Morgunblaðið - 21.01.1977, Page 12

Morgunblaðið - 21.01.1977, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977 hvort satt sé að móðir þeirra, Caridad, hafi verið kölluð fyrir Stalín ok heiðruð með orðu eftir morðið. Sagnfræðingar segja að Caridad hafi gegnt mikilvægu' hlutverki f undirbúningnum. Luis segir að valdabarátta hafi verið undirrótin og Trotsky hafi ekki verið hótinu betri en and- stæðingar hans. „Við vorum að- eins peð. Maður sér það eftir á.“ Ramon sagði f vfirheyrslum að Madurinn sem V myrti Trotsky Hann lifir kyrrlátu Iffi á leyni legum stað í Moskvu, fær eftir- laun frá sovézka rfkinu og þýðir erlendar fagurbókmenntir. Með honum býr mexíkönsk kona, Kogelia, sem hann kvæntist á stríðsárunum. Hann heitir senni- lega Ramon Mercader. Margir gamlir vinir hans héldu að hann héti Jacques Mornard. Fórnar- lamb hans hélt hann héti Frank Jackson. í sögunni er hann kunn- ur sem maðurinn sem myrti Leon Trotsky. Fátt er vitað um líf hans í Moskvu. Aðalheimildarmaðurinn er bróðir hans, I.uis Mercader, fyrirlesari við fjarskiplastofnun í Moskvu, en hann segir fátt. „Það hefur svo mikið verið skrifað um okkur og megnið af því er hreinn hugarburður," segir hann. Sextán ár eru síðan Ramon fór til Moskvu frá Mexfkó þar sem hann afplánaði dóm fyrir morðið á erkióvini Stalíns. Nú er hann 62 ára og Luis segir, að hann hafi lítið breytzt sfðan hann sat inni. Hann var um skcið í Tékkó- slóvakíu en dvelst nú aðallega í Moskvu. Hann talar rússnesku, en ekki lýtalaust. Börn hans eru sovézkir ríkisborgarar. Fáir hafa verið yfirheyrðir eins rækilega: Sálfræðingar vfir- heyrðu hann í 900 klukkustundir til að rannsaka persónuleika hans eftir morðið. Blað birti viðtal við hann f Prag á síðasta áratug. Hann vildi lítið segja um það sem gerðist 20. ágúst 1940 þegar hann myrti Trotsky með ísöxi. Luis bróðir hans er níu árum yngri og eins varkár þegar hann er spurður um morðið. Hann brosir og fer undan f flæmingi þegar hann er að því spurður V hann hefði verið vonsvikinn trotskyisti. Sovézk blöð héldu hinu sama fram. Robert Conquest og fleiri vestrænir sagnfræðingar segja að leynilögregla Stalíns, NKVD, hafi staðið á bak við morðið og það hafi verið skipu- lagt af NKVD-foringjanum Leonid Eitington, elskhuga Cari- dads eftir spænska borgara- stríðið. Lögreglumenn með vopnið sem Trotsky var myrtur með. Morðingi Trotskys Conquest segir að Caridad og Eitington hafi beðið í bíl nálægt bústað Trotskys skammt frá Mexíkóborg þegar Kamon var hjá honum. Vinkona Mercaders, bandaríski trotsky istinn Sylvia Agelof, hafði kynnt hann fvrir Trotsky. Hann heimsótti hann með ísöxina falda í frakka- vasanum undir því yfirskyni að hann vildi sýna honum grein eftir sig. Mercader barði Trotsky í höfuðið með öxinni. Trotsky rak upp óp. Verðir hans þustu inn og handsömuðu Mercader. Trotsky lézt daginn eftir. Margt er enn á huldu um fortfð Mercaders. Luis segir að hann og móðir hans hafi komið til Sovét- ríkjanna 1939. Móðirin lézt f Par- is 1975. Nú er Mercader einn til frásagnar um morðið Trotsky. Allir aðrir sem komu við sögu eru látnir. Sennilega fer hann með leyndarmálið með sér í gröfina. I VESTUR-Þjóðverjar, Bretar og | Frakkar hafa verið varaðir við því I að samtök arabískra