Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 — Fasteigna- gjöld hækka Framhald af bls. 40 uðu, hjá sumum væri haekkunin 30% og öðrum kannski 34%. Mörg smá atriði fléttuðust þarna inn i og sem dæmi mætti nefna að ekki væri borguð lóðaleiga af eignalóðum. Þá fékk Morgunblaðið upplýst, að fyrir íbúð í meðalraðhúsi, sem hefði verið borgað af i fyrra um 71 þús. kr. í fasteignagjöld þyrfti nú að greiða í kringum 94 þúsund krónur. — Lagt véri 1% gjald Framhald af bls. 40 búvöru, kæmi vaxtakostnaður i verðlagsgrundvelli Iandbúnaðar- afurða til með að hækka i sam- ræmi við vaxtahækkun deildar- innar. Þannig yrði sá bóndi, sem væri með nýjar byggingar, að greiða fulla vexti, en bóndi, sem byggt hefði t.d. upp fyrir 10 árum, þyrfti að bera til muna lægri vexti og fengi þvi auknar tekjur. Fram kom hjá Stefáni, að í til- lögum nefndarinnar er gert ráð fyrir að jarðakaupalán, sem veitt hafa verið á vegum Veðdeildar Búnaðarbankans falli undír starf- semi Stofnlánadeildarinnar en til þess að svo geti orðið þurfi að koma til einhverjir nýir tekju- stofnar fyrir deildina og gerðar nokkrar tillögur um leiðir í því sambandi. — Sorensen Framhald af bls. 1. Sorensens væru ástæðulausar og ósanngjarnar. Nú er talið víst að Carter taki bón Sorensens til greina. Sorensen hvatti áður til þess I yfirlýsingu til nefndarinnar að hún hafnaði því sem hann kallaði rætnar persónulegar árásir. Hann kvað ljóst að verulegur fjöldi þingmanna og starfsmanna leyni- þjónustunnar gæti ekki sætt sig við hann sem yfirmann CIA þar sem hann væri utanaðkomandi og með sjálfstæðari skoðanir. Hann kvað einnig ljóst að ef hann héldi áfram að berjast fyrir stöðunni mundi það skaða nýju stjórnina eða gera sér erfitt um vik f starfi ef hann fengi stöðuna. Sorensen var aðalræðuhöfund- ur Kennedys forseta sem bar mik- ið traust til hans og átti mikinn þátt í undirbúningi lagafrum- varpa sem ráðunautur hans. Cart- er benti á þegar hann tilnefndi Sorensen að hann hefði setið fundi Þjóðaröryggisráðsins í tíð Kennedys og átt mikinn þátt í mikilvægum ákvörðunum sem stjórn hans tók. Sorensen hóf störf í þágu stjórnarinnar fyrir 20 árurn þegar hann var lögmaður stofnunar sem síðar varð ráðu- neyti heilbrigðis-, mennta- og vel- ferðarmála. Seinna harmaði Carter ákvörð- un Sorensens í yfirlýsingu og kvað hana bera vott um veglyndi og óeigingirni sem væri einkenn- andi fyrir hann. Hann kvað Sorensen ekki hafa sótzt eftir stöðunni. Talsmaður Carters, Jody Powell, sagði að Carter hefði vit- að að staða Sorensen væri vonlaus þegar hann birti yfirlýsingu til stuðnings honum í gærkvöldi. Carter reyndi ekki að telja Sorensen hughvarf. Sorensen segir í yfirlýsingu sinni að það hafi verið viðtekin venja þegar hann hætti störfum í Hvita húsinu 1964 að starfsmenn forsetans tækju með sér skjöl sín þar sem þau væru persónuleg eign þeirra. Hann neitaði því að hafa reynt að forðast herþjónustu. H:nn kvaðst hafa skráð sig til herþjón- ustu þegar hann varð 18 ára, en beðið um að taka ekki þátt í bar- dögum þegar andúð á ofbeldi hafi orðið að lifsskoðun. Öldungadeildin hefur ekki fellt tilnefningu í embætti síðan Dwight Eisenhower reyndi að fá Lewis Strauss skipaðan i stöðu verzlunarráðherra 1959. — Hvar skal álver rísa? Framhald af bls. 3 fundinum i Vík hefðu verið fulltrúar allra hreppa I Vestur-Skaftafellssýslu og úr austasta hreppnum úr Rangár- vallasýslu Hann kvað ekkert