Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 21 20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 i-------- Ragnheiður Lárusdðttir, Val er þarna komin inn á Hnu en Katrln Danivalsdðttir brýtur grðflega á henni. Álfhildur Hjörleifsdðttir er til varnar I marki FH og lengst til hægri er Björg Guðmundsdöttir, Val. Ljósm. RAX FH NÁDISTIGIAF VAL FII náði stigi af Val I 1. deild kvenna, þegar liðin mættust í Laugardalshöllinni á sunnudag- inn. Jafntefli varð, 8:8, en I hálf- leik var staðan 6:5 FH I vil. FH- stúlkurnar voru lengst af betri aðilinn I þessum mjög svo slaka ieik en Vaisstúlkurnar áttu góðan endasprett og kræktu sér þannig I annað stigið. Eru þær enn efstar I Isiandsmótinu, hafa tapað þessu eina stigi. Fyrri hálfleikurinn var miklu skárri en sá síðari. FH-stúlkurnar höfðu þá yfirleitt frumkvæðið og vörn og markvörðum Vals gekk sérstaklega illa að ráða við skot Svanhvítar Magnúsdóttur, en hún skoraði helminginn af mörkum FH í fyrri hálfleik. Harpa Guðmundsdóttir sá um það, að. Valur drægist ekki of langt aftur úr, en hún gerði 4 af 5 mörkum Vals í fyrri hálfleik. Seinni hálfleikurinn er eitthvað það lakasta, sem sézt hefur i kvennahandknattleik í háa herr- ans tið. Bæði iiðin gerðu sig sek um hverja vitleysuna annarri verri enda voru aðeins gerð 5 mörk í allt á 25 minútum i seinni hálfleik. Þegar 10 mínútur voru til loka leiksins höfðu FH- stúlkurnar tvö mörk yfir, 8:6, en á lokamínútunum virtist þeim fyrirmunað að skapa sér mark- tækifæri. Aftur á móti nýtti Valur þá tvö færi, Björg Guðmundsdótt- ir bæði. Þar með náði Vaiur að jafna og Valsstúlkurnar áttu færi á því að skora sitt 9. mark og þar með sigra. En það tókst þeim ekki, enda hefði það verið i hæsta máta óréttlátt. Þær eru ekki margar stúlkurn- ar í báðum iiðum, sem eiga hrós skilið fyrir þennan leik. Svanhvít Magnúsdóttir og Harpa Guð- mundsdóttir voru áberandi beztar í fyrri hálfleik og Alfhildur Hjör- leifsdóttir í marki FH kom mjög á óvart með góðri markvörzlu. Mörk Vals: Harpa Guðmunds- dóttir 4, Björg Guðmundsdóttir 2 (lv), Björg Jónsdóttir 1 og Oddný Sigurðardóttir 1 mark. Mörk FH: Svanhvít Magnús- dóttir 4 (lv), Jóna Margrét Brandsdóttir 2, Katrín Danivals- dóttir 1 og Sigrún Sigurðardóttir 1 mark. — SS. VÍKINGAR AF BOTNINUM LEIKUR botnliðanna, Vfkings og Breiðahliks, I 1. deild kvenna er einna helzt minnisstæður fyrir þá sök, að hálfieikirnir voru mis- langir, sá fyrri var 20 mínúlur en sá seinni 30 mfnútur. Stafaði mis- skilningurinn af þvf að næst á undan var aukaleikur I Reykja- vfkurmótinu, en þar er leik- tíminn aðeins 20 mfnútur, en 25 mfnútur f tslandsmótinu. Uppgötvuðust mistökin ekki fyrr en f seinni hálfleik, og var hann þvf þetta lengri. Vfkingur sigraði örugglega f leiknum, 16:10 og fékk sfn fyrstu stig en Breiða- bliksstúlkurnar sitja í botn- sætinu áfram án þess að hafa hlotið stig. Og miðað við spila- mennskuna f undanförnum leikjum, er harla ólfklegt að þær yfirgefi boinsætið í bráð. 1 fyrri hálfleik var leikurinn nokkuð i jafnvægi og eftir fyrri hálfleik, eða réttara sagt fyrstu 20 mínúturnar, var staðan jöfn, 7:7. En f seinni hálfleik sýndu Vikingsstúlkurnar umtalsverða yfirburði og sigruðu örugglega 16:10. Voru þær miklu sprækari f sókninni en Breiðabliks- stúlkurnar, enda gerðu þær 9 mörk síðustu 30 mfnútur leiksins á sama tima og Breiðabliks- stúlkurnar gerðu aðeins 3 mörk. Víkingsliðið er mestmegnis skipað ungum stúlkum óg gæti orðið aligott þegar fram liða stundir. Ein stórskytta er í liðinu, Ingunn Bernódusdóttir. Hún er yfirleitt f strangri gæzlu and- stæðinganna og þegar svo er, verður oft liitil ógnun f spili Vfkings. 