Morgunblaðið - 21.01.1977, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 21.01.1977, Qupperneq 1
15. tbl. 64. árg. FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ritskoðun afnumin í Indlandi pólitískum föngum sleppt Nýju-Delhi — 20. janúar — Reuter. INDVERSKA stjórnin afnam í dag ritskoðun blaða, sem út koma f landinu, og er þannig Ijóst, að kosningabarátta getur farið fram óhindrað á síðum blaðanna áður en indverskir kjósendur ganga að kjörborðinu í marz. Þá hefur Indira Gandhi, forsætisráðherra. heitið því að koma aftur á borgaralegu frelsi á ýmsum svið- um, en það var mjög skert fyrir 19 mánuðum. Vitað er að pólitiskir fangar hafa verið látnir lausir, en enn er ekki ljóst hversu margir þeir eru. Ríkisstjórnin hefur beint því til yfirvalda í hinum 22 fylkjum Indlands, að þau sleppi úr haldi pólitískum föngum og leyfi póli- tíska fundi fyrir kosningarnar. Andstæðingar stjórnarinnar telja, að á Indlandi séu pólitískir fangar nú milli 10 og 20 þúsund talsins. Indira Gandhi kom á ritskoðun blaða 26. júni 1975, og gilti þetta jafnt um blöð sem út koma i land- inu sjálfu og skrif erlendra frétta- manna um indversk málefni i blöð utan Indlands. 1 september siðastliðnum var þessu banni af- létt, hvað störfum erlendra frétta- manna viðkom, en strangar gætur hafa verið hafðar á skrifum ind- verskra blaða fram að þessu. síldveiðibann ákvæði, en ef svo færi ekki hefðu Bretar heimild til að gera ráðstafanirnar upp á eigin spýtur samkvæmt reglum bandalagsins. Washington. 20. janúar .Reuter. JIMMY Garter sór f dag embættiseið sinn sem 39. forseti Bandarfkjanna og boðaði í innsetningar- ræðunni „nýtt upphaf" og „nýjan anda“ eftir erfið- leika undanfarinna ára. Eftir athöfnina á tröppum þinghússins gekk hann til Hvfta hússins ásamt Rosalynn konu sinni og níu ára dóttur þeirra, Amy, og hafði að engu viðteknar venjur og öryggisráðstafanir. Öryggis- verðir vildu að hann færi með brynvörðum bfl eins og venja er við slfk tækifæri og þeim varð um og ó þegar hann afþakkaði. 1 innsetningarræðunni hét Cart er hinn nýji forseti, tilraun- um til að hefta vigbúnaðarkapp- hlaupið og hann hét því að standa vörð um hugsjón heims þar sem mannúð ríkti og fátækt væri út- rýmt. En hann sagði að Bandarík- in mundu viðhalda mætti sínum því að í „heimi þar sem aðrir gætu drottnað óátalið fengi velsæmi ekki þrifizt og velferð allra þjóða yrði ógnað." Carter og konu hans var ákaft fagnað þegar þau gengu til Hvíta hússins, ekki sízt af þúsundum Suðurríkjamanna sem flykktust til höfuðborgarinnar til að fylgj- ast með athöfninni og fögnuðu ásamt öðrum Bandarikjamönnum því sem segja má að séu raun- veruleg endalok þrælastríðsins. Eftir eiðtökuna kyssti Carter Rosalynn konu sína og tók í hönd- ina á Gerald Ford fráfarandi for- seta sem hann hældi fyrir „allt það sem hann hefði gert til að lækna land okkar“. Við eiðtökuna hélt Carter á fjölskyldubiblíunni sem hann fékk að gjöf fyrir 20 árum frá 78 ára gamalli móður Lundúnum. 21. janúar — Reuter. BREZKA stjórnin skýrði frá því f dag, f hverju einhliða ráðstafanir sem hún hyggst gera til verndun- ar fiskistofnum innan 200 mílna fiskveiðilögsögunnar verða fólgn- ar, komi Efnahagsbandalagið sér ekki saman um stefnu f fiskveiði- málum innan fjögurra til fimm vikna. Verndunaraðgerðir Breta verða -f jórþættar: 0 Bann við síldveiðum í Norður- sjó .0 Aflatakmörkun á spærlingsmiðum 0 Aukið eftirlit með aflamagni £ og bann við því að net með fleiri en einni möskvastærð séu um borð í hverri veiðiferð. Þetta var talið mjög f anda þeirrar „alþýðlegu innsetningar" sem Carter hafði heitið og þar með hófust mikil hátíðahöld, meðal annars skrúðganga með þátttöku 15.000 manna, 54 lúðrasveita og 17 riddaraliðsflokka. Yfir höfðum mannfjöldans sveif gríðarstór loftbelgur sem var eins og hneta í lag- inu. Með innsetningunni náði hámarki geysiskjótur framaferill hnetubóndans frá Plains f Georgfu og þar með er kominn til valda f Bandaríkjunum fyrsti forsetinn frá hinum upphaflegu Suðurrfkj- um landsins sfðan 1848. sinni, Miss Lillian, sem var við- stödd athöfnina. Alls fylgdust 100.000 manns með athöfninni, sem fór fram i svölu veðri, og auk þess hundruð milljóna manna í sjónvarpi í Bandaríkjunum og víða um heim. Hinn nýi forseti lýsti því yfir í innsetningarræðunni að Banda- ríkjamenn mundu viðhalda „ró- legum styrk" sínum sem byggðist ekki aðeins á hernaðarmætti heldur göfugum hugsjónum." Hann átti greinilega við starfsemi Framhald á bls. 19 Jimmy Carter og Rosalynn kona hans ganga saman til Hvfta hússins eftir innsetningarathöfnina á tröppum þinghússins. Bretar ákveða Jimmy Carter vinnur embættiseið sinn sem 39. forseti Bandarfkjanna. Forseti Hæstaréttar, Warren Burger, les honum eiðstafinn. John Silkin, landbúnaðarráð- herra Bretlands, skýrði frá þessu i þinginu i dag og var gerður góður rómur að ræðu hans og eindreginni. afstöðu í fiskveiði- málum bæði hjá þingmönnum Verkamanna- og Ihaldsflokksins. Ráðherrann sagði ennfremur, að hann vonaðist til að Efnahags- bandalagið tæki upp ofannefnd Kjósa Danir í næsta mánuði? Kaupmannahöfn, 20. janúar. NTB. VINSTRI flokkurinn, stærsti andstöðuflokkur minnihluta- stjórnar sósíaldemókrata í Danmörku, hætti í dag þátt- töku í viðræðum dönsku stjórnmálaflokkanna um hús- næðismál og kunnugir f Kaup- mannahöfn telja, að efnt verði til kosninga um miðjan febrúar ef viðræðurnar fara út um þúfur. Viðræður stjórnmálaflokk- anna eru komnar á erfitt stig vegna ákvörðunar Vinstri flokksins þar sem Anker Jörgensen forsætisráðherra hefur sagt að náist ekki sam- komulag milli flokkanna um varnarmál, atvinnumál, hús- næðismál og orkumál verði að efna til nýrra kosninga. Hann segir að viðræðunum verði að ljúka áður en viðræð- ur aðila vinnumarkaðarins um nýja launasamninga komast á lokastig. Flokkarnir sem hafa tekið þátt í viðræðunum eru Ihalds- Framhald á bls 22. Carter boðar nýtt upphaf,nýjan anda við valdatöku sína

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.