Morgunblaðið - 21.01.1977, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. JANÚAR 1977
39
Um 60 þjálfarar
á skólabekk
15. og 16. janúar s.l. var haldið
þjálfaranámskeið á vegum
Þjálfaraskóla KSÍ í Kennarahá-
skóla íslands. Aðalkennari á nám-
skeiði þessu var Keith Wright,
yfirþjálfari enska knattspyrnu-
sambandsins í Mið-Englandi.
W'right er 35 ára, f.vrrverandi at-
vinnumaður hjá Leicester City og
auk þess háskólamenntaður kenn-
ari.
Kennt var báða dagana frá kl.
10.00 — 18.00, eftir áætlun scm
W'right hafði sjálfur samið og
sent hingað áður en hann kom.
Námskeiðið sóttu rúmlega 60
þjálfarar hvaðanæfa að af land-
inu og sýnir það hversu mikill ■
áhugi er á námskeiðahaldi sem
þessu. og hjá íslenzku knatt-
spyrnuþjálfurunum að auka
[ <•«
kunnáttu sína og efla starfshæf-
nina.
Kennsluefnið var þrekþjálfun
og leikaðferðir, sem W'right þótti
setja fram á skýran og skipulegan
hátt, og töldu þátttakendur á
námskeiðinu sig hafa haft mikið
gagn af því að sækja það.
Stefnt er að því að slík nám-
skeið verði fastur liður í upphafi
hvers undirbúningstímabils
knattspyrnumanna á komandi ár-
um. Var það tækninefnd KSÍ sem
sá um undirbúning og fram-
kvæmd námskeiðsins, en í henni
eiga sæti. Karl Guðmundsson,
formaður, Reynir G. Karlsson,
Sölvi Óskarsson, Guðni Kjartans-
on, Anton Bjarnason og Magnús
Jónatansson.
Kunnir knattspyrnumenn á námskeiðinu. Lengst til
vinstri er Halldór Björnsson, fyrrum leikmaður með
KR, en hann hefur nú verið ráðinn þjálfari hjá 3. deildar
liði Siglfirðinga. Þeir sem eru að stökkva yfir hindrun-
ina eru þeir Hörður Halmarsson, leikmaður með KA og
Val, og Benedikt Valtýsson, fyrrum leikmaður með
Akranesliðinu.
Vaxandi áhugi á fimleikum, en
íþróttahúsin eru vanbúin tækjum
Karl Guðmundsson, formaður tækninefndar KSt, aðstoð-
ar þarna aðalkennara námskeiðsins, Keith Wright.
— ÞAÐ ER mikið á döfinni hjá
okkur. og greinilegt að áhuginn á
fimleikum fer stöðugt vaxandi,
sagði Asgeir Guðmundsson, for-
maður Fimleikasambands ís-
lands, í viðtali við Morgunblaðið f
gær, er hann var fenginn til þess
að gera grein fyrir helztu verk-
efnum þeim sem nú eru framund-
an hjá sambandinu. — En því
miður setur aðstöðuleysið okkur
þröngar skorður, sagði Asgeir, —
öll íþróttahús, að einu undan-
teknu, skortir nauðsynlegan
tækjabúnað til fimleikaþjálfun-
ar, en þetta eina hús, íþróttahús
Kennaraháskóla islands, veitir
fim leikafólki því miður ekki
nema takmarkaðan aðgang.
Asgeir sagði, að það 'sem nú
væri á döfinni væru námskeið
fyrir dómara i fimleikastiganum.
Hefði slíkt námskeið fyrir pilta
verið haldið dagana 13., 14., 15. og
16. janúar og nú stæði yfir nám-
skeið fyrir stúlkur.
Um önnur verkefni Fimleika-
sambandsins er þetta helzt að
segja:
Bikarkeppni F.S.Í.
Hin árlega bikarkeppni Fim-
leikasambandsins verður háð i
íþróttahöllinni fimmtudaginn 17.
febrúar kl. 20.30. Vegna fjölda
þátttakenda á s.l. ári verður nú
hverju félagi heimilað að senda
aðeins eitt lið í hverjum aldurs-
flokki. Keppt verður í fimleika-
stiganum.
