Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 39 — Pottur brotinn í neyðarvörnum Framhald af bls. 2 væru um það hver raunverulega ætti að hafa yfirumsjón með þessu neyðarvarnakerfi og sjá til þess að það vírkaði. Upphaflega er neyðarráðstafanir vegna eld- gosahættu á svæðinu voru skipu- lagðar, voru kallaðir til fundar þar forsvarsmenn allra verktaka og framkvæmdaraðila, og var lagt á ráðin með þeim hvað æskilegt væri að gera i þessum efnum. Þessir aðilar tóku siðan málið upp og önnuðust framkvæmdina að hluta og hið næsta sem gerst hafi varðandi viðvörunarbúnaðinn hafi verið að starfsmaður Örku- stofnunar setti sig í samband við Oskustofnun og kvaðst vera byrj- aður að vinna verkið. Hann hafi síðan gefið Almannavörnum af og til upplýsingar um hvernig mið- aði, og Almannavarnir hafi einnig jafnan snúið sér til hans um það atriði til að fylgjast með fram- vindu þess, og sagði Guðjón að af hálfu Almanriavarna hefði ríkt ánægja með framkvæmdina og hann staðið i þeirri trú að allt gengi þarna samkvæmt áætlun unz annað kom á daginn. Guðjón kvaðst ekki vera kom- inn til með að segja, að Orkustofn- un hafi þannig verið beinlinis ábyrg fyrir framkvæmdinni á uppsetningu viðvörunarbúnaðar- ins, þar sem það hafi verið lagt fyrir forsvarsmenn allra aðila á staðnum til úrlausnar, en engu að síður hafi Almannavarnir staðið í þeirri trú vegna samskipta sinna við þennan tiltekna starfsmanna Orkustofnunar. Þá gat Guðjón þess, að á fyrsta fundi öryggis- nefndar, sem skipuð var af iðnaðarráðherra, eftir leirgosið í haust, til að hafa samstarf við Almannavarnir um viðbrögð á Kröflusvæðinu í hættuástandi, hafi komið skýrt fram varðandi viðvörunarbúnaðinn að unnið skyldi að þvi að koma honum upp með samstarfi milli Orkustofnun- ar og Almannavarna ríkisins. Guöjón sagði, aö af hálfu Al- mannavarnaráðs hefði verið reynt að hafa eftirlit með þessum þætti svo sem kostur væri og það haft frumkvæðið að þeim prófun- um sem þarna hefðu farið fram. Fréttamaður Mbl. sem staddur er við Kröflu um þessar mundir, ræddi einnig I gær við Rúnar Bachmann, formann starfs- mannafélagsins þar. Staðfesti hann ummæli Guðjóns um að ekki hefðu nema tvær sírenur virkað af fimm á svæðinu, og jafnframt gat hann þess að sirenurnar hefðu verið settar upp í nóvember en ekki prófaðar fyrr en nú i janúar. Hann kvað hafa verið hengt upp í mötuneyti starfs- manna fyrirmæli um verkaskipt- ingu ef hættuástand yrði, bæði varðandi skráningu, fjarskipti og fleira, en á því sviði hefði ekki farið fram æfing síðan i septem- ber og þrátt fyrir vaxandi virkni á svæðinu um þessar mundir hefði ekkert verið rætt við starfsmenn- ina um hugsanlegt hættuástand. Hið eina jákvæða sem fram hefði komið varðandi öryggismál á staðnum væri komið beint frá Al- mannavarnaráði. Rúnar tók hins vegar fram, að einn vanasti tækja- maðurinn við Kröflu hefðiiverið þar nú yfir helgina og til taks ef grípa hefði þurft til snjóruðnings- tækjanna. Fram kom hjá Rúnari að óánægja er með ýmis önnur atriði á Kröflusvæðinu meðal starfs- manna þar. Starfsmenn hefðu gert