Morgunblaðið - 21.01.1977, Síða 10

Morgunblaðið - 21.01.1977, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977 Erro Islandui-i. parisicn dc-puís 20 ans, il pcinl cmnnic on révc. II a lc Rénic dc-s oppo- sitions rvlatíves, lcs<|ucllcs donncnt á pt-nser aprcs voir. Sa p<-iíituri- csl oliscssion- nellc. d'nnc remanpjable unilc, toujours renouvelct- d pourlant idt-nlique, tef lc soleil «pii sc lcvc et cdui qui se coiiche. Erro Eitt af þremur átrúnadar- goðum Romans Polanskis „íslenzkur en búsettur í París f tuttugu ár — málwerk hans eru eins og draumar manns. Hann hefur snilligáfu andstæðnanna, sem vekur mann til umhugsunar eftir að hafa litið werk hans augum. — Eins og sólsetrið og sólarupprásin er rauði þráðurinn I verkum Erro alltaf hinn sami, en samt stöðugt í endurnýjun." Þetta eru orð leikstjórans Romans Polanskis, þar sem hann fjallar um listmálarann Erro I jólablaði franskrar útgáfu timaritsins Vouge. En þar fékk Polanski fimmtlu og þrjár slður til eigin umráða. þar sem hann fjallar um ýmis hugðarefni sín, bæði I máli og myndum. Þar helgar hann sex stður þeim þremur mönnum, sem hann dáir hvað mest og er Erro einn þeirra. í Vouge segir m.a.: „Þeir, sem Roman Polanski dáir mest eru menn, sem á ýmsum sviðum hafa reynt án afláts að nálgast óskynjanlega (ómælanlega) fullkomnun. Þeim, sem Polanski finnst hafa tekizt þetta, eru kvikmynda- leikarinn Bruce Lee, listmálarinn Erro og hugsuðurinn Bertrand Russel." Frá Eden og Ararat Árelíus Níelsson: Á BJARGI ALDANNA. 193 bls. Leiftur 1976. ARMENlA er lítið land, skipt milli aðliggjandi ríkja. Og Armen- ingar eru þjóð sem lítið fer fyrir í heiminum nú á dögum. Svo hefur þó ekki alltaf verið. Sr. Árelíus Níelsson upplýsir í bók sinni, Á bjargi aldanna, að armeningar séu forn menningarþjóð, komi í ijós strax við dagsbrún kristinna fræða þar sem fjallið Ararat sé innan landamæra þeirra (þar muni einnig vera aldingarðurinn Eden), hafi tekið kristna trú fyrstir þjóða, síðan margt til heimsmenningarinnar lagt og verðveiti enn tungu sína og trú þrátt fyrir menningarlegt, póli- tískt og trúarlegt andstreymi. Að því leyti séu þeir sambærilegir við ísraelsmenn nema hvað hinir síðar nefndu hafi nú að nýju kom- ið ár sinni fyrir borð, hverju ekki sé að heilsa um armeninga. Sr. Árelíus byggir bók sína svo upp að hann lýsir fyrst landinu, rekur síðan sögu þjóðarinnar, þá sögu armensku kirkjunnar og seg- ir loks frá guðsþjónustu er hann sótti í armenskri kirkju í London. Nú er hluti hinnar fornu Ar- meníu innan Sovétríkjanna; telst eitt af Sovétlýðveldunum, og seg- ir höfundur að þar sé litið á tungu armeninga og trú eins og saklaus- an forngrip. Hinn hluti þjóðarinn- ar hafi búið innan landamæra Tyrklands þar til tyrkir drápu þjóðarbrotið I heimsstyrjöldinni fyrri — af öfund og tortryggni, en armeningar hafi þá verið best menntaðir þegnar í því ríki. í Sovétlýðveldinu Armeníu segir höfundur að séu „nú tæpar tvær milljónir manna og það nær yfir 11.506 fermílna svæði.“ Loftslag segir hann að megi teljast „frem- Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON ur milt sökum þess, hve landið er sunnarlega og er meðalhiti I jan- úar 32° á Fahr. en I júlí 80° á Fahr“. Svona lagaðar tölfræðileg- ar upplýsingar eru góðra gjalda verðar. En hér hefði höfundur þurft að umreikna tölurnar frá heimildum þeim sem hann hefur stuðst við þvl fæstir islendingar gera sér glögga grein fyrir fermíl- um og fahrenheithitaeiningum. Og enn önnur athugasemd. Þegar höfundur hefur rakið ýmsa þætti í sögu landsins segir hann: „Síðan hefur þetta sögufræga land aldrei verið sjálfstætt ríki innan vissra landamæra, nema nokkra daga við friðarsamninga eftir fyrri heimsstyrjöld 10. ágúst 1920, að Sameinuðu þjóðirnar lýstu yfir sjálfstæði þess.