Morgunblaðið - 18.01.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 18. JANUAR 1977
fltoggpiittlirlMfófr
Utgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
RitstiArr.2ríu!!ííúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auglýsingar
Atvinna fyrir alla
er kjörorö, sem felur i
sér tvenns konár þjöö-
félagsieg þýðingu. í fyrsta
lagi er hún forsenda þeirr-
ar verðmætasköpunar, sem
er undirstaða velferðar-
þjóðfélagsins og sambæri-
legra framtíðar lifskjara
og í nágrannalöndum okk-
ar. í annan stað er atvinnu-
öryggið; möguleikinn til að
sjá sér og sínum farborða;
aö vera virkur þátttakandi
i önn þjóðlífsins, grund-
vallaratriði í lífshamingju
hvers einstaklings.
Landbúnaður og sjávar-
útvegur hafa um langan
aldur verið meginþættir i
þjóðarbúskap íslendinga.
Svo verður enn um fyrir-
sjáanlega framtíð. Vísinda-
legar niðurstöður hafa bó
fært okkur heim sanninn
um, að bæði fiskstofnar og
gróðurmold háfa viss tak-
mörk, sem ekki má fara
yfir, ef vel á að vera. Að
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarc^-
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, simi 10100.
Aðalstræti 6, simi 22480.
auki hefur tæknivæðing
samtímans leitt til veru-
legrar framleiðniaukning-
ar í þessum atvinnugrein-
um, án verulegs viðbótar-
vinnuafls. Það er þvi ljóst
að eitthvað nýtt verður til
að koma, ef mæta á at-
vinnuþörf vaxandi þjóðar á
næstu árum og áratugum.
1 þessum efnum er fyrst
og fremst horft til iðju og
iðnaðar. Leggja verður
höfuóáherzlu á almennan
iðnað. hggði fyrir heima-
markað og til útflutnings;
og hyggja að þvi, að veru-
legur vöxtur iðnaðar hefur
margföldunaráhrif í at-
vinnusköpun, þar sem
hann kallar jafnframt á
margs konar þjónustu í
öðrum atvinnugreinum.
Vöxtur iðnaðar skapar
nýja breidd í atvinnulífi
-okkar, margskonar at-
vírru- og menntunartæki-
færi og gerir okkur óháðari
þeim sveiflum í efnahags-
lífi, sem fylgt hafa ein-
hæfni í þjóðarbúskapnum.
Landbúnaður og sjávarút-
vegur verða eftir sem áður
tveir af þremur meginþátt-
um verðmætasköpunar —
og ómissandi hráefnagjaf-
ar iðnaðarins.
Þegar talað hefur verið
um auðlindir íslands, hef-
ur einkum verið horft til
fiskstofna og gróðurmold-
ar, sem eðlilegt er. Á síðari
áratugum hefur sú auð-
lind, sem felst í innlendum
orkugjöfum, fallvötnum og
jarðvarma. bætzt í hóp
hinna tveggja. Sýnt þykir
að þessi auðlind muni eiga
vaxandi þátt í velmegun
þjóöarinnar, enda er orkan
undirstaða iðju og iðnaðar.
Áþreifanlegur veruleik-
inn hefur kennt okkur, að
hinar stærri virkjanir
byggjast, bæði markaðs-
lega og rekstrarlega, á til-
urð orkufreks iðnaðar.
Þannig var álverið og orku-
nýting þess talin forsenda
Búrfellsvirkjunar og vænt-
anleg járnblendiverk-
smiðja í Hvalfirði Sigöldu-
virkjunar. Þessi stóriðja
var ekki einvörðungu
markaðsforsenda orkunn-
ar, heldur jafnframt liðir
ímýjum atvinnutækifær-
um og þung lóð á vogarskál
gjaldeyrissköpunar þjóðar-
innar, en staða hennar á
þeim vettvangi hefur verið
mjög neikvæð undanfarió.
Á þessum nýja vettvangi
eru þó mörg víti að varast,
einkujm varðandi mengun.
Þaó verður að gæta þéss að
sá ávinningur, sem stór-
iðjan færir, verði ekki of
dýrkeyptur; komi ekki með
bakreikning í glötun verö-
mæta, sem við eigum fyrir
og ekki verða metin til fjár.
Þessi hætta verður ekki
um of undirstrikuð. Sem
betur fer er völ margs kon-
ar mengunarvarna, sem
hljóta að verða skilyrði af
okkar hálfu fyrir tilkomu
frekari stóriðju. í þessu
efni þurfum við að standa
fast í ístaðinu.
Við íslendingar verðum
Áskriftargjald 1100.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasólu 60.00 kr. eintakið.
Áhugi á álveri
að marka stefnu fram í tím-
ann í stóriðjumálum. Og
við þurfum að fara með gát
og fyrirhyggju á þeim vett-
vangi. Staðsetning slíkra
fyrirtækja skiptir og mjög
miklu máli, ekki einungis
með tilliti til mengunar-
hættu, heldur einnig til að
fyrirbyggja óeðiilega
byggðaröskun og tilfærslu-
röskun í vinnuafli milli at-
vinnugreina. Þaö er því
eðlilegt, að skiptar skoðan-
ir séu um, hvar slikan at-
vinnurekstur skuli stað-
setja.