Tilkynningar um þátttöku
skulu hafa borist til skrifstofu
SKAGAMENN UNNUIEYJUM
UM SÍÐUSTU helgi heimsóttu
Skagamenn Vestmannaéyjar heim
og léku tvo leiki við Eyjaliðin Þór og
Tý í 3. deildinni í handknattleik.
- Þeir
Skagamenn fóru ekki erindisleysu
heldur sigruðu í báðum leikjunum en
urðu samt að hafa mikið fyrir því að
hala inn þessi stig. í fyrri leiknum
mættu þeir Þór og sigruðu 1 9— 1 8 (í
hálfleik 11 — 9). Var það jafn leikur
en ÍA lengst af með forustu Þórsarar
urðu fyrir þvl áfalli strax á 2. mín.
leiksins að missa sinn besta mann,
Hannes Leifsson útaf vegna meiðsla
og gat hann ekki komið inná fyrr en
er 10. mín. lifðu af leiknum og gat
hann þá ekki bætt um betur þó svo
liðið væri nærri að jafna I lokin. Flest
mörk ÍA skoruðu þeir Haukur Sig-
urðsson og Þórður Elfasson, 4 mörk
hvor. Markahæstur hjá Þór var
Asmundur Friðriksson með 8 mörk
og Þórarinn Ingi Olafsson skoraði 6
mörk.
Daginn eftir léku svo Týr og ÍA og
var það ekki sfður spennandi og
skemmtilegur leikur og þar að auki
betur leikinn. Skagamenn voru
sterkari í f.h. og höfðu yfir á hálfleik
10—7, en Týrarar unnu þetta upp í
s.h. og komust marki yfir. Þessu
forskoti hélt liðið þar til 1. mín. rúm
var til leiksloka að ÍA jafnar. Týrarar
fara svo illa að ráði sínu sfðustu sek.
leiksins, reyna ótfmabært skot sem
er varið. Skagamenn bruna upp og
skora sigurmarkið 17—16. Þeir
Þórður Elfasson og Rúnar Davfðsson
voru markahæstir hjá ÍA með 4 mörk
hvor. Hjá Tý skoruðu þeir Sigurlás
Þorleifsson og Logi Sæmundsson 5
mörk hvor.
Eyjaliðin fengu þvf ekki stig þessa
helgina, en helgina áður höfðu þau
bæði sigrað UMFN f Eyjum, Þór —
UMFN 25—19, Týr — UMFN
23—22.
Þá fór um helgina fram í Eyjum
einn leikur f 3. deildinni f körfuknatt-
leik. Þar léku ÍV og ÍBK og sigraði ÍV
48—35 en í hálfleik höfðu Eyja-
menn yfir 19—11. Leikur þessi var
afspyrnu lélegur og Iftil skemmtun
fyrir áhorfendur. Eyjamenn hafa enn
ekki tapað leik f deildinni, hafa
unnið alla 5 leiki sfna hingað til.
Flest stig ÍV skoraði þjálfari liðsins
Jóhann P. Andersen, 12 stig, en
flest stig ÍBK skoraði Haukur
Hafsteinsson, 14stig.
3. deildar liðinu TÝ í handknattleik
hefur nú borist góður liðsstyrkur þar
sem er Frosti Sæmundsson úr 1.
deildarliði H : uka Hann hefur flutst
til Eyja og gengið í Tý. Frosti verður
löglegur með liðinu nú um mánaða
mótin. — hkj.
F.S.I. í síðasta lagi 14 dö^um fyrir
mót.
Meistaramót F.S.Í.
verður háð í íþróttahúsi Kennara-
háskóla íslands 26. og 27. mars kl.
15.00.
A meistaramótinu verður keppt
um meistaratitil í öllum greinum
fimleika karla og kvenna og jafn-
framt um titilinn fimleikameist-
ari Islands í karla- og kvenna-
flokki.