ráðið i málinu enn, en flestir sæju i sam- bandi við álver hafnargerð, sem trú- lega kæmi seint eða aldrei nema slíkt fyrirtæki yrði hvati að henni. Séra Ingimar sagði að árið 19 72 hefði verið gerð kostnaðaráætlun um hafnarframkvæmd við Vik og nam hún 2 milljörðum króna Þessi áætlun var lausleg og gerð af Vita- og hafnamálaskrifstofunni Kvað hann nú aftur verið að gera lauslega áætlun á kostnaði við hafnargerð miðað við verðlag í dag. Þá sagði Ingimar að ef miðað væri við 100 þúsund tonna verksmiðju og höfn og tilsvarandi uppbyggingu i sam- bandi við það, þ e að þar yrði 5 til 6 þúsund manna byggð, hefði talan 60 milljarðar króna heyrzt nefnd Er þá öll uppbygging á staðnum þar með talin, höfn, allar byggingar i tengslum við hana, íbúðarhverfi og verksmiðjan og þjónustustofnanir Morgunblaðið spurði Ingimar, hvort menn óttuðust ekki mengun frá álveri i Vik Hann sagði: „Við gerum það nú ekki, svona í fyrstu að minnsta kosti, og miðað við þær upplýsingar, sem við fáum. Fullyrt er að allt öryggi í sambandi við mengun sé miklu meira orðið en verið hefur til þessa Þá er okkur og sagt að á þessum stað sé t.d. minni hætta á sjávarmengun, vegna harðra strauma, sem eru þarna fyrir utan, og aflandsvindar eru rikjandi." Ingimar sagði að menn yrðu að trúa sérfræðingum um mengunareftirlit og mengunarvarnir. Þá sagði Ingímar að viðræðu- nefndin um orkufrekan iðnað hefði óskaðeftir upplýsingum um kostnað við hafnargerð og yrðu þær upplýs- ingar síðan notaðar í viðræðum við norska aðila. „Á þessu stigi er þó allt laust og bundið og engar ákvarðanir eru sjáanlegar næstu dagana," sagði séra Ingimar Ingimarsson Akureyringar á báSum áttum Þá ræddi Morgunblaðið við VI Arnþórsson, forseta bæjarstjórnar Akureyrar Hann sagði að á sínum tima, þegar Norsk Hydro beindi athygli sinni að Akureyri eða Eyja- firði og viðræðunefndin um orku- frekan iðnað taldi nauðsynlegt frá byggðarþróunarlegu sjónarmiði að álverð yrði reist utan höfuðborgar- svæðísins, hefði bæjarstjórnin gert samþykkt um málið. Hún fól í sér að bæjarstjórnin myndi fylgjast sem nánast með málinu í ályktuninni var engin viljayfirlýsing önnur en sú að þetta yrði gert. Menn bentu bæði á kosti og galla þessa, en enginn taldi sig geta sam- þykkt álverksmiðju skilyrðislaust og ekki grundvöllur til þess að taka afstöðu með eða móti. Reiknað er með að náttúrufarslegar athuganir færu fram á móguleikum þessa, svo og félagsfræðilegar athuganir. Valur sagði að samþykkt bæjar- stjórnarinnar væri enn i fullu gildi og engin ný hefði verið gerð eftir að hún var samþykkt. Hins vegar kvað Valur Arnþórsson þvl ekki að leyna að margs konar samtök i Eyjafirði hefðu ályktað eindregið gegn álveri I Eyjafirði Helztu samtök, sem ályktað hafa gegn þessu er hrepps- nefndin i Glæsibæjarhreppi. sem er sá hreppur, þar sem helzt kom til greina að staðsetja álverið, Iðja, félag verksmiðjufólks, SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norður- land., kvenfélagasamtök i héraði og fleiri Valur sagði enri fremur að sér væri ekki kunnugt um félagasamtök, sem hvatt hefðu til byggingar álvers og opinber skrif hafa verið með ýmsu móti Flestir sem skrifað hafa hafa verið andvigir, en landsmála- blöðin á Akureyri hafa lagt áherzlu á að málið yrði kannað itarlega Frekari rannsóknir nauSsyn „Persónulegt viðhorf mitt," sagði Valur, „er að ákaflega sé æskilegt að rannsóknirnar færu fram, pannig að