Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 2
IORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 Skjálftum við Kröflu fjölgar enn JARÐSKJÁLFTUM á Kröflu- svæðinu fer enn fjölgandi og frá kl. 15 í fyrradag, þar til kl. 15 í gær komu 90 jarðskjálftar fram á jarðskjálftamælum í Reynihlíð og var það sami fjöldi og sólarhringinn á undan. Af þessum fjölda mældust 19 af styrkleika 2 á Richterkvarða eða, stærri, að því er Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur tjáði Mbl. í gær. Þá heldur landrisið á Kröflu- svæðinu áfram, en hefur þó verið ívið minna síðustu daga en fyrr í þessum mánuði. Jarðskjálftavakt er f Reynihlíð allan sólarhringinn og eru vakt- menn þess albúnir að senda út aðvörunarmerki ef eitthvað óvænt virðist vera í aðsigi. Myndina tók Friðþjófur af Halinu Guðmundsson á jarðskjálftavakt f fyrradag. Getur orðið sprengi- gos við Kröflu? I NYUKOMNU Fréttabréfi Verk- fræðingafélags tslands ritar Valdimar Kr. Jónsson verkfræð- ingur grein, sem nefnist „Kröflu- ketill“. 1 greininni ræðir Valdimar nokkuð um hugsanlegt sprengi- gos á Kröflusvæðinu og útskýrir hvað það er, sem veldur sprengi- gosum. Valdimar segir m.a. I grein sinni: „Hvað gerist þá þegar land byrjar skyndilega að síga og sígur á nokkrum dögum niður í það, sem það hefur risið á nokkrum mánuðum? Það er almenn vitneskja, að þegar ýtt er undir þunna skel þá endar það með því að skelin springur. Gufan ryðst þá upp í sprungurnar og kemst þann- ig upp í kaldari jarðlog. Við það, að gufan kólnar þéttist hún og breytist í vatn og rúmmál hennar minnkar mikið. Landið sígur því skyndilega, en við það lokast Framhald á bls. 39 Pottur brotinn í neyðarvörnum við Kröflu: Ekkert verið rætt við starfsmennina vegna hugsanlegs hættuástands nú segir formaður starfsmannafélagsins TVEIR starfsmenn Almannavarna rfkisins fóru norður til Kröflu f gærdag til að kanna hvernig neyðarvörnum á staðnum er háttað en forsvarsmenn Almannavarna telja að þar sé pottur brotinn f veiga- miklum atriðum, þrátt fyrir upplýsingar um að varnir á þessum slóðum væru f lagi og stóðu forsvarsmenn Almannavarna f þeirri trú til skamms tfma. Nú hefur annað komið á daginn, eins og áður segir, en áhöld munu vera um það hver beri raunveruiega ábyrgð á þvf hvað úrskeiðis hefur farið. Forsvarsmenn Almannavarna töldu að Orku- stofnun annaðist þennan þátt en hún mun vera aðeins einn aðilinn af mörgum, sem annast átti að koma upp neyðarkerfi þvf sem fara á f gang ef hættuástand verður á svæðinu og nú hefur reynzt að miklu leyti óvirkt. í samtali við Morgunblaðið í gær sagði Guðjón Petersen, fram- kvæmdastjóri Almannavarna ríkisins, að tilgangurinn með þvi að senda mennina tvo að Kröflu væri að fá á hreint hvaða búnaður væri þar i lagi og hvaða búnaður virkaði ekki. Guðjón sagði, að I fyrsta lagi væri nú komið á dag- inn að viðvörunarkerfið sjálft við Kröflu væri mjög athugavert, þannig að aðeins virkuðu tvær sírenur af fimm, sem komið hefði verið fyrir á þremur aðalmann- virkjunum á staðnum. Öðrum tveimur hefði mátt koma i gang með því að klifra upp á sírenun- um á mannvirkjunum sjálfum. I öðru lagi sagði Guðjón, að komið hefði i ljós að fjarstýri- magnari, sem Almannavarnir réð- ust í að kaupa í haust og óskað var eftir að settur yrði upp i bæki- stöðvum jarðskjálftavaktarinnar að Mývatni til að unnt væri að ræsa sírenurnar i Kröflu þaðan, hefði ekki