átak til þess að fá bætt úr brunavörnum I búðunum sjálfum og starfsmaður brunaeftirlitsins ¦hefði komið þangað í desember að beiðni starfsmanna. Hefði það leitt til þess að eftirlitið krafðist úrbóta í fjórum liðum, og til þessa hefði einungis verið bætt úr tveimur þeirra, þ.e. komin væru upp þurrdufts- og vatnsslókkvi- tæki en ekki reykskynjari né loft í svefnskálum máluð eldvarnar- málingu, svo sem krafizt hefði verið. Ýmsar fleiri smærri at- hugasemdir Brunaeftirlitsins hefðu ekki verið lagfærðar. Þá kvað Rúnar starfsmann Heil- brigðiseftirlitsins væntanlegan í vikunni, m.a. til að kanna drykkjarvatn og ýmis atriði varð- andi mötuneytið, sem starfsmenn væru óánægðir með. Nefndi Rún- ar að starfsmenn hefðu tvívegis gert verkfall vegna vatn-leysis á svæðinu, bæði til þrifnaðar i stöðvarhúsinu og í búðum starfs- manna, en bráðabirgðaúrlausn væri nú fengin. Þá var einnig rætt við Jón Illugason, formann Almanna- varnanefndar Mývatnssveitar, sem taldi að Guðjón Petersen hefði verið nokkuð fljótur á sér f yfirlýsingum I fréttum fjölmiðla, ekki kynnt sér staðreyndir máls- ins nógu vel og farið eftir flugu- fregnum. Jón sagði varðandi sír- enurnar, að komið hefði í ljós að rofinn fyrir sírennurnar hafi ekki kveikt nema á tveimur þeirra, en rofinn sem ræsa átti sirenurnar bæði á stöðvarhúsi og kæliturnum hafi ekki verið tengdur, eins og menn hefðu álitið, en bætt yrði úr því strax í dag eða á morgun. Um fjarstýrimagnarann f Reynihlið sagði Jón, að hann hefði frá upp- hafi ekki virkað nógu vel en verið væri að vinna að endurbótum á þvi, en ekki hefði verið talin ástæða til að kenna starfsmönn- um skjálftavaktarinnar á þennan búnað meðan svo háttaði. Hins vegar væri gott sima- og tals- stöðvarsamband milli Kröflu og Mývatns með vöktum allan sólar- hringinn, þannig að kerfið mætti teljast öruggt. — Lifandi lúsifer. Framhald af bls. 40 þennan ljóta fisk f netin," sagði Rafn Sigurðsson, skipstjóri á Dalarafni, i samtali við Morgunblaðið á föstudaginn. AHt f einu sáum við hvar fisk- urinn kom upp úr sjónum og ákváðum við að fara eins var- lega með netin og frekast væri unnt, og það tókst. Náðuih við fiskinum óskemmdum úr net- inu og settum hann strax í plastfötu. Sióan skiptum við um sjó í fötunni á 15—20 mínútna fresti eða alls 6 sinnum þar til vió komum í land, en þetta ge/ðum við til að hafa sjóinn, sem fiskurinn var f nógu súr- efnisrikan. Það fer ekki milli mi/la, að fiskurinn var nýgeng- inn f netið er við drógum það, þv: hann var ekkert orðinn das- aður, né særður eftir netin". Þá sagði Rafn, að þegar hann hefði verið skipstjóri á ísleifi 3. VE árið 1970 hefði hann fengið lúsifer f netin á svipuðum slóó- um og nú eða 15—20 mílur SA af Bjarnarey. Sá fiskur hefði verið dauður er hann kom upp á yfirborðið, og netin hefðu þá legið á grynnra vatni en nú. „Ég var búinn að fá 5 lúsifera hingað í safnið áður, en allir voru þeir dauðir og tvo eigum við uppstoppaða og satt að segja átti ég aldrei von á að fá þennan sjaldgæfa fisk hingað lifandi," sagði Friðrik Jesson, forstöðumaður Náttúrugripa- safnsins