Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 11
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 43 Fyrsta alþjóða- frímerkjasýning i Danmörku ÞEGAR þessi frímerkjaþáttur hófst aftur hér í Mbl. eftir nokkurt hlé, lofaði ég lesendum hans því að segja frá hinni fyrstu alþjóðafrímerkjasýn- ingu, sem Danir héldu í Khöfn dagana 20.—29. ágúst sl. og þeir nefndu Hafnia 76. Því miður hefur þetta dregizt of lengi hjá mér, þar sem margs konar ann- að efni hefur orðið að sitja í fyrirrúmi. Nú vil ég hins vegar ekki láta árið líða svo, að þess- ari merku sýningu verði ekki gerð einhver skil í þættinum. Aftur á móti er af svo mörgu að taka, að einungis er unnt að Sýningarhöllin Bella Center HAFNL476 stikla á hinu helzta, sem bar fyrir augu mín og þeirra ann- arra, sem ég styðst við í frásögn minni. Þrátt fyrir það er efnið svo mikið, að ég verð að skipta því í tvo þætti a.m.k. Vonast ég þá til, að framhaldið geti komið í blaðinu milli jóla og nýárs eða þá fljótlega eftir áramótin. Áður en Hafnia 76 hófst, var nokkuð sagt frá henni i Mbl., svo að lesendur þessara þátta eru væntanlega ekki með öllu ófróðir um tilefni og aðdrag- anda sýningarinnar. Engu að síður er samt rétt að rifja nokk- ur atriði upp til glöggvunar. Danska póststjórnin gaf fyrsta frímerki sitt út 1. apríl 1851. Var það 4 sk. merki, svo- nefnt 4. R.B.S. (þ.e. rigsbank- skilling). Var þetta mikill við- burður í frímerkjasögunni, enda urðu Danir langfyrstir Norðurlandabúa til að taka frf- merki upp til greiðslu burðar- gjalda fyrir póstflutninga. Var þvf ekki nema eðlilegt, að þeir vildu minnast 125 ára afmælis danskra frfmerkja á sem veg- legastan hátt. Hafði danska póststjórnin forgöngu um málið og ákvað þá m.a. að halda al- þjóðafrímerkjasýningu í sam- vinnu við danska frimerkja- safnara. Hlaut hún nafnið Hafnia 76, svo sem áður grein- ir, og var haldin f nýrri sýning- arhöll á Amager, Bella Center. Var ekkert til sparað, að sýn- ingin yrði hin veglegasta og gestum öllum til ánægju. Ég sótti þessa sýningu heim, en gat því miður ekki verið á henni nema í þrjá daga. Þeir, sem þekkja til alþjóðasýninga, geta þess vegna skilið, að ég varð vfða að fara fljótt yfir sögu á sýningunni og vissulega sleppa ýmsu. Til þess að frá- sögn mín verði ekki of enda- slepp, hef ég gripið til þess ráðs að bæta inn i hana umsögnum annarra manna. Hygg ég það verði einungis til bóta, þar sem í hlut eiga mjög færir menn, sem sumir hverjir hafa sótt margar alþjóðafrfmerkjasýn- ingar, og eiga því auðvelt með allan samanburð. Eðlilegt er að lýsa nokkuð nákvæmlega íslenzka frí- merkjaefninu, sem var á sýn- ingunni. Styðst ég þar einkum við lýsingu Þórs Þorsteins, en hann dvaldist á sýningunni all an tfmann, sem hún var opin, og rannsakaði íslenzka efnið mjög gaumgæfilega. Hér er óþarft að kynna Þór Þorsteins fyrir íslenzkum söfnurum, svo þekktur sem hann er i þeirra hópi. Þá styðst ég við frásögn, sem kom í fréttabréfi frá félagi í Stokkhólmi, sem heitir Islandssamlarna. Eins og nafn- ið bendir til, er þetta félag sænskra áhugamanna um ís- lenzk frímerki og yfirleitt ís- lenzka frímerkjasögu. Auk þess veit ég af reynslu, að félags- menn flestir eru einnig hinir beztu Islandsvinir og hafa mik- ið samband við fslenzka safnara hér heima, enda oft heimsótt landið og dvalizt hér lengri eða skemmri tíma. En nú skal snúið sér að Hafnia 76. Þetta var