Morgunblaðið - 21.01.1977, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977
17
svo fer ekki þegar maðurinn mis-
notar jarðargæðin. Þegar svo er
komið þá þolir umhverfið oft ekki
álagið og viðkvæm náttúra
norðurslóða með fáar tegundir en
marga einstaklinga hverrar teg-
undar getur beðið óbætanlegt
tjón.
Það segir stna sögu um þorsk
stofninn við landið þegar á móti
hverjum átta kynþroska þorskum
á Islandsmiðum árið 1970 koma
einn og hálfur slikur árið 1976.
Þessi þróun var á einn veg frá ári
til árs og til að átta sig á málefn-
inu þarf aðeins að huga að lögun
línuritsins, sem sýnir þessar
niðurstöður. Hún skiptir megin-
máli, en ekki einhver núll fyrir
aftan tölurnar átta eða einn til
tveir, þ.e. val á einingum, eða
einhver skekkja í útreikningum
fiskifræðinga.
Ekki skal þó gefa upp alla von
um þorskinn á íslandsmiðum. Við
yfirvofandi hrun fiskistofna virð-
ist loks hugsað i fullri alvöru um
stjórnun fiskveiða. Dæmi um
þetta er stjórnun sildveiðanna,
sem er að visu enn mismunandi
árangursrík. Sumargotssildin er á
uppleið, en vorgotssildin ekki, og
af norsk-íslenska sildar-
stofninum, sem var þeirra lang-
stærstur, fara litlar sögur. Stjórn-
un á þorskveiðunum við landið er
þó enn ekki hafin að fullu, þrátt
fyrir yfirvofandi hrun þorsk-
stofnsins, enda m.a. erfitt um vik
þegar deila verður við útlendinga
um aflamagn á miðunum við
landið.
Svæði og veðurathugunarskip á Norður-Atlantshafi, sem hinir ýmsu
hofundar hafa notað við gagnasöfnun til athugana á yfirborðshita
sjávar frá ári til árs (Sv-A.M. 1969).
ARÐNÁM
Vitahringurinn aukin sókn og
tæknivæðing, sem krefst stöðugt
meiri afraksturs til að standa
undir kostnaði, er engin ný
reynsla með mönnum eða þjóð-
um. Þetta er á íslensku venjulega
nefnt rányrkja, en með tæknivæð-
ingu í huga sem sérstakan þátt má
e.t.v. nefna það arðnám sbr.
annars vegar t.d. grjótnám og
hins vegar arðrán.
Samkvæmt Orðabók Sigfúsar
Blöndals er arðrán það, að hirða
arð af annarra vinnu, sem er ekki
nauðsynlega rányrkja. Rányrkja
er að nota gæði jarðar eða fiski-
miða án þess að bæta upp það,
sem tekið er, og er þá ekki nauð-
synlega arðrán. Hugtakinu arð-
nám er ætlað að ganga lengra, þ.e.
þegar lagt er í meiri og meiri
fjárfestingu, sem þarf að skila
arði, sem ekki fæst nema með
sifellt aukinni uppskeru eða
auknum afla og aftur kostnaði,
uns kemur að rányrkju, sem
skilar að lokum hruni i stað arðs.
Arðnámsmenn snúa sér þá að öðr-
um verkefnum eða setjast í
helgan stein.
I næstu grein verður m.a.
fjallað um veðurfar og fiskveiðar
á Norður-Atlantshafi fyrr á
öldum.
Myndin sýnir 5 ára keðjumeðaltöl yfirborðshita sjávar (frávik frá meðaltali 1876—1915) áranna
1876—1972 á mismunandi svæðum Norður-Atlantshafs. Svæðin eru sýnd á annarri mynd. Sérstaka
athygli vekur hækkandi sjávarhiti eftir 1920 og aftur lækkandi sjávarhiti eftir 1960, ekki slst við
Grænland og einnig vestan íslands (Jens Smed 1976).
14A-10U
Rússar geta nú
gert leifturárás
WashinKlon. 19. janúar. Reuter.
DONALD Rumsfeld, fráfarandi
landvarnaráðherra Bandaríkj-
anna, segir f árlegri skýrslu til
þjóðþingsins að verið geti að
Rússar ráði nú í fyrsta skipti yfir
nægilega miklum herafla til þess
að gera „leifturárás" á Evrópu f
líkingu við þær leifturárásir sem
Þjóðverjar gerðu á sínum tíma.
Rumsfeld segist byggja þetta
mat sitt á eflingu og breytingum á
landher Rússa og beitingu nýrra
árásarflugvéla.
Hann segir að NATO verji
sennilega nú álíka miklu fé til
landvarna og Varsjárbandalagið.
Herafli NATO er alls skipaður
um 4.8 milljónum manna en her-
afli Varsjárbandalagsins 5.6
milljónum segir hann.
Ráðherrann segir að kommún-
istaríkin ráði yfir 58 herfylkjum í
Mið-Evrópu — 27 rússneskum,
sex austur-þýzkum, 15 pólskum og
10 tékkóslóvakískum.
7
UTSALA
ÍKJÖRGARÐI
Aiiar tegundir fatnaðar
o.fí. þ.ám.
12 matvörutegundir
lækkaðar í verði
Akureyri
Skeifunni j5|| Kjörgarði
Skíðadeild Í.R.
Hið árlega þorrablót deildarinn-
ar verður haldið að Seljabraut
58, 1 1 febrúar kl. 7.
Stjórnin
V eislumaturinn
og Veislubrauðið
frá okkur vekja athygli
Pantið tímanlega
L——lÚTGARÐUR
í Glæsibæ #|gyjnia
A %86220 Æ #