Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1977
3
Hvar skal álver rísa?
Rœtt við talsmenn sveitarfélaga, sem
sýnt hafa áhuga á að fá slíkt fgrirtœki
^ ÞEGAR ákveðið hefur verið að Hrauneyjarfossvirkjun verði reist og framkvæmdir
hefjist, virðist svo sem menn vakni víða á landinu og óskir berast nú um það að álver verði
reist hér og þar. Sýslunefnd Norður-Þingeyjarsýslu áréttar nú ársgamla samþykkt þess
efnis að álver rísi á Melrakkasléttu, Þykkbæingar vilja fá álver og binda vonir við að þar
komi höfn samfara álverinu. Þeir benda á að 90% allrar orkuframleiðslu fari fram i
Rangárvallasýslu og þvi sé sanngjarnt að stóriðja komi i hérað þeirra einnig. íbúar i Vík í
Mýrdal sjá einnig hafnargerð fylgja álverinu og þeir hafa þegar hafið viðræður við
viðræðunefndina um orkufrekan iðnað. Þá má og enn benda á samþykkt bæjarstjórnar
Akureyrar um byggingu álvers i Eyjafirði. Akureyringar vilja láta kanna allar aðstæður, en
hafa enn ekki tekið afstöðu til verksmiðjunnar, þótt einstaka félagasamtök þar hafi lagzt
gegn hugmyndinni. Morgunblaðið ræddi i gær við sveitarstjórnarmenn i ofangreindum
stöðum og fer yfirlit um málið hér á eftir.
Þingeyingar ítreka
Melrakkasléttu
Sýslumaður Þingeyinga, Sig-
urður Gizurarson. kvað sýslunefnd
Norður-Þingeyjarsýslu hafa ályktað I
fyrra og óskað eindregið eftir þvl að
álver risi I sýslunni, nánar tiltekið
einhvers staðar á Melrakkasléttu
Ekki kvað hann staðsetninguna hafa
verið ákveðnari, en taldi að ýmsir
staðir kæmu til greina Nú I sam-
bandi við þær ályktanir, sem Mýr-
dælingar hefðu gert, þar sem þeir
óskuðu eftir álveri við Vík, kvað
hann Þingeyinga hafa áréttað þessa
samþykkt sína með því að minna á
hana og að hún væri enn I fullu
gildi
Sigurður kvað ekki vanþörf á að
gera eitthvað fyrir norðausturhorn
landsins, svo að byggðin i landinu
hreinlega sporðreistist ekki og allt
athafnalif yrði staðsett á suðvestur-
kjálkanum. Hann kvað Norður-
Þingeyjarsýslu hafa þörf fyhr að eitt-
hvað róttækt yrði gert fyrir hana, en
suðursýsluna kvað hann standa til-
tölulega vel, þar sem byggðin þar
væri mjög þétt orðin. í norðursýsl-
unni væri hins vegar allt of mikið
strjálbýli. Á Melrakkasléttunni kvað
hann mengunarvandamál ekki ættu
að verða mikil, þar væri vindasamt
Þá kvað Sigurður Gizurarson
nauðsynlegt að beina meira af fram-
kvæmdum framkvæmdaáætlunar
bygginganefndar til Norðurþing-
eyjarsýslu. Sagði hann að flytja
mætti framkvæmdir nefndarinnar
ásamt sllkri framkvæmd sem álvers-
byggingu. Miðað við fjölgun I
Reykjavtk virtist allt of mikið byggt
þar Á móti kvað hann mikla hús-
næðiseklu vera I Þingeyjarsýslum og
kvaðst hann geta nefnt dæmi þess
að menn á Húsavlk byggju I bílskúr-
um, þar sem annað og betra hús-
næði væri ekki I boði Þetta sýndi að
fólkið vildi vera á Húsavík, þótt
staðurinn hefði ekki upp á húsnæði
að bjóða sem skylda
Þykkvabæingar óttast
ekka mengun
Sigurbjartur Guðjónsson oddviti
Djúpárhrepps, þe Þykkvabæjar,
kvað álvershugmyndina hafa orðið
raunverulega i hugum Þykkbæinga,
þegar Ijós hefði orðið andstaða
margra félagasamtaka I Eyjafirði Þá
kvað hann marga staði hafa komið
til greina Þar sem og hefði verið
rætt um að hugsanlegt væri að
koma upp hafnaraðstöðu I Þykkva-
bæ, vildu menn láta fara fram hag-
kvæmnisathugun á þessu máli.
