Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANÚAR 1977 5 Lögreglufélag Suðurnesja: Lýsir yfír stuðningi við Hauk Guðmundsson MORGUNBLAÐINU barst I gær eftirfarandi fréttatilkynning frá Lögreglufélagi Suðurnesja: Fundur stjórnar og trúnaðar- mannaráðs Lögreglufélags Suður- nesja, haldinn 14. janúar 1977, lýsir yfir, með tilvísun til 2. gr. laga félagsins, fullum stuðningi við Hauk Guðmundsson rannsóknarlögreglumann, við rannsókn á meintu broti hans við handtöku Karls Guðmundssonar og Guðbjarts Pálssonar, meðan ekki eru komnar fram nánari upplýsingar í málinu, er sanna meint brot hans. Um leið er lýst yfir vítum á hendur hverjum þeim, sem notar ólögmæt vinnu- brögð við starf, í hverju sem það er fólgið. Jafnframt lýsir fundur- inn yfir furðu sinni á þeirri ákvörðun lögmætra yfirvalda, að svipta Hauk helming fastra launa, þar sem sú ákvörðun er nánast einsdæmi og þeirri heimild, sem stuðst er við í iögum, varðandi þá ákvörðun, hefur ekki verið beitt við rannsókn á meintum brotum opinberra starfsmanna við störf, um Iangt skeið. (2. grein laga Lögreglufélags Suðurnesja, hljóðar svo:) Til- gangur félagsins er: A. Að efla samvinnu og samstarf lögreglumanna á Suðurnesjum og um land allt. B. Að vinna að velferðarmálum lögreglumanna, svo sem launa- kjörum, vinnutilhögun, vinnuskil- yrðum, vinnuvernd og atvinnu- tryggingum. C. Að vinna að aukinni menntun lögreglumanna og þekkingu á starfi og öðru þvi, sem verða má til gagns lögreglumönnum. 14. janúar 1977: Skarphéðinn Njálsson formaður (sign), Björn Bjarnason ritari (sign), Kristján Ingi Helgason gjaldkeri (sign ),Unnsteinn Jóhannsson trúnaðarm. (sign), Sigurgeir Þorvaldsson trúnaðarm. (sign) og Erling Kristinsson trúnaðarm. (sign.) „Síbería” óhæf til geymslu á síld eða loðnu í FRÉTTASKEYTI frá fréttarit- ara Mbl. I Siglufirði, sem birtist I blaðinu slðastliðinn sunnudag, 16. þessa mánaðar, er frá því skýrt, að forráðamenn S.R. telji að ekkert þróarrými sé fyrir hendi hjá SR, Siglufirði. Hins vegar sé öllum Siglfirðingum kunnugt um, að SR hafi enn 6.000—7.000 lesta þróarrými, „segja má að bæjarbúar séu gáttaðir á þeirri framkomu yfir- manna SR, að fylla ekki allar þrær af loðnu, á meðan loðnan er rétt við bæjardyrnar." Þróarrými það, sem fréttarit- arinn á við mun vera i svokallaðri „Síberíu", sem byggð var i fram- kvæmdastjóratið Gísla heitins Halldórssonar verkfræðings vorið 1937. Þróarrými þetta er á tveimur hæðum og ætlað til þess á sinum tima að geyma þar kælda isaða sild. Tilraunir til þeirrar notk- unar á þrónum mistókust. Sildin skemmdist í þrónum. Mjög erfitt reyndist að vinna við þau skilyrði, sem þar voru og hlutu þrærnar, sem voru hvor upp af annarri nafngift sína af þeim sökum. Siðar var hluta af þessu mikla húsi breytt i baðhús og snyrtiher- bergi fyrir starfsmenn verksmiðj- anna og þróarrýmið leigt út til geymslu á tómum síldartunnum. Nú eru dragarar og keðjur í hinum tveimur þróm orðnar ónýt- ar fyrir löngu. Eins og ástandi þróarrýmisins er nú háttað, er með öllu vonlaust að koma loðnu þar fyrir til ge.' mslu, hvað þá að ná loðnunni aft ir úr þrónum, ef unnt kynni að rejnast að koma lcðnunni i húsið me) þvi að nota krana til þess að hvolfa henni i rennur eftir að möivuð hefðu verið göt á þak eða veggi hússins til þess að koma henni þangað. Er ótrúlegt að nokkur, sem kynnt hefði sér aðstæður, gæti látið sér