Nú er ljóst aó bæði Norð-
ur-Þingeyingar og Vestur-
SkaftfeííÍTigár hala' áhuga
á, að ný álverksmiðja verði
reist í þeirra heimabyggó-
um. Þessi áhugi tengist
nýrri eða nýjum stór-
virkjunum hér á landi.
Hann virðist einnig
tengjast möguleikum í
hafnargerð, einkum viö
Dyrhólaey, en hafnleysi á
Suðurströndinni hefur
staðið margháttuöum
möguleikum byggðarlaga
þar fyrir þrifum.
Staðarval þarf að
byggjast á nákvæmri, vis-
indalegri athugun, bæói
varðandi mengunarvarnir
og önnur áhrif á nær-
liggjandi byggó, ef slíkur
valkostur þykir æskilegur
af íslenzkum stjórnvöldum,
eóa óhjákvæmilegur með
tilliti til eðlilegrar þróunar
í nýtingu innlendra orku-
gjafa.
Litid vid hjá starfsmönnum við Kröflu
Ósjálfrátt
alltaf á verði og
við öllu búnir”
GOS eða ekki gos. Framkvæmdir
ganga sinn gang við Kröflu og
starfsmenn þar leggja nótt við
dag til að allt megi vera fullbúið á
tilsettum tíma. Veðurfar hefur
gert mannskapnum erfitt fyrir að
undanförnu og tafið framkvæmd-
ir nokkuð. Það eru þó önnur^
vandamál, sem eru stærri. Ilvað
boðar skjálftavirknin á Kröflu-
svæðinu? Verður ef til vill eldgos
þar? Tekst að útvega næga gufu
til að knýja afstöðina? Þessar og
þvillkar spurningar leita meira
og minna á hugi fólks en enginn
veit svarið enn þó margvfslegar
yfirlýsingar hafi verið gefnar. En
það er I rauninni ekki hausverkur
almennra starfsmanna við Kröflu
að svara þeim.
Jörundur Guðlaugsson, múrari.
Morgunblaðsmenn voru á ferð
við Kröflu á laugardaginn og
hittu þá nokkra starfsmenn að
máli. Meginhlutinn var þó í helg-
arfrli og aðeins um 30 manns
gistu búðirnar við Kröflu um
helgina. Undanfarið hafa verið
um 150 manns við Kröflu, en voru
hátt f 300 þegar mest var I fyrra-
sumar. Mörgum verkefnum ér
lokið hjá undirverktökum við
Kröflu og önnur eru á lokastigi,
þannig að mannskap hefur verið
fækkað. Til dæmis eru engir bor-
menn lengur við Kröflu, þeir
luku sfnum verkefnum fyrir jól
er þeir luku við II. og sfðustu
holuna á svæðinu. Ætli dýpt hol-
anna, sem þeir boruðu, sé ekki
um 15 þtúsund metrar ef dýpi
þeirra allra er lagt saman.
Á laugardaginn voru múrarar
og rafvirkjar að störfum f stöðvar-
húsinu við Kröflu og jarðvfsinda-
menn óku um svæðið á snjósleð-
um og jeppum við ýmiss konar
mælingar. Múrararnir notuðu
heigina til að pússa stiga f stöðv-
arhúsinu og við aðra slfka vinnu,
sem þeir geta ekki unnið þegar
fjölmennur starfhópur er við
vinnu sfna f húsinu.
Við spjölluðum stuttlega við
Jörund Guðlaugsson múrara úr
Kópavogi, sem starfar hjá fyrir-
Starfsmenn á leið heim úr vinnu úr stöðvarhúsini
tækinu Jóni og Einari á Húsavík.
Sagði Jörundur að vinna þeirra
væri langt komin. Frágangur og
flísalagnir væru þó eftir og sömu-
leiðis að leggja í hluta gólfs stöðv-
arhússins. Er það sjálfsagt með
voldugri gólfum, sem um getur,
því það er í rauninni tvöfalt. Ofan
á þykku gólfinu, sem víðast þætti
nóg, kemur önnur gólfpiata, álíka
þykk og járnbundin.
Aðspurður um það hvort mikið
væri talað um gos og slika hluti,
sagði Jörundur svo ekki vera.
— Það er hending ef maður heyr-
ir talað um gos og það er víst
alveg öruggt að menn sofa fast á
næturnar eftir 14 tíma tarnir, en
eru ekki að brjóta heilann um
jarðskjálfta, eldgos og þess hátt-
ar, sagði Jörundur.
VINNA OG AFTUR VINNA
Fyrirtækið Rafafl, sem er sam-
vinnufélag fjölmargra rafvirkja,
sér um raflagnir í stöðvarhúsinu,
kæliturnunum, tengivirkið og úti-
lýsingar á staðnum. Þeir Ólafur
Arason tæknifræðingur og Sig-
urður Magnússon rafvirki hjá
Rafafli fylgdu okkur um stöðvar-
húsið, en áður en lagt var f þá
ferð spurðum við hvað starfs-
menn við Kröflu gerðu f sinum
fáu tómstundum og hvort mikið
væri hugsað og talað um gos með-
al starfsmanna. (Ennþá þessb
áleitna spurning blaðamanna.).
— Lífið hérna byggist á vinnu
og aftur vinnu og til þess eru
menn komnir hingaó, svöruðu