Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 27 Tropicana: # Eastern Business Magazine heitir nýtt tfmarit, sem gefið er út f Stokkhðlmi. Fjallar blaðið aðallega um efnahagsmál, verzl- unar- og iðnaðarsamskipti á milli austurs og vesturs, en aðaldreifingarsvæði eru Norður- löncl og Austur-Evrópa. A tfma- ritið aðallega erindi til þeirra, sem ákvarðanir taka í verzlun, iðnaði og stjórnmálasamskiptum, og þeim, sem viðskipti eiga við lönd Austur-Evrðpu. Tfmaritið kemur sex sinnum út á þessu ári og heimilisfang þess er Fack. S- 104 62 Stokkhðlmi. Umsvif SAS 11% meiri í nóv. 76 en nóv. '75 I NÓVEMBEB sl. voru 11% meiri umsvif f áætlunarflugi SAS mið- að við sama mánuð árið áður. Flugkostur félagsins hafði á tfma- bilinu aukizt um 8%, þannig að hleðslunýting félagsins hafði aukiztúr 51,5% f53,l%. Farþegaflutningar félagsins, mældir í seldum farþegakiló- metrum, voru 9% meiri i nóvem- ber 1976 en i sama mánuði 1975. Sætaframboð félagsins hafði hins vegar vaxið um 7%, svo að sæta- nýting í nóvember 1976 var 50,1 % á móti 49,3% fyrir nóvember 1975. Eiginlegur fjöldi farþega hjá SAS í nóv. sl. var 591 þúsund, og er þar um að ræða 9% aukn ingu miðað við nóvember fyrra árs. Báða þessa mánuði varð hlut- fallslega mest aukning á fragt- flutningum SAS, eða 17%. Póst- flutningar SAS jukust hins vegar •ninnst, eða um 2%. Vítamínin skattlögð # FYRIRTÆKIÐ Sól. h.f. f Reykjavík hefur að und- anförnu leitað eftir þvf við f jármálaráðuneytið að inn- flutningsfjöld verði felld niður af hráefni í Tropi- cana-appelsfnusafa, setn fyrirtækið framleiðir. Hef- ur fyrirtækið bent á f skrif- um sfnum til ráðuneytis- ins, að samsvarandi vörur að efni og innihaldi, þ.e.a.s. appeisínur, bera ekki þessi gjöld. Samkvæmt núgildandi reglum er greiddur 30% verðtollur og 18% vörugjald af hráefni í Tropi- cana-appelsinusafann auk 20% söluskatts i smásölu og telur Sól hér um mikið misræmi verða að ræða ef miðað er við ýmsar vörur, eins og appelsínur og litað sykur- vatn með kjörnum, sem notað er sem hráefni til gosdrykkjagerðar, en af því er enginn tollur. Fyrir- tækið vísar til rannsókna Rann- sóknastofnunar iðnaðarins á Tropicana, sem sýna að safinn inniheldur sömu efni og Jaffa og Outspan-appelsínur án barkar og steins. Af appelsínum er hins veg- ar hvorki greiddur verðtollur, vörugjald né söluskattur i smá- sölu. Samkvæm t upplýsingum Sólar h.f. leiddi niðurfelling þessara gjalda til lækkunar á safanum úr 196 kr Jnum fyrir hvern lítra i um 119 krónur. Nokkrir einstaklingar styðja umleitan fyrirtækisins. Segja þau Pétur Sigurjónsson, fram- kvæmdastjóri Rannsóknastofnun- ar iðnaðarins, Hörður Þormar, efnafræðingur, Gunnlaugur F.lisson, cand. mag., Guðlaugur Hannesson, gerlafræðingur, Jón Ottar Ragnarsson, efnafræðingur, Vigdfs Jónsdóttir, skólastjóri, Anna Gísladóttir, kennari, og Skúli Johnsen, borgarlæknir, f bréfi til fjármálaráðuneytisins, að það sé röng stefna að sykur og hráefni til gosdrykkjagerðar séu undanþegin tolli á meðan gjöld af appelsinusafa nemi samtals 84%. FYRIRTÆKIÐ Proton h.f. f Keflavfk hefur tekið að sér umboðssölu á