Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 29 smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar húsnæöi j / boöi Keflavík — Suðurnes Til sölu m.a: í Sandgerði einbýlishús og hæðir í Garði einbýlishús og 1 20 fm íbúð í Grindavík Nýtt raðhús, næstum full gert. í Njarðvík íbúðir af ýmsum gerðum. í Keflavík Ýmsar gerðir einbýlishúsa. Sum ný og nýleg. Ibúðir af ýmsum stærðum og gerðum. Margs konar skipti möguleg. 3ja herb. ibúðir tilbúnar und- ir tréverk. Eigna og verð- bréfasalan, Hringbraut 90 simi 92-322. Friðrik Sigfússon, fasteigna- viðskipti, Gísli Sigurkarlsson, lögmaður. Keflavík Til sölu rúmgóðar 3ja herb. ibúðir við Nónvörðu, með sér inngangi og þvottahúsi. íbúðirnar verða seldar glerj- aðar og fullfrágengnar að ut- an, með útidyra og svala- hurðum. Fasteignasalan, Hafnargötu 27, Keflavik, simi 1420. óskast keypt Brotamálmur er fluttur að Ármúla 28, simi 37033. Kaupi allan brota- málm langhæsta verði. Stað- greiðsla. Aðstoð við skattfram- töl bókhald og skattskil fyrir- tækja. Bókhaldsþjónusta Ingólfs Hjartarsonar hdl. Laugaveg 18, simi 27040. Tökum að okkur skattframtöl fyrir einstakl- inga.______________________ Skattframtöl 1977 Sigfinnur Sigurðsson hag- fræðingur Bárugata 9, Reykjavik. s. 14043 og 85930. Skattframtöl 1977 Góðfúslega pantið tima sem fyrst. Haraldur Jónasson hdl. Simi 27390. Framtalsaðstoð timapantanir i sima 21557 Þórir Ólafsson, hagfræðingur. Lögfræðiskrifstofa Garðars Garðarssonar hdl. Tjarnar- götu 3, Keflavik, sími 1 733. Skattframtöl 1977 Ingvar Björnsson hdl. Strand- götu 1 1. simi 53590. Skattframtöl Aðstoð við gerð skattframtala Vinsamlega pantið tima strax simi 17221. Útsala Útsala Kjólar, stuttir og siðir. Slopp- ar, blússur. bolir. 20—80% verðlækkun. Dragtin, Klapparstig 37. Rangæingar Samkór Rangæinga vantar söngfólk. Uppl. i sima 99- 5234 milli kl. 7 og 8 á kvöldin. -Ai„ A.„K____* 1.0.0.F. = 0b.1P. = 15811 88'/2 I.O.O.F. Rb.4 = 1261 188VÍ ? EDDA 59771187-1 Atkv. Aðalfundur Skíða- deildar Fram verður haldinn fimmtudaginn 20. janúar n.k. kl. 20.30 i félagsheimili Fram við Safa- mýri. Dagskrá, venjuleg aðal- fundarstörf. Kosning stjórn- ar. Félagar mætið vel og stundvislega. — stjórnin Kvenfélag Neskirkju Spilafundur félagsins verður haldinn i félagsheimilinu fimmtudaginn 20. janúar kl. 8.30. Kaffiveitingar að lokinni spilamennsku. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. Stjórnin. K.F.U.K. Reykjavík Kvöldvaka kl. 20.30 i kvöld. Efni: Kristið heimili. Kaffiveit- ingar. Stjórnin. Fíladelfía Almennur bibliulestur i kvöld kl. 20.30 Guðmundur Markússon. raðauglýsingar raðauglýsingar — raðauglýsingar bátar — skip til söiu Bátar til sölu 2—3—4 — 5 — 6 — 10 — 11 — 12 — 1 5 — 30 — 36 — 38 — 45 — 52 — 64 — 71 — 76 — 130 — 135 — 300tonn. Fasteignamiðstöðin. Austurstræti 7, sími 14120. Til sölu er verzlun úti á landi. í góðu húsnæði. Tilboð sendist Mbl. merkt: „verzlun — 2749", fyrir 27. janúar. Inni og útipóstkassarnir komnir aftur. Nýja Blikksmiðjan Ármúla 30, sími 81104. Attrœð: Steinunn Þ. Guðmunds- dóttir frá Heinabergi í dag á áttræóisafmæli Stein- unn J. Guómundsdóttir, lengst af húsfreyja á Heinabergi á Skarðs- strönd, en nú búsett í Búðardal við Hvammsfjörð. Mig langar að minnast