Morgunblaðið - 21.01.1977, Page 27

Morgunblaðið - 21.01.1977, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANUAR 1977 27 Heimilistæki s.f.: Tóku við umboði fyrir W ang-tölvur A UNDANFÖRNUM tveimur og hálfu ári hafa verið fluttar til landsins nokkrar tölvur :f gerðinni Wang, frá samnefndu fyrirtæki í Bandarfkjun- um. Fyrir nokkru tóku Heimilkstæki s.f. við um- boði fyrir Wang-tölvur og átti blm. stutt samtal við Ólaf H. Ólafsson deildar- stjóra um þessar tölvur. Ölafur sagði að Wang-tölvur væru framleiddar með það fyrir geymslurými frá 262 K stöfum i allt að 20 milljón K stafi, hæg- virka og hraðvirka prentara, teiknivélar litlar og stórar. Sú tegund Wang-tölva sem hér er á markaðnum er seld með minnisstærðunum 8K — 32K stafa notenda minni. Frekari stækkunarmöguleikar eru í því fólgnir að bæta við útistöðvum sem unnið geta sjálfstætt, en hafa aðgang að sameiginlegu geymslu- rými. Þessi möguleiki gerir sam- stæðuna að nokkurs konar „multi- processing" tölvu. Utistöðvarnar eru f reynd tölvur með eigin augum að leysa þarfir smærri fyrirtækja og sagði hann aðal- kosti tölvunnar vera að hægt væri að byrja með litla ódýra sam- stæðu sem hentaði kröfum kaup- anda í upphafi og síðan gæti hann stækkað hana og aukið við hana eftir þörfum og umsvifum fyrir- tækisins. Núna eru níu Wang- tölvur í notkun hér á landi, hjá nokkrum bæjarfélögum fyrir- tækjum og lífeyrissjóðum og verkefni þeirra margvísleg: ið- gjaldabókhald fyrir lífeyrissjóði, fjárhags-, og viðskiptamanna-, og launabókhald fyrir ýmis fyrir- tæki. Þá er í notkun hjá Krabba- meinsfélagi íslands tölva sem tengd er við sams konar tölvu á Egilstöðum, þar sem safnað er upplýsingum um heilsufar og fer úrvinnsla þeirra fram í Reykja- vík, eftir að þær hafa komiðgegn- um símalínu frá Egilsstöðum. Um innri gerð Wang-talvanna er þetta að segja: „Stýrikerfi tölvunnar er inn- byggt og tekur um 40 K stafi, Aðeins 700 stafir af notendaminni eru fráteknir undir smáhluta stýrikerfis hverju sinni. Maður með 32K Wang-tölvu getur því verið viss um að hafa aðgang að 31.3K stafa minni. 1 öðrum tölv- um getur stýrikerfið tekið allt að 40% af notendaminni. Stýrikefið gerir ráð fyrir notk- un allra jaðartækja frá Wang. Það er því fyrirhafnarlítið að bæta við jaðartækjum. Urval jaðartækja er mjög mik- ið, má m.a. nefna spjaldalesara og gatara, 9-spora segulbandsstöð, diskettu- og diekettudrif með minni frá 8K til 32K stafa. Við þær má tengja prentara. Að lokum sagði Ólafur H. Ólafs- son að nú væri í undirbúningi viðhaldssamningur; sem öllum kaupendum Wang-tölva yrði gef- inn kostur á, en hann myndi tryggja frekara öryggi og viðhald tölvanna. Tollar lækka á heybindivél- um en ekki á heyhleðsluvögnum I SAMRÆMI við nýja tollskrá, sem tók gildi um sl. áramót hafa orðið nokkrar breytingar á tollum á búvélum. Almennt lækka tollar á búvélum nú úr 7% í 4% og frá og með 1. janúar 1979 eiga tollarnir að lækka niður í 2%. Gildir þetta jafnt frá hvaða landi, sem tækin eru keypt, hvort sem um er að ræða EBE-ríki, EFTA- lönd eða önnur lönd. Frá þessu eru þó þær undantekningar að tollar á öllum almennum dráttar- vélum verður óbreyttur 7%. Hins vegar lækkar tollur á heybindi- vélum úr 7% i 4% nú, en tollur á heyhleðsluvögnum lækkar ekki og verður áfram 7%. I nýútkomn- um Sambandsfréttum kemur fram að tollalækkun þessi hefur í för með sér milli 20 og 25 þúsund króna verðlækkun á heybindivél af algengri gerð. Bridge Umsjón: Arnór Ragnarsson Lárus og Sævin Reykjanesmeist- arar í tvímenning Frá Stjórn Reykjanesum- dæmis: Sl. helgi lauk 1 Kópavogi úr- slitakeppni í Reykjanesmóti 1 tvímenning, öðru sinnar tegundar. 