“ — Hér hlýtur að vera átt við Þjóðabandalagið því vitanlega voru Sameinuðu þjóð- irnar ekki komnar til sögunnar 1920. Tek ég þetta fram I leiðrétt- ingaskyni en ekki sem eitthvert dæmi um vinnubrögð höfundar; hann fer áreiðanlega gætilega með staðreyndir. Þessi mynd er tekin í nýrri hárgreiðslustofu sem ný- lega tók til starfa í Laugar- neshverfinu. Þessi nýja stofa heitir hárgreiðslu- stofan Pamela og er til húsa að Laugarteigi 28. Eigandi stofunnar er Pam- ela Thordarson hár- greiðslumeistari, en ásamt henni starfar á stofunni Lára Davfðsdóttir hár- greiðslukona. Sr. Arelfus Nfelsson Eftir að höfundur hefur lýst landi og þjóð snýr hann sér að kirkjunni sem fyrr segir. „Talið ,er,“ segir hann, „að árið 37 e. Kr. hafi fyrsta kirkja Armeninga ver- ið byggð.. Og er það áreiðanlega fyrsta kirkjuhús, sem sögur fara af.“ Og I sama kafla segir hann að „I kirkjulegri list hafa Armening- ar staðið hærra en flestar aðrar þjóðir." Saga armensku kirkjunnar er bæði markverð sem slík og einnig merkilegt dæmi þess, hvernig smáþjóð á krossgötum stöðugra þjóðflutninga og átaka, varðveitir tungu sína I krafti trúar og erfða- venju. Ljóst er af frásögn sr. Árelíusar að armeningar hafa ekki aðeins staðið af sér ásókn fjarskyldra menningarstrauma (eða ómenningar?), þeir hafa einnig varðveitt þjóðarvitund sína og stundum búið betur I menningarlegum skilningi en þeir sem yfir þeím réðu, t.d. tyrk- ir. Þá er annað ljóst af þessari bók sr. Árelíusar: með því að rekja kirkju- og trúarbragðasögu þjóðar ein$ og Armeníu er oft hálf sagan sögð, eða vel það. Blómaskeið Ar- meníu stóð á miðöldum, en þá var kirkjan svo snar þáttur I menn- ingu kristinna þjóða að allt annað tók ósjálfrátt mið af henni: menn- ing, stjórnmál, viðskipti; sem og daglegt líf. Sá, sem hefur gaman af miðaldasögu, hlýtur um leið að hafa mætur á kirkjusögu. Sé litið á Armeníu með þau sjónarmið I huga hlýtur hún að teljast sögu- frægt land og saga þjóðarinnar athyglisverð að sama skapi. Bæklingur um æskulýds- starfsemi í Reykjavík KOMINN er út á vegum Æsku- lýðsráðs Reykjavíkur bæklingur- inn Tómstundastarf. Er í honum art finna yfirlit yfir félög og stofnanir I Reykjavík, sem starfa art æskulýðsmálum svo og lands- og landshlutasamtök. Getirt er höfurtstörtva og forystumanna þeirra félaga i Reykjavík, sem hafa einhverja starfsemi fyrir börn og unglinga og geia lesend- ur haft samband við virtkomandi forystumenn ef þeir vilja afia sér nánari fróðleiks um eitthvert félag. Er þetta önnur útgáfa bækl- ingsins og gert er ráð fyrir að hann komi framvegis út árlega. Einnig er að finna I bæklingnum skrá yfir skóla Reykjavíkur, landssamtök íþrótta- og æskulýðs- félaga, æskulýðsráð sveitarfélaga og greint er frá stofnunum Reykjavíkur sem sinna félagsleg- um þáttum. Bæklingur þessi er fyrst og fremst gefinn út til að unglingar og aðrir sem leita vilja eftir þátttöku í skipulögðum félagsskap viti hvert þeir eigi að snúa sér í upplýsingaleit.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.