önnur alþjóðasýn- ingin, sem ég heimsótti, hin var Stockholmia 74. Reynsla mín er því ekki mikil í þessum efn- um. 1 greinarkorni, sem ég skrifaði um Hafnia 76 í Mbl. 17. ágúst sl., benti ég lesendum á, að nauðsynlegt væri að tak- marka sig þegar í upphafi við það sýningarefni, sem menn hefðu einkum áhuga á, þar sem engin von væri til að komast yfir að skoða allt. Þetta var reynsla mfn frá f Stokkhólmi sumarið 1974, og var ég þar þó allan tfmann, senTsýningin var opin. Mér þótti því vænt um, að Svfinn Sven Ahman, sem er kunnur safnari og eins sem rit- höfundur um frfmerki, er sömu skoðunar og ég. Hann ritaði grein í októberblað Nordisk Frimerki eftir JÓN AÐALSTEEN JÓNSSON Filateli, sem hann nefnir Áhrif frá Hafnia. Þar segir hann m.a.: ,jEg get ekki fmyndað mér, að nokkrum manni, jafnvel ekki hinum færasta frímerkjafræð- ingi (filatelist), hafi tekizt að skoða alla Hafnia á þeim tfu dögum, sem til boða voru. Það hefði lfka verið tilgangslaust — jafn tilgangslaust og það að lesa á hverjum degi hverja Ifnu f blaðinu sínu, bæði greinar og auglýsingar." Þetta er vissu- lega rétt hjá Áhman, þvf að algerlega er óhugsandi að skoða hvern ramma nákvæmlega á sýningum, þar sem þeir skipta þúsundum. Á Stockholmia 74 voru þeir tæp 5 þúsund og á Hafnia 76 um 4500. En á slík- um sýningum er vissulega eitt- hvað fyrir alla á sama hátt og f dagblöðunum. Ég var við opnun sýningar- innar að morgni 29. ágúst ásamt allmörgum Islendingum öðr- um. Ekki veit ég, hversu mörg við vorum þar, en gæti trúað, að talan 15 væri ekki fjarri sanni. Setningarathöfnin var hin virðulegasta og Dönum til sóma í hvívetna. Var flest með líku sniði og í Stokkhólmi 1974, enda var ljóst, að Danir höfðu lært margt af Svíum í þessum efnum, eins og eðlilegt má telja. Margt hlýtur einnig að vera sameiginlegt með öllum alþjóðafrímerkjasýningum. Þegar setningarathöfninni var lokið, var gestum boðið upp á ágætar veitingar og síðan að ganga um sali til að virða fyrir sér sýningarefnið. Um leið gafst mönnum kostur á að hitta frimerkjavini, sem sumir hverj- ir voru komnir um langan veg til að skoða það, sem sýnt var. Sýningarhöllin Bella Center er mjög rúmgóð og bæði hátt til lofts og vítt til veggja. Mjög rúmgott var þvf milli sýningar- ramma. Þá voru um fjögur þús- und sæti víðs vegar um húsið, þar sem menn gátu hvílt sig og rabbað við kunningja og vini yfir öiglasi. Veitti svo sem ekki af þessu, þvf að þreytandi er að ganga til lengdar á hörðu stein- gólfi. Þá voru margs konar veit- ingastaðir, þar sem kaupa mátti bæði mat og öl. En heldur þótti mér verðlagið hátt, og var það sfzt hagstæðara en hér á landi. Skipulag Hafnia 76 fannst mér ekki eins gott og var hjá Svíum 1974, en menn lærðu fljótlega á niðurröðun sýningarefnis, og eftir það var vandalaust að finna það, sem menn vildu skoða sérstaklega. Ég varð þess var, að þeir voru fleiri en ég, sem áttu í nokkrum erfiðleikum með þetta í upp- hafi. Rétt er að taka fram, að ég hafði fengið sérstakt blaða- mannaskírteini frá Mbl. áður en ég hélt að heiman. Naut ég þvf áerstakrar fyrirgreiðslu upplýsingastofu sýningarinnar, sem einkum var opin fyrir fjöl- miðla. Fékk ég þar góða og skjóta fyrirgreiðslu í hvfvetna. Skrifstofan sendi á hverjum degi frá sér skýrslu eða greinargerð um það, sem gerzt hafði daginn áður og eins það, sem fram undan var. Vissulega voru þessar skýrslur ágrips- kenndar, en