Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1977 13 Glaðværð í leikhúsi Þjóðleikhúsið: Dýrin I Hálsaskógi. Gamanleikur í fjórtán myndum Fyrir börn eftir Thorbjörn Egner. Tónlist: Thorbjörn Egner og Christian Ilarmann. Klemenz Jónsson leikstjóri og leikarar Dýranna í Hálsa- skógi eru trúir þeirri hefð sem myndast hefur við sviðsetningu leikrita Egners. Annars er heldur ekki vænst af þeim. 1 þessari heilsteyptu sýningu kvað mest að Bessa Bjarnasyni Bessi Bjarnason leikur Mikka ref. Þýðendur: Ilulda Valtýsdóttir og Kristján frá Djúpalæk. Leiktjalda- og búningateikningar: Thorbjörn Egner. Dansstjóri: Ingibjörg Björnsdóttir. Illjómsveitarstjóri: Carl Billich. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. Leikrit Thorbjörns Egners (Dýrin í Hálsaskógi, Karde'mommubærinn, Siglaðir söngvarar og fleiri) njóta mik- illa vinsælda islenskra barna og sennilega fullorðinna líka. Að minnsta kosti virtust bæði börn og fullorðnir skemmta sér vel á frumsýningu Dýranna í Hálsa- skógi sl. laugardag. Dýrin í Hálsaskógi hafa verið leikin áður í Þjóðleikhúsinu, en eins og að þessari nýju sýningu er staðið ber að fagna endur- komu þeirra. Glaðvær skógar- veröld með fallegum trjám, en umfram allt skemmtilegum dýrum birtist áhorfendum. Aðalvandamál skógarbúa er Mikki refur sem getur ekki leynt eðlí sínu og Patti brodd- göltur er heldur ekkert á móti því að krækja sér i mús i mat- inn. En Marteinn skógarmús finnur ráð til að gera skóginn að sæluríki. En þá gerist ágirnd mannsins ógnvaldur. Dýrin verða að læra að leika á hann. Söguþráður er jafnan ein- faldur í leikritum Egners. Andrúmsloftið skiptir mestu. Heildarsvipur leikritanna mót- ast af þvi að Egner er í senn höfundur, tónskáld, leiktjalda- og búningateiknari. Leikræn tilfinning hans er ósvikin og þegar við bætast hæfileikar ævintýraskáldsins er von um árangur. Lelkllst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON (Mikki refur) og Árna Tryggvasyni (Lilli klifurmús). Þeir Bessi og Árni eru svo viðurkenndir leikarar, ekki síst fyrir hlutverk sín í barnaleik- ritum, að öþarft er að hlaða lofi á þá. Þeir voru hér i essinu sínu, leikur þeirra geislaðí af Arni Tryggvason leikur Lilla klifurmús fjöri og ánægju yfir hlutverk- unum. Randver Þorláksson (Marteinn skógarmús) er vel liðtækur í barnaleikritum. Hákon Waage (Bangsapabbi) var skörulegur i hlutverki sinu og Bryndis Pétúrsdóttir (Bangsamamma) vakti athygli fyrir túlkun sína. Minna má einnig á Sigurð Sigurjónsson (bakaradrengur). Sveinninn Guðhtundur Klemenzson (Bangsi litli) var ófeiminn og skýrmæltur. í Dýrunum í Hálsaskógi eru margir söngvar lipurlega þýdd- ir af Kristjáni frá Djúpalæk og þýðing Huldu Valtýsdóttur er hin áheyrilegasta. Að dönsum undir stjórn Ingibjargar Björnsdóttur var prýði. Dýrin í Hálsaskógi eru semsagt komin á sviðið aftur og munu vafa- laust ekki hverfa þaðan fyrst um sinn. Thorbjörn Egner er orðinn helsta leikritaskáld íslenskra barna. Mikill fjöldi tekur þátt f sýningunni. Kammertónleikar Austurbæjarbfó 15. jan. ‘77. Flytjendur: Guðný Guðmunds- dóttir fiðluleikari, Hafliði Hall- grímsson sellóleikari, Philips Jenkins pfanóleikari. Efnisskrá: verk eftir J. Haydn. C. Ives og P. Tsjaikovsky. Tónlistarfélagið efndi til tón- leika í Austurbæjarbíói sl. laugardag. Flytjendur voru Guðný Guðmundsdóttir fiðlu- leikari. Hafliði Hallgrimsson sellóleikari og Philips Jenkins píanóleikari, en þau hafa ný- lega myndað með sér trió og þegar haldið nokkra tónleika utan Reykjavíkur. Öll eru þau úr hópi okkar þekktustu hljóð- færaleikara og standa i fremstu röð, hver á sinu sviði. Það kom þvi ekki á óvart, að samleikur þeirra var með ágætum og flutningur vandaður og kúltiv- eraður. Að vísu sýndi píanóleik- arinn óþarfa hógværð og litil- læti á stundum að mati undir- ritaðs, en gerði hlutverki sinu að öðru Ieyti hin prýðilegustu skil, eins og þau raunar öll. Á efnisskránni voru tríó eftir þá Tónllst eftir EGIL FRIÐLEIFSSON J. tlaydn, C. Ives og Tsjaikovsky. Trió Hayúns er hugljúft verk, þar sem heið- rikja hins klassíska forms ræð- ur ríkjum og naut sin vel i meðferð þremenninganna. En forvitnilegasta verkið var trió C. Ives, en tónlist hans hljómar sárasjaldan í hljómleikasölum borgarinnar. Þó er hann eitt frumlegasta og skemmtilegasta framúrstefnutónskáld aldar- innar og verk hans full af óvæntum uppátækjum og snjöllum hugdettum. Tríóið, sem hér var flutt, er þar engin undantekning, og er það undrunarefni að hugleiða að tríóið var samið árið 1904. Von- andi feta fleiri í fótspor Guðnýjar, Hafliða og Jenkins og taka til meðferðar verk eftir þennan gáfaða amerikana. Lokaverk tónleikanna var píanótríó Tsjaikovskys op. 50. Um þetta verk segir svo í efnis- skrá m.a. „þrátt fyrir lengd verksins og tæknilega erfið- leika hefur það náð talsverðum vinsældum, en þó ekki eins og það á skilið." Areiðanlega eru deildar meiningar um hvaó þetta verk á skilið, og að áliti sumra a.m.k. er það helmingi of langt og snautt þeirri músík- ölsku spennu, sem verður að vera fyrir hendi, ef halda á athygli áheyrenda. Það var raunar aðeins hér sem flytjend- um fataðist flugið, og megnuðu tæpast að lyfta langhundi Tsjaikovskys frá jörðu, enda varla von. Tónleikarnir voru mjög vel sóttir og listamönnun- um fagnað innilega. Rýmingarsala verður í dag og næstu daga á lömpum, skerm- um, leggingum, efnum o.fl. Mikil verðlækkun. Lampagerdin, Suðurgötu 3, sími 1 1926. NYTT í morgunmatinn: ÝMIR NÝTT í sósur, salöt og búðinga: ÝMIR i Sýrð mjólkurafurð, holl og góð ÝMIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.