Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBKR 1976
47
Sogið og önnur fljót
Tómas Guðmundsson:
AÐ HAUSTNÓTTUM
Forni 1976.
LOKAKAFLINN í hinu nýja rit-
gerðasafni Tómasar Guðmunds-
sonar nefnist Austur við Sog og er
eins og mörg ljóð skáldsins óður
um fljót bernskunnar. Fljótið
helga hét síðasta ljóðabók Tómas-
ar og hún endaði á samnefndu
ljóði. Ritgerðasafnið hefur verið
nefnt eftir upphafsorðum ljóðs-
ins: „Að haustnóttum einn ég að
heiman geng“.
Um Sogið segir Tómas: „Satt að
segja var ég strax, þegar ég man
fyrst eftir mér, orðinn svo sam-
rýndur þessu fagra og undarlega
fljóti, að hver dagur var mér sem
glataður, ef ég gat ekki haft meira
eða minna saman við það að
sælda“. Enn heitari ástarjátning
felst í þessum orðum: „Innstu
töfra þess skynjar sá einn, sem
vaknað hefur hvern vormorgun
bernskunnar við fossnið í hjarta
sínu, en þá þarf lika ungur dreng-
ur á miklum sálarstyrk að halda,
ef hann á ekki að verða skáld". I
ritgerð Tómasar um Sogið er líka
fjallað um þá sem „hafa tekið
tæknina, trúarbrögð dauðans,
fram yfir virðinguna fyrir lifirfú",
en þeir hafa að mati skáldsins
„gengið af ástriðufullu kappi
fram i þvi að eyða öllu lífi og
jafnvel ekki skirrzt við að beita á
laun refsiverðum aðgerðum i þvi
skyni". Tómas kallar þessa menn
„aumkunarverða", en það er stórt
orð í munni hans. Hann dreymir
um þekkingu sem leysi verk-
menningu nútimans af hólmi og
að þá muni Sogið hverfa smám
saman aftur að fornum háttum.
Að haustnóttum er framhald
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Léttara hjals sem kom út í fyrra,
en sjálfur bendir Tómas Guð-
mundsson á að í rauninni séu
þessar tvær bækur i flokki tiu
binda ritgerðasafns þeirra Sverr-
is Kristjánssonar um Islensk ör-
lög. Hann segir að I Að haustnótt-
um hafi hann safnað nokkrum
þeim ritgerðum sínum „sem ég
hef talið skaðlaust að halda til
haga". Við þau orð er aðeins þvi
að bæta að lesandinn harmar að
eiga ekki von á að minnsta kosti
enn einu ritgerðasafni frá hendi
skáldsins þvi að af nógu er að
taka. Efni ritgerðasafnsins nýja
er auk eftirmála og ritgerðarinn-
ar um Sogið sem fyrr var getið:
Um Jónas Hallgrímsson; Minnzt
Þorsteins Erlingssonar; Einar H.
Kvaran, aldarminning; Hannes
Hafstein, ræða á aldarhátíð
skáldsins; Heim til frú Theodóru;
í vöggunar landi, ræða við afhjúp-
un minnisvarða Einars
Benediktssonar; Jón Stefánsson
listmálari; Á sjötugsafmæli Sig-
urðar Nordals; Stefán frá Hvíta-
dal; Á degi Gunnars Gunnarsson-
ar, útvarpserindi; Listamaðurinn
Gunnlaugur Blöndal; Davíð
Stefánsson frá Fagraskógi og
Horft til æskuára.
„Og þó að þessir menn hafi
flestir verið góðvinir minir, vona
ég, að sú staðreynd hafi hvergi
freistað min til oflofs um þá“,
segir Tómas í eftirmálanum. Tóm-
as skrifar af hrifningu og virð-
ingu um skáldbræður sina og
listamenn. Ritgerðirnar og ræð-
urnar eru samdar með þetta í
huga, gagnrýni eða endurmat
vakir ekki fyrir höfundinum.