Islandi á ITT-fjarskiptatækjum fyrir skip og strandstöðvar, en tæki þessi framleiðir dðtlurfy rirlæki ITT I Danmörku, Standard Electric. ITT-fiarskiptatæki eru mikið notuð f skipum a Norðuriöndum, serstaklega norskum og sænskum, og eru til dæmis um 90% sænska verzlunarflotans útbúin slfkum tækjum. Bæði er um að ræða minni talstöðvar fyrir hala, telexbúnað og f jarskipta- og siglingatæki fyrir stærri skip. Viðgerðarþjónusta fyrir ITT-fjarskiptatæki fyrir skip er viða um land. Tómstundastarf og skemmtanir fœrist út íhverfin og ískólana FYRIR borgarstjörn Reykjavfkur liggur nú álitsgerð samstarfsnefnd- ar um tómstundastörf og skemmtanir barna og ung- linga f Reykjavfk, sem æskulýðsráð hafa lagt fram, og hefur fræðsluráð farið fram á að vissir þætt- ir þess verði undirbúnir f vetur, fallist borgarstjðrn- in á samþykktina. En hún leggur m.a. til að tðm- stunda og skemmtanastarf nemenda á grunnskðla- aldri verði veitt f heima- hverfi þeirra. Tillögurnar eru svohljððandi: í októbermánuði 1976 var skip- uð nefnd, sem I áttu sæti þrír fulltrúar frá fræðsluráði og þrir frá æskulýðsráði. Að ósk æsku- lýðsráðs skyldi nefndin kanna, hvort ekki beri að stefna að þvi, að unglingar á skyldunámsstigi þurfi ekki að sækja skemmtanir út fyrir skólahverfi sitt. Nefndin sat fund skólastjóra og fræðslu- ráðs borgarinnar hinn 11. október s.l., þar sem miklar umræður urðu um þetta efni. i framhaldi af því efndi hún til funda með öllum skólastjórum borgarinnar i minni hópum, þar sem kannað var nú- verandi tómstunda- og skemmtanastarf í skólunum, hús- næði til sliks í skólahúsunum og ' hugmyndir og viðhorf skólastjór- anna ýmissa þátta málsins. Komu þar fram itarlegar upplýsingar forráðamanna skólanna um starfsþætti þessa i hverjum skóla fyrir sig, og hugmyndir og uppástungur um það, er betur mætti fara. Nefndin héit síðan nokkra fundi, þar sem ofan- greindar upplýsingar og skoðanir skólamanna voru til umræðu, auk eigin viðhorfa nefndarmanna sjálfra. Samkvæmt upplýsingum for- ráðamanna skólanna er mikið framboð á tómsstundastarfi i efstu bekkjum skyldunámsskól- anna (skóladansleikir, plötu- kvöld, bekkjakvöld, skólahljóm- sveitir, diskótek, tafl, spil, tennis, snyrting, ljósmyndun o.s.frv.), þó nokkuð sé það misjafnt eftir skól- um. Varla er bætandi við fimm daga vinnuviku skónanemenda, enda gjarnan sömu áhugasömu nemendurnir, er sinna hvers kon- ar framboði á tómstundarstarfi. Samkvæmt upplýsingum skóla- stjóranna er aðsókn að tóm- stundastarfi og skemmtunum meiri fyrri hluta vetrar en eftir áramót. Töluvert af þessu starfi fer fram átómstundanámskeiðum þeir, er æskulýðsráð heldur i sam- vinnu við skólana. Auk þess er svo hluti nemenda i margs konar störfum utan skóla, svo sem tón- listar- og dansnámi, myndlistar- námi, íþróttastarfi o.fl. Leggur nefndin til að gerð verði könnun á því, hvaða félagslegum verkefn- um nemendur sinna utan skóla. Með tilvisun til þess könnunar- atriðis, sem var forsenda fyrir skipan nefndarinnar, leggur hún til að allt framboð opinberra aðila á tómstundarstarf fyrir börn og unglinga á grunnskólaaldri verði veitt