Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977 Uppsveitir Árnessýslu rafmagns- lausar í 15 tíma RAFMAGN fór af slórum hluta uppsveita Arnessýslu kl. 22 á laugardagskvöld og olli þvf bilun f aðalstreng frá Ljósafossvirkjun út á dreifikerfi þessa svæðis. Að sögn Baldurs Helgasonar hjá Rafmagnsveitum rfkisins gekk erfiðlega að finna bilunina og það var ekki fyrr en kl. 7 á sunnu- dagsmorgun, sem bilunin fannst og hægt var að hef ja viðgerð. Raf- magn var komið á svæðið laust upp úr hádegi á sunnudag en að- eins var þó hægt að gera við bilunina til bráðabirgða og sagði Baldur að taka yrði rafmagn af svæðinu aftur til að Ijúka viðgerð- inni. Sem fyrr sagði fór rafmagn af stórum hluta uppsveita Árnes- sýlu, s.s. Grimsnesi, Laugardal, Biskupstungum, Skeiðum og neðri hluta Hrunamannahrepps. Að sögn fréttaritara Morgun- blaðsins , Sigurðar Sigmunds-. sonar, Syðra-Langholti, voru íbú- ar á svæðinu óánægðir með að fá ekki upplýsingar um hvað viðgerð liði. Rafmagnsleysið hafði í för með sér vandkvæði við mjaltir, þvi flestir bændur drógu það við sig að handmjólka kýrnar. Þá eru hinir nýju mjólkurtankar kældir með vélum, sem ganga fyrir raf- magni og vitað var á einum bæ, þar sem fram fer útungun á hænsnaeggjum, drápust 100 ung- ar, er nýkomnir voru úr eggjum og á 6 þúsund egg voru í út- ungunarvélum, sem stöðvuðust. Er óttast að einhver hluti eggj- anna hafi skemmst. Smárit um íslenzkan landbúnað UPPLÝSINGAÞJÖNUSTA land- búnaðarins hefur sent frá sér smárit, sem nefnist Staðreyndir um íslenzkan landbúnað. Hefur rit þetta að geyma fjölmargar tölulegar upplýsingar um land- búnaðinn og landbúnðarfram- leiðsluna. Agnar Guðnason, for- stöðumaður Upplýsingaþjónust- unnar, segir I eftirmála: „Þessum litla bæklingi er ætlað að veita hlutlausar upplýsjngar tim ýmsa þætti landbiínaöarins. Mér er ljóst að hann svarar ekki nema hluta af spurningum forvitins les- enda, en þar sem gert er ráð fyrir að framhald verði á þessari út- gáfu, þá verða vonandi teknir með þeir þættir um landbúnað- inn, sem lesendur sakna nú. Upplýsingaþjónustu land- búnaðarins er ætlað það hlutverk að veita hlutlausar upplýsingar um landbúnaðinn og þau málefni er snerta hann. Hún er tengiliður milli bænda, félagssamtaka þeirra og neytenda." Smáriti Upplýsingaþjónustunn- ar verður dreift í alla framhalds- skóla landsins til annarra aðila, sem þess óska. Dagur holds- veikra 30. janúar i nýútkomnu fréttabréfi frá biskupsstofu er skýrt frá því að dagur holdsveikra verði hinn 30. janúar n.k. Hjálparstofnun kirkj- unnar hefur nokkur undanfarin ár minnst holdsveikra á alþjóða- holdsveikradeginum sem er síð- asta sunnudag í janúar ár hvert. A þessum degi haJMjj^estar minnst holdsveikra I^jj Hi sín- um og beðið fyrir málsfað þeirra. 1 sambandi við holdsveikradaginn er tekið við framlögum á gíró- reikning Hjálparstofnunarinnar nr. 20.000. Séð eftir endilöngum sal hins nýja verkkennsluhúss. Skilrúm mun eiga eftir að koma á miðri myndinni og aðgreina þannig trésmfðadeild frá málmsmíðadeild. (Ljðsm. Ól.K.M.) Fjölbrautarskólinn í Breiðholti: Ný ja verk- kennsluhúsid senn í notkun BLADAMÖNNUM var I gær boðið að skoða hið nýja verk- kennsluhús Fjölbrautarskólans f Breiðholti, en húsið er f þann mund að verða tilbúið og verð- ur það tekið f notkun á næstu dögum. Hið nýja hús, sem er mjög fullkomið, að sögn stend- ur austan Austurbergsins i Breiðholti III, eða skammt austan við sjálfan Fjölbrautar- skólann. Voru viðstaddir þessa kynningu menntamálaráð- herra, borgarstjóri, skólastjóri Fjölbrautarskólans, fræðslu- stjóri, borgarfulltrúar, o.fl. gestir. Verkkennsluhús Fjölbrautar- skólans er 1077 fermetrar að stærð, og er ætlað til kennslu f trésmíðum og málmsmíðum fyrir nemendur á iðnfræðslu- braut skólans, en húsið skiptist u.