Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.12.1976, Blaðsíða 22
54 MGRGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. DESEMBER 1976 SIGURÐUR HAUKUR GUÐJÓNSSON SKRIFAR FRÁ KAUPMANNAHÖFN Fyrir nokkrum árum var sendiprestsembættið í Höfn á allra vörum. Blört birtu þakkabréf til þessarar líknarhandar íslenzku kirkjunnar sem strauk þjáninf>ar af sjúkum ennum, leiddi afvegavillt ungmenni frá dönskum rennusteinum til heimahaga á ný, gaf „mállausum" orð, tengdi slilin bönd yfir Atlandsála. Þetta hafði allt hafizt f virðulegri hiskupaveizlu, bjöllurnar hringdu vor nýrra samskipta yfir iðukast hins daglega llfs, og þreyttir þjónar kirkjunnar böðuðu sig I dýrðar- Ijóma þess starfs, er hér var unnið. Enn var kirkjunnar þörf, enn var starf hennar nokkurra blekdropa virði. En hvað ssvo? Já, hvað svo? Allt f einu var þakklætið orðið íslenzkara, — grafið í þögn, eða var það kannske það, að hlöðin okkar hefðu ekki lengur áhuga á að birta frásagnir af því sem vel er gert? Við hjónin greikkuðum spor okkar eftir hálum götum að Öster-Voldgade 12. Jú, hér stóð það skýrum stöfum: SENDIRÁÐSPRESTUR. Hann var þá hér í Höfn enn. Það er undarlegt að ganga upp þessa stiga. í látleysi sfnu hvísla þeir til íslenzka gestsins: Drag skó af fótum þér, því þú ert staddur á helgum stað. I þessu húsí voru þau orð sögð, voru þau orð skráð, er tendruðu islenzk brjóst til vitundar um það, að þau væri frjálsra manna en ekki þræla. Enn er eins og veggir, loft og gólf sér brumvagga vors hinn- ar fslenzku þjóðar. Já, hér, hér á þessum stað bjó Jón, hér hugsaði hann, héðan flugu sindur af steðja hans yfir frosinn svörð fs- lenzkrar þjóðarvitundar. I lát- leysi sínu er þetta hús varir í kór íslenzkrar sögu, kannske of sann- ar, til þess að allir fái séð, að þeim hæfir ekki farði. Þau brunnu mér á eyrum orð námsmannsins, sem sagt hafði við mig: Við krefj- umst að rikisstjórnin setji upp mötuneyti fyrir okkur f húsinu, þar sem við getum fengið ódýran mat og ódýran drykk. Það væri hægt að henda þessum presti út, og láta síðan kokk hafa fbúðina f staðinn. Undarleg orð. Sannarlega væri það verðugt, að einhver framtaks- söm vera leigði eða keypti hús til slfkrar starfsemi, fengi jafnvel húsnæðið gefið af rfkinu, en hvar er menntun fslenzku þjóðarinnar * stödd, sem stimplar hæf til náms á erlendri grundu þau börn er ekki skilja, að Öster-Voldgade 12 er ekki þessi staður? Tfmi er til, að þjóð lfti til skóla sinna, er útskrifuðum er ekkert heilagt annað en undanrennuglundur er- lendra áróðursvéla. Vonandi voru þetta stríðniorð aðeins, sögð til þess að reyna gamlar taugar. En gætum okkar samt, ,,trúboðarnir“ innan fslenzkra skóla eru iðnir. Fyrr en varir gæti Islendingum öllum þótt það sjálfsagt að breyta Húsi Jóns Sigurðssonar í matsal, og síðan jafnvel í krá. En gott var að fá að ganga þessa stiga fyrir þá tíð. Eg hrekk við. Þrepin eru á enda. Gremja mfn og lotning tak- ast f hendur. Við knýjum dyra. Islenzk gestrisni! Kannske verður henni aldrei með orðum lýst þessari systur vorgeislans, — en hún lifir enn, og sra Jóhann og hún búa í sátt og samlyndi, og jeiða gesti í stofu og búr. 1975 vakti það furðu margra heima á Fróni, er þessi kempulegi maður yfirgaf eitt af „feitu" brauðunum í höfuðborginni, eftir örstutta þjónustu, og hélt hingað til Hafnar til starfs í viðlendasta prestakalli islenzku kirkjunnar. Um Norðurlöndin fjögur nær kall hans, og enginn veit með fullri vissu, hve margir eiga kröfu til þjónustu hans. En hér er hann, hverjum þeim til halds og trausts er þiggja vill, kirkjunnar þjónn, með skyldur hennar á herðum, einn islenzkra presta tengdur kirkju- og utanríkisráðuneytun- um báðum f senn. — Nei, ég var ekki að flýja neina ytri kló, segjum heldur, að eg hafi verið að leita að sátt við mitt eigið brjóst. 1954 var eg kall- aður til forfallaþjónustu fyrir kempuna sra Halldór Kolbeins til Vestmannaeyja, og 1956 varð ég annar prestanna þar. Þetta voru dýrleg ár, eg var viss um að Guð var i starfi með mér, mér fannst lífið fullt af gjöfum, eg eignaðist fólkið að vinum, deildi með því gleði og sorg. Þarna hefði eg þvi kosið að kvelja líf mitt allt. En prestur er þjónn, þjónn þess Guðs sem sendir hann útá akurinn, og þegar árin voru orðin 19, þá fannst mér, sem kærleikur Guðs til þessara vina minn í Eyjum þyrfti nýja tungu, nýtt líf. Eg gekk á Helgafell og ræddi þetta við Guð minn, það var ekki sárs- aukalaust, en eg sótti í burtu og haustið 1972 varð eg prestur í Reykjavík. Svo kom GOSIÐ. Það var ekki aðeins Helgafell sem rifnaði, mér fannst brjóst mitt gera það lika, — fannst eg hefði átt að vera með þessum vinum mínum i útlegðinni, deila með þeim lifi og kjörum. Ungar rætur i nýju kalli, meðal elskulegs fólks, þoldu ekki þessi átök samkennd- arinnar, lömuðu þrek mitt, og þá ákvað eg að sækja á nýjar slóðir. Þannig atvikaðist það, að eg varð prestur hér, ráðinn til þriggja ára. Og hér líður mér vel. Eg syng messu með tveggja — þriggja vikna millibili f St. Pálskirkjunni, hérna fyrir handan, og reyni sfð- an að fylgjast með, hvar þjónustu minnar er þörf. Sfminn hringir: Það held eg ekki. Eg hefi aðeins heyrt um einn ungling, sem fór þar um. En eg fer þangað eftir tvo daga og sé hann þar, þá læt eg vita. — Það var verið að spyrja um ungling, sem haldið er, að hafi tekið sér bólfestu f Kristjanfu. Sem betur fer er það orðið sjald- gæft að islenzkir unglingar dvelji þar. Kaupmannahöfn er ekki lengur hliðið að eiturlyfjaökrum heimsins. Sumir telja það flutt til Niðurlanda, ekki veit eg það, en hitt er vfst' að til Hafnar þurfa þeir Jslendingar ei lengur, sem eiturlyfjaauðhringarnir hafa náð að læsa klónum í. Annars bendir allt til að þessi furðualda sé að dgla hér á ný. Enn hringir síminn: Jú, henni líður vel, eg hitti hana í dag og hún býst við að fá heimfararleyfi eftir viku. Já, eg skal bera henni kveðju. — Nei, svo er menntun okkar góðu lækna fyrir að þakka, og líka vaxandi skilningi á starfsaðstöðu þeim til handa, að það gerist æ fátíðara, að sjúklingar hafi hing- að að sækja, það sem þeir geta ekki hlotið á spftölum heima. Þessi þróun er gleðileg, enda auð- veldara að flytja þekkingu en sjúklinga milli landa. Islenzkir læknar kunna sitt verk, og traust- ið til getu þeirra hefir aukizt. Enn gellur sfminn: Nei, til ham- ingju. Hvenær villtu að það verði? Þá skal eg koma. Hvar býrðu?... Oslo? — Það var ungur landi að biðja um skírn. Eg keyri til þeirra. Allt- af er gaman að taka þátt f gleði