Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 18
50 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 Skáld ástríðanna Helgi Ilálfdanarson: JAPÖNSK LJÓÐ FRA LIÐNUM ÖLDUM. Heimskringla 1976. JAPANSKA skáldið Kóbajasi Issa (1763—1837) hefur ort eftir- farandi ljóð: Lltli froskur mínn, ekkl skaltu hrsðast mlg — Já, þao er Issa. Ljóðformið er hæka, þrjár ljóð- lfnur, 5, 7 og 5 atkvæði í lfnu. Annað ljóðform er tanka, 5 ljóð- linur, 5, 7, 5, 7 og 7 atkvæði f línu. Hæka er yngra ljóðform, í raun- inni stytt tanka, fellt er aftan af tönkuforminu tvær línur. I Japönskum ljóðum frá liðnum öldum í þýðingu Helga Hálf- danarsonar eru bækur og tönkur „helgaðar árstíðunum fjórum" að japönskum hætti. Helgi Hálf- danarson skrifar i formála: ,.Japanska stakan er öðru fremur náttúruljóð. Japanir eru allra þjóða mestir náttúru-dáendur, og hrifast af breytileik árstiðanna eins og opinberun". Til þess að lesandinn glöggvi sig sem best á japanskri stöku skal enn vitnað til formála Helga, enda verður henni varla betur lýst: „Vesturlandabúi, sem alizt hefur upp við rímaða sjö mflna fyrirlestra, getur undrazt nægju- Bókmenntir eftir JÓHANN HJÁLMARSSON semi og afdráttarlausan sjálfsaga hins japanska skálds, sem stundum virðist ganga meinlæt- um næst. A japanskri stöku er ekki að finna neinn áritaðan leiðarvísi um skilning; hún sýnir lesanda sínum þá kurteisi að leyfa honum að botna eftir sinu höfði allt sem þar er hálfkveðið. Og oft er það með öllu ósagt látið, sem mestu varðar. Þaö er því líkast, að þessi smágerði ljóðvefur sé öðrum þræði ofinn úr þögn. Og þegar ekki er annað sagt en það, sem virzt getur hversdagsleikinn sjálfur, þá er trúlegt að ljóðið eigi gildi sitt undir skirskotun til nýs mats á því sem hversdagslegt er kallað. En þar er raunar komið að sjálfu lífsviðhorfi búddatrúar- manns. í raun og veru er japanska stakan umfram allt ræktun sérstakra lffshátta, og síðan er hún ljóðlist i tilbót. Hún leitar að þeirrí næmu veruleika- skynjun sem hvarvetna á ljóð- ræna fegurð vísa." Um Matsúó Basó (1643—1694) Breiðfirskt minningasafn Bergsveinn Skúlason: GAMLIR GRANNAR. Viðtöl og minningar. Skuggsjá 1976. 1 ÞESSU breiðfirska minningasafni staðnæmist ég við það sem haft er eftir Sigurði Níelssyni frá Flatey um hey- vinnu: „Heyflutningarnir voru erfiðir. Bera varð þungt eyja- heyið á bakinu á skip og af, oft um langan veg eftir slýþöktum hleinum og grjóti. Kvenfólk gerði það jafnt og karlmenn, og þótti ekki nema sjálfsagt. Annars gengu konur í Breiðafjarðar- eyjum jafnt og karlmenn að allri útivinnu. Þegar þær hættu að láta þræla sér þannig út, fóru eyjarn- ar í eyði. Það verður ekki búið í eyjunum án kvenfólks". Þessi frumlega skýring hefur ef til vill við rök að styðjast. Að minnsta kosti er ljóst af frásögn- um þeirra kvenna sem spjallað er við eða sagt frá f Gömlum grönn- um að þær hafa ekki legið á liði sinu. Rósamunda í Skáleyjum var ein þessara kvenna. Kaflinn um hana nefnist: Hún sá vel hvernig átti að mæta þessari eða hinni bárunni sem að fór. Hún var allt- af kölluð Rósa og fór snemma að sækja sjó. Hún kunni að sögn Bergsveins Skúlasonar fleira en að leggja út ár: „Það vafðist ekki fyrir henni að hagræða seglum. Eftir að gaffalseglin komu til sög- unnar I eyjum, og skaut þurftu að vera laus þegar