1 þessum leik áttu beztan lcik auk Ingunnar þær Jóhanna Magnúsdóttir, Guðrún Bjartmars og Guðrún Helgadóttir, sem ætíð berst af hörku f vörninni. Breiðabliksliðið er mjög slakt og verður aö herða sig verulega ef það ætlar að sleppa við fall. í þessum leik var Alda Helgadóttir mest ógnandi. Mörk Víkings: Ingunn Bernódusdóttir 4, Astrós Guðmundsdóttir 3 (3v), Jóhanna Magnúsdóttir 3, Kagnheiður Guðmundsdóttir 2, Sigrún Olgeírsdóttir 2, Guðrún Hauks- dóttir 1 og Anna Björnsdóttir I mark. Mörk Breiðabliks: Alda Helga- dóttir 3, Ása Jónsdóttir 2, Hrefna Snæhólm 2, Dagný Halldórsdóttir 1, Heiöa Gunnarsdóttir 1 og Sigur- borg Daðadóttir 1 mark. —SS Þórsstúlkumar í framför Á laugardaginn fór fram á Akureyri ieikur í I. deildar keppni kvenna f handknattleik og áttust þar við lið Þórs og bikar- meistarar Ármanns. Urðu úrslit þau, að Þórsstúlkurnar unnu fyrirhafnarlftinn sigur 12—6, eftir að hafa haft eitt mark yfir f hálfleik 4—3. Er greinilegt að Þórsliðið er mjög að sækja f sig veðrið og er t.d. miklu sterkara en það var s.l. haust. Er greinilegt að Elfas Jónasson, þjálfari liðsins, ætlar að ná góðum árangri með það, þó svo að Þórsstúlkurnar séu sennilega úr leik í haráttunni á toppnum f deildinni í ár. Það bar til tfðinda í leik þessum að Jóni Hermannssyni, þjálfara Ármannsstúiknanna, var vfsað út úr húsinu vegna gífuryrða i garð dómara leiksins. Þau áttu þó alls ekki rétt á sér. Skýringin á því hve illa gekk hjá Armanns- stúlkunum lá fyrst og fremst i því hvað liðið er lélegt. Eftir að Guðrún Sigurþórsdóttir var tekin úr umferð var aðeins ein stúlka í liðínu sem eitthvað reyndi, Erna Lúðvfksdóttir, en hún fékk sára- litla aðstoð hjá stöllum sinum. Þór komst í 2—0 í leiknum og hafði síðan ailtaf yfir. Sem fyrr segir var staðan 4—3 í hálfleik, en Þót skoraði siðan 5 fyrstu mörk seinn hálfleiksins og var þár með búinn aðgera út um leikinn. Beztan t úk hjá Þórsliðinu sýndi Harpa Sig rðardóttir en sem fyrr segir var Erna Lúðvfksdóttir eina Ármannsstúlkan sem eitthvað sýndi. IVliirk Þórs: Anna Gréta 3, Harpa 3, Steínunn 2, Soffía 2, Sigríður 1 og Ingibjörg 1 Mörk Armanns: Erna 2, Anna Gunnarsdóttir 1, Aðalheiður 1, Auður 1 og Sigríður 1. sigbj.. IR komst í krappan dans en vann þó Val að lokum ÍR-ingar lentu f kröppum dansi f leik sfnum við Val á laugardag- inn, en unnu þó leikinn með 10 stiga mun, 78—68, eftir að Valur hafði verið betri aðilinn mestan hluta leiksins og haft frumkvæðið nær allan leikinn. Þessi frammi- staða Vals kom nokkuð á óvart þar sem þrjá af beztu mönnum liðsins vantaði, þá Þóri og Jóhannes Magnússyni og Ilafstein ilafsteinsson, en einnig er rétt að geta þess að tR-inga vantaði einnig nokkra af sínum mönnum, þó að það kæmi sfður að sök. Gangur leiksins var annars þannig, að Valsmenn tóku foryst- una strax og voru mun friskari en IR-ingarnir framan af þó að munurinn