foreldra yfir þeirri Guðs gjöf, sem lítið barn er. Keyrirðu? spyr eg. Færðu greiddan ferðastyrk að heiman? Sra Jóhann brosir: Nei, til þess er kall mitt sjálfsagt of víðlent. Nei, eg fæ hann ekki. Ætli það þyki ekki þó nokkuð, að eg naut kjara sendiráðsmanna, er eg keypti bifreiðina? Undarlegt, segi eg. Mér er lfka spurn, þar sem eg þykist vita, að f kalli þinu er engin greiðsluskylda til kirkjunnar, hver borgar þá organista og kirkjuverði? Enn brosir sra Jóhann: Það geri eg sjálfur. Þessir Vinir mínir eru ekki kröfuharðir, en vissulega greiði eg fyrir hverja athöfn. Laun min eru ekki há, á danska vísu, þeirra ekki heldur. Án hjálpar þessa góða fólks, sem leið- ir söng við guðþjónusturnar, spil- ar, gegnir störfum meðhjálpara og kirkjuvarðar, væri messugerð mfn illframkvæmanleg. Slfkt get- ur vart verið frásagnarvert af starfi fslenzks prests. Þar siglum við einum og sama báti. En nú þarf eg fram í eldhús, við verðum að fá okkur eitthvað f svanginn. Komið með. Eg kann ekkert til eldhúsverka, nema uppþvott, fæ alltaf minni- máttarkennd, er eg sé karlmenn handleika potta og pönnur og krydd af kunnáttu. Því þóttist eg niðursokkinn í bók, er eg hafði dregið úr hillu. Þetta droll mitt varð til þess að eg veitti athygli penslum málara í krukku. Eg sá lfka andlitsmyndir, málaðar, á veggjum. Undrun mín var vakin, og eg fram á eftir sra Jóhanni. Heyrðu, málarðu? Prests- setrið við sundin blá f Mosfellssveit, Noregi og svo að Brúnalaug í Eyjafirði. Garðyrkj- una ætlaði eg að gera að lífsstarfi mínu. Eg var innhverfur ungling- ur, einn, dreyminn, og f undra- heimi blóms og jurtar leið mér vel. Svo var það erfiðan dag, 1936. Eg hafði hlaupið f fjallið og trúað mosanum þar fyrir trega mínum. Þegar eg kom til bæjarins á ný, hitti eg gamla skólafélaga, sem voru á leið til samkomu, sem mannvinurinn sra Friðrik Frið- riksson hafði boðað til. Eg slóst f hópinn. Predikarnir voru þrír ungir, norskir, boðendur af svo- nefndri Hallesby grein. Það skal ekki orðlengt, en leið mín til boð- unar Orðsins var hafin. Eg var hræddur, tregur, en fyrr en varði var eg farinn að starfa f Sion. Eg hélt í skóla á ný, og lauk stúdents- prófi frá MA vorið 1941. Haustið eftir hélt eg suður f Háskólann. Eg bjó f Hafnarfirði, og mér fannst eg vera æði einangraður, — margar dyr þungar á hjörum. Svo var það laugardagskvöld eitt. Eg sat í herbergi mfnu, trega- blandinn. Þá fann eg hönd lagða á öxl mér, og eg heyrði orðin: Eg er Sfminn hringir: Það er leitt að heyra, vinur minn. Eg skal koma og reyna að hjálpa þér. Þetta hefðir þú samt átt að vita. Hvar ertu? — Æ, það er snáði sem ekki getur sannað, hver hann er. Allt talið heima um það, að vegabréf þurfi ekki á Norðurlöndum villir margan, þeir halda það þýði, að þeir þurfi engin persónuskilríki með sér. Slfkt er auðvitað mikill misskilningur. Vegabréf og per- sónuskilrfki er ekki eitt og hið sama. Þurfir þú að sanna, hver þú ert, þá gagnar lftið, í útlandinu, að segjast vera sonur eða dóttir Jóns eða Páls. Þó gerist andvara- leysið stærst, er vanþroska fólk heldur, að vegabréf og persónu- skilrfki séu söluvarningur. Það væri þarft verk að gera löndum okkar þetta ljóst. Það var í gær, sem allir þekktu alla. Siminn enn. Vinur að