engu að síður mjög gagnlegar öllum þeim, sem fylgjast vildi sem bezt með þvf, sem fram fór. Fyrsta daginn komu 2844 gestir á sýninguna, að því er segir I fyrstu skýrsl- unni. Samkv. henni vakti þar einkum athygli, að ekki færri en 53 fslenzkir frfmerkja- safnarar komu á Hafnia 76 þann dag. Er tekið fram, að þessi tala sé sérstaklega at- hylgisverð, þegar haft er í huga að allir Islendingar séu um 230 þús. að tölu. Þá var í skýrslu þessari lýst ánægju yfir þvf, hversu vel Hafnia 76 var kynnt í dagblöðum hér heima, áður en sýningin hófst. I fjórðu skýrslu skrifstofunnar segir.að um helgina næstu á undan hafi komið 200 tslendingar til við- bótar á sýninguna og þá sé tal- an komin upp i 253, sem sé um einn af hverju þúsundi Islend- inga. Ekki verður fullyrt, hvort þessar tölur hafi verið nærri sanni, en ég hlýt að játa, að mér finnst þær ótrúlega háar. Þá má ekki skilja þessar tölur svo, að þetta hafi allt verið frf- merkjasafnarar, þvf að sumir þeirra voru þar með konur sín- ar og jafnvel börn. Þá er lík- legt, að f þessum tölum hafi verið Islendingar, búsettir f Danmörku og jafnvel annars staðar á Norðurlöndum. Allt um það má segja með sanni, að islenzkir frímerkjasafnarar voru margir á Hafnia 76, lengri eða skemmri tima. Hér verður að láta staðar numið í frásögn af Hafnia 76, en í næsta þætti verður sýning- unni lýst nánar og einkum gerð grein fyrir íslenzka sýningar- efninu. jNeUrjlarkSftmeíí C;fv<S MOSKVU — í hita kosningabarátt- unnar i Bandarikjunum hefur því verið haldið fram, að Sovétmenn eigi vaxandi gengi að fagna á sviði alþjóðamála á kostnað Bandarikja- manna Eigi að siður er það áhorfs- mál, hvort Rússum hefur miðað meira aftur á bak en áfram i áttina að margvislegum stefnumiðum sín- um á alþjóðavettvangi. Á undanförnum mánuðum hefur gengið upp og ofan í samskiptum Rússa við aðrar þjóðir. Stjarna þeirra hefur að sönnu farið ört hækkandi i Afriku og Suð- Austur-Asiu, en að sama skapi hefur hún lækkað ískyggilega i löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Enn sem fyrr elda þeir grátt silfur við Kin- verja, og heldur hefur sigið á ógæfu- hliðina i samskiptum þeirra við Bandarikjamenn. Áhrifamáttur Sovetríkjanna er- lendis hefur verið minni en ella sökum ýmiss konar erfiðleika á inn- anlandsvettvangi. Má þar til dæmis nefna skakkaföll i landbúnaðarmál- um, og ekki bætir það úr skák, að Sovétmönnum hefur Iftið Austurlöndum og andróður hefur verið árangurslltill. My æfingum. orðið ágengt í Mið- þeirra gegn ísraelsmönnum ndin: israelskir hermenn að eftir CHRIST OPHER S. WREN MIO-AUSTURLÖND Sovétríkín hafa hvergi beðið eins mikinn hnekki i utanrikismálum og i Mið-Austurlöndum. Til skamms tima rikti bræðralag og eindrægni með þeim og Egyptum, en nú er sambúðin stirð og ennfremur hefur hernaðarihlutun Sýrlendinga i Libanon orðið til þess að skugga hefur borið á samband þeirra og Rússa. Jafnvel Irak, sem áður var traust- ur bandamaður Rússa. hefur nú hallað sér að íran i rikara mæli en áður, og er nú svo komið, að Libyu- menn eru helzta stoð Rússa i Mið- Austurlöndum Rússum er það mik- ill þyrnir augum, hversu mjög gengi Irana hefur hækkað i Mið- Austurlöndum. þvi að þeir berjast gegn kommúnisma og hafa stundað vopnakaupfrá Bandarikjunum. Rússum er umhugað um framtið Palestinuaraba, og þeir vilja jafn- framt koma i veg fyrir að styrjaldar- hættan breiðist út Hins