í Eyjum, þegar Morgunblaðið ræddi við hann. „Ég setti hann strax í búr er hann kom hingað i safnið og síðan lét ég hann eiga sig og var ekki viss um að hann myndi lifa lengi. I gær, sunnudag, var ég að laga til kringum fiskinn í búrinu, sem hann er í og þurfti að ýta við honum með sérstök- um stöngum, sem ég er með. Þá beit 'hann svo fast f stangirnar, að ég ætlaði aldrei að ná þeim frá honum aftur og datt mér þá í hug að fiskurinn héldi að þetta væri fæða. Er ég hafði náð stöngunum frá honum, henti ég til hans loðnu og hann át hana samstundis og siðan gaf ég honum tvær til viðbótar, og klippti hann þær í sundur og át." Friðrik kvaðst ekki hafa get- að mælt lengd fisksins, en hann væri að líkindum 40—50 sm langur eða af mjög heppilegri stærð. Þvi væri ekki að neita að hann væri mjög ófrýnilegur f útliti, enda drægi hann nafn sitt af kölska og ljósbera. „Það er ákaflega gaman að sjá fiskinn er hann leitar fyrir sér, en til þess hefur hann sér- stakan fálmara, sem kemur að Hugsanlegt að ísing hafi valdið flugsly sinu Stnkkhólmi, 17. janúar. NTB. — Reuter. FLUGMALAYFIRVÖLD f Svfþjóð sögðu í dag að margir mánuðir gætu liðið þar til Ijóst yrði hvað olli flugslysinu f Kælvesta, úthverfi Stokkhólms á laugardag, þar sem 22 farþegar og flugliðar fórust með 4 hreyfla skrúfuþotu af gerðinni Vickers Viscount. Vélin var f aðflugi að Brommaflugvelli á leið frá Jönkjöping og átti aðeins einnar mfnútu flug eftir er slysið varð. Sjónarvottar segja að vélin hafi komið í aðeins 200 metra hæð yfir Kælvesta og mikill hvinur verið frá henni, er hún skyndilega hallaðist og skall til jarðar á bíla- stæði við verzlunarmiðstöð aðeins 10 metra frá fjölda raðhúsa í hverfinu. Telja yfirvöld að flug- maðurinn hafi snögglega ákveðið að skella vélinni niður á bíla- stæðið til að lenda ekki á húsunum. Mikil sprenging varð samstundis í vélinni og talið að allir sem í henni voru hafi beðið samstundis bana, Rúður brotnuðu í nálægum húsum og eldur kviknaði í gafli eins þeirra, en hann varð brátt slökktur. Engin slys urðu þar á mönnum og þykir það ganga kraftaverki næst, því að yfirleitt er fjöldi bíla á stæðinu og barnaleikvöllur rétt hjá og eru oft mörg börn að leik á bílastæð- inu. Veður var hins vegar kalt þennan morgun og engin börn að leik og fáir bílar á stæðinu. 10 bílar munu haf a eyðilagst. Einnig var vinsæll barnaþáttur í sjón- varpinu á þessum tíma. Eins og fyrr segir átti vélin að- eins eftir einnar mínútu flug til Brommaflugvallar og hafði flug- maðurinn örstuttu áður beygt við aðflugsvita og beðið um lend- ingarleyfi. Virtist þá allt vera með felldu um borð að sögn flug- stjórnarmannsins, sem veitti lendingarleyfið. Eftir að leyfið var veitt, var ekkert samband haft við vélina í skamman tíma, sem er eðlilegt, en þegar flug- maðurinn hafði ekki aftur sam- band við flugturninn reyndi flug- stjórnarmaðurinn að kálla vélina upp en fékk ekkert svar. Örfáum sekúndum síðar var tilkynnt til flugturnsins um slysið. Allir um borð voru sænskir, en vélin var í leiguflugi, og var hún í eigu Skyline Sweden. Ein