slikt til hugar koma. Ólafur Óskarsson útgerðarmaður. Ljóðakvöld í franska sendiráðinu Þetta er teikning af rústum kirkju I Kakortok. Ritverk um sögu Grænlands ÚT ER komið hjá „Rosenkilde og Baggers Forlag“ i Danmörku mikið ritverk um sögu Græn- lands. Er þetta verk i þremur bindum og var ráðgert að hið sfð- astá kæmi út I desember s.l., en hin tvö fyrri slðla sumars og I október á siðastliðnu ári og hafa Mbl. borizt þau. „Grönlands historiske Mindes- mærker", eins og ritverkið nefn- ist á dönsku, kom fyrst út árið 1838—1845 þá einnig i þremur bindum, og gaf það út þá Det Kongelige Nordiske Oldskrift- Selskab. í frétt frá forlaginu Ros- enkilde og Bagger segir, að enn í dag leiti fræðimenn í þetta verk eftir fróðleik og upplýsingum um búsetu á Grænlandi á miðöldum. því enn hafi ekki mikið nýtt kom- ið fram i sögu Grænlands sem þurfi við að bæta. Þá segir einnig að islenzku handritin hafi ekki sizt veitt þekkingu á Grænlandi fortíðarinnar, þegar Islendingar fóru til Grænlands og Ameríku. Þeir sem rituðu þessa sögu Grænlands voru fræðimennirnir Finn Magnusen, C.C. Rafn og Christian Pingel, en hann greindi m.a. frá ferð Jens Munks og erfið- leikum og hættum, sem leiðangur hans lenti i. Hin nýja útgáfa er ljósprentuð og er í þrem bindum eins og fyrsta útgáfan, samtals 2.584 blað- siður og I þriðja bindinu eru 12 myndir og kort, m.a. af Eystri- byggð og Vesturbyggð. BAUDELAIRE og Sigurö- ur Pálsson veröa meðal skálda, sem kynnt verða eöa kynna sig sjálf á ljóða- kvöldi hjá Alliance Francaise i dag, þriðjudag 18. janúar, kl. 20.30 í franska bókasafninu, Lauf- ásvegi12. Verða þar kynnt bæði frönsk skáld eða íslenzk, sem hafa dvalið langdvölum i Frakklandi. Frönsku skáldin eru Baudelaire, Rimbaud, Lautréamont, Appollinaire, Eluard, Trévert og Boris Vian. Ljóð þeirra munu þýðendur flytja auk leilj,aranna Viðars Eggertssonar og Elísabet- ar Bjarklind Þórisdóttur. Þýðing- arnar eru flester eftir Jón Óskar, Sigfús Daðason o.fl. Gerard Lemarquis flytur nokkur ljóð eft- ir þessa höfunda á frummálinu og einnig verða flutt verk af plötum, m.a. sjaldheyrð upptaka frá árinu 1912 af flutningi Appollinaires. Islenzku skáldin, sem koma fram og lesa eigin verk, eru Ernir Snorrason, Jón Óskar, Pétur Gunnarsson og Sigurður Pálsson. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. L Okkar salur er ckki dýrari... en hann er einn sá glœsilegasti! Næst þegar þér þurfíð á húsnæði að halda fyrir veislur eða hverskonar mannfagnað, skuluð þér athuga hvort Þingholt hentar ekki þörfum yðar. Leitið upplýsinga. Sími 21050. Ái BERGSTAÐASTR/Í Tl 37 SÍMI 21011 Til sölu Flyðrugrandi - Meistaravellir \ Eigum nokkrar 3ja og 5 herbergja íbúöir í hinum glæsilegu sambýlishúsum við Flyðrugranda (verðlaunateikning) Athygli skal vakin á að umsóknarfrestur fyrir húsnæðismálalán er 1. febrúar n.k. ÍBÚÐIRNAR SELJAST TILBÚNAR UNDIR TRÉVERK, EN SAM- EIGN VERÐUR AÐ FULLU FRÁGENGIN, ÞAR Á MEÐAL ER SAUNA BAÐ FYRIR HVERT STIGAHÚS. BÍLASTÆÐI VERÐA MALBIKUÐ OG LÓÐ AÐ ÖÐRU LEYTI FRÁGENGIN MEÐ TILHEYRANDI TRJÁM OG GRÓÐRI. IBUÐUNUM VERÐUR SKILAÐ SEINNI HLUTA ÁRS 1977 BEÐIÐ EFTIR LÁNI FRÁ HÚSNÆÐISMÁLASTJÓRN: FASl VERÐ. TEIKNINGAR OG FREKARI UPPLÝSINGAR Á SKRIFSTOF UNNI. FASTEIGNAVIOSKIPTI: Fasteignasalan/Norðurveri Hátúni 4a Sfmar 21870 - 20998 Agnar Ólafsson Jón Bjarnason hrl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.