vegar hefur atburðarásin i þessum heimshluta Áýmsugengur með utiinrílds- stefnu Sovétrí kianna helztu þjóðarleiðtogarnir eru flestir hnignir á efri aldur og liggja undir því ámæli, að þeir gerist stöðugt íhaldssamari. Af þessum sökum er það sam- dóma álit sérfræðinga í utanríkis- málum á Vesturlöndum. í kommún- istaríkjum og í löndum þriðja heims- ins, að Rússar muni fara sér í engu óðslega i alþjóðamálum á næstunni, þótt þeir kunni ef til vill að tefla djarft, þar sem þeir telja vigstöðu sina góða Háttsettur sendifulltrúi frá Evrópu- riki sagði nýlega hér í Moskvu: Ég tel engar líkur á þvi, að Rússar muni á næstunni gera gagngera stefnu- breytmgu i alþjóðamálum í þeim efnum eru þeir alltaf heldur svifa- seinir, enda þótt byrlega blási fyrir þeim. Rússar eru einnig mjög áfram um að viðhalda hinni svökölluðu „frið- samlegu sambúð", sem gerir þeim kleift að leika tveimur skjöldum. Annars vegar eiga þeir viðræður við stjórnmálamenn á Vesturlöndum um að draga úr vigbúnaðarkapp- hlaupinu og um aukin vöruskipti, en hins vegar styðja þeir svonefnd „byltingar- og þjóðfrelsisöfl” um heim allan Með því að beita slikri tvöfeldni í stjórnarstefnu sinni, hefur Rússum gefizt mjög aukið svigrúm, eins og fram hefur komið að undanförnu, m.a. i kjölfar striðsins i Angóla. — Þeim hefur tekizt að styrkja hags- muni ríkisins gagnvart Vesturlönd- um jafnframt þvi sem þeir koma fram sem leiðarljós byltingarafla, og er það mjög vel af sér vikið, svo að notuð séu orð sendifulltrúa eins í Moskvu. Á 25. flokksþingi sovézka komm- únistaflokksins, sem haldið var sl. vetur, vék Leonid Brésnef aðalritari flokksins að utanríkismálum i ræðu sinni og komst hann m.a. svo að orði: — Við mótun utanríkisstefnu okkar verðum við að taka með í reikninginn á einn eða annan hátt, ástand mála á sérhverjum bletti jarð- arinnar. BANDARÍKIN Enn sem fyrr eru Bandarikin sá mælikarði, sem Rússum er tamast að gripa til hvað snertir framfarir og önnur hagsmunamál. Samband þessara tveggja stórvelda varð æ vinsamlegra, þar til svo brá við í janúar 1975, að tillaga um auknar tollaívilnanir og lán til Sovétríkjanna var felld í fulltrúadeild bandaríska þingsins Síðan hefur lítt miðað áfram um bætta sambúð Rússa og Bandaríkjamanna. Að undanförnu hefur gætt aukins andróðurs gagnvart Bandarikja- mönnum í sovézkum fjölmiðlum og bendir það til þess, að Rússum sé farið að gremjast, hversu mjög hefur dregizt á langinn að ganga frá sam- komulaginu um afvopnun, sem Brésnef og Ford Bandarikjaforseti lögðu drög að á fundi sinum i Vladi- vostok siðla árs 1 974. Rússar virðast staðráðnir í þvi að standast það moldviðri sem þeytt er upp i kosningabaráttunni i Banda- rikjunum í von um að komast að samkomulagi í afvopnunarmálum, þegar um hægist á nýjan leik. Þeir virðast hvorki hafa i hyggju að falla frá hinni mörkuðu stefnu um bætta sambúð, né heldur bæta um betur með þvi að bjóðast til að gera tilslak anir á stefnu sinni. Bandariskur stjórnarerindreki sagði nýlega, að hvorki gengi né ræki i samskiptum þjóðanna. þar sem hvorug léti sinn hlut. EVRÓPA Á öryggismálaráðstefnu Evrópu, sem haldin var I Helsinki á sl ári fengu Rússar þvi m.a. framgengt, að viðurkennd voru þau landamæri á meginlandi álfunnar, sem komið var á eftir stríð, og fallizt var á skiptingu Þýzkalands. En það kom einnig fram á ráðstefnunni, að Vest- urlönd hafa fyllri ástæðu en áður til