hugsanleg skýring á slysinu er talin vera, að ís hafi safnast á vængina og flug- maðurinn þannig misst stjórn á henni. Svarti kassinn með segul- bandi, sem tekur upp öll samtöl flugmannanna, fannst i góðu lagi og verður sendur til Bretlands til athugunar. miklu leyti í stað augna, en þau eru lítil og sér fiskurinn svo til ekkert. Fiskurinn leggur fálm- arann fram á botninn og iðar hann allur, en svo þegar hann er rólegur, leggur hann fálmar- ann alveg aftur á bak." í bókinni Fiskarnir eftir Bjarna Sæmundsson fiskifræð- ing, segir um lúsifer: „Fiskur þessi er á stærð við hrognkelsi, allt að 60 cm að lengd eða méira. Hann er mjög hár og stuttur og fremur þunn- vaxinn. Höfuðið er afarstórt, frekur helmingur af allri lengd- inni og fyrirferð liklega % alls líkamans. Munnurinn er stór og mjög uppstæður; neðri skoltur- inn er mjög sterklegur, með mikla „undirhöku" og nær mun lengra fram en hinn, svo að fiskurinn er yfirmynntur. Tennur eru aðeins i skoltum, hinar stærstu all-stórar og hreyfanlegar inn á við og allar hvassar. Augun eru smá 2-3 mm í þvermál. Höfuðið er slétt ut- an, nema hvað hvasst horn er hvort sínum megin á hnakkan- um... " Þá segir: Af fremri bakugga er aðeins til einn geisli (fálmar- inn) og er hann frammi á enni og situr þar í skoru upp af augunum; hann er á lengd við efraskoltsbeinið, gildur og kylfumyndaður, með 2-3 stutt- ar, lýsandi totur út úr endanum og 8 anga i tveimur röðum á hliðum kylfuhöfuðsins; eru þeir mjúkir og jafnmjókkandi til endanna og flestir fá- greinóttir, með stuttum, hvítum lýsandi endastykkjum, svo að úr þessu verður skúfur; sem lfkist armstjaka með kertum i, og.er ef til vill þrefi og Ijóstæki í einu. Lúsiferinn telst til ættkvisl- ar, sem nefnast lúsiferar á ís- lenzku og eru til tvær tegundir hennar i N-Atlantshafi. Á ís- landi fannst hann fyrst rekinn í höfninni i Vestmannaeyjum ár- ið 1886 og síðan þá hafa þeir ýmist fundist reknir eða veiðst af og til. Samkvæmt þeim upplýsing- um, sem Morgunblaðið fékk hjá dr. Jakobi Magnússyni fiski- fræðingi i gær, eru lifshættir lúsifers algerlega óþekktir enn þann dag i dag. Þó er talið að hann sé hægfara botnfiskur, sem lyfti sér stundum upp í sjónum. Segir Bjarni Sæmunds- son að hin afar smáu augu bendi á stöðuga dvöl i myrkri á djúpsævi, en að likindum geti hann lýst frá sér með fálmaran- um. á enninu. Hins vegar sé óvist hvort hann fremur bregði upp ljósi til að lýsa sér eða hrekja burt óvini sina. — Sprengigos Framhald af bls. 2 sprungurnar og gufuketilinn eyk- ur þrýsting á ný. Nú vaknar sú spurning, hvað þarf mikil gufa að myndast til þess hreinlega að lyfta lokinu af gufkatlinum þ.e. jarðlögunum af sér. Þetta fer bæði eftir dýpi og hitastigi gufunnar. Ef suðan fer fram álOOO m dýpi, gæti gufan kastað af ser jarðlögun, ef hún nær að yfirhitna um 220° C eða í 540° C. A 2000 m dýpi þarf gufan að yfirhitna um 270° C miðað við suðu, eða upp í 600° C. Þetta gefur því til kynna að eftir þvi sem dýpra er haldið þarf meiri yfirhitun, en þess má geta, að þegar náð er rúmlega 3000 metra dýpi hefur vauuð náð krítisku ástandi og er ekki lengur hægt að gera pri'inarmun á því hvort H2 0 er vam eða gufa þar fyrir ofan, a.m.k. ekki hvað viðvíkur rúm- máli. Þegar gufan nær að lyfta jarðlögunum, myndast sprengigos vegna hinnar miklu útþenslu guf- unnar. Glöggt dæmi um þvilíkan ógnar sprengikraft eru ketil- spreningarnar á Akureyri og Akranesi, sem fólki eru enn I fersku minni. 