krussað var, hélt enginn betur fokkuskauti en hún. Eg efast ekki um, að hún hafi haldið dragreipi manna bezt meðan á þvf þurfti að halda á sjo. Veiðikló var hún og við selveiðar tók henni enginn fram. Þegar henni þótti illa ganga að greiða netin utan af kópunum var hún vön að segja: „Látið þið mig nú kartnagla kópinn, drengir minir. " Rósa hændi kópana að sér með því að veif a rauðum skýluklút og gældi við þá dauða. Hún sagði að þeir hefðu ekki breyst mikið síðan þeir voru hermenn Faraós konungs og drukknuðu í Rauða- Bókmennllp eftir JOHANN HJÁLMARSSON Bergsveinn Skúlason hafinu. Hún líkti þeim við menn sem hún þekkti af skáldlegri hug- kvæmni. Fleira var henni til lista lagt. Hún var sérfræðingur í þangi og þangskurði, kunni að hirða kýr og annast öll verk bæði úti og inni. Hún var lfka orðhepp- in og söng vel. Rósa Jónsdóttir sem ólst upp f Þormóðsey segir frá því hve spild- ingurinn var góður soðinn eftir að hafa hangið nokkra daga i hjallin- um, greinir frá rafabeltunum sem steikt voru á glóð i eldhúshlóð- unum á haustin og hvernig skel- fiskur var matbúinn. Það minnir okkur á hvilíkt sældarlff hefur verið víða f Breiðafjarðareyjum þótt það kostaði að vfsu harða baráttu. Eins og í fyrri bókum Bergsveins Skúlasonar um eyj- arnar erum við leidd i sannleika um margt sem vert er að hafa í huga þegar litið er um öxl til liðins tíma. Bergsveini verður seint fullþakkað fyrir sögur sfnar og sagnir og lýsingar á daglegri önn Breiðfirðinga. Gamlir grann- ar eru framhald ritsafns hans, eins konar viðbætir. Hann grfpur til viðtalsformsins að þessu sinni án þess að honum sé það sérstak- lega lagið. Margt flýtur með sem ekki hefur gildi umfram hið al- menna. En f Gömlum grönnum er þð viða að finna eftirminnilegar lýsingar og orðfæri. Með það I huga eru Gamlir grannar bók sem gaman er að lfta f fyrir þá sem hirða um fróðleik af þessu tagi. er sagt að hann hafi breytt hækunni I listgrein. Áður var hún eins konar samkvæmisleikur eða dægrastytting líkt og ferskeytlan íslendingum. Senbúddistinn Basó gæddi hækuna dýpt svo að hún fékk nýja og óvænta merkingu. Sama gerði Issa sem lfka var sen- búddisti. Þeir yrkja um sjálfa sig eins og úr vissri fjarlægð. Maður- inn er líkt og vegur eða blóm. Það sem máli skiptir er að allt sé nýtt fyrir augum skáldsins, það sjálft og umhverfi þess. Léttleikinn (karumi) er eftirsóknar- verðastur. Hverdagslegt lff verður yrkisefni, en tilfinninga- semi og hátiðleik er hafnað. Enginn skyldi þó halda að hækan sé ekkert annað en einföld orð og fáeinar útlinur veruleikans. Galdur hennar er fólginn I þvl að hún leynir á sér og lesendur ættu að fara að dæmi Japana að hug- leiða hækuna i ró og næði. Að búddiskri fyrirmynd sækist hækan eftir að vera leyndardóms- full, fegurð hennar á að vera eins og dulin öfl náttúrunnar sem ljúkast skyndilega upp fyrir sjónum manna. Við skulum hyggja að tveim hækum eftir Basó: A heitrl vornótt gerol ég mér hvnustað uppf fiöllunum. f draumf mlnum voru kirslblóm enn ao f alla. (Draumur * fjöllum) Af Fúslama stfgur fölur eimur hatl, leikur sér, dreifist. Þannig reikar hugur minn langt út I blálnn, hverfur — (An marks) Að minu viti eru þessi ljóð fullkomin innan sinna takmarka. Þau eru lfka afburða vel þýdd eins og flest ljóðin I bókinni. Ég verð samt að gera