Þátttöku þarf að tilkynna til
skrifstofu F.S.Í. í síðasta lagi 14
dögum fyrir mót.
Firmakeppni F.S.I.
Stjórn Fimleikasambandsins
hefur ákveðið að stofna til firma-
keppni í fimleikum nú i vetur i
fyrsta sinn.
Keppnin verður forgjafar-
keppni og hafa því allir þátttak-
endur jafna möguieiká á að sigra.
Þeir einir hafa rétt til keppni,
sem hlotið hafa hæsta meðaltölu á
bikar- og/ eða meistaramóti. Ein-
staklingar og fimleikadeildir
munu sjálfir útvega sér firmu til
að keppa fyrir.
Fimleikasambandið væntir þess
að fyrirtæki taki vel á móti þátt-
takendum sem leita rnunu til
þeirra fyrir firmakeppnina.
Firmakeppnin verður háð í
fþróttahöllinni sunnudaginn 17.
apríl kl. 14.30.
Sýning í maí
Akveðið er að halda fimleika-
sýningu í maí. Er gert ráð fyrir að
öll félög og aðrir fimleikahópar
eigi þess kost að sýna einhverja
þætti úr starfsemi sinni á iiðnum
vetri.
Fimleikasýningar
í dreifbýli
Nefndir á vegum F.S.l. hafa rit-
að héraðssamböndum og íþrótta-
l)andalögum um land allt og hvatt
til fimleikasýninga á sama hátt og
gert hefur verið hér í Reykjavík
undanfarin ár í samvinnu við
iþróttakennarafélag Islands. Er
vonast til þess að af sýningum
geti orðið á einhverjum stöðum
utan Reykjavíkur siðar í vetur
eða í vor.
Nefndir á vegum
F.S.Í.
Alls eru starfandi 7 nefndir t
vegum F.S.Í. sem sinna einstök-
um þáttum í starfi sambandsins.
Auk þess, sem að frantan grein-
ir. er á döfinni fjölþætt starf und-
irbúið af starfsnefndum. s.s. nám-
skeið og kynning á nútíma fim-
leikum, auðveldar keppnisæfing-
ar fyrir skólafólk. námskeið i
áhaldafimleikum o.fl. o.fl.
Ahöld og aöbúnaöur
Þátttaka i fimleikunt hefur
stóraukist á s.l. árum með aukn-
um verkefnum l'yrir fimlcikafólk
og komast nú færri að en vilja hjá
þeini félögunt. sem hal'a limleika
á stefnuskrá sinni. Xiintun á
áhöldum hefur þó staðið starfinu
lyrir þrifum þrátt fyrir mikinn
dugnað ýmissa félaga að útvéga
sér áhöld. Stjórn F.S.l. hefur nú
ritað nokkrum bæjarfélögum og
íþróttabandalögum og óskað eftir
því, að salir þar verði útbúnir
góðum ta'kjum til áhaldafimleika
m.a. til að auka fjölbreytni í
iþróttaiðkunum á viðkomandi
stöðum.
i>Ioi\\imlnnöio
mm
FRAM18-LIÐA URSLIT
F'RAM tryggði sér rétt til þátt-
töku i átta-liða úrslitum bikar-
keppni HSÍ i fyrrakvöld með því
að sigra Armenninga með 21
marki gegn 18. Fór leikurinn
fram í æfingatíma Armenntnga í
Laugardalshöllinni. Lengst af var
leikur þessi tiltölulega jafn, en
Framararnir voru þó heldur
friskari, og höfðu náð fjögurra
marka forystu í leikhléi, 12—8. 1
seinni hálfleiknum gáfu Armenn-
ingar ekkert eftir, en tókst hins
vegar ekki að vinna upp forskot
Framara. En greinilega er ekki
mikill munur á liðunum sem leika
í 1. deild urn þessar mundir og
beztu liðunum í 2. deild, ef marka
rná leikinn í fyrrakvöld. Og vist er
að fá islenzk handknattleikslið
eiga eins bjarta framtíð og
Armenningar — liðið er að stofni
til skipað ungum piltum sem eru
hver öðrum efnilegri.