þ.b. til helminga milli þessara greina. Auk vinnusala eru i húsinu tvö búningsherbergi og kennslustofa fyrir um 16 nem- endur samtimis. Þá er kaffi- stofa fyrir nemendur, en hún er staðsett ofan á búnings- og kennaraherbergjum. í vinnusölum er komið fyrir mörgum og fullkomnum tækj- um til málm- og trésmiða. Má þar nefna hefilbekki, vélhefla, sagir og límingapressu f tré- smíðasai, ogrennibekki, borvél- ar, vélsaglr og raf- og logsuðu- aðstöðu í málmsmiðasal. Frá- €ngur er allur með þeim hætti ^tt rými er á milli tækja, og Big er röðun þannig háttað að nemendur þurfa ekki að ganga laixgar leiðír úr einu tæki i annað i venjulegri smiðaröð. Undirbúningur framkvæmda vegna hússins hófst f árslok 1975, með könnun á hvaða byggingarmáti yrði hagkvæm- astur, en verklegar fram- kvæmdir hófust siðan í mai 1976, með jarðvegsvinnu. Upp- setning hússins hófst siðan í júní 1976 og vinna við lagnir og innanhússfrágang í spetember s.l. Störfum verktaka lauk svo að mestu í desember 1976 og var þá þegar hafist handa við niðursetningu og tengingu á vélum og tækjum og öðrum búnaði, en það verk önnuðust kennarar og nemendur skólans sjálfir. Er því verki nú að mestu lokið og hefst kennsla innan skamms i nýja húsinu. Sjálft húsið er byggt úr stein- steyptum einingum og eru veggirnir svokallaðir samloku- veggir, en súlur og þakbitar eru einnig forsteypt. Frágangur hússins að utan er miðaður við að viðhald verði sem minnst, en að utan er húsið klætt marmarasalla og á þaki eru brenndar álplötur. Þá er I hús- inu fullkomið loftræsti- og spónsogskerfi frá trésmiðavél- um ásamt útsogskerfi frá log- suðu- og rafsuðuklefum. Ailar lagnir i húsinú eru miðaðar viö að hægt sé að breyta þeim og nota þannig húsið á annan hátt ef ástæða þykirtil. Afallinii og greiddur bygg- ingarkostnaður i árslok 1876 var um 90 millj. króna, og er áætlað að eftir sé að greiða um 5 millj. kr. Vélar og annar kennsluútbúnaður, sem ekki er inni í ofangreindum tölum, mun nú'vera kominn í um 30 milljónir kr., en verulegur hluti tækjanna er keyptur á árinu 1975. Nokkrir rennibekkir f hinni nýju verkkennslustofu Fjölbrautar- skólans f Breiðholti. Mis jaf nlega vel bókað hjá hótel- unum í sumar SAMKVÆMT þeim pöntunum sem borizt hafa til hótelanna um gistirými næsta sumar er bezt bókað hjá Hótel Esju og Hótel Loftleiðum. t athugun sem gerð hefur verið á bókunum hótelanna f sumar kemur f ljðs að f júnfmánuði er 84,1% gistirýmis Hótel Esju bókað nú þegar, 72,4% hjá Loftleiðahótelinu, 34,3% hjá Hótel Sögu og 16,6% hjá Hótel Holti. t júlímánuði hefur 77,7% g-istirýmis Hótel Esju verið bðk- að, 75,8% hjá Hótel Loftleiðum, 44,5% hjá Hótel Holti og 54,5% hjá Hðtel Sögu, en f ágústmánuði er Hótel Loftleiðir komið með mestu bókanirnar eða 86,5%, Hðtel Esja er með 77,1% gisti- rvmis sfns bókað, Hótel Saga með ^59,5% og Hótel Holt 34,7% Morgunblaðinu hefur einnig borizt i sambandi við þessa athugun fréttatilkynning frá Sambandi veitinga- og gistihús- eigenda vegna samtals