menn gætu gert sér sem itarlegasta grein fyrir kostum og göllum máls- ins og kæmi þá væntanlega ekki til hins sama og gerðist á árum áður, t.d. 1969, þegar menn gerðu mjög vlðtækar ályktanir á félagslegum grundvelli, þar sem menn heimtuðu álver án þess að hafa nokkuð rannsakað afleiðingar þess. Menn óttast það nú, að ef atvinnuástand versnaði nú kynnu sömu sjónarmið að rísa og magnaðist þá hætta á að teknar yrðu skyndiákvarðanir um byggingu álvers e3a stóriðju án þess að menn gerðu sér grein fyrir náttúrufræðilegum afleiðingum þess Valur Arnþórsson sagði að Eyja- fjörður væri tvimælalaust eitt bezta landbúnaðarhérað landsins og náttúrufar héraðsins væri um ýmis- íegt öðru visi en annarra héraða, t.d sunnanlands Drkoma á ári er urh það bil helmingi minni og staðviðri eru meiri. í kuldaköflum á veturna verður í Eyjafirði svokölluð „inversion" i loftinu, þ e. að heitt loft iiggur ofan á kalda loftinu og við slíkar aðstæður kemst reykur ekki i burtu. Á hitt er hins vegar að líta að mengunarvörnum hefur fleygt mjög fram frá þvi er álverið i Straumsvik var reist, þannig að nú er talið að mengun sé hverfandi frá álverk- smiðjum, sem byggðar eru sérstak- lega með tilliti til þess að sporna gegn mengun — með lokuðum kerjum » » »-------------- Leiðrétting MISTÖK urðu í prentun á síðari hluta greinar Þuriðar Árna- dóttur, „Nokkrar staðreyndir um framkvæmd og rekstur sjúkra- flutninga", sem birtist f blaðinu 12. jan. s.l. Þar féllu m.a. niður kaflafyrirsagnir og setning í lok viðtals við Arna Björnsson lækni. Blaðið biðst afsökunar á þessum mistökum. — Listamönnum meinað . . . Framhald af bls. 1. til að stöðva óopinbera listsýn- ingu í skemmtigarði í Moskvu. Jafnframt sögðu andófsmenn í dag að læknar sem stunda andófsmanninn Vladimir Borisov, sem er hafður í haldi í geðsjúkrahúsi í Leníngrad, neiti að sleppa honum eins og nefnd lækna hafi lagt til. Nefndin hefur skoðað Borisov og telur enga ástæðu að hafa hann í skjúkrahúsi af heilsu- farsástæðum. — Fjórir teknir Framhald af bls. 1. stjórnaði þremur leikhúsum f Prag á „þíðutfmabilinu" 1968. Fréttastofan kveður rannsókn hafa leitt I ljós að hinir hand- teknu hafi lengi staðið í sambanái við fjandsamleg erlend ríki og miðstöðvar útlaga og afhent þeim gögn skaðleg Tékkóslóvakíu. Cet- eka segir að þessi gögn hafi verið misnotuð í miðstöðvum útlaga, er- lendum fjölmiðlum og f ýmsum ritum sem hafi verið smyglað til Tékkóslóvakíu. Ceteka segir enn fremur að i þessu starfi hafi hinir handteknu notið þjónustu starfsmanna sendiráða nokkurra kapitalista- ríkja i Tékkóslóvakíu. Havel er ekki kommúnisti en studdi tilraun Alexander Dubceks til „skapandi sósíalisma" og fordæmdi innrásina f ágúst 1968. Lederer var frjálslyndur blaðamaður á Dubcek-tímanum og var hreinsaður eftir innrásina. Pavliced hefur einnig verið at- vinnulaus siðan innrásin var gerð. Fyrr í dag skoruðu Zderek Mlynar fyrrum flokksritari og leikritaskáldið Pavel Kohout á vestræna kommúnista og sósial- ista að styðja það sem þeir telja vera ofsóknir gegn stuðnings- mönnum mannréttinda yfirlýs- ingarinnar. Mlynar sagði að tími væri kom- inn til að ákveða hvort evrópskir lýðræðissinnar og sósíalistar létu viðgangast grimmilega kúgun stuðningsmanna alþjóðlega viður- kenndra sáttmála um mannrétt- indi I Tékkóslóvakíu í annað skipti á einum áratug. Því kvaðst hann skora á lýð- ræðissinnað almenningsálit og lýðræðislegar