yrði aldrei mikill, en mestur varð hann á 15. mínútu, 4 stig, þegar staðan var 22—18 Val i vil, en i lok fyrri hálfleiksins náðu ÍR-ingar svo forystunni í fyrsta sinn í leiknum og i leikhléi var staðan 31—30 IR í vil. Valsmenn mættu svo mjög ákveðnir til leiks f seinni hálfleik og náðu forystunni strax, komust i 37—32 á 3. mínútu og héldu þeir svo forystunni þar til að seipni hálfleikur var hálfnaður og stað- an orðin 49—49, en þá höfðu Vals- menn farið illa með tvö góð færi og virtist sem móðurinn færi al- veg úr þeim við það og eftir það voru iR-ingar því næst alveg öruggir með sigur, þó svo að Vals- mönnum tækist að jafna á 15. minútu hálfleiksins, 55—55, en leiknum lauk svo eins og áður sagði með sigri ÍR 78—68. Þessi leikur var fremur slakur, einkum af hálfu ÍR-inga og verða þeir að leika betur það sem eftir er af keppnistimabilinu ef þeir ætla að eiga einhverja möguleika á sigri í mótinu. Valsmenn komu nokkuð á óvart með frammistöðu sinni því að eins og áður sagði vantaði þrjá af máttarstólpum Iiðsins í þessum leik. Bezti maður IR-inga i þessum leik var tvímælalaust þjálfari þeirra, Þorsteinn Hallgrimsson, sem dreif menn sina með sér og hleypti i þá þeirri hörku og leik- gleði sem þurfti til að vinna leik- inn. Flestir leikmenn aðrir hjá ÍR léku undir getu og er ekki ástæða til að geta frammistöðu þeirra. Stigin fyrir ÍR skoruðu: Kristinn Jörundsson 25, Jón Jörundsson 14, Kolbeinn Kristins- son 13, Agnar Friðriksson 10, Þorsteinn Hallgrímsson 8, Þorsteinn Guðnason 6 og Sigurður Gíslason 2 stig. Beztir Valsmanna i þessum leik voru þeir Kristján Ágústsson og Helgi Gústafsson og það er greini- legt að þeir vaxa báðir með hverjum leik og eru liði sinu mikill styrkur. Stigin fyrir Val skoruðu: Kristján Agústsson 24, Torfi Magnússon 13, Helgi Gústafsson og Lárus Hólm 10 hvor, Ríkharð- ur Hrafnkelsson 8, Gisli Guðmundsson 2 og Þorvaldur Kröyer 1 stig. HG KR átti ekki í erfiðleikum með ÍS KR-ingar unnu góðan sigur á stúdentum f leik liðanna I Islandsmótinu í körfuknattleik nú um helgina, en úrslit urðu þau að KR vann með 10 stiga mun, 90—80, eftir að þcir höfðu haft eins stigs forystu f Ieikhléi, 42—41. Leikurinn var fremur daufur og virtust KR-ingar lengst af öruggir með sigur þrátt fyrir að þeim tækist ekki að hrista stúdentana af sér fyrr en í lok leiksins. Gangur leiksins var svo þannig að stúdentar skoruðu fyrstu 4 stigin, en síðan var jafnræði með liðunum þar til um miðjan fyrri hálfleikinn að KR-ingar tóku góðan sprett og náðu 10 stiga forystu 38—28, en i lok hálfleiks- ins náðu stúdentar að minnka muninn niður í eitt stig, 42—41 KR i vil. Seinni hálfleikur var svo mjög jafn og það var ekki fyrr en á lokaminútunum sem KR-ingar náðu því forskoti sem nægði þeim til sigurs, 90—80. KR-ingar áttu þokkalegan leik, en sigur þeirra byggðist mest á því hve léleg vörn stúdentanna var og greinilegt er að liðið getur ekki verið án Jóns Héðinssonar, sem nú er einn af okkar allra beztu varnarmönnum. Þess ber einnig að gæta, að þjálfari KR- inganna, Einar Bollason gat ekki leikið með vegna meiðsla, en Kristinn Stefánsson lék hins vegar sinn fyrsta leik í vetur og komst hann með sóma frá leiknum. Langbezti maður KR- inea var Riarni .Tnhannp«nn spm skoraði hvorki