Morgun- blaðsins við Ólaf Steinar Valdimarsson í samgönguráðu- neytingu, þar sem kom fram að Ferðaskrifstofa ríkisins yrði í verulegum erfiðleikum með gisti- rými í sumar, ef Hótel Hofi yrði eindalega lokað. Fram kemur að i tilefni af þessu hafi samband veitinga- og gistihúsaeigenda gert könnun á bókunum sumarsins á fjórum stærstu hótelunum í Reykjavík, og þá komið i ljós, að þær eru enn sem komið er alls ekki mjög þétt- ar og varla nokkur dagur þar sem ekki eru laus 30 herbergi, sem um er rætt í viðtalinu. Að auki sé venjan að allmikið berist af af- bókunum á þeim tima, sem nú fer í hönd. Engu að síður segir i tilkynn- ingunni, að sambandið vilji með þessari ábendingu alls ekki draga úr því hversu alvarlegt mál það er fyrir íslenzkan ferðaiðnað, ef Hótel Hofi verði lokið. Það sé eina gistirýmið, sem opnað hafi verið í Reykjavík síðan 1971 og með auknum ferðamannastraumi í kjörfar þess, að Vesturlönd eru að rétta úr kútnum eftir efnahags- kreppuna að undanförnu, verði mjög vaxandi þörf fyrir gistirými á næstu árum. Sá sem stelur f æti á Self ossi LEIKFELAG Selfoss frumsýnir leikritið „Sá sem stelur fæti er heppinn f ástum," f Selfossbfói miðvikudaginn 19. janúar kl. 21. Leikur þessi er eftir italska leik- ritahöfundinn, leikstjórann og leikhússtjórann Darfo Fo, og fjallar leikritið um heppinn smá- þjðf og óheppna stórþjófa í við- sjáln braskarasamfélagi. Sá sem stelur fæti er þýtt af Sveini Einarssyni, og hefur leik- ritið verið flutt I Iðnó og eins í Neskaupstað. Steinunn Jóhannes- dóttir leikstýrir uppsetningunni á Selfossi og er þetta þriðja árið i röð, sem hún starfar sem leik- stjóri hjá Leikfélagi Selfoss. I sýningu L.S. koma fram eftirtald- ir leikarar: Ketill Högnason, Þóra Grétarsdóttir, Hörður Öskarsson, Gylfi Þ. Gíslason, Ester Halldórs- dóttir, Katrín I. Karlsdóttir, Helgi Finnlaugsson, Hjörtur Gislason og Guðmunda Gunnarsdóttir. Leikmynd er eftir Helga Finn- laugsson og Harald I. Haraldsson. , hjá Leikfélagi Selfoss. Hæpið að Belgar fái leyfilegt aflamagn i FRETT frá Landhelgisgæzlunni f gær, segir, að fyrir einu ári sfðan eða 17 janúar 1976 hafi ver- ið að veióum innan 200 mflna fiskveiðilögsögu Islands alls 72 erlend veiðiskip. Þar af voru 52 brezkir togarar, en brezku togararnlr urðu flestir f jamiar 1976, 57 að tölu. i gær voru hins vegar við islandsstrendur aðeins 17 eriend veiðiskip að veiðum eða ð siglingn. 11 þessara skipa voru v-þýzk og 6 voru belgfsk. Samkvæmt þvf, sem stehdur f frétt Landhelgisgæslunnar, hafa 12 belgiskir togarar veiðiheimild hér við land. Þeir eru að meðaltali aðeins 257 rúmlestir, og er meðal- aldur þeirra 22 ár. Öll eru þessi skip síðutogarar, yngsta skipið 10 ára, er það elzta 40 ára. Áhafnir belgísku togaranna eru fámennar eða 7—10 manns. Fiskmagnið hjá Belgum er sáralítið um þessar mundir, enda skip þeirra mjög léleg að því er segir f frétt Gæzl- unnar. Þá segir að Beglar hafi leyfi til að veiða hér við land 1500 tonn af þorski og 5000 tonn af öðrum fiski f 6 mánuði frá 15. október s.I. og sé vafasamt að þeim takist að ná því aflamagni, og svo sem kunn- ugt sé renni veiðiheimildir Þjóð- verja hér við land út síðla á þessu ári skv. gildandi samningi. Fréttatilkynning Landhelgis- gæzlunnar endar á þvi að nú séu liðnir 15 mánuðir frá útfærzlunni í 200 milur og árangurinn hafi ekki látið á sér standa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.