Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 17
. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 25 EINS OG MÉR SÝNIST Uppií turni, undir trekt eftir GÍSLA J. ÁSTÞÓRSSON Nú sýnist allt benda til þess að félagi Teng Hsiao- ping, sem er litli lifseigi kallinn með pókerandlitið í kinverskri pólitik, hrökkvi rétt einu sinni eins og kork- tappi upp á yfirborðið þar austurfrá, það er að segja þar upp á yfirborðið í þessu makalausa landi þar sem mandarínar hins nýja tima útdeila hrísgrjónunum. Teng kaliinn hefur þá unníð það ótrúlega afrek að standa af sér tvenn pólitísk fár- viðri: að hafa verið úthróp- aður sem afglapi og ihalds- kurfur ekkí einu sinni held- nrf.tvi'gsng rr.eð tíiheyrandi fjöldafundum og ókvæöis- orðum. Líklega hafa sömu her- skaranir tekið þátt í ófrægingarherferðinni gegn honum i bæði skiptin — og þá oltið út á strætin lika í það sinnið sem hann var endurreistur með viðeigandi lúðrablæstri eftir fyrri hol- skefluna; og liklega birtist nú sama þvagan enn á ný einhvern daginn að fagna enn einni upprisu hans. Ég neita að trúa þvi að þeir eigi þessar kröfugöngu- leikbrúður i ótal útgáfum, það er að segja að uppi i öngstræti A séu tugþúsundir alþýðusálna ávallt tíl reiðu sem vilji flá Tenga hinnar líðandi stundar lifandi og að samtimis standi jafnstór hópur öreigalýðs grár fyrir spjöldum uppi í öngstræti B og vilji þvert á móti hefja hinn ásakaða til skýjanna. Ég held því fram að það sé að minnsta kosti fræðilegur möguleiki að valdhafarnir noti nákvæmlega sama fólk- ið í báðum tilvikum. Þetta eru leiksýningar. sem eru vandiega og fagmannlega settar á svið, og háværu nankinsklæddu mann- eskjurnar sem æpa ýmist skjallið eða háðsglósurnar eru einfaldlega látnar skipta um slagorð. I dag streyma þær eins og beljandi fljót út á Torg hins himneska friðar og heimta Ping-Pong i dýrð- linga tölu; og á morgun eru þær á ný mættar á vettvang að krefjast höfuðsins af sömu manneskjunni. Það þarf harðneskjulegt baksvið og harkalegar leik- reglur til þess að geta efnt til svona sýninga æ oní æ og þó látið hinar fjarstýrðu brúður sveifla spjöldunum af jafnmikilli áfergju hverju sinni. Það þarf líka undar- lega innréttaða en um leið harðsnúna menn til þess að geta staðið fyrir svona skripalátum án þess að roðna einu sinni. Hér er gengið út fra því að það sem skal heita ágætt í dag það geti með einföldu valdboði heitið ótækt á morgun. Hér eru hinar sígildu samvisku- spurningar sögunnar af- greiddar með tilskipunum. Það stendur í Lögbirtingar- blaði hins himneska friðar og er þá allur sannleikur- inn; og það breytir alls engu að best verður séð þó að i Lögbirtingarblaði hins himneska friðar á morgun birtist öndverður „sannleik- ur". Hvitt er svart, svart er hvitt; það fer eftir hentug- leikum. í öllum þjóðfélögum þar sem stjórnmálamennirnir (eóá hvað- rnaður á ,nú að kalla þá) , aka sér élllfðár- umboð til þess að ráðskast með landsfólkið er samband- ið við raunveruleikann — staðreyndir — eitt það fyrsta sem þeir glata. Þá fer skop- skynið ef eitthvert var og þá dómgreindin. Þeir horfa of- an úr filabeinsturnum sin- um eins og I gegnum trekt, Þvi lengra sem þeir þurfa að skyggnast því þrengri verð- ur sjóndeildarhringurinn, og loks sjá þeir alls ekkert nema tærnar á sér, þvi að þá er hrokinn og sjálfbirgings- hátturinn orðinn svo yfir- gengilegur að þeir eru komnir með trektina á haus- inn. Það er þegar þannig er komið fyrir þeim sem þeir gera þá hluti i römmustu alvöru sem jafnvel draug- fullur maður með bilaðan heiladingul mundi kalla fávitalegt. Þegar sessunaut- ar félaga Bería ósællar minningar voru búnir að skjóta hann (og sumir telja á stjórnarfundi þarna austur í Moskvu) þá var það eitt þeírra fyrsta verk að gefa út eina af þessum dæmigerðu geðveikistilskipunum sem er sýkillinn sem leggst á alla einræðisseggi. og föðurlandssvikara? Jú, maður „upprætir" bara væna sneið af fortiðinni og gefur út tilskipun um að hún hafi aldrei verið til! Og því var það að nokkru eftir að Bería þáði hnakkasketið frá fyrrverandi elskulegum flokksbræðrum sínum þá fengu landar hans lika dálitla sendingu frá sömu þessum mikilvæga sannleika með vangaveltum og vífi- lengjum vill hvorki láta manninn né kerfið hans njóta sannmælis: sá sem hagar sér þannig gengur með öðrum orðum sjálfur með einskonar trekt yfir hausnum eins og þeir þokka- piltar sem hér hefur lítillega verið vikið að. Það „efna- Beria fangabúðakóngur var búinn að heita