f heimahverfi þeirra (skólahverfi), svo fremi að eðli framboðs geri ekki annað fyrir- komulag sjálfsagt (s.s. siglingar, skólagarðar og skíðaferðir). Meó „framboði opinberra aðila" er fyrst og fremst átt við framboð skóla annars vegar og framboð æskulýsðráðs og annarra borgar- stofnana hins vegar. Telur nefnd- in stjórnun og framkvæmd þessa framboðs geta verið með ýmsum hætti, miðað við aðstöðu og þarfir í hverju hverfi, en stefnt skuli að nýtingu skólahúsnæðis í þessum tilgangi, þar sem þvi verður við komið. Mestu máli skipti þó, að ekki sé um að ræða samkeppni tveggja eða fleiri aðila um sömu einstaklinga, heldur skuli stefnt að sem nánastri samvinnu skóla, æskulýðsráðs og annarra i hverf- unum. Skulu nú raktir þættir þeir, sem nefndin telur brýnasta þörf að lögð sé áherzla á. 1. Rétt þykir að framboð á tómstundarstarfi færist neðar i aldursflokka, hefjist f 10 ára bekkjum og þróist áfram, þannig að nemendur megi undir leiðsögn læra að nýta tómstundir og þjálf- ast í stjórnun og ábyrgð, í þvi skyni að efla félagsþroska þeirra, og er æskilegt að slíkt starf bland- ist að einhverju marki skólastarf- inu sjálfu og verði fellt inn i það. Til þess að svo megi verða, þarf að fylgja því úr hlaði með samfelldri áætlun fyrir ,.ila aldursflokka, sem liggi fyrir í upphafi hvers skólaárs. Þetta krefst mikillar undirbúningsvinnu, þannig að eigi slfkt tilboð til 10—12 ára barna i skólum að hefjast haustið 1977 þyrfti strax að hefja undir- búning. 2. Þar sem mestur áhugi og þörf virðist vera hjá unglingum fyrir samkomuhaldi f vikulok, leggur nefndin rika áherzlu á að opið hús og dansskemmtanir verði á föstu- dags- eða laugardag-kvöldum, eins og nú er i ýmsum skólum og hefur gefist vel. Nefndin telur fráleitt að leyfa dansskemmtanir nemenda f vinnuviku, og jafn- framt beri að endurskoða afstöðu yfirvalda til slfks á framhalds- skólastigi. 3. Mikill áhugi virðist vera á þvi að koma á meira samstarfi milli nemenda, skóla og foreldra um tómstundaiðju. Nefndin Iegg- ur þvf til, að reynt verði að koma einhvers konar frjálsu starfi í skólunum sjálfum, t.d. á laugar- dögum, sfðdegis eða að kvöldi, sem foreldrar og e.t.v. fleiri íbúar hverfanna geta tekið þátt i. Er ljóst, að vandaverk er að koma sliku af stað og í rétt horf. Því er lagt til, að byrjað verði að gera tilraunir með þetta i einum eða tveimur skólum, þar sem áhugi er fyrir hendi og aðstæður góðar, nú siðari hluta vetrar, og reynt að finna þvf heppilegan farveg. Má benda á, að skv. lögum um grunn- skóla er nú gert ráð fyrir stofnun foreldrafélaga við skólana, sem e.t.v. gætu komið þarna að liði. Einnig er hugsanlegt að hver bekkur tilnefni foreldra sem full- trúa sinn í stað nefnd með nem- endum og skólamönnum. 4. Þá mælir nefndin með þvi að könnun verði gerð á nýtingu skólahúsnæðis um helgar og frjálsum félögum I hverfunum veitt húsnæðisaðstaða á sunnu- dögum, eftir þvi sem frekast er kostur, og að skólahúsin verði jafnframt nýtt að sumrinu til æskulýðsstarfs. Mundi það tengja skólann meira hverfinu og fbúun- um þar. Má benda á hina miklu samvinnu og góða nýtingu f leik- fimihúsum skólanna, þar sem iþróttafélögin taka við, þegar þörf skólanna sjálfra er fullnægt um notkun leikfimihúsa. 