16 pör spiluðu til úr- slita og jafnframt um rétt til þátttöku í Íslandsmóti í ár. Ur- slit urðu þau, að Lárus Hermannsson og Sævin Bjarna- son báru sigur úr býtum eftir jafna og harða keppni. Lárus er óþarfi að kynna, hann er einn af kunnari keppnismönnum hér syðra, og hefur staðið lengi í eldlínunni. Synir hans, Hermann og Ólaf- ur, sigruðu f þessu móti í fyrra, en þá lenti Sævin Bjarnason í öðru sæti, þá á móti Ragnari Björnssyni. Sævin er gamall keppnismaður, en hefur lítið spiiað undanfarin ár. Þess má geta, að Lárus er núverandi Reykjanesmeistari í sveita- keppni einnig. Annars varð röð efstu para þessi: stig 1. Lárus Hermannsson BAK — Sævin Bjarnason BK 580 2. Logi Þormóðsson BS — Þorgeir Eyjólfsson BH 573 3. Guðmundur Ingólfsson BS — Jóhannes Sigurðsson BS 572 4. Helgi Jóhannsson BS r— Einar Jónsson BS 564 5. Jón P. Sigurjónss. BAK — Guðbrandur Sigurbergss. BAK 558 6. Haukur Hannesson BAK — Ragnar Björnsson BAK 556 7. Bjarni Pétursson BK — Óli Andreasson BK 554 8. Jón Hermannsson BAK — Ragnar Hansen BAK 539 Meðalskor var 525 stig. Keppnisstjóri var Sigurjón Tryggvason en honum til að- stoðar var Vigfús Pálsson. A sunnudaginn kemur hefst úr- slitakeppni í sveitakeppni Reykjaness 1977. • Keppnir á vegum Ásanna til vors BRIDGEFELAGIÐ Ásarnir hefir ákveðið keppnir vetrarins og verða þær til vors sem hér segir: 29. og 30. janúar. Firmakeppni 31. janúar, 13. og sfðasta umf. — Kjör bátasjómanna Framhald af bls. 15 lega, ef hægt væri að setja inn f dæmið upplýsingar um vinnutíma og vinnuaðstöðu. Kannski fengist því þá svarað af hverju svona erfitt er að manna bátaflotann, en ef ég man rétt, áætlaði L.Í.U. að um 1000 manns hefði vantað til að fiskiflotinn væri fullmannaður á síðustu vertíð. Til frekari skýringar er rétt að taka það fram að, þegar talað er um sjómenn og bátasamninga á það við um alla islenska fiski- menn, aðra en þá, sem eru á stóru togurunum. En þeirra samningar eru töluvert frábrugðnir báta- kjarasamningum. Guðbjartur Gunnarsson stýrimaður. S.V.K. 7. .febrúar. Boðsmót, tvímenningur, 3ja kvölda 28. febrúar. Keppni við Hafnarfjörð 7. mars. Barometer, 5. kvöld 11 apríl. Þorsteinsmót með Pattonfyrir- komulagi, 3ja kvölda. • Hörð keppni um Akureyrartitil- inn í sveitakeppni NU er aðeins einni umferð ólokið ( úrslitakeppni um Akureyrarmeistaratitilinn í sveitakeppni. Spilað er 1 þrem- ur riðlum og er spilað um 1.—4. sæti 1 A-riðli, 5.—8. sæti í B- riðli og 9.—13. sæti í C-riðli. Staðan f A-riðli er þessi: Sveit Ingimundar Árnasonar 35 Sveit Alfreðs Pálssonar 25 Sveit Ævars Karlessonar 20 Sveit Arnar Einarssonar 0 Sveit Ingimundar á mikla möguleika á titlinum — en á að spila við sveit Alfreðs f síðustu umferð. Einnig er sá fræðilegi möguleiki að þrjár efstu sveit- irnar verði allar jafnar. Staða sveitanna f B-riðli: Sveit Þormóðs Einarssonar 36 Sveit Páls Pálssonar 21 Sveit Stefáns Vilhjálmssonar 2 Sveit Friðriks Steingrímssonar 1 Einum leik hefir verið frest- að í þessum riðli, milli sveita Stefáns og Friðriks. Staða sveitanna f C-riðli: Sveit Arnalds Reykdal 28 Sveit Víkings Guðmundssonar 28 Sveit Sveinbjörns Sigurðssonar 24 Sveit Trausta Haraldssonar 0 Siðasta umferð verður spiluð á þriðjudaginn kemur í Gefjunarsalnum og hefst spila- mennskan klukkan 20. Björn og Magnús efstir í barometer- keppni í Firðinum Staða efstu para að 7 umferðum loknum f barometerkeppni Bridgefélags Hafnarfjarðar er þessi: stig Björn Eysteinsson — Magnús Jóhannsson 148 Eyjólfur Sæmundsson — JónGislason 102 Ásgeir Magnússon — Sigurður Sigurðsson 63 Kristján Andrésson — Sævar Magnússon 50 Einar Sigurðsson — Dröfn Guðmundsdóttir 44 UTSALAA AKUREYRI Allar tegundir fatnadar o.fí. þ. á m. 12 matvörutegundir lækkaðar í verði VIÐTALSTÍMI I rSi Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins verða til viðtals í Sjálf- stæðishúsinu Bolholti 7 á laugardögum frá klukkan 1 4:00 til 1 6:00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 22. janúar verða til viðtals: Davíð Oddsson, borgarfulltrúi og Sigríður Ásgeirsdóttir, varabogarfulltrúi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.