Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977
33
Kristin Bjarnadóttir
stór:" Ég lék leikrit fyrir
sjálfa mig og seinna ásamt
öðrum börnum í sveitinni.
Við höfðum góðan tíma þvi
skólatiminn var aðeins þrir
mánuðir á ári. Þegar ég var
ákveðin i að verða leikkona
var ég send i heimavistar-
skóla og þar var ég i þrjá
vetur og tók siðan gagn-
fræðapróf. í Reykjavík fór
ég i Þjóðleikhúsið og þá var
ég alveg viss, ég ætlaði að
verða leikkona og ekkert
annað, þó að foreldrar min-
ir mótmæltu og systkini
min gerðu grin að mér.
Leiklistarskólinn var lokað-
ur en ég sneri mér til
þekkts leikara sem var með
námskeið i leiklist. Með
náminu vann ég ýmist i
verslunum eða á skrifstof-
um. Ég var sparsöm og dag
einn átti ég nóga peninga
til að fara til Danmerkur, og
i Odense var ég svo heppin
að komast á hálfs árs
reynslunámskeið í leiklist-
arskóla til að vita hvort ég
gæti lært dönsku. Það gekk
vel og ég lauk skólanum.
Siðasta árið sem ég var þar
lék ég mörg smáhlutverk.
Það gaf litið i aðra hönd, en
það bjargaðist með náms-
lánum og ég er stórskuldug
ennþá. Nokkrir félagar min-
ir úr skólanum stofnuðu
leikklúbb og buðu mér að
vera með. Klúbburinn starf-
aði i eitt ár og við lékum
fjöldann allan af leikritum
aðallega fyrir börn og ungl-
inga. Síðast liðið sumar
fékk ég svo vinnu í „Café-
teater" i Skindergade og
þar er ég nú í annað sinn."
Þar voru i desember
sýndir tveir einþáttungar
eftir Tennessee Williams og
í öðrum þeirra leikur Kristin
Bjarnadóttir aðalhlutverk-
ið, gleðikonu er liggur fyrir
dauðanum og berst siðustu
baráttu við lifið og menn-
ina. Það er erfitt að vera
leikkona i Danmörku i dag
og hafa ekki fastan
samning. Það' þarf þolin-
mæði, þrautseigju og litil-
læti. Alla þessa eiginleika
finnur maður i ríkum mæli
hjá Kristínu Bjarnadóttur,
bóndadótturinni frá íslandi:
Fátæku Önnu i sjónvarp-
inu. Fátæku Kristinu i
hversdagsleikanum. Þvi er
spáð að Kristinu muni ekki
skorta verkefni á næstunni
þvi hún hefur hlotið miklar
vinsældir fyrir sjónvarps-
þættina um Önnu.
Punktur punktur
komma strik
fyrsta skáldsaga
Péturs Gunnarssonar
erkominút
í þriðju útgáf u
myndskreytt af Gylfa Gislasyni
„Húmor er leiðarljós í frásagnargerð Péturs Gunn-
arssonar . . . Það er oft hrein unun að lesa þenn-
an texta . . . hrífandi skemmtileg og umhugsunar-
verð . . . dýrleg lesning."
Árni Þórarinsson, Vísir.
Iounn,
sími 12923
Anna er
fátœk stúlka
+ Við höfum áður sagt frá
islensku stúlkunni Kristinu
Bjarnadóttur sem leikur
„Fátæku Önnu" i danska
sjónvarpinu. Nýlega var
grein um Kristinu i danska
Billede-blaðinu og þar segir
orðrétt: Fátæka Anna er i
raun og veru fátæk. Það er
ekki bara í sjónvarpsþátt-
unum sem hún er auralaus,
hún hefur oft haft úr litlu
að spila. Nú í desember hef-
ur hún leikið i litlu leikhúsi
í Sindergade i Kaupmanna-
höfn og þénar dável á þvi,
en stundum hefur hún
þurft að fá styrk úr atvinnu-
leysissjóði danska leikara-
sambandsins. Einnig hefur
hún passað börn og unniðá
skrifstofu. Það var þvi kær-
komið tækifæri sem hún
fékk þegar hún hitti rithöf-
undinn og blaðamanninn
Erik Nörgaard i Haderslev
og hann bauð henni hlut-
verk Önnu i sjónvarpsþátt-
um sem hann var að gera
ásamt Herman Stilling og
Edmondt Jensen.
Faðir minn er bóndi á
Norður-íslandi segir
Kristin, þar sem snjór er
yfir öllu i marga mánuði á
ári, stundum fram á vor.
Þar ólst ég upp ásamt fimm
systkinum og auðvitað
gerðu allir ráð fyrir að ég
yrði bóndakona. En i út-
varpinu heyrði ég lesið upp
og leikið og ég sagði vifi
sjálfa mig: „Þetta ætla ég
að gera þegar ég verð
KRISTÍN Bjamadóttir I hlutverki Önnu.
frettum