5. Nefndin bendir á, að allt tómstunda- og skemmtanastarf í skólunum þarf að vera f fullri samvinnu við nemendur sjálfa. Mælt er með þeirri tilhögun, sem í sumum skólum er þegar tekin upp, að nemendur kjósi ser full- trúa á haustin, sem undirbúi með kennurum og e.t.v. foreldrum, fasta dagskrá fyrir hálfan vetur- inn i einu. Verði síðan gefin út starfsskrá er nemendur hafi heim með sér, þar sem m.a. komi fram dagsetningar og kostnaður. Bæði þeir sjálfur og heimilin vita þá, hvað á boðstólnum er. 6. Þá bendir nefndin á, að undirstaða undir vel heppnað tómstundastarf byggist á hæfum leiðbeinendum. Leggur hún því sérstaka áherslu á að efnt verði til námskeiða fyrir leiðbeinendur, sem kennarar og annað áhugafólk getur tekið þátt f. 7. Nefndin telur nauðsynlegt að allir nemendur 12 ára og eldri fái skólapassa af þeirri gerð, sem ekki er auðvelt að breyta, og geti þannig gert grein fyrir sér, þegar ástæða þykir til. Nefndin gerir sér fulla grein fyrir þvi, að aukið tómstunda- og skemmtanastarf í skólum hefur aukinn kostnað í för með sér. Samkvæmt grunnskólalögum og reglugerð um rekstrarkostnað grunnskóla veitir rfkissjóður fé til skipulagðs félagslifs nemenda. Fjárveiting þessi, sem miðuð er við fjölda nemenda, er alls ófull- nægjandi, er skólinn á að rækja þetta hlutverk til nokkurrar hlit- ar. A það skal og bent, að um ráðstöfun fjár þessa hafa ekki verið settar nánari reglur af menntamálaráðuneytisins hálfu, svo sem reglugerð um rekstrar- kostnað grunnskóla kveður á um að gert skuli. Ef auka á verulega framboð á félagslegu starfi fyrir unglinga á grunnskólaaldri þykir nefndinni auðsætt að til þurfi að koma auknar f járveitingar í þessu skyni. ' Þótt erkki sé það hlutverk þess- arar nefndar aö fjalia um eða gera tillögur um tómstunda- og skemmtanahald f framhaldsskól- um, skal á það bent, að framhalds- deildir og fjölbrautaskóli eru nú á vegum borgarinnar og synileg aukning þessa starfsþáttar fram- undan. Nefndin bendir því á mikilvægi þess að kannað verði að hve miklu leyti framhaldsskólar geti annast tómstunda- og skemmtanastarf fyrir nemendur 16—20 ára. Að lokum leggur nefndin á það sérstaka áherslu að fullt samstarf er nauðsynlegt milli þeirra aðila, er annast félagslegt framboð fyrir unglinga. Sérstaklega á þetta við um opinberar stofnanir, er þessu sinna. Nefndinni er kunnugt um að nú fara fram umfangsmeiri viðræður en nokkru vinni fyrr milli þeirra borgarstofnana, er sinna málefnum barna og ung- linga. Er talin full ástæða til þess að ljúka þessari skýrslu með þvf að undirstrika þá ósk, að sam- starfstilraunir þessar beri hínn tilætlaða og bráðnauðsynlega árangur. 1 nefndinni áttu sæti: frá fræðsluráði: Elín Pálmadóttir, formaóur, Ragnar Georgsson og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Frá æskulýsðráði: Bessf Jóhannsdóttir, Hinrik Bjarnason og Margrét Margeirsdóttir. Tillögur samstarfsnefndar æskulýösráös og fræösluráðs

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.