meira né minna en 42 stig og tók auk þess aragrúa af fráköstum. Eins og áður sagði voru stúdentarnir fremur slakir i þess- um leik og er ekki ástæða til að hæla nokkrum þeirra fyrir góðan leik því að þeir geta allir leikið betur en þeir gerðu i þetta sinn. Stigin fyrir KR skoruðu: Bjarni Jóhannesson 42, Kolbeinn Páls- son 17, Birgir Guðbjörnsson 16, Gunnar Ingimundarson 6, Árni Guðmundsson 4, Gunnar Jóakims- son og Gísji Gíslason 2 hvor og Kristinn Stefánsson 1 stig. Fyrir 1S skoruðu: Bjarni Gunnar Sveinsson 29, Ingi Stefánsson 16, Steinn Sveinsson 15, Ingvar Jónsson 12, Guðni Kolbeinsson 4 og Jón Oskarsson og Jóhann Frimann 2 stig hvor.HG Bjarni Jóhannesson og Steinn Sveinsson f baráttu um knöttinn f leik KR og IS um helgina, en Bjarni var langbezti maður þessa leiks og skoraði hvorki meira né minna en 42 stig og hirti auk þess mikið af fráköstum IBK STOÐILEIKNI KEFLVlKINGAR voru ekki langt frá þvf að krækja í sfn fyrstu stig í 2. deild Islands- mótsins f handknattleik á laugardaginn, er Leiknir sótti þá heim. Úrslit leiksins urðu 25—23 sigur Leiknis, eftir að staðan hafði verið 15—14 fyrir Leikni í hálfleik. Náðu Keflvíkingarnir þarna sfnum bezta leik í vetur og er greinilegt að þeir eru að sækja f sig veðrið. Munu þeir nú vera farnir að æfa af alvöru, en aðstöðuleysi háir liðinu þó verulega. Má vel vera að of snemmt sé að bóka Keflvfkingana niður í 3. deild — enn er töluvert eftir af mótinu. í leiknum í Keflavfk skoruðú heimamenn fyrsta markið, en Leiknismenn náðu síðan forystu í leiknum og komust f 7—3. I kjöl- far þessa kom svo slæmur kafli hjá Leikni og liðið misnotaði jafnvel hin opnustu færi. Virtist það há Leiknismönnum verulega að ekki er leyft að nota „klístur“ í húsinu í Njarðvík og margar sendingar þeirra og skot fóru forgörðum vegna þessa. Sem fyrr greinir hafði Leiknir eitt mark yfir f hálfleik, og í seinni hálfleiknum tókst þeim aldrei að slíta Keflvfkingana af sér. Munurinn var oftast 2—3 mörk, og úrslitin 25—23. Beztu menn Leiknisliðsins að þessu sinni voru þeir Ásgeir Elíasson, sem allt spil liðsins snýst í kringum, Ásmundur Kristins- son og Guðmundur Vigfússon, sem átti þarna sinn bezta leik í vetur. Langbezti maður Keflavikurliðsins var hins vegar Guðmundur Jóhannsson. Maður leiksins: Ásgeir Elíasson, Leikni. Mörk IBK: Grétar Grétarson 6, Guðmund- ur Jóhannsson 5, Rúnar Georgsson 3, Þórir Sigfússon 3, Sigurbjörn Gústafsson 3, Magnús Garðarsson 2, Sigurður Björgvins- son 1. Mörk Leiknis: Ásmundur Kristinsson 10 (4v), Guðmundur Vigfússon 4, Ásgeir Elíasson 3, Hafliði Kristinsson 3, Finnbjörn Finnbjörnsson 3, Árni Einarsson 1, Sigurður Benjamínsson 1. Dómarar voru Karl Jóhannsson og Hannes Þ. Sigurðsson og dæmdu þeir mjög vel. fg/stjl Sfmon Ólafsson hefur nú byrjað að leika með Ármannsliðinu eftir nokkuð hlé og hér mii sjá hann berjast við Geir Þorsteinsson f leik Ármanns og UMFN um helgina. Baráttugleði færði UMFN dýrmætan sigur LOKS kom að því að Armenning- ar töpuðu leik og urðu Njarð- víkingar fyrstir til að klekkja á þeim, en leik liðanna lauk með sigri UMFN, 76—70, eftir æsi- spennandi og hnffjafna viður- eign. Allan leiktímann skiptust liðin á þvf að hafa forystuna og var munurinn aldrei meiri en 5 stig fyrr en á 16. mfnútu seinni