„Teljum við að staðurinn hér búi yfir
fleari möguleikum en einum I þvl
efni," sagði Sigurbjartur „Erum við
að gera yfirvöldum það Ijóst, að hér
er kannski möguleiki, sem gleymzt
hefur að lita á."
Þar sem Þykkvibærinn er lang-
rnikilvægasta kartöfluræktarhérað
l.indsins, spurði Morgunblaðið,
f.vort mengun frá sllku álveri gæti
fkki haft skaðvænleg áhrif á kart-
cfluuppskeru landsmanna. Sigur-
b/artur kvað erfitt að gefa svar við
sourningu sem þessari. Um hana
yrðu fræðimenn að fjalla, en hann
kvað Þykkbæinga telja að yrði sllkt
álver að veruleika, myndu menn
hafa öll þau fullkomnustu hreinsi-
tæki, sem völ væri á og kvað hann
nú álitið að mengun frá nýjum
álverum væri 93% fyrir neðan það
sem almennt gerðist nú Þá kvað
hann þess að gæta að Þykkvibær
stæði á vindasamri strönd. þar sem
langt væri til fjalla, þannig að sú litla
mengun, sem kannski yrði, ætti
kannski ekki að hafa afgerandi áhrif
Hins vegar væri það rétt að álverið
yrði I hlaðvarpanum á kartöflurækt-
inni Jarðeigendur hafa þegar sam-
þykkt að láta land undir slíka fram-
kvæmd Einnig var rætt við aðra
íbúa hreppsins og sagði Sigurbjart-
ur að vart hafi komið fram mótat-
kvæði Um 260 manns eru I
Þykkvabæ, en með Háfshverfi eru
íbúar um 2 70
Rangeyingar telja
sig eiga að
hafa forgang
Sigurbjartur kvað þessa fram-
kvæmd, ef af henni yrði, verða mikla
atvinnubót fyrir héraðið í gær barst
Morgunblaðinu ályktun frá stjórn
verkamannadeildar Verkalýðsfélags-
ins Rangæings og i henni skorar
hún á iðnaðarráðherra og viðræðu-
nefnd um orkufrekan iðnað að beita
sér fyrir þvl að teknar verði upp
viðræður hið fyrsta við Norsk Hydro
um hugsanlega staðsetningu álverk-
smiðju i Þykkvabæ og hafnargerð
þar I þvi sambandi i ályktuninni
segir: „Fundurinn vekur i þessu
sambandi sérstaka athygli á þeirri
þróun, sem átt hefur sér stað hin
síðari ár I atvinnu- og byggðamálum
Rangárvallasýslu, þar sem megin-
hluti verka- og iðnaðarmanna, hátt á
þriðja hundrað manns, á afkomu
sina alla undir timabundnum virkj-
unarframkvæmdum
Fundurinn telur að ibúar þess
héraðs, sem orkan til stóriðju er sótt
til eigi forgangsrétt um að ný at-
vinnufyrirtæki. sem byggja á þessari
orku, séu staðsett I héraðinu —
einkum og sér I lagi, eins og átt
hefur sér stað i Rangárvallasýslu, að
atvinnulif og uppbygging héraðsins
hefur mótast af hinum tímabundnu
virkjunarframkvæmdum um árabil
— Þvi telur fundurinn, að við
ákvörðunartöku eigi skilyrðislaust
og öðru fremur að taka tillit til hinna
félagslegu viðhorfa." Fyrir hönd
stjórnar verkamannadeildar Rang-
æings ritar Hilmar Jónasson undir
ályktunin'a
Meirihluti
Víkverja
fylgjandi álveri
Ari Þorgilsson, hreppsstjóri í
Hvammshreppi, Vík í Mýrdal, kvað
fund hafa verið haldinn fyrir nokkru
þar eystra, þar sem boðaðar voru
hreppsnefndir Hvammshrepps,
Dyrhólahrepps og Austur-
Eyjafjallahrepps ásamt oddvitum
austan sands og Jóni Helgasyni
þingmanni frá Seglbúðum Ari sagð-
ist ekki hafa verið á fundinum. en
þar hefði komið fram mikill áhugi á
því að reist yrði álver í Vík og gerð
yrði sérstök höfn í því sambandi. Á
fundinn kom Sveinbjörn Jónsson,
forstjóri i Ofnasmiðjunni, en hann
sagði Ari vera umboðsmann Norsk
Hydro. Þá sat og fundinn
Guðmundur Gunnarsson, fram-
kvæmdastjóri Sambands sveitar-
félaga á Suðurlandi Kaus fundurinn
sérstaka nefnd til þess að vinna að
málinu og er formaður hennar Ingi-
mar Ingimarsson, sóknarprestur í
Vík Þá sagði Ari Þorgilsson að um
helgina hefði gengið listi meðal íbúa
við Vík, þar sem þessum hugmynd-
um var mótmælt. Ekki kvaðst Ari
halda að margir hefðu ritað á list-
ann Greinilegt væri að mikill meiri-
hluti íbúanna væri fylgjandi stór-
iðjuframkvæmdurh í Vík.