endanlega verið settur upp fyrr en í desember og farizt hefði fyrir að kenna starfsmönn- um skjálftavaktarinnar að nota þetta tæki, eins og þó hefði verið óskað eftir. Reyndar kvaóst Guð- jón hafa fengið þær fréttir til viðbótar í fyrradag, að magnari þessi virkaði alls ekki af einhverj- um ástæðum, og þannig aldrei komizt í gagnið. Þetta kvað Guðjón hafa verið aðal athugasemdir forsvarsmanna Almannavarna varðandi neyðar- varnirnar við Kröflu en auk þess hefðu verið gerðar athugasemdir við snjóruðning frá Kröflu niður í Mývatnssveit. Kröflunefnd hefði tjáð Almannavörnum um að þarna væru snjóruðningstæki fyr- ir hendi, en aftur á móti hefði hann fengið þær fréttir að stjórn- andi þessara tækja væri hér syðra í leyfi. Siðan hefði þó komið í ljós, að á svæðinu er annar maður, sem kann að fara með þessi tæki. Raunar væri ekki vitað um ástand annars þeirra, þar sem það hefði ekkert verið notað til þessa né heldur væri ljóst hvort áhafnir væru á ýtunum á svæðinu. Þetta stæði nú til að athuga. Guðjón viðurkenndi að áhöld Framhald á bls. 39 Yfir 30 millj. kr. fyrir jörd í Árnessýslu ÞAÐ ER ekki oft, sem jarðir á Suðurlandi eru auglýstar til sölu, en ein slfk var þó auglýst f Morgunblaðinu f gær. Sigurð- ur Sveinsson, lögfræðingur á Selfossi, sagði f samtali við Morgunblaðið í gær, að það væri alveg hending að jarðir f Árnessýslu væru auglýstar til sölu á frjálsum markaði, og s.l. fimm ár hefði hann aðeins fengið 5 jarðir til sölu eða eina á ári. Jörðin, sem nú væri til sölu, væri ekki langt frá Þjórsár- brúnni. Hún væri föl á 32—34 milljónir króna, og væri fénað- ur og tæki metin á 7 millj. kr., en alls væru 33 mjólkandi kýr í fjósi, og rými væri fyrir sam- tals 40. Kvað Sigurður að fjósið og hlaðan væru mjög nýleg, og eldra fjós væri í sæmilegu standi. Þá hefði íbúðarhúsinu verið haldið vel við. Sagði hann að fjöldi manna hefði þegar hringt og spurt um jörð- ina. Undirbúningi Frím- ex ’77 miðar vel iðmundur og Friðrik ra á skákmót í Sviss — JU ÞAÐ er rétt, Guðmundi hefur verið boðið á mót f Genf á Sviss, þar sem ég verð meðal keppenda. Það má eiginlega segja að við séum að verða eins og sam- vaxnir tvfburar, sagði Friðrik Ölafsson stórmeistari, þegar Mbl. ræddi við hann úti f Hollandi f gær. Mótið í Sviss verður fjórða mót- ið, erlendis sem þeir félagar tefla báðir. í tveimur fyrstu mótunum gekk þeim frekar illa og byrjunin á Wijk Aan Zee skákmótinu hefur ekki verið allt of góð. — Það ætti að koma endanlega í ljós á mótinu í Sviss, hvort það hefur ill áhrif að við teflum svona saman á móti erlendis, sagði Friðrik. Við höfum hingað til talið það betra að hafa styrk hvor af öðrum á svona móti og teljum það enn, þótt árangur- inn láti kannski á sér standa. Óákveðið hvað gert verður við Aðalstræti 12 ENN ER óákveðið hvað gert verð- ur við húsið að Aðalstræti 12, sem skemmdist mikið af eldi á nýárs- nótt. Sveinn Snorrason Iögfræð- ingur, sem hefur umsjá með hús- inu fyrir hönd eigenda þess, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að enn væri mjög óljóst hvað gert yrði við húsið. Skipulag yfir þetta svæði vantaði nú algjörlega og á meðan svo væri, væri vart hægt að taka ákvörðun um framtíð hússins. Mótið í Genf hefst 25. marz. Þátttakendur verða 12 — 14, þar af margir stórmeistarar, en ekki er vitað nákvæmlega hverjir verða meðal þátttakenda. SAMKVÆMT fréttatilkynningu frá Félagi frímerkjasafnara mið- ar undirbúningi að frfmerkjasýn- ingunni Frfmex ‘77 vel, en áætlað er að halda hana í Álftamýrar- skóla dagana 9. til 12. júnf f sum- ar. Hefur þátttökueyðublað nú veriðsent til frfmerkjasafnara. 