Þess vegna verða þeir ef til vill
fyrir vonbrigðum sem vilja að
skrif um bókmenntir og listir séu
í æsistil, en hinir munu gleðjast
sem kunna að meta að heldur sé
byggt upp en rifið niður. En þó
eru ritgerðir Tómasar síður en
svo endurtekningar á þvi sem all-
ir vita og orðið er viðurkennd
skoðun. Ritgerðirnar um Stefán
frá Hvítadal og Davið Stefánsson
frá Fagraskógi eru einmitt til
marks um sjálfstæða skoðun á
verkum þeirra og sama er að
segja um skemmtilega minningu
um Halldór Laxness á yngri árum
(Horft til æskuára). Tómas segir i
eftirmálanum að hann hafi varast
„þá fordild að flika persónulegum
kynnum mínum við þessa ágætu
menn“, en i ritgerðinni um
Laxness hafi hann ekki komist
hjá þvi. Lesandinn er þakklátur
Tómasi fyrir að hann leyfði sjálf-
um sér að komast að i þessari
ritgerð og hefði ef til vill óskað
þess að fá að vita meira um per-
sónuleg kynni hans. Hver veit
nema persóna Tómasar eigi eftir
að skipta jafnmiklu máli og við-
fangsefni hans þegar fram í sæk-
ir? Sá sem þetta ritar er ekki í
neinum vafa um það.
Ritgerðin um Davíð Stefánsson
er augljóslega andsvar við gagn-
rýni á síðustu ljóð skáldsins.
Menn hafa einblint á Svartar
fjaðrir og fullyrt að með aldrinum
hafi skáldkaparmjöður Daviðs
orðið æ þynnri. Tómas þykir
vænst um Svartar fjaðrir, en er
samt „fyllilega ljóst, að fjöldinn
allur af beztu og athyglisverðustu
kvæðum hans er seinna til orð-
inn“. Eftirfarandi samliking um
skáldskap Davfðs hittir f mark,
lýsir því hve mikill smekkmaður
Tómas er á ljóð, en einnig vel að
merkja góður diplómat i heimi
bókmenntanna: „Það er oftar eins
og að vera staddur i landslagi, það
byrjar að niða, og maður tekur
ekki eftir þvi, að það gæti verið
öðruvísi".
Þessi setning segir okkur hve
fundvis og hnyttinn Tómas getur
verið í ritgerðum sínum, engu að
síður er þetta einkenni sem kem-
ur betur fram í daglegu tali Tóm-
asar, fágaðri samræðulist hans
sem ég held að sé einstök. í skáld-
skap hans'birtist hún sem leikur
að mótsögnum. Flestar ritgerðirn-
ar I Að haustnóttum eru aftur á
móti þess eðlis að þær gefa ekki
tilefni til hins frjálsa leiks hug-
ans. Þær eru samdar á hátíðleg-
um stundum í lífi skálda og lista-
manna. En í Léttara hjali nýtur
maðurinn Tómas Guðmundsson
sín fullkomlega í sambýli við
skáldið.
Á ritgerðir Tómasar um Jónas
Hallgrimsson, Einar H. Kvaran og
Hennes Hafstein hefur áður verið
minnst hér í blaðinu af gefnum
tilefnum. Ég mun ekki endurtaka
það sem sagt hefur verið um þær.
En að fjalla um verk þessara
skálda án þess að kynna sér skoð-
anir Tómasar Guðmundssonar á
þeim tel ég varla unnt. Slik bók-
Tómas Guðmundsson
menntafræði hlyti að verða fá-
tæklegri án þess að taka að ein-
hverju leyti mið af Tómasi. Enda
hafa þeir sem best hafa skrifað
um bókmenntir á siðustu áratug-
um notið leiðsagnar Tómasar
Guðmundssonar. Ég ætla að vona
að svo verði áffm
I framtíðinni mun ritgerðasafn
Tómasar, Að haustnóttum, verða
ein af helstu heimildum um is-
lenskar nútímabókmenntir. Þess
verður aftur á móti saknað eins
og ég hef þegar drepið á að fleiri
greinar eftir hann um bókmennt-
ir og menningarmál skuli ekki
vera tiltækar í bók. Ritferil sinn
kallar Tómas „harla slitróttan“ af
kunnri hógværð sinni. En hann
hefur ekki þurft að brýna raust-
ina til að gera mönnum ljóst að
verk hans öll eru líkt og fágætt
úrval sem glatar ekki ilm sinum
þótt árin liði.
Vaknað af draumi
Sagan
um Jón
Elías
Jenna og Hreiðar:
JON ELtAS.
Barnasaga.
Teikningar og kápumynd:
Þóra Sigurðardóttir
Bókaforlag Odds Björnssonar
1976.
JÖN ELÍAS eftir Jennu Jens-
dóttur og Hreiðar Stefánsson er
aukin og endurbætt útgáfa
Snjallra snáða (1958). Hreiðar las
þessa sögu I útvarp fyrr á þessu
ári.
Jón Elias á heima I kaupstað
(Akureyri?). Hann er „rauðhærð-
ur og freknóttur, lítill og grann-
vaxinn" og ekki bætir úr skák að
hann getur ekki sagt r eða s.
