andi sérfræðiþjónustu eða ráðgjafar til aukningar hagkvæmni. Alan Williams, iðnaðarráðherra, sagði meðal annars þegar hann kynnti þessa áætlun að hún miðaði að því að styrkja stöðu brezks ullar- iðnaðar á heimsmarkaði og þá sér- staklega Evrópumarkaði. Útflutn- ingur á brezkum ullarvörum er mikill og hefur farið vaxandi. Sagði ráð- herrann að samkeppnisaðstaðan væri sterk alls staðar nema I Evrópu og til að styrkja hana þar væri nauð- syn á endurnýjun og hagræðingu. 'mmmm, AEG ORMSSON SÍMI 38820 % flULA 9 B htcrt hclmllil

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.