hálfleiks, að Njarðvíkingar náðu afgerandi forystu, 68—60, sem nægði þeim til sigurs. Vladan Markovich, þjálfari Njarðvíkinganna, var að vonum ánægður með úrslitin, en sagði þó að Ármenningar væru betra lið, það hefði verið baráttan og leik- gleðin sem gerði útslagið. Annars var gangur leiksins þannig, að um hnifjafna baráttu var að ræða allan timann, liðin skiptust á um forystuna og tókst hvorugu að ná nokkru forskoti að ráði og í leikhléi höfðu Ármenn- ingar 1 stigs forystu, 36—35. I seinni hálfleik hélzt svo jafn- vægi með liðunum fram á 13. mín- útu og höfðu þau þá haft for- ystuna til skiptis, en þá kom góð- ur sprettur hjá Njarðvíkingum, sem náðu 8 stiga forskoti, 68—60, og hafði Kári Marisson þá verið mjög drjúgur við að skora fyrir þá. Njarðvíkingarnir gáfu svo ekkert eftir og héldu þeir foryst- unni örugglega og sigruðu Ár- menninga 76—70. Leikur þessi var allan tímann vel leikinn og spennandi, enda var mikið í húfi fyrir bæði liðin, en með sigri í þessum leik hefðu KRTOKSTAÐ HEFNA TAPSINS Ármenningar styrkt stöðu sina til muna, verið eina taplausa liðið á meðan þau næstu hefðu verið fjórum stigum lægri. Njarðvík- ingar náðu Ármenningum að stig- um með þessum sigri og 1. sæti deildarinnar á hagstæðara stiga- hlutfalli og eiga því talsvert meiri möguleika en áður á sigri í ts- lar.dsmótinu og einnig urðu þessi úrslit til þess að jafna deildina og auka spennuna. Ármenningar voru óvenju dauf- ir í þetta sinn hvað sem olli því og náðu þeir ekki að sýna sitt bezta. Jimmy Rogers var nú fjarverandi og kemur hann sennilega ekki aftur til landsins og veikti það liðið nokkuð, en Simon Ölafsson er hins vegar byrjaður að leika með Ármenningum aftur og er hann liðinu mikill styrkur og þó að hann hafi ekki sýnt sitt bezta f leiknum átti hann samt góóan leik. Stigin fyrir UMFN skoruðu: Kári Marísson 18, Geir Þorsteins- son 15, Gunnar Þorvarðarson 12, Brynjar Sigmundsson 9, Þor- steinn Bjarnason 6, Guðsteinn Ingimarsson 5, Sigurður Haf- steinsson og Stefán Bjarkason 4 hvor og Jónas Jóhannesson 3 stig. Stigin fyrir Armann skoruðu: Símon Ólafsson 20, Jón Björgvins- son 19, Jón Sigurðsson 15, Björn Magnússon 5, Atli Arason 3, Hall- grímur Gunnarsson, Haraldur Hauksson, Guðmundur Sigurðs- son, og Björn Christinssen 2 stig hver. HG KR-ingum tókst á laugardaginn að hefna fyrir ófarir sfnar f fyrri umferð 2. deildar keppni fslandsmótsins f handknattleik fyrir Akureyrarliðinu Þór, er þeir unnu eins marks sigur í leik liðanna á Akureyri 16—15. Voru Þórsarar reyndar klaufar að ná ekki jöfnu f leiknum, þar «■: m þeir fengu góð tækifæri til þess að skora á lokamfnútum leiksins, sem rV.ki nýttust. Töluverð barátta vat : teiknum, einkum til að byrja með, og jafnt var á öilum tölum upp í 7—7. Þá sigu KR-ingar fram úr og komust um tíma í 12—7. Þór skoraði siðan siðasta mark fyrri hálfieiksins, þannig að staðan að honum loknum var 12—8. Þór byrjaði síðan seinni hálfleikinn með miklum látum og tókst fljótlega að komast i 12—11, og eftir það munaði aldrei nema einu marki, unz Þór tókst loks að jafna 15—15, þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Símon Unndórsson skoraði síðan fljótlega 16. mark KR-inga, og þvi marki tókst Þórs- urum ekki að svara þrátt fyrir allgóð