þessarar ágætu konu á þessum merkisdegi hennar og árna henni allra heilla. Steinunn fæddist á Óspakseyri í Strandasýslu 18. janúar 1897, næst yngst 12 barna hjónanna sem þar bjuggu, Guðmundar Einarssonar frá Snartartungu í Bitru og Mariu Jónsdóttur frá Asgarði i Dölum. Arið 1921 um sumarið skömmu fyrir heyannir gekk hún að eiga Steingrím Samúelsson bónda í Miklagarði í Saurbæ. Bjuggu þau þar i nærfellt 15 ár og eignuðust sjö börn, fjórar dætur og þrjá syni og ólu upp tvo fóstursyni. Vorið 1936 fluttust þau búferl- um í næstu sveit að Heinabergi á Skarðsströnd, en þá jörð hafði Steingrimur keypt ásamt fjórða hluta Akureyja. A Heinabergi bjuggu þau í rúma tvo áratugi með myndarbrag. Bæði í Miklagarði og á Heina- bergi v'ar jafnan mjög gestkvæmt, en þau Steinunn og Steingrlmur voru bæði vinsæl og frændmörg og gestrisni þeirra viðbrugðið. Þau hjón voru samhent til flestra hluta og samrýnd i besta lagi og mikið jafnræði með þeim. Steingrimur var stórhuga bóndi og framfarasinnaður og Steinunn húsfreyja stjórnaði heimilinu með hljóðlátri reisn og virðuleika. Sextugur: Stefán Bjarnason yfirlögregluþjónn í dag, 18. janúar, er Stefán Bjarnason yfirlögregluþjónn á Akranesi sextugur. Stefán er fæddur á Sauðárkróki, en fluttist 10 ára gamall til Sigluf jarðar, og þar liðu unglingsárin. Arið 1941 flyst Stefán til Akraness og tekur -þar við löggæslustörfum, og þar hafa manndómsárin liðið. Auk starfs síns hefur Stefánátt mörg áhugamál, en eitt gnæfir þó yfir öll hin, en það er söngurinn. Stefán hefur góða bassarödd og beitir henni af kunnáttu. En Stefán er ekki bara söngmaður hann er fyrst og fremst driffjóður í sönglífi bæjarins. Karlakórinn Svanir er nú orðinn 62 ára gamall. Á þessari löngu ævi hafa skipst á skin og skúrir. Margir hafa haldið þar um stjórnvöl, bæði sem sóngstjórar og formenn. Enginn hefur verið formaður eins lengi og Stefán, eða allt frá 1954 til dagsins i dag með aðeins 2 ára hléi 1966—1968. I formannstíð Stefáns hefur kórinn náð lengst og haldið sínar bestu söngskemmtanir. Það myndast mikil eyða í menningarlif bæjar á stærð við Akranes, þegar karlakór staðarins leggst i dvala. Þetta fundum við vel árin 1967—1973, en enn á ný tókst Stefáni og félög- um hans að koma æfingum í gang og halda glæsilega upp á 60 ára afmælið með ágætum konsert. Það var því vel við hæfi, að hann var sæmdur heiðursmerki Lands- sambands íslenskra karlakóra vió það tækifæri. Við félagarnir í Svönunum eig- um Stefáni mikið að þakka. Án hans forystu hefði margt farið öðru vísi. Þá metum við félagarnir mikils drenglyndi hans, glaðværð og þann góða félagsanda sem honum hefur tekist að skapa innan kórsins. Við óskum þér, Stefán, til hamingju á þessum tímamótum og óskum þér og Vilborgu gæfu og gengis um ókomin ár. Kórfélagar. Bæði tóku þau virkan þátt í félagsmálum sinnar sveitar og gegndu trúnaðarstöðum á þeim vettvangi. Eftir að þau hjón brugðu búi áttu þau hcima um árabil að Tjaldanesi i Saurbæ, en þar býr Kristinn sonur þeirra ásamt konu sinni Hildi Eggertsdóttur. Hin síðustu ár voru þau í heimili hjá tengdadóttur sinni, Unu Jóhanns- dóttur i Búðardal, en hún er ekkja elsta sonar þeirra, Boga, og hefur reynst þeim sönn dóttir. Steingrimur lést haustið 1974 á 89. aldursári. Það