1 sjálfu sér var sprengigosið i Víti, sem skeði fyr- ir um 250 árum, samskonar fyrir- brigði og ketilsprenging þótt ólíkt sé ketillinn stærri heldur en í venjulegu húsi. Það skal þó tekið fram, að greinarhöfundur telur ólíklegt að sprengigos verði á Kröflusvæðinu í bráð. Þótt vatn sjóði í berginu, þá er langt í land að gufan se orðin það heit, að hun geti sprengt af ser fargið, sem hvílir ofan á katlinum. Ber þó að hafa i huga, að sprengigos eru algengust á jarðhitasvæðum, sem eru á gossprungubelti landsins, enda hefur alla tíð verið gert ráð fyrir þessari áhættu i sambandi við Kröfluvirkjun." — Meir en . . . Framhald af bls. 2 heildsöluverð á einu kilói eggja væri 450 krónur en egg hafa að undanförnu verið seld til versl- ana á 270 krónur frá einstaka framleiðendum. Samtök eggja- framleiðenda telja að 60% af heildsöluverðinu (450 krónum) fari til kaupa á fóðri til eggja- framleiðslunnar. — Loðnuaflinn Framhald af bls. 40 byrjað veiðar er Loftur Baldvins- son EA, sem nýlokið er að byggja yfir hjá Slippstöðinni h.f. á Akur- eyri. Eftirtalin skip tilkynntu um 400 lesta afla eða meira um helgina: Helga Guðmundsdóttir BA 420 lestir, Kap 2. VE 500, Jón Finns- son GK 480, Hrafn GK 400, Guðmundur RE 770, Gisli Árni RE 480, Albert GK 420, Sigurður RE 1100, örn KE 450, Eldborg HF 500, Grindvíkingur GK 580, Súlan EA 540, Hákon ÞH 430, Rauðsey AK 440, Huginn VE 450, Börkur NK 750, Fifill GK 470, Pétur Jóns- son RE 540 og Bjarni Olafsson AK 440. Leif Panduro látinn Kaupmannahöfn. 17. janúar. NTlt DANSKI rithöfundurinn Leif Panduro lézt f gær 53 ára að aldri. Panduro, sem var menntaður tannlæknir gaf út fyrstu bók sfna „Úr minni gulltönn" árið 1957. Hann skrifaði margar bækur og fjölda verka fyrir sjónvarp og út- varp. M.a. „Lfka yður ostrur?", „Bertram og Lisa" og Anna og Paul", sem hafa verið sýnd f fs- lenzka sjónvarpinu. Sfðasta sjón- varpsverk hans „IIús Louise" var sýnt f danska sjónvarpinu á ný- ársdag. Hann fékk verðlaun danska gagnrýnendafélagsins 1973 og heiðursverðlaun danska leikritahöfundasambandsins 1968. Idi Amin: Finch kall- aði yfir sig hefnd Guðs N'airóbf, 17. janúar. Reuter. IDI AMIN Úgandaforseti sagði að ástralski leikarinn Peter Finch, sem lézt f sfðustu viku af hjartaslagi, hefði kallað yfir sig reiði Guðs, þar sem hann hefði nýlokið við að leika f kvikmynd um árás fsraels- manna á Entebbeflugvöll f júlf sl. Sagði Amin að fleiri leikar- ar, sem leikið hefðu f myndum um atburðinn, myndu hljðta sömu örlög. Áður hafði banda- rfski leikarinn Godfrey Cam- brigde látist af völdum hjarta- slags f nóvember við leik f mynd um atburðinn og lék hann hlutverk Amins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.