60 milljarð króna
framkvæmd
Nefndin, sem kosin var á
fundinum í Vík, hefur þegar átt einn
fund með viðræðunefnd um orku-
frekan iðnað Séra Ingimar Ingi-
marsson, formaður nefndarinnar,
kvaðst ekkert geta tjáð sig um þann
fund Hins vegar sagði hann að á
Framhald á bls. 38
Matthfas A. Mathiesen
Björn Þórhallsson
Sigurbjörn Þorbjömsson
Hvatarfundur um
skattamál í kvöld
HVÖT, félag sjálfstæðiskvenna,
heldur fund I kvöld um skatta-
mál. Fundurinn verður I Sjálf-
stæðishúsinu við Bolholt og hefst
kl. 20.30.
Að framsöguerindum loknum
svara frummælendur fyrirspurn-
um fundarmanna ásamt Sigur-
birni Þorbjörnssyni, rikisskatt-
stjóra.
Frummælendur verða Matthías
Á. Mathiesen, fjármálaráðherra,
og Björn Þórhallsson, viðskipta- Allt sjálfstæðisfólk er velkomið
fræðingur. ® fundinn.
Málið gegn Hauki
og Kristjáni brátt
til saksóknarans
RANNSÓKN vegna kærunnar á
hendur Hauki Guðmundssyni og
Kristjáni Péturssyni fyrir meint-
ar ólöglegar aðferðir við rannsók
á máli tveggja varnarliðsmanna
er á lokastigi, að sögn Sigurbergs
Guðjónssonar umboðsdómara.
Hefur Sigurbergur yfirheyrt þá
Hauk og Kristján. Kvaðst hann
eiga eftir að taka skýrslur af
nokkrum aðilum til viðbótar, en
siðan yrði málið sent til saksókn-
ara til umsagnar. Gæti það ef til
vill orðið i næstu viku. Rannsókn
málsins hófst i fyrrasumar en hef-
ur dregizt á langinn vegna anna
umboðsdómarans.
MEÐ
FERÐAMIÐSTÖÐINNI
Aðalstræti 9, sími 1 2940 og 1 1 255.
KAUPMANNAHÖFN
6 daga ferð á byggingavörusýn-
inguna „Byggeri for milliarder'
Innifalið í verði er flugferð, gisting,
morgunverður, ferðir milli flugvall-
ar og hótels, aðgöngumiði að sýn-
ingunni og nú, einnig skoðunar-
ferð til framleiðanda á bygginga-
vörum. Verð kr. 44.600
FRANKFURT
INTERNATIONAL FAIR
Alþjóðleg vörusýning. þar sem
m.a. er sýnt postulin glervörur og
Ijósastæði, skrifstofuvörur, skart-
gripiro.fi. Sýning, sem skapar
mikla möguleika.
Takmarkað gistirými.
Feröamiðstöðin hefur einkaumboö fyrir fiestar stærstu
vörusýningar í Evrópu. Notfærið ykkur reynslu okkar
í skipulagningu viðskiptaferða.
THE SCANDINAVIAN BUILDING EXHIBITION
d