þá játningu að ég felli mig ekki alltaf við orðalag Helga Hálfdanarsonar. Stundum þykir mér það of bóklegt, tigið, eins og það skorti léttleikann sem fyrr var minnst á. Ég held að þetta stafi af þvl að Helgi sé um of bundinn hefð i islenskum skáldskap. En það skal sagt að Helgi Hálfdanarson á mikla þökk og heiður skilinn fyrir þessar þýðingar eins og aðrar þýðingar sfnar. Þetta er ekki f fyrsta sinn sem hann opnar fyrir okkur dyr að nýjum heimi I ljóðlist. Hann hefur áður þýdd japönsk og klnversk ljóð með góðum árangri. Klnversk ljóð frá liðnum öldum komu frá hans hendi 1973 og í þýðingasöfnum hans Á hnotskógi (1955) og Undir haustfjöllum (1960) eru mörg sýnishorn ljóð- listar þessara tveggja þjóða. Ef þýðingar Helga Hálfdanarsonar hafa einhverju valdið um þróun íslenskrar samtfmaljóðlistar þá eru það einkum þýðingar á japönskum og klnverskum ljóðum. Þessi ljóðlist hefur skilið eftir sig spor í erlendri ljóðlist aldarinnar. Hún átti drjúgan þátt I þeirri byltingu ljóðformsins sem er eitt einkenni nútimaljóðlistar. Eitt af því sem vekur eftirtekt I Japönskum ljóðum frá liðnum öldum er hve þessi ljóð eru samof- in þrátt fyrir það að mörg skáld ortu þau. Helgi skipar þeim þannig niður að þau mynda eina heild og er það mikill kostur. Ljóðunum er raðað eftir afs- tlðum. Það sem er efst I huga að lestri bókarinnar loknum er vitundin um hreinan tón mikils skáldsskapar. — Skáldatal Framhald af bls. 49 veitzt eftir, væru tekin upp I rit- ið". Rit af þessu tagi þarf einmitt að vera sem itarlegast. Ung skáld eins og Olafur Hauk- ur Simonarson og Þórarann Eld- járn eru með í Skáldatali og er það að vonum. En ég sakna skálda eins og Sigurðar Pálssonar og Megasar og held ég að ekki sé unnt að afsaka fjarveru þeirra. Auk ljóðabókarinnar Ljóð vega salt eftir Sigurð Pálsson hefur hann samið leikritið Undir suðvesturhimni sem Nemenda- leikhús Leiklistarskóla Islands sýndi fyrr á þessu ári. Eftir Megas hafa komið út bækur og ljóð hans eru til á nokkrum hljómplötum. Fleiri ung skáld mætti nefna sem heima eiga í Skáldatali, en þetta verður að nægja. Eins og fyrr segir bætir Skálda- tal úr brýnni þörf og vonandi verður ekki langt að bfða „auk- innar og endurskoðaðrar útgáfu ritsins". Fastur fyrir Ragnar Þorsteinsson: MEÐ HÖRKUNNI HAFA ÞEIR ÞAÐ. 190 bls. Vfkurútg. Rvfk, 1976. RAGNAR Þorsteinsson skiptir bók sinni í tvo meginkafla: ævi- þætti og smásögur. Eru þættirnir níu, sögurnar sex, allt svipað að lengd. Við lestur bókarinnar kemst maður að raun um að munurinn á þessum tveim hlutum er ekki ýkja mikill. Hvort tveggja eru í eðli sínu „þættir", svipaðir að efni og uppbygging. En þarna mun höfundur vilja þjóna sann- leikanum, aðgreina það sem ann- ars vegar er byggt á reynslu hans sjálf.s beinlínis frá hinu sem hann hefur skapað með ímyndun sinni. Æviþættirnir eru byggðir upp líkt og smásögur væri. Og smásög- urnar eru fyrst og fremst frásagn- ir; sagðar eins og sannar væru. Sumir æviþættirnir eru raunar „sögulegri" en nokkur skáldskap- ur. Ég nefni sem dæmi þáttinn Sýnd veiði en ekki gefin sem er tilþrifamikil smásaga — gaman- saga eins og þær gengu og gerðust á blómaskeiði smásagnaritunar- innar. Góðvinur Ragnars, Guðmundur G. Hagalfn, skrifar formála fyrir bókinni og segir þar meðal ann- ars: „Höfundur þessarar