tortryggni gagnvart því. hvernig mannréttindum er háttað i Sovétrikj- unum Má þvi búast við, að Rússar leggi sig I framkróka um að sýna það og sanna á framhaldsráðstefn- Sovétmönnum hefur orðið tö frá Angóla og sýnir réttarhöldi unni i Belgrað á næsta ári, að þeir hafi stigið spor i rétta átt. Hins vegar er ekki við þvi að búast, að það hafi i för með sér aukin mannréttindi og frjálsræði I Sovétríkjunum. Sérfræðingar i alþjóðamálum telja hugsanlegt, að Rússar séu reiðu- búnir til að fallast á einhverjar sam- þykktir um fækkun herja i Mið- Evrópu á fundunum i Vinarborg, sem virðast hafa siglt i strand. Er talið, að þeir muni grlpa til þess ráðs til að drepa á dreif gagnrýni, sem vestrænar þjóðir hafa borið fram á þá á öðrum sviðum Stjórnvöld i Moskvu vita ekki enn almennilega, hvernig þau eiga að bregðast við sjálfstæðistilhneiging- um kommúnistaflokka I Vestur- Evrópu, sem mjög hefur borið á að undanförnu Á ráðstefnu komm- únistaflokka Evrópu I Austur-Berlin í júni sl urðu Rússar þó að viður- kenna sjálfákvörðunarrétt þessara flokka Kommúnistaflokkarnir á Italiu og Frakklandi virðast ekki fara svo mjög I bága við stefnu Rússa i utanrikis- málum, en hins vegar hafa þeir lýst yfir vilja sinum til þess að auknu lýðræði verði komið á i löndum Austur-Evrópu Sendimaður frá Vestur-Evrópu i Moskvu hefur sagt, að Rússar vilji að kommúnistaflokk- ar á Vesturlöndum vaxi að styrk og áhrifamætti og nái allt að 49,9% fylgi, en komist ekki i rikisstjórn. verið svo hröð, að allar tillögur Rússa til lausnar vandamálunum. sem eiga það sammerkt, að þær hafa með einum eða öðrum hætti beinzt gegn ísrael, hefur dagað uppi, svo að notuð séu orð vestræns sérfræðings i alþjóðamálum — Rússar hafa sýnt það og sann- að, að þeir vilji ekki hætta á neitt i þessu máli, enda þótt það gæti haft jákvæðar afleiðingar, — sagði hann. — Þeir gera sér grein fyrir þvi, að þeir hafa engin svör á reið- um höndum, og því fer jafnvel fjarri, að þeir eygi nokkra lausn AFRÍKA Þvi er hins vegar ekki að neita, að gæfusól Rússa skin nú glatt yfir Afriku Bandamenn þeirra i Angóla, Þjóðfrelsisfylkingin fyrir frelsun Angóla, bar sigurorð af tveimur öðr- um frelsisfylkingum i landinu og virðist traust i sessi Þá hafa Rússar komið ár sinni vel fyrir borð i sunnanverðri Afriku og þeim hefur jafnvel tekizt að efla áhrifamátt sinn i rikjum á borð við Mósambik og Tanzaniu. sem voru til skamms tima höll undir Kinverja Vegna velgengni sinnar i Afriku hafa Rússar freistast til þess að taka upp stuðning við aðrar frelsishreyf- ingar, þar á meðal Þjóðarhreyfingu Suð-Vestur-Afriku, en leiðtogi henn- ar. Sam Nujoma, var nýlega á ferð i Framhald á bls. 62 luvert ágengt I Afríku að mati greinarhöfundar. Myndin er n alkunnu yfir hvítu málaliðunum. Skuldabréf fasteignatryggð og spariskirteini til sölu. Miðstöð verðbréfavið- skipta er hjá okkur Fyrirgreiðsluskrifstofan Fasteigna og verðbréfasala Vesturgötu 1 7 Slmi 16223. Þorleifur Guðmundsson heimasimi 12469. Hvers vegna ekki vandað úr? Stórkostlegt úrval af: Herra-úrum Dömu-úrum Skóla-úrum Hjúkrunar- og vasa-úrum Einnig stofu- eldhús og vekjaraklukkur Verð — gæði og útlit fyrir alla Úr og skartgripir Jón og Óskar Laugavegi 70 og Verzlanahöllinni S. 24910 og 17742. Skínandi — klingjandi kristall SOLROS POLAR SNJOBOLTI Kærkomin gjöf Laugavegi 26

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.