'Nokkrir erlendir aðilar hafa| þegar tilkynnt þátttöku. Eru það m.a. aðilar í Danmörku, Svíþjóð og í Bandaríkjunum. I sambandi við sýninguna verður opið sér- stakt pósthús með sérstimpli, gef- in verða út umslög og fleira, sem nánar verður greint frá síðar. Þá segir í fréttatalkynningunni, að hafi safnarar ekki fengið þátt- tökueyðublað, geti þeir snúið sér til Frimerkjahússins, Frímerkja- miðstöðvarinnar eða formanns sýningarnefndar, Guðmundar Ingimundarsonar, Bogahlíð 8. Skila ber þátttökutilkynningum fyrir 1. apríl. Þá er tekið fram, að sýningin hefur hlotið viðurkenn- ingu Landssambands íslenzkra frímerkjasafnara, sem þýðir að söfn, sem hljóta silfur eða meira f viðurkenningarskyni, eru hlut- geng á alþjóðlegar sýningar. Meir en hæna á mann ALIFUGLABÆNDUR hafa um þessar mundir vaxandi áhyggjur af offramleiðslu á eggjum og hef- ur þessi offramleiðsla leitt til þess að egg eru nú boðin á verði, sem að áliti framleiðenda nægir ekki til að standa undir fram- leiðslukostnaði. Kom þetta m.a. fram á almennum bændafundi I Fólkvangi á Kjalarnesi s.l. laugardag en þar var rætt nokkuð um málefni alifuglabænda. Talið er að I landinu séu nú rúmlega 240 þúsund varphænur og að meðaitaii verpir hver hæna 10 kiióum af eggjum á einu ari eða 180 til 200 eggjum. Að sögn kunnugra má gera ráð fyrir að hver maður neyti að meðaltali á einu ári sem svarar 10 kílóum að eggjum. Það svarar því til að eina varphænu þurfi á hvern Ibúa landsins, sem nú eru um 220 þúsund. Samtök eggja- framleiðenda auglýstu í haust að Framhald á bls. 39 Wijk Aan Zee skákmótid: íslenzku stór- meistararnir án vinnings eftir þrjár umf. Wijk Aan Zee, Hollandi, frá fréttamanni Mbl. Berry Withuis: AÐ LOKNUM þremur umfcrð- um ( Hoogovenskákmótinu eru fslenzku stórmeistararnir Frið- rik Ólafsson og Guðmundur Sigurjónsson enn án vinnings. Friðrik hefur gert jafntefli I þremur fyrstu umferðunum, gegn Guðmundi, Böhm og Kurajica en Guðmundur hefur gert tvö jafntefli, gegn Friðrik og Kurajica, en i 3. umferð tapaði hann óvænt fyrir júgóslavneska skákmanninum Nikolac. Friðrik er nú ( 5—7 sæti með 1V4 vinning en Guð- mundur I 9—10 sæti með 1 vinning. Efstir og jafnir eru stórmeistararnir Geller frá Sovétrikjunum og Sosonko, Hollandi, með 2M vinning. Ekk- ert var teflt á mánudag en á þriðjudag verður 4. umferðin tefld og teflir þá Friðrik við Nikolac og Guðmundur við Timman. Báðir fslenzku stór- meistararnir hafa svart. 2. umferð: í 2. umferð urðu úrslit þau f öðrum skákum en að framan er getið, að Kavalek vann Nocolac, Geller og Sosonko eru efstir og jafnir f Wijk Aan Zee með 2‘A vinning. Geller sigraði Ligterink en jafntefli gerðu Timman og Sosonko, Barczay og Miles. Jafnteflisskákir fslenzku meistaranna voru stuttar, skák Guðmundar og Kurajica var 12 leikir en skák Friðriks og Böhm var 14 leikir. I þessari umferð vakti skák þeirra Kavaleks og Nikolacs mesta athygli. Kava- lek átti í hinum mestu vand- ræðum lengst af og var kominn með tapað tafl, en f tfmahraki urðu Júgóslavanum á mistök þannig að hann missti hrók og tapaði taflinu. Geller vann öruggan sigur á Ligterink. Framhald á bls. 38

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.