Krakkarnir striða Jóni Elíasi af
því að hann fer að skæla og
hleypur heim. Jón Elías verður
fyrir vonbrigðum þegar bróðir
hans fæðist. Hann er ljótur og
grettinn. Og fljótlega verður Jóni
Eliasi ljóst að hann þarf að taka
meira tillit til bróður sins en hann
er fær um. Hann verður m.a. að
gæta þess að vekja ekki bróður
sinn. Þessi breyting í lífi Jóns
Elíasar veldur þvi að hann
ákveður að strjúka að heiman.
Hreiðar Stef&nsson
Bókmenntlr
eftir JÓHANN
HJÁLMARSSON
Enginn er góður við hann, allt
snýst um litla bróður.
En Jón Elías verður reynslunni
rikari. Hann fær að fara með flug-
vél til Reykjavíkur til ömmu sinn-
ar og afa. Hann hjálpar blindum
manni yfir götu og kynni hans af
blinda manninum verða honum
mikils virði. Heim kemur hann
upplitsdjarfari en áður. Htnum
hefur aukist sjálfstraust. Til
dæmis verður það eitt af hans
Framhald á bls. 48
Ingimar Erlendur Sigurðsson:
VERULEIKI DRAUMSINS.
120 bls.
Letur. Rvfk 1976.
MIÐAÐ við venjulegar ljóðabæk-
ur seinni árin er Veruleiki
draumsins stór bók. Og efnismik-
il. Ekki lesin á smástund. Ingimar
Erlendur er þróttmikið ljóðskáld
og virkur þátttakandi í mannlíf-
inu. Ög skrifar hvert sitt orð með
eldi tilfinninga. Hann er lika
tendens-skáld, ætlar orðum sínum
ekkert svæfingarhlutverk; þvert
á móti skulu þau vera vekjandi,
hvetjandi, eggjandi. Þau eru víg-
orð og skulu letrast i hjörtun.
Skáldið hvíslar ekki, heldur hróp-
ar. Hvert orð skal vera orku hlað-
ið og fela í sér sprengimátt fyrir
tilfinning og imyndun.
Lítum á heiti bókarinnar,
„Veruleiki draumsins“* Það gefur
sýn til tveggja heima. Okkur
dreymir — við vöknum — til
veruleikans. Þannig eru mörg
ljóðin í þessari bók upp byggð.
Þau byrja i draumalandinu en
flytja lesandann að lokum, ófor-
varandis, út i kalda birtu raun-
veruleikans. Svo mótsagnakennt
sem það nú kannski hljómar þá er
í þessum ljóðum dreymin
stemmning annars vegar, hins
vegar nepja vökunnar. Draumur
getur verið forboði stórra hluta.
En fyrst og fremst er eðli draums
| að vísa í senn aftur og fram; aftur
til hins liðna; fram til hins
ókomna og ókunna. í því er fólgið
spásagriargildi hans. í draumi
blandast saman fengin reynsla og
grunur um það sem maður á eftir
að reyna. Þvi mætti með nokkrum
rétti segja að öll minning sé
draumur. Það er að þessu leyti
sem nafn bókarinnar er réttnefni,
skáldið horfir bæði aftur og fram,
Bókmenntlr
eftir ERLEND
JÓNSSON
Ingimar Erl. Sigurðsson
stendur með reynslu sína og ann-
arra á herðum sér og skyggnist
jafnframt inn í framtíðina. Ljóða-
flokkurinn Skammdægur felur
t.d. í sér svipmyndir frá liðnum
tíma, þjóðtrúarstemmning, en
einnig algild lífsannindi og höfð-
ar þar með til liðandi stundar.
Dæmi:
Hríð á dyrnar brestur""
blaktir Ijós f giugga
hríð á dyrnar brestur.
Ljðktu upp mfnu Iffi.
„Veruleiki draumsins“ — til-
valið og lýsandi heiti; „ljúktu upp
mínu lífi“; það er eins og Eliot
sagði í öðru sambandi og sam-
hengi, „hurry up please it’s time.“
Fyrst værð og draumur, síðan
vaknar maður við að stjakað er
við honum. Slíkt er semsé áhrifa-
gildi margra ljóðanna í þessari
bók. Skáldið hafnar forhertri inn-
hverfu, endalausu Tnóki, einka-
ljóði. í þá veru skil ég að ort sé
ljóðið Alög sem er bráðsnjallt og
mig langar að tilfæra hér í heild:
l ndir þfnum
augnalokum
undrið mikla
felst og sefur
djúpt f hugans
draumaþokum
daga sfna
inni grefur
Framhald á bls. 48