hermdar- I verkamanna hafi áform um að- ' gerðir á næstunni til þess að I hefna fyrir árás Israelsmanna á Entebbeflugvöll að sögn brezka | blaðsins Sunday Times. Heimildir í vestur-þýzka innan- | ríkisráðuneytinu hafa staðfest fréttina. Samkvæmt heimild- I unum hafa Vestur-Þjóðverjar . fengið viðvörun frá „öðru landi" I um að árásaraðgerðir arabískra I hryðjuverkamanna séu hugsan- I legar. Frá því var ekki skýrt frá | hvaða landi þessar upplýsingar i væru komnar. Sunday Times segir að upplýs- ingarnar séu komnar frá ísrael og | heimildarmennirnir séu starfs- menn ísraelsku leyniþjónustunn- | ar. Upplýsingar starfsmanna | ísraelsku leyniþjónustunnar I benda til þess að verið geti að I hugsanleg árás arabísku hryðju- . verkamannanna verði gerð í sam- | bandi við fund sem hefur verið I boðaður í Palestínska þjóðarráð- I inu 15. febrúar í Kaíró. Þar verða | möguleikar á friði í löndunum I fyrir botni Miðjarðarhafs á dag- I skrá. Fyrirhugaðar árásir munu | byggjast á samvinnu tveggja sam- taka öfgasinnaðra Palestínu- | manna, sem bæði hafa bækistöðv- . ar í írak. Önnur samtökin munu Jpjp Dómsmál off pólitík Þorsteinn Gfslason Þorsteinn Gíslason formaður stjórnar SR Á FUNDI stjórnar Síldar- verksmiðja ríkisins fyrir skömmu var Þorsteinn Gíslason, skipstjóri og kennari, kosinn formaður stjórnarinnar. Þorsteinn er löngu kunnur af afskiptum sínum af sjávarútvegs- málum, þá er hann einn mesti aflamaður islands og um nokkurra ára skeið hefur hann verið varafiski málastjóri. Þegar frumvarp um rann- sóknarlögreglu ríkisins var til meðferðar á Alþingi nú fyrir ára- mótin kynnti ég mér nokkuð með- ferð og afgreiðslu ýmissa þing- mála síðustu ára, sem snerta lög- reglu- og dómsmál. Kom þá vel í ljós hversu þau hafa verið af- skipt; örfá mál, litlar umræður, takmörkuð afgreiðsla. Athyglis- vert var einnig að sannreyna, að ákveðnir stjórnmálaflokkar hafa verið á móti fjárveitingum og uppbyggingu löggæslunnar á þeirri forsendu að lögregluyfir- völd væru fjandsamleg þeim sem minna mættu sín. Þetta ber að hafa í huga, þegar menn beina spjótum sinum að slælegri lög- og dómgæslu. Nú þegar knúð er á um úrbætur og réttlæti, þá er það kaldhæðni ör- laganna að menn uppgötva að réttlátt réttarfar og öflug dóm- gæsla er besta trygging einstakl- ingsins gegn valdníðslu og glæpa- starfsemi. í þeim miklu umbrotum, sem verið hafa um dómsmál að undan- förnu, hafa menn gengið út frá þeirri staðreynd að sakamálurn fari háskalega fjölgandi og að spilling hafi náð hámarki. Þeir gerast nú margir farisearnir sem slá um sig með órökstuddum dylgjum og ásökunum. Hér verður að greina á milli efnis og umtals og það er ekki endilega rétt ályktun, að fleiri sakamál, sem til rannsóknar koma, séu sönnun þess, að spill- ing fari vaxandi. Skýringin getur alveg eins verið sú, að vegna hæfni lögregluyfirvalda, sterkara almenningsálits og síðast en ekki sízt vegna annarskonar blaða- mennsku, þá séu fleiri mál uppvís en áður. Fjársvikamál eða önnur afbrot eru ekki ný af nálinni á Islandi og hversu mörg eru sakamálin, sem aldrei hafa séð dagsins ljós, af því við höfum ekki haft yfirvöld, al- menningsálit eða fjölmiðla, sem hafa getað eða þorað? Ekki er langt síðan smygl og skattsvik þótti snjöll og saklaus