rikisstjórnir í Evrópu að beita áhrifum sinum til þess að lægja öldurnar. Hann kvaðst fyrst og fremst biðja um aðstoð evrópskra vinstrimanna — kommúnista og leiðtoga þeirra, einkun. Enrico Berlinguer, Georges Marchais og Santiago Carrillo og evrópskra sósíalista- leiðtoga eins og Willy Brandt, Francois Mitternand, Bruno Kreisky og Olof Palme. Kohout skoraði á kommúnista að afstýra nýjum ofsóknum sem gætu bæði ógnað framtíð sósíal- ismans og tilraunum til slökunar spennu í Evrópu. Hann bað vest- ræna kommúnista að senda nefndir til Prag til að lægja öld- urnar áður en til hörmunga kæmi án þess þó að skipta sér af innan- landsmálum Tékkóslóvakíu. mun ræða við Leo Tindemans for- sætisráðherra um aðstoð til að grynnka á erlendum skuldum Zaire sem nema 350 til 400 milljónum dollara. — Wijk Aan Zee skákmótið Framhald af bls. 2 3. umferð: Þar urðu úrslit þessi: Miles — Böhm biðskák G el ler — B arczay 1:0 Sosonko — Ligterink 1:0 Kvalek — Timman 'A: H Guðmundur — Nikolac 0:1 Friðrik — Kurajica 'AM Jafntefli Friðriks og Kurajica var friðsamlegt en tap Guð- mundur gegn Nikolac kom mjög á óvart. Júgóslavinn fórn- aði manni og fékk þannig hættuleg peð. Guðmundur fórn- aði einnig manni til að ná sókn- arfærum en hætti síðan við í miðjuin kliðum, taldi sig eiga betri möguleika. Svo reyndist ekki vera, heldur leiddi sú leið til taps. Rannsóknir sýndu síðar að Guðmundur hefði náð jafn- tefli, ef hann hefði haldið áfram á þeirri braut sem hann markaði með fórninni. Geller og Sosonko unnu báðir og hefur Sosonko byrjað betur en jafn- vel mátti búast við. Sosonko er fæddur I Sovétríkjunum, en hann býr nú i Hollandi. Mótið er að styrkleika 11. Staðan i meistaraflokki er þessi eftir 3 umferðir: 1—2. Geller og Sosonko 2'A vinning- ur, 3. Kurajica, 2 vinningar, 4. Böhm 1V4 vinningur og biðskák, 5—7. Friðrik, Kavalek og Timman 1V4 vinningur, 8. Miles 1 vinningur og biðskák, 9—10. Nikolac og Guðmundur 1 vinn- ingur, 11—12. Ligterink og Barczay M vinningur. í flokki alþjóðlegra meistara er Szmetan efstur með 2'A vinn- ing, Kupreichik hefur 2 vinn- inga og biðskák og Bellon hefur 2 vinninga. Hér koma skákir Friðriks og Guðmundar úr 2. umferð: Hvftt Kurajica: Svart Guðmudur: 1. e4 — c5, 2. Bc3 — dfi, 3. f4 — Rc6, 4. Rf3 — Rf6, 5. Bb5 — Bd7, 6. 0-0 — e6, 7. e5 — de5, 8. fe5 — Bd5, 9. Be4 — Be7,10. <!.'! — 0-0, 11. Bc6 — Bc6, 12. a3 — jafntefli. HvfttBöhm: Svart Friðrik: L d4 — Kf6, 2. c3 — g6, 3. Bg5 — Bg7, 4. Bd2 — d6, 5. e3 — Bbd7, 6. Bd3 — e5, 7. Be2 — 0-0, 8. 0-0 — De7, 9. Dc2 — He8, 10. f4 — ed4, 11. ed4 — hfi, 12. Bh4 — Df8, 13. Hf3 — b6, 14. Bg3 — Bb7 jafntefli. — Mundaði byssu . . . Framhald af bls. 1. inn og kona hans stigu út úr flug- vélinni. Sendiherra Zaire sagði hins vegar að Belgar hefðu fengið ná- kvæmdan lista með nöfnum öryggisvarða sem voru sendir á undan forsetanum til að gæta hans. „Ef til vill skorti samræm- ingu á flugvellinum á starfi öryggisþjónustu Zaire og Belgíu," sagði sendiherrann. Öryggisvörðurinn var seinna látinn laus þegar sendiráðið hafði formlega borið kennsl á hann að sögn talsmanna utanríkisráðu- neytisins. Þeir sögðu að vörður- inn hefði verið handtekinn fyrir að bera „árásarvopn", en gátu ekkert um það sagt hvernig hon- um hefoi tekizt að fara fram hjá belgiskum öryggisvörðum með vélbyssu inn á sér. Mobutu forseti hefur verið for- seti siðan 1960 og nokkrar árangurslausar tilraunir hafa