bókar, sem nú er hartnær sjötugur, hefur vissulega haft öðru að sinna um dagana en ritstörfum. Þau hafa verið eðlisbundið ígripaverk mik- ils atorkumanns á sviði þeirra tveggja atvinnuvega, sem fram á sfðustu áratugi þessarar aldar máttu heita einasta lífsbjörg hrjáðrar þjóðar." Siðan rekur Hagalín æviatriði Ragnars sem er vestfirðingur eins og hann sjálfur, kominn af sjó- görpum vestra, alínn upp við sjó og á sjó. • Og sjórinn er rauði þráðurinn I þessum þáttum. Baráttan við Ægi eins og hann gerist úfnastur og óvægnastur er kjörefni Ragnars. Þvílíkum fangbrögðum manna og höfuðskepna getur enginn lýst nema hann þekki þau sjálfur. Vinnubrögð á sjó eru þess eðlis að útilokað er fyrir þann, sem hefur ekki kynnst þeim náið, að gera þeim skil í frásögnum. Ragnar kann skil á því öllu saman. Fyrsti þátturinn (æviþáttur) gefur strax vísbendingu um það sem á eftir fer. Brim heitir hann. Ragnar var á áttunda árinu þegar það gerðist sem hann segir frá. Hús fjölskyldunnar stóð frammi á sjávarkambi. Stórflóð gerði og brim um leið. Faðir drengsins kom með járnkarl — til að brjóta sér leið inn eftir húsinu, gegnum þil og veggi, ef sjórinn tæki þann hiuta sem næst honum lá og lok- aði útgönguleiðum. Einhver mun lesa þetta með spurn á vör. Hví leitaði fólkið ekki á náðir ann- arra, skildi húsið eftir þar sem það var, fól það briminu á vald og byggði sér nýtt hús fyrir „trygg- inguna" ef sjórinn tæki það gamla? Var hættan vanmetin? Eða brást fólk þá öðru vísi við hættu en það mundi gera nú? Rétt er það, gamli tíminn var illa tryggður, að minnsta kosti. miðað við það sem nú gerist, menn yfirgáfu hvorki skip sín né hús fyrr en i fulla hnefana. Drengurinn, hins vegar, mat hættuna þannig að honum þótti verst að haf a ekki tiltækar árar — til að róa húsinu ef það flyti uppi! Sjórinn er kraftajötunn. í glím- unni við hann þurfti útsjón, and- legt og likamlegt þrek, snerpu og áræði. Kraftar f kögglum voru skilyrði. Vöðvaafl var karl- mennskutákn. Sterkur maður var mikill maður. Væru menn ekki að berjast við brimið reyndu þeir gjarnan krafta sina á öðru, t.d. Bókmenntir eftir ERLEND JÓNSSON Ragnar Þorsteinsson hver á öðrum. í hvorum tveggja skilningnum má nefna sögur Ragnars „kraftasögur". Konur koma þarna við sögu. En karlarn- ir standa i sviðsljósinu. Höfundur leggur tii grundvallar þá gömlu karlmennskuhugsjón að maður skuli vera hvort tveggja: fastur fyrir, jafnvel harður I horn að taka, en jafnframt drengur góður í raun. Kraftanna skyldi maður fyrst og fremst neyta til að afla sér og sínum lífsviðurværis en i öðru lagi til að verja sig og sina f ólgusjó samfélagsins. Sem dæmi um karlmennskuhugsjón höfund- ar koma mér í hug þessar setn- ingar i smásögunni Siglt á milli heima: .....ég horfði með lotningu á þennan þreklega mann í skutn- um, þennan bjargfasta klett, sem ekkert gat bugað; jafnvel æstar höfuðskepnurnar urðu að lúta i lægra haldi fyrir honum. Allir erfiðleikar hrundu af honum eins og brimlöður af bjargi við strönd- ina." Stíll Ragnars hæfir efni. Ragnar er orðhágur. „Eðlisbundið igripaverk", segir Hagalín um rit- störf hans, vafalaust er það hár- rétt. Cýsingar Ragnars eru mynd- auðugar og þróttmiklar. Og þó eru þetta látlausar frásagnir. Ragnar er vandvirkur rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.