Morgunblaðið - 26.02.1977, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 26. FEBRUAR 1977
5
Klukkan 19.35:
Karl Marx í
Gemingum
Þátturinn GERN-
ingar í umsjá Hannesar
Gissurarsonar er á dag-
skrá útvarpsins klukkan
19.35. í þessum þætti fjall-
ar Hannes Gissurarson
áfram um Karl Marx, en
honum hefur hann helgað
síðustu tvo þætti sína.
1 fyrsta þættinum rakti
hann sögulegt baksvið
Marx og segist hafa reynt
að skilgreina þátt Karl
Marx í menningarsögu
Vesturlanda. í öðrum þætti
talaði hann síðan um æsku-
og háskólaár Marx og
áhrifavalda hugsunar
hans.
í þættinum í kvöld ætlar
Hannes að lokum að tala
um manninn Karl Marx og
hugsun hans á áratugun-
um frá 1845—1865.
Ástæðuna fyrir því að
hann hefur helgað Marx
þrjá þætti í röð, sagði hann
vera þá, að hann teldi það
brýna nauðsyn að fjalla um
Karl Marx og kenningar
hans á fordómalausan hátt.
„Hingað til,“ sagði Hannes
enn fremur, „hefur ætíð
verið talað um Marx með
trúarbragðablæ. Þar hefur
verið á ferðinni fámennur
hópur, sem trúir á hann í
blindni og hefur farið full-
geyst í umræðum um hann
á opinberum vettvangi.
Mér finnst tími til kominn
að fjallað sé um Karl Marx
á hlutlausan og gagnrýnis-
lausan hátt, sem þessi hóp-
ur manna hefur ekki gert.
Ég reyni að tala um hann
og hans kenningar af
kuldalegri rökvísi, bæði
með góðar og vondar hliðar
í huga, en Karl Marx var
athyglisverður maður.
Hins vegar tel ég persónu-
lega að hann hafi í megin
atriðum haft rangt fyrir
sér. Karl Marx var umfram
allt 19. aldar heimspeking-
ur og rígnegldur við hug-
myndaheim aldaranda þess
tíma.“
EHB™ HQI HEVHH
Á skjánum
SUNNUD4GUR
27. fekrúar 1977
16.00 Hðsbvndur og hjð
Breskur myndaflokkur.
..Þad, ifm Guð hefur tengt
saman..."
Þýðandi Kristmann Eiðsson.
17.00 Mannllfið
18.00 Stundin okkar
Sýndar verða myndir um
Kalla I trénu og Amölku.
Sfðan verður frumsýnd sjðn-
varpskvikmyndin „Saga ðr
strfðinu**, sem Agðst Guð-
mundsson gerði eftir sögu
Stefáns Jðlfussonar. Myndin
er framlag fslenska sjón-
varpsins til norræna mynda-
flokksins. Það er strfð f
heiminum, og fjallar þessi
mynd um 11 ára dreng á
tslandi 1044 og áhrif strfðs-
ins á Iff hans.
Umsjónarmenn Hermann
Ragnar Stefánsson og Sig-
rfður Margrét Guðmunds-
dóttir.
Stjórn upptoku Kristfn Páls-
dóttir.
Enska knattpsyrnan
Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dagskrá
20.30 Skákeinvfgið
Skákmeistarrnir Friðrik
Ólafsson, Guðmundur Sigur-
jónsson og lngi R. Jóhanns-
son munu skýra f sjónvarps-
sal skákir stjörmeistaranna
Spasskýs og Horts, sem
heyja svonefnt áskorenda-
einvfgi hér á landi um þess-
ar mundir.
Eftir því sem tfmi gefst til,
verða sagðar fréttir af
öðrum kunnum skákköpp-
um, sem einnig heyja
einvigi um svipað leyti.
Þessir þættir verða á dag-
skrá Sjónvarpsins alla út-
sendingardaga vikunnar á
sama tfma nema laugardaga,
meðan á cinvfgi Spasskýs og
llorts stendur.
20.45 ileimsókn
Stokkseyri og Eyrarbakki
rru nú einu útgerða.rþnrpin
á hintii hofnlausu suður-
strönd austan Ölfusár. Erfið
hafnarskilyrði há því, að þar
sé unnt að reka fiskvrrkun
og útgerð á eðlilegan hátt.
Kvikrnynd Haraldur Frið-
riksson.
Hljóðsetniiig Marinó Ólaís-
SOIl.
Klipping Isidór llermanns-
son.
l'msjón Magnús Bjarnfreðs-
son.
21.30 Jennie
Breskur framhaldsmynda-
flokkur
4. þáttur. Sigur og sorg
22.20 Frá Listahátfð 197«
Anneliese Rothenberger
syngur lög eftlr Hugo Wolf.
Við hljððfærið GUnther
W'eissenborn. Stjórn upp-
töku Andrés Indriðason.
22.40 Aðkvöldidags
Séra Iljalti Guðmundsson,
dómkirkjuprestur f Reykja-
vfk, flytur hugvekju.
22.50Dagskrárlok.
Sinfóníutónleikar
Háskólabfó 24. febr. 1977
Stjórnandi: Jean-Pierra
Jacquillat
Einleikari: Jónas
Ingitnundarson
Efnisskrá: H. Berlioz,
Forleikur — Le Carnavai
romain, Saint-Saens,
Píanókonsert nr. 2 op. 22 f g-
moll. César Frank, Sinfónfa f
d-moll.
Á 10. tónleikum Sinfóniu- ’
hljómsveitarinnar, sem fram
fóru í Háskólabiói s.l.
fimmtudagskvöld gafst áheyr-
endum kostur á að hlýða á
franska tónlist eftir þá H.