heiman sem þarfnast aðstoðar við að leysa erindi sitt i borginni. Hefir þú ekki ákveðinn viðtals- tíma sra Jóhann? — Slíkt er alltaf erfitt. Það er Séra Jóhann Hlíðar sóttur heim — Þar veltur á, hvað þú átt við. Ef þú átt við, hvort eg hafi ánægju af að bleyta pensil og líkja eftir blómi eða andliti, þá ber mér að svara já. öllu má nú nafnið gefa. Ef þú átt við, hvort eg kunni að mála, þá er svarið nei. Hitt er rétt, að eitt skeið dreymdi mig um að læra stafróf pensilsins, langaði að kynna mér kirkjulega list. Eitt er löngun — annað möguleikinn að láta eftir henni. Hann hefir ekki orðið minn. Þvf mála eg aðeins fyrir sjálfan mig. Myndirnar þarna á veggnum eru eftir móðursystur mína, eitthvað úr ættinni, Einar Jónsson og Ás- grímur voru greinar á þessum meiði. Hjá mér eru það æsku- langanir að mála og leika á slag- hörpu, og loða við mig enn, segir sra Jóhann og brosir. En það er ósköp gott, á stundum, að láta eftir þeim, gera gælur við þær, — hvílast f nálægð þeirra. — Eg er fæddur á Akureyri, 25.8. ‘18, yngstur fimm systkina, barn Guðrúnar Louise Finnboga- son og Sigurðar Einarssonar Hlíð- ar, dýralæknis. Eftir gagnfræða- prófið vann eg við garðyrkju, var með þér alla daga, allt til enda veraldarinnar. Þetta var ekki óljós tilfinning, heldur lífmögnuð orð í eyra mitt sögð. Frá þeirri stundu höfum við, eg og Guð minn, ekki átt erfitt með að ræða saman, og eg hefi fundið, hvernig Hann hefir leitt mig sólarmegin á brautu sfðan, — alla tfð síðan. Eg lauk guðfræðiprófi 1946. Var sfðan um tíma í safnaðarhá- skóla f Osló. Námsár mfn öll, syðra, var eg virkur þátttakandi í starfi KFUM, og er þakklátur fyr- ir þau kynni. Nú, þannig búinn gerðist eg starfsmaður Kristinboðsfélagsins norður á Akureyri, og kennd þrjá vetur við Menntaskólann Sumarið 1948 dvaldi eg í Finn landi, var að kynna mér pietis- mann. Þetta var dýrlegt sumar, og dvöl mfn f hálfan mánuð f tjald- búðum, með fermingarbörnum og prestum þeirra, gleymist mér aldrei. Reynslan þar var forskrift- in að fermingarhátíð Vestmanna- eyinganna f Skálholti, gosárið. I Svíþjóð var eg á námskeiði, 1953, sem fjallaði um fermingarundir- búning. eitt af hlutverkum prestsins að vera til taks, er þörfin krefur. Meðan allt leikur í lyndi finnst mörgum hans ekki þörf. Fólk minnist sjaldan kirkjunnar, með- an það getur sjálft rétt sér heilsu, hamingju og allt þetta sem við státum okkur af. Þegar menn svo allt f einu skynja, að kannske var i þessu svolítill misskilningur, þetta séu ekki gjafir manna, held- ur skaparans, þá ber kirkjunni að vera til taks, og það er ljúf skylda. Það er hægt að fresta til morguns að kaupa skó, — en málefni hjart- ans þola oft enga bið. — Eg er ekki sannfærður um að það væri réttlætanleg krafa, að fólk hér, af fslenzku bergi brotið, sækti frekar guðþjónustur hjá mér en f sóknarkirkjur sínar. Nei, slíkt væri rangt, hér býr það, starfar, og hér eru þeir sem hjarta þess slær fyrir. Hitt vil eg það viti, að kirkjan, móðurkirkja þeirra, er í nálægð þess, reiðubú- in til þjónustu, ef þörf krefur. — Mitt er ekki að dæma, en þó hefi eg þessa sömu tilfinningu og þið, að guðþjónustur hér séu kald- ar,__ ekki aðlaðandi. Ræðan

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.