ver- ið gerðar til að ráða hann af dög- um. Hann virtist ekki taka eftir áflogunum á flugvellinum. Hann — Gilmore Framhald af bls. 1. felldi um nóttina þess efnis að aftökunni skyldi frestað i þriðja sinn. Dómsmálaráðherra Utah fyrirskipaði þá að aftakan skyldi fara fram án tafar. Embættismenn frá Utah gerðu örvæntingarfulla tilraun til að hnekkja úrskurði Ritters dómara sem var undirritaður aðeins sjö klukkustundum áður en aftakan átti að fara fram. Þeir fóru með fyrstu vél til Denver, Colorado, og héldu skyndifund með áfrýjunar- réttinum sem er skipaður þremur alrikisdómurum. David T. Lewis yfir dómari tilkynnti um úrskurð- inn kl. 7.37 að staðartíma, aðeins 12 mínútum áður en aftakan átti að fara fram í Point of the Mountain i Utah. Aftökunni stjórnaði Samuel Smith fangavörður sem sagði að úrskurði Ritters um frestun aftökunnar hefði verið „erfitt að þröngva upp á mann sem hefði verið viðbúinn aftöku." Hann kvaðst telja að töfin á aftökunni hefði verið „grimmileg og óvenju- leg refsins." 40 manns fylgdust með aftökunni Vern Darmico, frændi Gilmores, sagði: „Gary vildi deyja og varð að ósk sinni." Gilmore var dæmdur til dauða fyrir morð á mótelstarfsmanni i júli og myrti einnig bensínagreiðslumann. Hann dvaldist 18 af síðustu 21 ári ævinnar f fangelsi. Hann barðist gegn tilraunum Mannréttinda- samtaka Bandaríkjanna (ACLU) og annarra samtaka fyrir því að dauðadómnum yrði hnekkt. Lög- fræðingar um 350 annarra manna sem hafa verið dæmdir til dauða víðs vegar i Bandaríkjunum börð- ust gegn aftöku Gilmores þar sem hún gæti leitt til þess að skjól- stæðingar þeirra yrðu teknir af Ilfi. Gilmore Iýsti lífsskoðun sinni þannig: „Ef þú kemst upp með morð, gott og vel. Ef þú ert tekinn gráttu ekki þótt þér sé refsað." Gilmore bað fyrst um að fá að drekka sex bjórflöskur fyrir aftökuna en neitaði svo að taka við þeim svo fólk héldi ekki að hann þyrfti að vera drukkinn til að standa frammi fyrir aftöku- sveit. Hann fékk sér riflegan morgunverð og svaf fyrir af- tökuna. Lögfræðingur Gilmores sagði: „Hann harmaði vérknaðinn sem hann framdi. Hann var mikil- menni. Hann var barngóður." Annar öldungadeildarmaður Utah reyndi árangurslaust að fá Ritter dómara vikið frá þar sem dómar hans væru „hvatvislegir". I gærkvöldi fyrirskipaði Ritter handtöku Ijósmyndara sem reyndi að taka mynd af honum þegar hann kom til dómhússins í Salt Lake City. Ljósmyndaranum var sleppt en myndavélin gerð ¦ upptæk. Nðttin var ógleymanleg viðstöddum Blaðamönnum var hleypt inn á fengelsislóðina í nótt og biðu I bílum á snjói þöktu bifreiðastæði. Þegar þeir voru komnir inn var þeim ekki leyft að fara út. Gilmore bjó sig undir aftökuna með jóga-æfingum og stóð á höfði. Maður nokkur fleygði eggi i meþódistaprest sem tók þátt í mótmælum um 40 manna gegn aftökunni fyrir utan. „Ég kom hingað til að leggja áherzlu á rétt minn til að lifa," sagði sá sem fleygði egginu og bætti þvi við að taka ætti morðingja eins og Gilmore af lífi. Skær birta frá sjónvarpsmynda- vélum lýsti upp fangelsið, óró komst á fangana inni og þeir hrópuðu ókvæðisorð að blaða- mönnunum fyrir utan. Gilmore hringdi i uppáhalds þjóðlagaút- varpsstöð sfna og bað að leikið yrði Iagið „Walking in the Footsteps of your Mind" sem fjallar um samninginn sem Gil- more gerði við vinkonu sina Nicole Barett I nóvember að þau fremdu sjálfsmorð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.