Berlioz, Saint-Saens og César
Frank. Forleikurinn ,,Le
Carnaval romain" eftir Berlioz
var fyrstur á efnisskránni.
Berlioz var ekki sérlega
afkastamikið tónskáld. en verk
hans höfðu því meiri áhrif.
Hann gaf hljómsveitinni nýja
liti og blæ og skapaði ný form.
Hann er stundum nefndur
„faðir hermitónlistarinnar" og
batt sig ekki við reglur og
hefðir heldur visaði veginn
framávið Forleikurinn „Le
Carnaval romain“ bar öll ein-
kenni höfundar síns og er lit-
ríkur og skemmtilegur. Stjórn-
andinn, Jacquillat er okkur
islendingum að góðu kunnur,
því hann hefur nokkrum
sinnum áður stjórnað
Sinfóníunni við góðan orðstír,
enda brást hann ekki tónleika-
gestum í þetta sinn. Stjórn hans
var röggsöm og örugg og „Le
Jónas Ingimundarson
Carnaval romain“ hljómaði
hressilega undir stjórn hans.
Píanókonsert Saint-Saéns er
nokkuð kúnstugur í formi.
Þannig minnir upphafið
fremur á orgelprelúdíu en
píanókonsert og auk þess
„vantar“ hæga þáttinn í verkið.
En konsertinn er rómantiskur
og á köflum mjög glæsilegur.
Píanóið ræður ríkjum i þessu
verki, eins og svo algengt er um
konserta frá þessu timaskeiði.
og ber það með sér að höfundur
hefur sjalfur verið snjall
píanisti. Með einleikshlutverk-
ið fór Jónas Ingimundarson.
Jónas hefur víða komið við i
tónlistarlífinu á undanförnum
árum, og getið sér gott orð sem
píanisti og kórstjóri. Hann
hefur verið allra manna dug-
Tðnlist
eftir EGIL
FRIÐLEIFSSON
legastur við að halda tónleika
utan Reykjavíkur og nokkrum
sinnum leikið með Sinfóniunni
úti á landi. Þetta var hins vegar
frumraun hans á sviðinu í
Háskólabiói. Leikur hans á
fimmtudagskvöldið var ekki
hnökralaus. Hins vegar voru
jákvæðu hliðarnar á túlkun
hans yfirgnæfandi. Hann átti
góða spretti, og þegar best lét
glitraði tónaregnið i höndum
hans. Jónas er vandaður
tónlistarmaður og bar leikur
hans þess glögg merki. Það má
gjarnan geta þess hér að undir-
ritaður fékk tækifæri til að
hlusta aftur á konsertinn á
skólatónleikum i gær
(föstudag) og lék Jónas þá af
meira öryggi og yfirvegun en
áður, enda hver „umferð“ með
hljómsveitinni dýrmæt reynsla.
Þáttur hljómsveitarinnar er
ekki stór í þessu verki, en
fylgdi píanóinu vel eftir. César
Frank hefur nokkra sérstöðu
meðal franskra tónskálda.
Hann var af þýzkum ættum en
fæddur í Belgiu. Af samtíma
sínum var hann fvrst og fremst
þekktur sem kennari og
organisti, en um tónsmíóar
hans kærðu sig fáir. M.a. var
d-moll sinfóniunni mjög illa
tekið er hún var frumflutt árið
1889. Hins vegar hefur timinn
sannað að sinfónian er ein af
dýrustu perlum hins síðróman-
tíska timabils og óbrotgjarn
minnisvarði höfundar síns.
Rétt þrjú ár eru nú liðin siðan
d-moll sinfónian hljómaði
síðast í Háskólabíói og þá undir
stjórn K. Andersens. Nú var
hins vegar frakkinn Jacquillat
viö stjórnvölinn sem fyrr segir,
og tókst að mínu áliti mjög vel
upp. Hinn alvörugefni þungi
andi þessa verks komst vel til
skila án þess að vera þunglama-
legur. Hljómsveit, stjórnanda
og einleikara var vel fagnað af
áheyrendum.
Skíðaferöir í Skálafell
Fastar áætlanaferðir verða í vetur á skíðasvæðið i Skálafelli. Sérstakar ráðstafanir eru
gerðar til að veita góða þjónustu með ferðum um allt Stór-Reykjavikursvæðið í
Skálafelli er gott skíðaland við allra hæfi. 5 lyftur i gangi frá morgni til kvölds Ókeypis
lyftuaðstaða við félagsskála KR fyrir börn. Kennsla fyrir almenning Þjálfun fyrir
keppendur Ferðir laugardaga og sunnudaga.
• LEIÐ I • LEIÐ in
KL. KL.
9.45 Mýrahúsaskóli 10.00 Kron efra Breiðholti
KR heimilið. Straumnes
10.00 BSÍ 10.15 Barnaskólinn
Sóbekksverzlun neðra Breiðholti
10.15 Sundlaugar 10.30 Essostöðin
Sunnutorg Kron Langholtsvegi Ártúnshöfða
10.30 Essostöðin Ártúnshöfða • LEIÐ IV
10.45 Kaupféiagið KL. BSÍ
Mosfellssveit 13 00
Shellstöðin
# LEIÐ II Miklubraut Skeiðarvogur /
KL. Miklabraut
10.00 Kaupfél. Garðabæ Essostöðin
Silfurtún v/Arnarnes Ártúnshöfða
10.15 Sparisjóður Kópavogs 13.15 Kaupfélagið Mosfells
Vörðufell sveit.
10.30 Essostöðin
Ártúnshöfða Verið velkomin í Skálafell
Slmsvari skíðadeildar
Upplýsingar um veðurfærð
og opnunartima lyftna i Skálafelli eru i síma
Geymið auglýsinguna Skíðadeild K.R.