hvers manns hugljúfi undir Stal- in: alvitur og strangheiðar- legur embættismaður út- biaður i leninorðum frá nafla og aftur á herðablöð. Það var hinn opinberi „sannleikur" eins og hann birtist almúganum ár eftir ár i lögbirtingarblaðinu þeirra i Kreml. Hvernig af- klæðir maður nú nýskotið fórnardýr sitt svona glæsi- legum orðstýr á einni nóttu og gerir það sem sömu hand- sveiflunni að allsherjarfanti aðilum. Henni var beint til eigenda sovéskra alfræði- bóka. Og viidu menn nú vera svo vænir að nema lofroll- una um Bería heitinn útúr fyrrnefndum bókum og klistra inn i staðinn hjálögð- um fróðleik um Berings- sund! 1 öllum umræðum um þjóðfélagið sem Maó bjó til hlýtur sú staðreynd að gnæfa hæst hvernig honum auðnaðist að bægja hungr- inu frá þessari risaþjóð þar sem hailærið var landlægt. Sá sem reynir að sneiða hjá hagsundur" sem félagi Maó var kveikjan að verður seint ofprísað. En það hnekkir ekki annarri staðreynd sem blasir nú við okkur dag eftir dag, nefnilega að það sem þeir þykjast kalla pólitik þarna austurfrá er eitt bull- andi endemis fen. Þetta sýn- ist úr fjarska að minnsta- kosti svo hrikalegur skripa- leikur að jafnvel fjölfræði- bókamennírnir sem drekktu Beria i Beringssundi hefðu ekki gert betur. Þetta er næstum eins fáránleg vit- leysa og „réttarkerfið" okk- ar er að verða hér heima. 'IVxti: Ágúst .lónsson Mvndir: Friðþjófur Holgason i laugardag. þeir félagar. — Það er þó teílt, tekið í spil og svo eru kvikmynda- sýningar, en heldur er það fábrot- ið, sem boðið er upp á. Þetta v ir mun betfa í sumar, sagði Sigurð- ur, þvi þá var fært um allar sveit- ir, menn skoðuðu sig um og íóru gjarnan i veiði ef þeir áttu fri. Undanfarið hefuf hins vegar ver- ið hálfleiðinlegt veður eg lítið hægt aó komast. Nokkrir hafa þó notað sér snjóinn til að fara á skiði, en þeir eru ekki margir. — Um gos og slika hluti er það að segja að fólk hér lætur hugsun um það ekki hafa nein áhrif á sig, sögðu Sigurður og Olafur. — Það er frekar að þegár maður kemur heim í frí að fólk fer aó tala um þessa hluti. — Þó held ég að menn séu Ur stöðvarhúsinu, þar sent keppzt er við að Ijúka framkvæmdum. Sigurður Magnússon, rafvirki ásamt Olafi Arasyni, tæknifræðingi, þar sem þeir virða fyrir sér teikningar. sem hefur verið á öllu hér, er undraverður. Starfsmenn Rafafls við að verki verói lokið um mánaðamótin febrúar—marz, en samt sem áður verða sennilega rafvirkjar frá fyrirtækinu við frágang á raflögn- um í allan vetur. Rafmagniveitur rikisins munu 15. febrúar Verða búnar að lcggja Hnu að tengi- virkinu. Það er ekki Htið af köpl um sem verður í stöðvarhósínu þegar vinnu þar verður lakið. Sagði Sigurður að hann gizkaðí á að kaplarnir væru samtals 30—40 kilómetrar aó lengd. Teikningar, sem rafvirkjarnir vinna eftir, eru heldur ekki smáar i sniðum. Hver einasti hlutur er teiknaður æins og vera ber, margar breytingar hafa verið gerðar á sumum atrið- um og á öllum teikningastaflan- um verða tæknifræðingar og raf- virkjar að vera klárir. Verktakar Við Kröfluvirkjun eru fjölmargir, með stór venk og smá. Héðinn, Stálsmiðjan og Hamar sjá um Iriðsetníngu véla. Slippstöðin á Akureyri er tneð röralagnir, Miðfell er með býgg- ingarframkvæmdir og þannig mætti halda áfram að telja. Allt er að falla i réttar skorður og eftir einn mánuð eða svo verður aðeins beðið eftir gufunni til rafmagns- framleiðslunnar. ósjálfrátt ; Utaf á verði og við öllu búnir, þó ekkl sé verið að flíka slíkum hugsunum, segir Sigurð- ur, sem v .*rið hefur við Kröflu síðan i fyrrasumar, en Ólafur er hins vegar nýbyrjaður. — Eina nóttina vaknaði ég við einhver læti og þaó sem fyrst kom upp i hugann var að einhver hefði keyrt utan i skálann, sem ég svaf í. Það kom þó fljótlega i ijós að um jarðskjálfta var að ræða, eitt- hvað rúmlega 3 stig á Richter, en það segir, held ég, dálítið um hugsanagang manna hér, að mér skyldi ekki strax detta jarð- skjálfti í hug, segir Sigurður. AFREK VTÐ FKAMKVÆMDIRNAR A leið okkar um stöðvarhúsió var rætt vitt og breitt um fram- kvæmdirnar við Kröflu. Sögðu þeir Sigurður og Ólafur sitt álit að burtséð frá öllum öðrum þáttum Kröfluvirkjunar þá væri það mik- ið afrek, sem hefði verió unnið við framkvæmdir á staðnum. — Verktakar eru allir islenzkir og hér er að miklu leyti um byrjunarstarf að ræða, þannig að menn verða að fikra sig áfram. Samt sem áður hefur starfið geng- ið samkvæmt áætlun og hraðinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.