sjálfsbjargarviðleitni. Það má vissulega tala um spillt þjóðfélag, þegar almenningur gerir ekki greinarmun á réttu og röngu. Þetta hefur breytzt, og meðan fólk og fjölmiðlar hafa óbrengl- aða réttarviturid, er ekki ástæða til að hafa svo miklar áhyggjur. X Hitt er öllu verra, ef almenning- ur glatar trausti á réttarfarinu, vantreystir æðstu dómstólum og tortryggir stjórnmálamenn í þess- um efnum. Það er ekki traust- vekjandi að rannsókn mála skuli dragast árum saman, eins og dæmi eru til um. Það er ekki traustvekjandi þegar ríkissak- sóknari og rannsóknardómari fara í hár saman f blaðaskrifum. Og það er mikið áhyggjuefni, þeg- ar valdamiklir stjórnmálamenn eru bornir þeim sökum, að hafa beinlínis gert tilraunir til að hafa áhrif á rannsókn mála eða fram- kvæmd refsinga. Framsóknarflokkurinn og ýms- ir forystumenn hans eiga sannar- lega undir högg að sækja um þess- ar mundir. Enginn trúnaður eða dómur verður lagður á sannleiks- gildi þeirra ásakana sem að þeim beinast og mörg þeirra máia, sem upp hafa risið eru þannig vaxin, að erfitt getur orðið um allar sannanir. Hér er þá ekki aðeins átt við að sanna sekt, heldur einn- ig sakleysi. Vandamál Framsóknarflokks- ins eru algjörlega hans sjálfs og eins, en sjálfstæðismenn hljóta þó að velta því alvarlega fyrir sér hvaða áhrif þau geta haft á rfkis- stjórnarsamstarfið. Bent hefur verið á, að Sjálfstæðisflokkurinn eigi að 'neita að styðja menn í trúnaðarstöður, sem stillt er upp af samstarfsflokknum og ekki eru taldir mikils trausts verðir. Þess er jafnvel krafizt að beðist sé lausnar fyrir einstaka ráðherra. En eru menn nú vissir um að tilefni hafi gefist til upplausnar í landstjórnarmálum? Vilja sjálf- stæðismenn þyrla upp pólitisku moldviðri og notfæra sér erfið- leika Framsóknar, þegar mörg og stór verkefni eru enn óleyst af núverandi ríkisstjórn? Er það ekki alveg Ijóst að hver flokkur tekur ábyrgð á sínum eigin mönn- um og tekur afleiðingunum af þeirra verkum? Ekki lætur Sjálf- stæðisflokkurinn aðra flokka segja sér fyrir um, hvaða menn hann velur til trúnaðarstarfa. Það gerir Framsókn ekki heldur. Ef flokkar og trúnaðarmenn þeirra njóta ekki lengur trausts, þá eru það kjósendur sem kveða upp sinn dóm áður en yfir lýkur. X Háværar kröfur eru uppi um það, að alþingi láti til sin taka og rannsaki meðferð dómstóla á eftir ELLERT B. SCHRAM alþingismann sakamálum og afskipti stjórn- málamanna af þeim. Slíkt ber að skoða, en þá verða menn jafnframt að gera sér fulla grein fyrir því, til hvers slíkt get- ur leitt. Dómsvaldið er sjálfstætt samkvæmt stjórnarskrá og grund- vallarreglum lýðræðisins. Ef al- þingi og stjórnmálamenn eiga að kveða upp úrskurði um það, hvort meðferð máls hafi verið réttlát eða ekki og segja álit sitt á því, hvort einn eða annar sé sekur eða saklaus, þá höfum við fórnað sjálfstæði dómstólanna. Þá höfum við boðið heim því réttarfari, sem tíðkast í einræðis- og lögregluríkj- um, þar sem pólitísk afsatða ræð- ur úrslitum. Fátt er háskalegra og ég á ekki von á því að Sjálfstæðis- flokkurinn gangi til slíks leiks. í þessum málum sem öðrum verður að treysta á dómgreind þjóðarinnar sjálfrar. Það hefur reynzt farsælast fram að þessu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.