tæki- færi. Leikur þessi var heldur slakur þegar á heildina er litið og átti dómgæzla þeirra Geirs Thorsteinssonar og Vals Benedikts- sonar sinn þátt í því. Var oft ákaflega erfitt að átta sig ýmist á dómum þeirra eða af- skiptaleysi. Leikaðferð Þórs og KR var nokkuð svip- lik í þessum leik. Hvorugt liðið lagði mikið upp úr linuspiii — allt gekk út á það að skapa skyttunum tækifæri. Varnarleikur beggja liðanna var hins vegar góður. Maður leiksins: Hilmar Björnsson, KR Mörk Þórs: Þorbjörn Jensson 7, Sigtrygg- ur Guðlaugsson 3, Elías Jónasson 2, Gunnar Gunnarsson 1, Ragnar Sverrisson 1, Jón Sigurðsson 1. Mörk KR: Hilmar Björnsson 6, Simon Unndórsson 5, Þorvarður Guðmundsson 3, Ólafur Lárusson 1, Sigurður Öskarsson 1. Hilmar Björnsson átti góðan leik a Akur- eyri. EINSTEFNAIGARÐABÆ ÁRMENNINGUM tókst rækilega að hefna fyrir stigið sem Stjarnan „stal“ af þeim í fyrri umferð 2. deildar keppni Islandsmóts- ins f handknattleik, er liðin mættust f Ás- garði í Garðabæ á sunnudaginn. Úrslit leiksins urðu 24—11 fyrir Armann, eftir að staðan hafði verið 9—5 fyrir Armann í hálfleik. Höfðu Ármenningar firburði f leiknum, og léku á köflum skínandi góðan handknattleik — handknattleik sem ntyndi sóma sér vel í 1. deildinni, en sennilegt verður að teljast að þar muni Armenningar leika að ári. Leikurinn á sunnudaginn var í jafnvægi fram undir lok fyrri hálfleiks, og léku þá bæði liðin eins og bezt má búast við að 2. deildar lið geri. Varnarleikur beggja liða var mjög góður, svo og markvarzla, enda var staðan 4—4 þegar 20 mínútur voru af leik. Þá loks tókst Ármenningum að ná tveggja marka forskoti, og þar með var sem drægi mjög úr árvekni Stjörnumanna bæði í sókn og vörn. Einstakir leikmenn liðsins gerðu sig seka um skottilraunir úr heldur lélegri aðstöðu og sú hreyfing og vinnsla sem verið hafði á vörninni til að byrja með var ekki til staðar lengur. Annars er það greinilegt að Stjörnuna skortir meiri ógnun á ákveðni í sóknarleik sinn. Það var rétt einstaka sinnum sem skemmtilegum flétt- um brá fyrir, en ella var sóknarleikur liðs- ins heldur litlaus og daufur. En það verður líka að segjast eins og er að vörn Ármannsliðsins stóð sig mjög vel i þessum leik, og þá ekki sízt markvörður liðsins, Egill Steinþórsson, sem varði oftast hvað sem að marki hans kom. Þar er á ferðinni mjög efnilegur ptltur, sem mikils má vænta af í framtiðinni. Hið sama má raunar segja um félaga hans — útispilar- ana. Þar eru margir mjög-efnilegir ungir piltar sem örugglega eiga mikla framtíð fyrir sér. Beztu menn Ámannsliðsins í leiknum, auk Egils markvarðar, voru þeir Pétur Ingólfsson og Björn Jóhannesson, en hjá Stjörnunni stóð Brynjar Kvaran markvörð- ur sig með ágætum meðan vörn liðsins var í lagi. Einnig stóð Magnús Andrésson vel fyrir sínu í leiknum, en í heild er óhætt að segja að Stjarnan hafi verið nokkuð langt frá sínu bezta í leiknum. Mörk Stjörnunnar: Gunnar Björnsson 4. Magnús Teitsson 3, Magnús Andrésson 2, Eyjólfur Bragason 2. Mörk Ármanns: Björn Jóhannesson 6, Pétur Ingólfsson 6, Friðrik Jóhannsson 6, Hörður Harðarson 4, Þráinn Asmundsson 1, Óskar Ásmundsson 1, Jón V. Sigurðsson 1. Maður leiksins: Egill Steinþórsson, Ar- manni. stjl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.