er stundum haft á orði, að á þessari öld hafi orðið hér á landi meiri og róttækari breytingar á nær öllum sviðum þjóðlifsins en átt höfðu sér þar áður allt frá upphafi íslandsbyggðar. Um þetta hygg ég að flestir séu sam- mála. Þó er einn sá þáttur, sem mér segir svo hugur um að sé cnnþá samur og áður að eðli og inntaki, en það er hin gamla, þjóð- lega menning fólksins í landinu, borin upþi öldum saman af allri alþýðu manna og best hefur varð- veist allt fram á okkar daga i sveitum landsins. Þvi kemur mér þetta i hug, að mér finnst eftir rúmlega tuttugu ára náin kynni, að Steinunn Guðmundsdóttir sé besti fulltrúi þessarar sönnu menningar sem ég hefi kynnst. í lífi sinu og starfi hefur hún lagt ólítið af mörkum til að viðhalda og skila þessari dýrmætu arfleifð til næstu kynslóða. Hún þekkir ekki hugtakið kynslóðabil nema þá af afspurn. Steinunn Guðmundsdóttir er gáfuð kona, víðlesin, skáldmælt vel, hafsjór fróðleiks og hefur rika og þroskaða frásagnargáfu. Sá þáttur i skapgerð hennar og eðli sem ég met þó mest er góð- vild og mildi. Hún leggur jafnan gott eitt til i hverju máli og leggur hverjum út til betri vegar. Sam- fylgd með sliku fólki er góð. . Þessum fáu orðum læt ég lokið með innilegum afmæliskveðjum og ósk um fagurt ævikvöld. Steinunn mun i dag gleðjast i hópi ættingja og vina á heimili Guðrúnar dóttur sinnar og tengdasonar Arna Gíslasonar að Kvistalandi3. OSTS — Endurnýjun Framhald af bls. 12. greiddur niður matur til starfs- manna stofnana á almennum matsölustöðum. Við það mundi lif á daginn og einnig á kvöldin stórkostlega aukast. Sölubúðir i miðbænum ættu jafnframt að hafa leyfi til lengri opnunar- tima fram eftir kvöldi og jafn- vel um helgar. Hvers vegna er þá lagt til að húsnæði I miðbænum verði aukið um 200.000 fm á skipulagstfmabilinu? Þetta er aðal-spurningin. Ég fæ ekki séð að þess gerist nokkur þörf. Að visu eru víða ljótar kalskemmdir i byggðinni, einkum umhverfis stórbygg- ingar. Nauðsynlegt er að byggja í þannig skörð til að gera borg- ina heillegri. Hins vegar sýnist mérengin frambærileg ástæða til þess, að húseigendur séu hvattir til að rífa hús sin með vilyrðum um að þeir fái að byggja stærri hús i staðinn. Spurningunni verða þvi aðrir að svara og mun væntanlega ckki standa á því. Augljóst er að hér er drepið á fátt eitt úr flóknu samhengi enda ekki annar vegur i stuttri grein. Lita verður til mála i ljósi heildarskipulags höfuð- borgarsvæðisins. Kkki er laust við að sá grunur vakni, þegar litið er yfir skipulagssýninguna að skort hafi á slíka hcildarsýn við þá endurskoðun aðalskipu- lagsins, sem nú hefur farið fram. Einstakir skipulagsþættir virðast skoóaðir og metnir án verulegra athugana á áhrifum og tengslum við aðrar skipu- lagsákvarðanir. Það cr að visu mannlegt að vilja skipta flóknu máli í afmörkuð viðfangscfni. Á sviði borgarskipulags cr það þó þvi miður ekki ha>gt. Þau sjónarmið er hcr hcfur verið imprað á, eru að minu áliti ekki einungis jákva>ð fyrir hag eldri hverfanna í Reykja- vík, heldur einnig miðað við skipulag höfuðborgarsva>ðisins almennt og þjóðarhag. Hróbjartur Hróbjartsson ,.*»-i«rt»i»^í»(».».».»• » •• *?*t + ?.*pf,fpt*+*>* ,-<**."+.•

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.